Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 12
12 Laugardagur 16. ágúst 1986 1886—1986 Ólafur Friðriksson Ég sá hann fyrst tilsýndar snemma á menntaskólaárum mín- um, trúlega 1955, þar sem hann sat á kaffihúsi umkringdur unglingum, menntaskólapiitum sem voru eitf- hvað eldri en ég. Svo þetta var sá frægi Ólafur Friðriksson. Mér var starsýnt á manninn. Hann kom mér ekki ókunnuglega fyrir sjónir. Mynd af honum hafði lengi prýtt vegg fyrir ofan skrifborð föður míns. Hann sat þarna enn á gildaskála á sjötta áratugnum, um- kringdur unglingum, eins og Kiljan og Þórbergur höfðu numið boð- skap hans á Uppsölum, á öðrum áratug aldarinnar. Munurinn var sá að þá talaði hann um framtíðina — nú ræddi hann um fortíðina. Á öðrum og þriðja áratug aldar- innar hafði hann verið einhver um- deildasti stjórnmálamaður þjóðar- innar; dáður af stuðningsmönnum og aðdáendum, hataður, fyrirlitinn og rægður af fjandmönnum. Nú sýndist mér unglingarnir í kringum hann hiusta í hálfkæringi. Það vott- aði fyrir því í svip sumra að þeir héldu hann vera furðufugl. í meira en tvo áratugi hafði hann setið sína eigin pólitísku erfidrykkju. Undar- ieg örlög þessara tveggja manna, Jónasar frá Hriflu og Olafs Frið- rikssonar, sem báðir lifðu svo sterkt — að hafa lifað sjálfa sig svo lengi. Einhverjum misserum seinna færði ég mig að borði Ólafs. Ég vildi heyra af vörum hans sjálfs um örlög Nathans Friedmanns, gyð- ingadrengsins munaðarlausa, sem Ólafur gekk í föður stað og hafði með sér heim til íslands þegar hann kom heim af Kominternþingi í Moskvu 1921. Aðför yfirvalda og betri borgara Reykjavíkur að Ólafi, fjölskyldu hans og stuðningsmönn- um, í þessu máli er óafmáanlegur smánarblettur í íslenskri réttarfars- sögu. „Hvíta stríðið" var það kall- að og verður ekki jafnað við neitt í sögu Reykjavíkur, nema atburðina 30. mars 1949. Margt er líka skylt með þessari aðför að Ólafi og hand- töku karls föður mins vestur í Bol- ungarvík áratug síðar. Hvað gerðist? Ólafur var fyrsti ritstjóri Alþýðu- blaðsins, sem stofnað hafði verið 1919. Afstaðan til rússnesku bylt- ingarinnar var þá meiriháttar mál meðal jafnaðarmanna um allan heim. Af skrifum Alþýðublaðsins má Ijóst vera að Ólafur, eins og margir forystumenn jafnaðar- manna í Evrópu á þeim tíma, batt miklar vonir við „verkalýðsríkið" í austri. Árið 1921 sækir hann þing alþjóðasambands kommúnista, Komintern, í Moskvu. Þar atvikast það að 15 ára piltur af gyðingaætt- um, Nathan Friedmann að nafni, leitaði á náðir norrænu fulltrú- anna. Foreldrar hans höfðu fallið í borgarastyrjöldinni. Þar sem pilt- urinn var fæddur og uppalinn í Sviss og talaði þýzku fýsti hann þess að komast úr Iandi vegna hungursneyðar og hallæris. Faðir Nathans hafði verið handgenginn Lenin og starfað í hreyfingu rúss- neskra útlaga, unz hann fluttist til Rússlands 1919. Ólafur var ekki að tvínóna við hlutina. Hann tók pilt- inn að sér, hugðist styðja hann til náms og mennta, enda sýndist hon- um hann greindur og gott manns- efni. Þegar heim var komið kvartaði drengurinn undan augnveiki. Læknar komust að þeirri niður- stöðu