Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 3
Laugardagur 16. ágúst 1986
3
Reykjavík 200 ára
Hátíðardagskrá
16. ágúst
Kl. 18:00
Opnun sýningarinnar „Reykjavík í 200 ár“
— svipmyndir mannlífs og byggðar.
Stór og fjölbreytt sýning á Kjarvalsstöðum þar sem
gott tækifæri gefst til að bera saman Reykjavík í for-
tíð og nútíð. Hvernig breyttist hún úr kaupstað í
borg? Hvernig var mannlíf og bæjarbragur fyrr á ár-
um? Hvað er framundan? Ljósmyndir, líkön, m.a. af
Grjótaþorpi fyrir 100 árum, haganlega gerð eftirlík-
ing af krambúð, fornleg tæki, starfsfólk í viðeigandi
búningum liðins tíma, leikdagskrá, fyrirlestrar og líf-
legar frásagnir.
Aðgangseyrir er kr. 100 fyrir fullorðna. Börn yngri
en 12 ára og ellilífeyrisþegar fá frítt inn. Sýningar-
skrá kostar kr. 100.
Sýningin stendur til 28. september og er opin kl.
14.00—22.00 alla daga.
17. ágúst
Kl. 09:00
í Viðey
Menntamálaráðherra afhendir afmælisgjöf ríkisins
til Reykvíkinga, mannvirki ríkisins í Viðey ásamt
landi.
Kl. 11:00
Hátíðarguðsþjónustur í öllum kirkjum og messu-
stöðum borgarinnar.
Borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar taka þátt í
messugjörð.
Kl. 14:00
Hátíðarguðsþjónusta í Dómkirkjunni.
Kl. 17:00
Tæknisýning opnuð í nýju Borgarleikhúsi. Hér er
um að ræða mjög viðamiída sýningu sem gefur með
myndrænum hætti yfirlit yfir þá fjölbreyttu starf-
semi sem fram fer á vegum borgarinnar og fyrir-
tækja hennar, auk Landsvirkjunar, SKÝRR og
Skógræktarfélags Reykjavíkur.
Áhersla er lögð á verklegar framkvæmdir og tækni-
nýjungar.
Sýningin er bæði lífleg og fræðandi og höfðar jafnt
til allra aldurshópa.
Spennandi tæki og óvæntar upplýsingar, nýstárleg
vélmenni og risastórt líkan af suðurhluta landsins.
Hér gefst líka tækifæri til að skoða Borgarleikhúsið
í fyrsta sinn þó ófullgert sé.
Veitingasala og ókeypis barnagæsla er á staðnum.
Aðgangseyrir er kr. 200 fyrir fullorðna og kr. 100
fyrir börn yngri en 12 ára.
Sýningarskrá er innifalin í aðgangseyri. Sýningin
stendur til 31. ágúst og er opin frá kl. 10:00—22:00
alla daga.
18. ágúst
Kl. 10:00
Opinber heimsókn forseta fslands, frú Vigdísar
Finnbogadóttur.
Borgarstjóri tekur á móti forsetanum á borgarmörk-
unum og hestamenn úr Fáki ríða fyrir bílalestinni
fyrsta spölinn inn í borgina.
Forsetinn situr síðan hátíðarfund borgarstjórnar og
heimsækir borgarstofnanir, vistheimili aldraðra í
Seljahlíð og Árbæjarsafn.
Þá kemur forsetinn á fjölskylduskemmtunina í mið-
borginni, verður viðstaddur hátíðardagskrána á Arn-
arhóli um kvöldið og flytur þar ávarp.
Kl. 13:30
Skrúðgöngur leggja af stað frá Hagaskóla og Hall-
grímskirkju. Skátar, lúðrasveitir og leikhópurinn
„Veit mamma hvað ég vil?“ leiða göngurnar.
Fjölskylduskemmtun
Kl. 14:00—18:00
í Lcekjargötu, Hljómskálagarði og Kvosinni.
Það eru skátar og ýmis félagasamtök sem skipu-
leggja skemmtunina. Á fjölmörgum stöðum verður
eitthvað spennandi um að vera og víða er miðað við
beina þátttöku yngstu veislugestanna í leikjum og
keppni. Sem dæmi má nefna taflmót á Hallæris-
plani, rokkgarð við Miðbæjarskólann, föndurgarð í
Vonarstræti, dýragarð, skemmtigarð, þrautagarð og
dansgarð í Hljómskálagarðinum og þar verður líka
25 metra langt útigrill.
1 Lækjargötu verður mikið um dýrðir. Þar verður
boðið upp á 200 metra langa afmælistertu sem félag-
ar úr Bakarameistarafélagi Reykjavíkur hafa bakað.
Lionsmenn þjóna gestum og sérstakur hátíðardrykk-
ur verður á boðstólum.
Sprengisandur
—Kjöhir
Bjóðum upp á ferðir milli Reykjavíkur og Akureyrar um Sprengisands- og Kjalvegsleiðir þar sem farið er á einum degi hvor leið.
FERÐAÁÆTLUN SUMARIÐ 1986
BROTTFÖR FRÁ REYKJAVÍIO
Norður Sprengisand til Akureyrar MÁNUDAGA og
FIMMTUDAGA kl. 08.00
BROTTFÖR FRÁ AKUREYRI:
Suður Kjalveg til Reykjavíkur MIÐVIKUDAGA og LAUG-
ARDAGA kl. 08.30
Allar brottfarir frá Reykjavik eru frá Bifreiðastöð ís-
lands, Umferðamiðstöðinni v/Vatnsmýrarveg.
Allar brottfarir frá Akureyri eru frá afgreiðslu sérieyfis-
bfla v/Geislagötu (gegnt Hótel Varðborg).
FARGJÖLD SUMARIÐ 1986
FULLOÐRNIR:
Önnur leiðin um Sprengisand eða Kjöl kr. 2.900,00
Báðar leiðir um hálendið kr. 5.200,00
Önnur leiðin um hálendið og hin um byggð kr. 3.660,00
YNGRI EN 12 ÁRA:
Önnur leiðin um Sprengisand eða Kjöl kr. 2.200,00
Báðar leiðir um hálendið kr. 3.960,00
Önnur leiðin um hálendið en hin um byggð kr. 2.500,00
Ferðir þessar seljast með leiðsögn og fæði þann daginn sem ferðast er.
í ferðum þessum gefst fólki tækifæri á að sjá og heyra um meginhluta
miðhálendisins, jökla, sanda, gróðurvinjar, jökulvötn, hveri og margt
fleira í hinni litríku náttúru íslands.
Hægt er að fara aðra leiðina eða báðar um hálendið eða aðra leiðina
um hálendið og hina með áætlunarbfl okkar um byggð og dvelja norðan-
lands eða sunnan að vild, því enginn er bundinn nema þann daginn
sem ferðast er.
Nánari upplýsingar gefa BSÍ, Umferðarmiðstöðinni, Reykjavik, sími 22300, Ferða-
skrifsstofa Akureyrar, sími 25000, afgreiðsla sérieyfísbiía Akureyrar, sími 24729 og
við.
NORÐURLEIÐ HF.
Sími 11145