Alþýðublaðið - 24.10.1985, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.10.1985, Qupperneq 5
Fimmtudagur 24. október 1985 5 tækja. 3. I heild mun tekjuauki ríkissjóðs nema um hálfum milljarði króna. Fullyrðingar Þorsteins Pálssonar um skattþyngingu á almenning í eigin húsnæði eru því öfugmæli. Frumvarp okkar um eignar- skattsauka á stóreignir verður lagt fram í næstu viku. Þá mun á reyna, hvort framsóknarmenn á þingi standa í verki við stór orð og yfirlýs- ingar um stuðning við það mál. Húsnæðismálin Ríkjandi neyðarástand i húsnæð- ismálum kallar á tafarlausar að- gerðir. Við viljum verja auknum skatttekjum af stóreignum og vaxtagróða til að endurreisa fjárhag bygginga- sjóðanna og bæta þannig fyrir misgjörðir stjórnvalda við hús- byggjendur — og ungu kynslóð- ina sérstaklega. Við viljum að launaskattur renni óskertur til byggingasjóðanna, sem og hluti af bindifé innlánsstofnana hjá Seðlabankanum og rekstrar- afgangur bankans næstu fimm árin. Við viljum bæta húsbyggjendum misgengi launa og lánskjara með frestun á greiðslu verðtryggingar og vaxta, sem er umfram almennar launahækkanir. Við viljum tryggja húsnæðislánakerfinu „Þak yfir höfuðið á viðráðan- legum kjörum skiptir megin- máli fyrir félagslegt öryggi og velferð almennings í landinu, og er veigamikill þáttur í tekjujöfnunarstefnu jafnaðarmanna tekjustofna sem duga til að standa undir hækkun lána í 60% byggingarkostnaðar. Þetta fjármagn er þó mun minna en það sem þyrfti til að uppfylla kosningaloforð stjórnarflokk- anna, sem þeir gáfu hver um annan þveran fyrir seinustu kosningar. Þessar ráðstafanir duga til að forða fyrirsjáanlegum samdrætti í íbúðarbyggingum og atvinnuleysi í byggingariðnaði. Meginmáli skiptir að gera nú sameiginlegt átak á vegum ríkis, sveitarfélaga, verkamannabústaða- kerfisins og byggingarsamvinnufé- laga eins og Búseta, um byggingu hóflegra íbúða í fjölbýli, m. a. sam- kvæmt kaup-leiguskilmálum. Þak yfir höfuðið á viðráðanleg- um kjörum skiptir meginmáli fyrir félagslegt öryggi og velferð almenn- ings í landinu og er veigamikill þátt- ur í tekjujöfnunarstefnu jafnaðar- manna. Einn lífeyrissjóður Tillögur okkar í lífeyrisréttinda- málum hinna öldruðu byggja á af- námi hundrað séreignasjóða, ein- um lífeyrissjóði fyrir alla lands- menn, sem allir greiða til eftir efn- um og ástæðum og allir njóta sam- bærilegra réttinda að lokinni starfs- ævi. í heild sinni þýða þessar tillögur okkar um nýtt skattakerfi endur- reisn húsnæðislánakerfisins og einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn ekki aðeins vörn fyrir velferðarrík- ið, heldur endurreisn þess. Og við verðum ekki sökuð um að hafa látið undir höfuð leggjast að lýsa tillögum okkar um, hvernig þessar þjóðfélagsbreytingar skuli fjármagnaðar. Sérstaða Alþýðuflokks Þess munu fá dæmi að stjórnar- andstöðuflokkur leggi fram tillög- ur um hvort tveggja: Niðurskurð ríkisútgjalda og nýja tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Fátt sýnir betur sér- stöðu Alþýðuflokksins í íslenskum stjórnmálum. Með þessum vinnu- brögðum viljum við gegna þeirri skyldu okkar að segja kjósendum hreinskilnislega, hvernig við mynd- um leysa vandann, hefðum við til þess völd og áhrif. Þriðji meginþátturinn í stefnu okkar felst í því að uppræta hefð- bundin forréttindi