að sjúkdómurinn væri „trakóma" en deildu innbyrðis um hvort telja bæri sjúkdóminn treg- smitandi eða bráðsmitandi. Reglu- gerð kvað á um brottvísun útlend- inga sem haldnir væru bráðsmit- andi sjúkdómi. Spænska veikin var mönnum í fersku minni og hafði lagst þungt á Reykvíkinga. Berkla- veikin herjaði á mörgum heimilum. Yfirvöld skipuðu fyrir um brottvís- un Nathans. Ólafur neitaði að hlíta þeim fyr- irmælum. Hann hélt því fram að vel væri unnt að lækna drenginn. Hér væri um að ræða ómannúðlegar aðgerðir og pólitíska aðför. Þetta mál þróaðist smám saman upp í eins konar borgarastyrjöld. í bókarkafla um Ólaf Friðriksson segir Pétur Pétursson útvarpsþulur: „Færa má að því nokkur rök að upphaf fasisma í Evrópu gæti í að- för hvítaliðsins að Ólafi Friðriks- syni. Allt er þar í hnotskurn. Síma- lokun, skeytaskoðun og skjala, húsbrot, handjárn, vegatálmar, vopnaðar sveitir borgara og fangelsanir verkalýðsforingjaí' Allt minnir þetta sterklega á vinnubrögð og aðfarir fasista og nasista, Mussolínis og Hitlers, síðar meir. Upplognar sögur flugu um bæ- inn. Olafur átti að hafa dregið sam- an vopnað lið og áformað „rúss- neska byltingu" með því að taka Stjórnarráðið og draga þar rauða fánann að húni. Sérstakur lögreglu- Mánudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00 fyrir brottför rútu til Rvk. Fimmtudaga: Samatimataflaog mánudaga. Föstudaga: Frá Stykkishólmi kl. 14.00, eftir komu rútu. Viðkoma í inneyjum. FráBrjánslæk kl. 19.30 Til Stykkishólms kl. 23.00 Þnðjudaga: FráStykkishólmikl. 14.00 eftir komu rútu. Frá Brjánslæk kl. 18.00 Til Stykkishólms kl. 21.30 Laugardaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Sigling um suðureyjar. Frá Brjánslæk kl. 15.00 Til Stykkishólms kl. 19.00 Á timablllnu 1, júli tll 31. ágúst Miövikudaga: Frá Stykkishólmi kl. 09.00 Frá Brjánslæk kl. 14.00 Til Stykkishólms kl. 18.00, fyrir brottför rútu. Viðkoma er ávallt i Flatey á báðum leiðum Bflaflutninga er nauðsynlegt að panta með fyrirvara. Frá Stykkishólmi: Frá Brjánslæk: Hjá afgreiðslu Baldurs Hjá Ragnari Guðmundssyni Stykklshólmi, s.: 93-8120 Brjánslæk, s.: 94-2020. Aldarminning stjóri var skipaður til að stjórna að- gerðum. Hvítliðum boðið út og danska herskipið „íslands Falk“ látið losa um byssur á ytri höfninni. Sú spurning var ofarlega í mínum huga hvort þeim hefði tekist að brjóta Ólaf í þessum ofsóknum. Ég treysti mér ekki til að bera þá spurn- ingu fram. Hins vegar hefur mér Eftir Jón Baldvin Hannibals- son, formann Alþýðu- flokksins ævinlega þótt sem viðbrögð forystu Alþýðuflokksins í þessu máli hafi verið lítilsigld og ódrengileg. Flokksstjórnin lýsti því yfir að drengsmálið væri einkamál Ólafs og kæmi flokki og Alþýðusam- bandi ekki við; gekk jafnvel svo langt að víkja honum frá ritstjórn Alþýðublaðsins. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Meðan Ólafur gisti fangelsið var Nathan Friedmann fluttur nauð- ungarflutningi úr landi. Danskir læknar úrskurðuðu að hann var ekki haldinn smitnæmum sjúk- dómi, enda náði hann bata. Hann var sendur til ættingja í Sviss. Ein- hversstaðar sá ég skrifað að hann hefði endað líf sitt í útrýmingar- búðum þýska nazismans. Mannúðin okkar manna er mikil og merkileg, segir Örn Arnar. Því miður er þetta mál ekki einsdæmi um, hversu lítilsigld íslensk yfirvöld hafa reynzt oft á tíðum þegar reynt hefur á mannúð og drengskap gagnvart ofsóttum útlendingum. Ólafur Friðriksson var fæddur á Eskifirði 16. ágúst 1886. Foreldrar hans voru Friðrik Möller faktor þar en síðar póstmeistari á Akureyri og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir frá Helgavatni. Langafi Ólafs, Friðrik Möller fluttist frá Sjálandi til íslands í lok 18. aldar. Þessi brautryðjandi jafnaðarstefnu á ís- landi rakti því ættir sínar að hluta til Danmerkur, eins og annar Ólaf- ur, Jensen Thors, sem síðar varð stafnbúi atvinnurekenda og hægri afla í íslenzkri pólitík. Ólafur dvaldi langdvölum í Dan- mörku á yngri árum, eða frá árinu 1906 fram að fyrri heimsstyrjöld. Hann gerðist sannfærður jafnaðar- maður í Danmörku. Þegar heim kom stofnaði hann fyrsta félags- skap jafnaðarmanna á íslandi á Akureyri 1915. Þetta félag beitti sér fyrir fyrsta framboði jafnaðar- manna á íslandi til bæjarstjórnar og fékk Erling Friðjónsson kjörinn. Á Akureyri samdi Ólafur fyrstu stefnuskrá fyrir óstofnaðan jafnað- armannaflokk. Þegar til Reykjvík- ur kom gekk Ólafur í Dagsbrún, fé- lagsskap verkamanna í Reykjavík. Tveimur mánuðum eftir að Ólafur stígur á land í Reykjavík hefst hann handa um útgáfu Dagsbrúnar, blaðs jafnaðarmanna. Þetta var vikublað, kostað af nokkrum iðn- aðar- og verkamannafélögum. Þetta blað var undanfari Alþýðu- blaðsins, sem stofnað var 1919. Ólafur var einnig fyrsti ritstjóri þess. í októbermánuði árið 1915 beitti Olafur sér fyrir fyrsta verkfall í sögu islenskra sjómanna, háseta- verkfallinu í apríl 1916. Ólafur var þar framarlega í flokki og vann eft- irminnilegan sigur. Árið 1918 fór Ólafur fræga för til Danmerkur á fund danskra jafnað- armanna. Ferðin var farin að undir- lagi Jóns Magnússonar ráðherra til þess að leita stuðnings danskra jafnaðarmanna við kröfu íslend- inga um nýjan sambandssáttmála ríkjanna. Þrátt fyrir dræmar undir- tektir Staunings, leiðtoga danskra jafnaðarmanna, tókst Ólafi að vinna Borgbjerg, annan helsta leið- toga þeirra, á sitt band. Hlutur Ólafs í sambandslagasáttmálanum um fullveldi íslands 1918 er því stór og verður seint vanmetinn. Árið 1915 var Ólafur, ásamt þeim Jónasi Jónssyni frá Hriflu og Ottó N. Þorlákssyni, einn helsti hvata- maður að stofnun jafnaðarmanna- félagsins gamla í Reykjavík. Þessir aðilar beittu sér fyrir stofnþingi Al- þýðusambands íslands og Alþýðu- flokksins, sem var haldið 12. mars 1916. Áður hafði undirbúnings- nefndin beitt sér fyrir samstarfi verkalýðsfélaga um framboð þriggja manna til bæjarstjórnar Reykjavíkur. Kjósa átti fimm bæj- arfulltrúa í Reykjavík í janúar 1916 en í bæjarstjórninni voru 7 fulltrú- ar. Frambjóðendurnir urðu Jör- undur Brynjólfsson, Ágúst Jósefs- son og Kristján Guðmundsson. Þeir náðu allir kosningu. Listi verkamanna hlaut 911 atkvæði af 2028. Heimastjórnarmenn fengu hina tvo. Ekki slælegur árangur