Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. ágúst 1986 5 mig upp á Hádegisgnípu. Var hún í hásuður frá mörgum bæjum þar í dalnum. Þar hafði hún staðið um aldir alda, hömrum sett á alla vegu, ókleif hverri skepnu, nema fuglin- um fljúgandi, og óbundin öðrum tindum. Hún horfði sem mey- drottning yfir ríki sitt. Þar faldi sól- in sig ofurlitla stund um hádaginn lengi vetrar. Þar festi aldrei snjó, — líklega af því að þar er hvíldarstað- ur sólarinnar, hélt ég í æsku. Þar á tindinn fýsti mig að koma. Þar vissi ég víðsýni mest um átt- haga mína. Og nú var ég þangað kominn. Nú sá ég yfir sveitina frá tindinum, hæsta sjónarsvið er ég hafði eygt. En hvað allt verður öðruvísi, þegar horft er á það frá tindinum, en af jafnsléttunni. Lýtin hverfa, allt verður skýrara, bjartara og fegurra. Manni gengur betur að greina smátt frá stóru, sér hvað mest er um vert og hvað minnst. Niðri á sléttunni verða hólarnir oft að fjöllum, en fjöllin að hólum, fyrir augum vorum. Þegar ég var nú þarna staddur, undir hendi álfakonungsins, sá ég hið fjærsta jafn glöggt hinu næsta. Byggðin mín forna hafði tekið stakkaskiptum. Allt láglendi var ræktað. Flæðiengjar, tún og akrar skiptust á. Þar sem einstöku bæir höfðu staðið áður, voru nú þorp. Hlíðarnar, sem sumsstaðar höfðu verið uppblásnir melar, voru nú víða skógi huldar. Öræfin, heiðarn- ar og fjalllendið var nú hinn eini bithagi byggðarmanna. Enginn bú- smali var heima um sumartímann, en sel við sel var í hlíðum uppi. Og árnar, þverárnar úr fjallinu og jök- uláin niðri í dalnum, sem áður höfðu verið verstu farartálmar og vandræðagripir, þær fluttu nú áburð yfir engi og akra. Þær knúðu nú plóga og sláttuvélar. Við þær var unninn áburðurinn á túnin; þær sendu nú ljós og yl í hvert kot, með rafmagnsframleiðslu. Vissulega voru umskiptin mikil. „Og allt þetta er ávöxtur menning- arinnar\‘ hugsaði ég. Það er hún, sem hefir flutt mönnum hin endur- bættu áhöld. Það er hún, sem hefir hvatt þá til dáða og félagsskapar. Það er menningin, sem hefir gert það að verkum, að mér sýnast mennirnir og verk þeirra meiri og fegri, er ég horfi héðan, en þegar ég var starfandi maður á sléttunni. Þá brosti álfakonungurinn og mælti: „Eigi veist þú svo víst hver ég er. Ég er æðstur vætta á landi hér. Ég er andi landsins. Þegar landinu skaut úr sæ, þá vaknaði ég. Ég vakti, er suðræn aldin uxu hér. Við hvert fræ, er bylgjurnar báru til landsins, — við hverja jurt, er festi hér rætur, jókst mér lífsþróttur. Lífið á landinu eykur mér lífsþrótt- inn; með því lifi ég, og vernda það jafnframt. Með því sef ég einnig. Þegar jökullinn huldi landið og eyddi Iífinu, svæfði hann mig. En þá vaknaði ég aftur, er gróðurinn klæddi landið á ný. Þá jókst mér þróttur, er skipin kysstu ströndina og klappirnar ^byggðu dalina. Ég gaf landsmönnum blessun mína og færði þeim frelsið. En þeir kunnu ekki með að fara. Þeir glötuðu gjöf- um mínum og köstuðu frelsinu í út- lendar hendur. Landsmenn gleymdu sjálfum sér. Þeir sofnuðu svefni eymdar og volæðis. Skógarn- ir voru höggnir og hlíðarnar blésu upp. Það var svefnþorn fyrir mig. Þjónar mínir bjuggu mér hvílu hérna í háa steininum á gnípunni, sem þú kallaðir „Álfakistu“. Þjóð- sögnin sagði að þar undir lægi álfa- konungur. Og það voru sannindi. En vorið kom. Mennirnir vökn- uðu af dáðleysisdvalanum. Drott- inn sendi þjóðinni spámenn. Það voru skáldin, ættjarðarvinirnir ágætu og félagsfrumherjarnir — vinir mínir — sem vöktu mig. Og nú heimti þjóðin hinar glöt- uðu gjafir mínar: frelsið sitt forna, fjörið og Iífsþróttinn svæfða. Ég gaf þjóðinni blessun mína í annað sinn. Sannarlega er það ekki hin er- lenda menning, sem lyft hefir þjóð- inni á hærra þroskastig. En hún hefir verið vopn í höndum mínum, það er ég — andi lands og þjóðar — sem hefi vakið samvinnuna og sam- tökin. Það er ég, sem veiti jarðveg- inum frjósemi. Það er mitt afl, sem ólgar í fossunum og knýr vélarnar. Ég opna auðuppspretturnar. Þeim, er hjálpa sér sjálfir, hjálpa ég. Þá, sem vakna og vekja mig, vek ég enn betur. Ég vex með þjóðinni og eyk henni afliðí* Álfakonungurinn þagnaði. „Fylg mér hærraý mælti hann síð- an. Við flugum um skýjageiminn. „Nú fljúgum við hugvængjum