og ríkisverndaða einokun sem og leysa framtak ein- staklinganna úr læðingi kerfisins. Nokkur dæmi Ég nefni nokkur dæmi: Að létta af herðum skattgreiðenda og bænda fjárpynd milliliða í landbúnaðarkerfinu. Að afnema ríkisverndaða einokun olíufélaganna og neyða þau og tryggingafélögin til aukinnar samkeppni. Að afnema einokun Aðalverktaka á Varnarliðsframkvæmdum. Að setja skorður við útþenslu bankakerfisins og Seðlabank- ans, og skila hagnaði hans í rík- issjóð. Að leggja niður úreltar ríkisstofn- anirý þar sem hagkvæmnisrök mæla með að starfsemin sé skattgreiðendum of þung á fóðrum, óþörf eða betur komin í höndum annarra. Að auka eftirlit með innflutnings- verðmyndun og herða viðurlög við óeðlilegum viðskiptahátt- um, t. d. með fyrirvaralausri sviptingu verzlunarleyfis. Að gefa útflutningsverzlunina frjálsa. Að afnema æviráðningu embætt- ismanna og sjálftekin fríðindi bankastjóra og ríkisforstjóra. Að auka sjálfstjórn héraðanna um eigin málefni. Að breyta skipulagi og starfshátt- um verkalýðshreyfingarinnar í átt til aukinnar þátttöku félag- anna og virkara lýðræðis. Róttækar umbætur Það er sögulegt hlutverk okkar jafnaðarmanna að koma í veg fyrir „Það er staðreynd að verð- hólga á islandi er aftur orðin 6- 10-föld umfram viðskipta- og markaðslönd, og fer vaxandi að þjóðfélagið leysist upp í ósætt- anlegar andstæður vegna félagslegs misréttis. Það gerum við með fyrir- byggjandi aðgerðum, róttækum þjóðfélagsumbótum, eins og ég nú hef lýst, sem stefna að auknum jöfnuði í eigna- og tekjuskiptingu og jöfnum tækifærum ólíkra en frjálsra einstaklinga. Hvar er styrkurinn? Það þarf mikinn pólitískan styrk til að knýja fram nauðsynlegar breytingar á þessu þjóðfélagi í rétt- lætisátt. Spurningin er: Hvar er þann styrk að finna? Hin mikla sókn Alþýðuflokks- ins, sem hófst á þessu ári, hefur vakið nýjar vonir og gefið fyrirheit um nauðsynlegar breytingar á úr- eltu flokkakerfi. En fleiri þurfa að leggja okkur lið, sem hingað til hafa stutt aðra flokka, áður en við getum gert okkur raunhæfar vonir um ár- angur. Enginn hugsandi maður bindur framar vonir við Framsóknarflokk- inn. Hann er dæmdur af verkum sínum sem þröngsýnasti og íhalds- samasti kerfisflokkur landsins. Það er pólitískt gustukaverk að gefa Framsókn frí — senda hana í and- Iega endurhæfingu. Haldi Sjálfstæðisflokkurinn svipuðum styrkleika og nú verður ekki hjá því komizt að semja við hann um nýja ríkisstjórn. En eigi slík ríkisstjórn að skila árangri, verða umbótaöflin að geta samið af styrkleika við þetta sundurleita hagsmunabandalag sem gengur undir nafninu Sjálfstæðisflokkur- inn. Stjórnarandstaðan Við skulum viðurkenna hrein- skilninslega, að núverandi stjórnar- andstaða hefur ekki nægilegan styrkleika til að bera. Til þess er hún of málefnalega sundurleit. Lítum á stjórnarandstöðuna. Ástand hennar birtist í hnotskurn eina helgi í október; með lands- nefndarfundi BJ, miðstjórnarfundi AB og flokksstjórnarfundi Al- þýðuflokksins. Þar var ólíku saman að jafna. Vonandi hefur Bandalagið ekki fleiri slíka fundi. Það virðist snúast um einkamál freniur en stjórnmál og varla vera til stórræðanna. Á miðstjórnarfundi AB kom fram að sögn viðstaddra „bullandi gangrýni á forystu flokksins, for- mann og þingflokk; urn stefnuleysi og skort á nútímaskilningi“, — allt