óstofnaðra samtaka það. Á fyrri hluta þriðja áratugarins urðu harðar deilur meðal jafnaðar- manna í Evrópu um afstöðuna til rússnesku byltingarinnar. Sem rit- stjóri Alþýðublaðsins hafði Ólafur framan af mikla samúð með rúss- nesku byltingunni. Eftir „hvíta stríðið" varð Ólafur þjóðhetja í augum margra og píslarvottur vegna ofsókna yfirvalda. í kjölfar drengsmálsins var stofnað „Áhuga- lið alþýðu", sem tók meirihluta í Jafnaðarmannafélagi Reykjavíkur iundir forystu Ólafs, en með stuðn- ingi kommúnista. Félagið klofnaði síðan út af afstöðunni til Komintern. Eftir að kommúnistar gerðu það að meginkröfu, að verkalýðsfélögin yrðu skilin frá Alþýðuflokknum, snerist Ólafur flokknum til varnar og var eftir það eindreginn and- stæðingur kommúnista. Hann var alltaf lýðræðisjafnaðarmaður, sósíaldemókrati, og gat því ekki átt samleið með kommúnistum, þegar þeir byrjuðu að kljúfa íslenska verkalýðshreyfingu í nafni hins sovéska rétttrúnaðar. Á árunum 1929—1932 tók hann aftur við rit- stjórn Alþýðublaðsins. Allan tím- ann frá 1918 til 1938 var Ólafur full- trúi Alþýðuflokksins í bæjarstjórn Reykjavíkur. Þegar hann lætur af störfum sem bæjarfulltrúi 1938 er eiginlegum stjórnmálaferli hans lokið. Heimsstyrjöldin síðari, hernám- ið og hernámsvinnan, olli bylting- arkenndum breytingum á íslensku Afmælistillaga í borgarstjórn: Viögerö Viöeyjarstofu lokið á tveimur árum — og Viðeyjarkirkja tilbúin ekki síðar en árið 1990. Allir flokkar standaað tillögunni. Viðgerðum á Viðeyjarstofu verð- ur lokið á árinu 1988 og viðgerðum á Viöeyjarkirkju ekki síðar en árið 1990, samkvæmt vaentanlegri ákvörðun borgarstjórnarinnar í Reykjavík á afmælisdaginn þann 18. ágúst. Tillaga sú sem liggur fyrir fundinum felur einnig i sér að Al- þingi og ríkisstjórn verði færðar þakkir fyrir þá ákvörðun að mann- virki og landsspilda ríkisins í Viðey skuli framvegis vera eign Reykvík- inga. Þessar eignir verða sem kunnugt er afhentar Reykvíkingum í afmæl- isgjöf á mánudaginn við hátíðlega athöfn. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur síðan verið boðuð til fundar á mánudagsmorguninn kl. tuttugu mínútur yfir tíu til að samþykkja þakkarávarpið og taka ákvarðanir um framkvæmdir við mannvirkin í Viðey. Á dagskrá fundarins er ekki ann- að auk þessarar tillögu en ávörp borgarstjóra og forseta íslands. Til- lagan sem liggur fyrir hátíðafund- inum er svona: „Borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkir að færa Alþingi og ríkis- stjórn þakkir fyrir ákvörðun þeirra um, að mannvirki og landspilda ríkisins í Viðey skuli framvegis vera eign Reykvíkinga. Af því tilefni er tekið fram: að stefnt er að því, að viðgerðum á Viðeyjarstofu ljúki á árinu 1988, að viðgerðum á Viðeyjarkirkju ljúki ekki síðar en 1990, að á kjörtimabilinu verði efnt til hugmyndasamkeppni um framtíð- arskipulag og nýtingu eyjarinnar í þágu Reykvíkinga og þjóðarinnar allrarþ Tillaga þessi er flutt af þeim flokkum og samtökum, sem eiga fulltrúa i borgarstjórn, og því tæp- ast hætta á öðru en að hún verði samþykkt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.