fram og upp framtíðarlandið. Hvert andartak er hér öld. Líttu á hversu allt breytist í heiminum." Eg horfði niður á jörðina. Hærra og hærra svifum við til efstu norð- urljósabandanna. — Vetur og sum- ar, ár og aldir liðu yfir landið. Gróðurinn teygði sig hærra og hærra upp eftir fjöllunum. Sand- arnir, hraunin og öræfin hurfu und- ir gróðurblæjuna. Jöklarnir einir voru eftir, mjallhvítir og tignarlegir, en þeir voru smám saman að minnka. Eftir því, sem hærra kom, víkk- aði sjóndeildarhringurinn. Ég sá um alla jörðina. Eg sá hvernig mennirnir gerðu sér allan hnöttinn undirgefinn, smátt og smátt. Ég sá baráttu þeirra. Ekki börðust þeir nú hver á móti öðrum, sem fyrr heldur skipuðu sér allir í eina fylkingu móti kvölum lífsins og þrautum. Móti öllu því, er þjáð hafði mann- kynið á umliðnum tímum, móti hinu illa í sjálfum þeim. Þeir börð- ust fyrir fullkomnun sinni. Og bráðlega fannst mér að takmarkinu yrði náð. Álfakonungurinn sá í huga minn. Fullkomnun? Aldrei mun fram- förin hætta. Eins og geimurinn er endalaus, eins er verksvið manns- andans endalaust. Hærra. Það er einkunnarorð hans. Aldrei nær hann svo einu takmarki að hann eygi ekki annað hærra. Hver sigur, sem unninn er, gefur vonir um meiri sigur. Sæla mannsins er sigurgleði hins góða yfir hinu illa; ljóssins yfir myrkrinu; viskunnar yfir villunni. Ef ekki er framför, þá er afturför. Kyrrstaðan er dauðinn. Baráttan er lífið. Án baráttu og framsóknar mun andi mannsins líða undir lok. Við bárumst um stjörnugeiminn. — Sólkerfi mynduðust, sundruð- ust, komu og hurfu. Milljónir ár- anna liðu fram hjá eins og goluþyt- ur. Álfakonungurinn benti mér á of- urlitla stjörnu, sem sundraðist í ótölulegar smáagnir, lengst burtu í fjarlægðinni. „Það er gamla jörðin okkarý sagði álfakonungurinn. Ógn og skelfing nísti huga minn. „Óttastu eigi,“ sagði hann enn- fremur. „Fær var nú jarðarbúum förin um geiminn, og munu þeir vitja fegurri bústaða hjá frændum sínum á öðrum eyjum útgeimsins. Um aldir mun maður lifa. Þó ein jörðin hverfi er önnur sköpuð. Séð höfum við nokkuð, og skal nú heim halda. —- Fleiri skal vekja úr moldu" Förunautur minn hvarf frá mér. Ég sveif um endalausan geiminn, hrapaði og hrapaði. Loksins kom ég niður á eitthvað mjúkt. Ég vaknaði í rúminu mínu, dún- mjúku. Þetta hafði þá allt verið draumur. Forstöðumaöur Bókasafns Staða forstöðumanns Bókasafns Vestmannaeyja er laus til umsóknar. Áskilið er að umsækjandi hafi lokið námi I bókasafns- fræðum. Bókasafn Vestmannaeyja er í rúmgóðum húsakynnum og hefur að geyma um 40.000 bindi. * Forstöðumaður Bókasafns hefur jafnframt yfirum- sjón með Safnahúsi sem hýsir auk Bókasafnsins, Byggðasafn og Skjalasafn Vestmannaeyja. * Hann annast öll bókakaup safnsins og skal (því sam- bandi fylgjast vel með útgáfu bóka. * Hann sér um að allar bækur séu skipulega skráðar. * Hann sér um útlán úr safninu. * Hann sérum ráðningu starfsfólks svosem heimild er til hverju sinni og skiptir verkum. * Hann skal á hverjum tíma, ( samráði við menningar- málanefnd leitast við að hafa starfsemi safnsins á þann hátt að hún komi bæjarbúum að sem mestum notum, og skal ( því sambandi hafa frumkvæði um ýmiskonar bókmenntakynningar og annað er vakið getur aukinn áhuga bæjarbúa á bókmenntum og notkun safnsins. Umsóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf og aðrar sem að gagni mættu koma, sendist undirrituðum, sem veitir nánari upplýsingar um starfið, merktar „forstöðu- maður Bókasafns" fyrir 1. september n.k. Bæjarstjórinn i Vestmannaeyjum. ANING VIÐ HRING VEGINN Kaupfélag Skaftfellinga býður ferðafólk velkomið til Vestur- Skaftafellssýslu og veitir því þjónustu: r Vfkurskáli Matvörur - ferðavörur - sportvörur - Ijósmyndavörur - bensín - olíur o.m.fl. Góð hreinlætisaðstaða VíkurgriU Ljúffengar veitingar alla daga. Gisting Hótel, sem er opið allt árið og sumar- húsin Víkursel Bifreiðastæði Almennar viðgerðir - smurstöð - hjólbarðaviðgerðir og sala Á Kirkjubæjarklaustri: Skaftárskáli Flestar vörur er ferðafólk þarfnast Verslun Allar algengar neysluvörur Verið velkomin á félagssvæði okkar Kaupfélag Skaftfellinga Vík og Kirkjubæjarklaustri

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.