samkvæmt kokkabókum mæðra- skýrslu. Breytt skipulag og starfshættir Ekki er þetta traustvekjandi. En á flokksstjórnarfundi Al- þýðuflokksins var starfsáætlun flokksins, sem unnið hefur verið að í allt sumar, einróma samþykkt. í henni felst, að flokkurinn mun á næstunni breyta skipulagi sínu og starfsháttum til samræmis við þarf- ir fjöldaflokks. — Tugir nýrra einstaklinga hafa nú komið til starfa í milli 20 og 30 málefnahópum. — Þessar fastanefndir vinna nú að staðaldri og kerfisbundið að ít- arlegri útfærslu á kosninga- stefnuskrá flokksins — og þar með stjórnarsáttmála næstu ríkisstjórnar. — Útgáfu-og útbreiðsiustarf verð- ur stóraukið á næstunni. — Á næstu vikum byrjum við skipulagt kynníngarstarf á stefnu og starfsháttum flokks- ins á vinnustöðum á höfuð- borgarsvæðinu og sameinumst í öflugu átaki til að safna nýjum félögum tii þess að taka virkan þátt í þeirri þegnskylduvinnu að breyta þessu þjóðfélagi. — Áður en gengið verður til kosn- inga ntun eiga sér stað mikil endurnýjun á frambjóðenda- sveit flokksins; þar verður hlut- ur kvenna mikill og ungt fólk í fylkingarbrjósti. Vaxtarbroddurinn Hvaða ályktanir má draga af þessu? M. a. að ólíkt hinum stjórnar- andstöðuflokkunum er Alþýðu- flokkurinn einhuga og sameinadur á traustum hugmynda- og stefnu- grundvelli; — að hreyfing jafnaðar- manna er vaxtarbroddurinn í stjórnmálalífi þjóðarinnar. Það væri mikið manndómsmerki ef þingmenn BJ viðurkenndu orðinn hlut og sýndu í verki trúnað sinn við sameiginleg málefni með því að taka í útrétta sáttahönd okkar. Sameiginlega eigum við nú að svara stólakaupum sjálfstæðisráðherr- anna með tafarlausri sameiningu í einn þingflokk jafnaðarmanna. Það mundi muna um þann liðs- auka í nýrri sókn jafnaðarmanna, sem gæti leitt okkur yfir 30% fylg- ismarkið á þessum vetri. Á landsfundi AB stefnir í upp- gjör hópa, sem eiga fátt sameigin- legt annað en nafnið. Þau öfl innan AB sem í verki eru verkalýðssinnar og sósíaldemókratar, eiga ekki sam- leið með flokkseigendafélagi af- dankaðra stalinista. Þessir aðilar „Við jafnaðarmenn höfum sagt stríð á hendur því spillta verðbólguspilaviti, sem stefna 2ja seinustu ríkisstjórna hefur getið af sér. Margir hafa komið til liðs við okkur. En hetur má ef duga skal.“ eiga að gera tilraun til uppgjörs við fortíðina; þeir eiga að hafna forn- aldarhugmyndum um ríkisforsjá og kerfisvarðstöðu og láta af andstöðu við aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu. Verði þeir undir ættu þeir að bregðast við hart; taka höndum saman með okkur hinum undir merkjunt Alþýðuflokksins um að skapa á þessum vetri sameinað sóknarafl lýðræðissinnaðra jafnað- armanna. Þessi ríkisstjórn mundi ekki standast slíkt stjórnarand- stöðuafl. Slík breiðfylking jafnað- armanna gæti unnið stórsigur í næstu kosningum og samið af myndugleika við Sjálfstæðisflokk- inn, gerist slíkt þörf. Þetta sýnir að nýir sóknarmögu- leikar eru óþrjótandi. Okkur er því í sjálfsvald sett að skapa pólitísk skilyrði fyrir framkvæmd þeirrar róttæku umbótaáætlunar, sem ég hef lýst. Þá hefði á sannast að lág- deyða sumarsins væri aðeins lognið á undan storminum, sem feykir burt kalkvistum Framsóknarára- tugarins og gefur þjóðinni aftur trú á sjálfa sig og framtíð sína.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.