Alþýðublaðið - 16.08.1986, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 16. ágúst 1986
Verður lúðueldi
arðbær
atvinnugrein?
— Fram aö þessu hefurveriö miklum vandkvæðum bundið aö koma
seiöunum yfir fyrsta vaxtarskeiöið, en Norðmenn virðast nú vera langt
komnir aö leysa það vandamál. Hérlendis fer nú fram tilraun meö að
veiða smálúóu og ala upp í heppilega stærð.
Lengd lúðunnar mæld h'ákvœmlega.
Lúðan er merkt rneð þar til gerðri merkjabyssu.
Lúðueldi gæti orðið vaxandi
grein innan fiskeldisins á næstu ár-
um og áratugum. Áhugi fyrir þess-
ari grein fiskeldis er þegar nokkur,
einkum í Skotlandi og í Noregi, en
einnig á íslandi hafa verið gerðar
tilraunir með lúðueldi. Þessar til-
raunir virðast benda til þess að lúð-
an sé að mörgu leyti heppilegur eld-
isfiskur. Það sem hingað til hefur
einkum komið í veg fyrir að lúðu-
eldi gæti orðið arðbær atvinnu-
grein, er hversu erfiðlega hefur
gengið að finna æti sem henti lúðu-
seiðunum á fyrsta skeiði ævinnar.
Nýjustu fregnir frá Noregi herma
hins vegar að í fiskeldisstöðinni
Austevoll, rétt hjá Bergen, hafi nú
tekist að láta nýklakin lúðuseyði
taka við fóðri og virðist þar með
sem nú sé að baki sú hindrun sem
staðið hefur í vegi fyrir því að hefja
lúðueldi í stórum stíl.
Dr. Björn Björnsson, fiskifræð-
ingur, fjallar um lúðueldi í grein
Sem hann ritar í 7 tbl. Ægis, sem ný-
komið er út. Dr. Björn greinir þar
m. a. frá tilraunum með lúðueldi
sem nú stendur yfir hérlendis í sam-
vinnu Hafrannsóknarstofnunar,
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar-
ins og íslandslax. í þessari íst> nsk.u
'tilraun er reynt að ala smálúði upp i
þá stærð sem hag’.væmust er tii
slátrunar. Segir dr. Björn að aðaltil-
gangurinn sé að kanna hvort unnt
sé að stunda arðbært lúðueldi hér-
lendis, án þess að framleiða seiði.
Lúðan hentar vel
Erlendar tilraunir virðast benda
til þess að lúðan henti að mörgu
leyti afar vel sem eldisfiskur. Um
þetta efni segir dr. Björn m. a. í
grein sinni:
„Lúðan virðist uppfylla flest skil-
yrði sem setja verður lífveru sem
nota á í eldi. Verðið er mjög hátt og
hefur jafnvel á erlendum mörkuð-
um farið fram úr verði á laxi á viss-
um árstímum. Lúðan er mun stærri
en lax þegar hún verður kynþroska.
Þetta getur skipt verulegu máli
vegna þess að vaxtarhraði og bragð-
gæði minnka þegar fiskur verður
kynþroska. Þær takmörkuðu vaxt-
artilraunir sem gerðar hafa verið
benda einnig til þess að vaxtarhraði
lúðu geti við rétt skilyrði verið mik-
ill. Einnig má ætla það af út-
breiðslu tegundarinnar að hún þríf-
ist vel í köldum sjó og henti af þeirri
ástæðu vel til eldis í norðlægum
löndumí*
Seyðavandamálið
Þótt lúðan hafi þannig ýmsa ótví-
ræða kosti sem eldisfiskur, hefur
seyðaeldið verið umtalsvert vanda-
mál í þessu sambandi. Dr. Björn
rekur þetta nokkuð í greininni og
segir þá m.a.:
„Helsta vandamálið við lúðueldi
virðist vera klak og seiðaeldi.
Reynst hefur erfitt að fá nægilegt
magn af bæði fullþroska hrognum
og hentugu æti fyrir seiðin eftir að
kviðpokinn er uppurinn. Nýklakin
lúðuseiði eru um 7 mm á lengd en
laxaseiði um 25 mm, sem samsvarar
u.þ.b. fimmtíuföldum mun á
þyngd. Þar af leiðandi verður fyrsta
fæða lúðuseiðanna að vera nálægt
því fimmtíu sinnum smágerðari en
fæða laxaseiðanna. Ekki hefur enn
tekist að framleiða tilbúið fóður
sem gagnar jafn smáum fiskseið-
um. Þess vegna verður annað hvort
að rækta sérstakar lífverur, t.d. svif-
þörunga, hjóldýr og saltrækjulirf-
ur, eða safna æti sem finnst í nátt-
úrunni til að halda lífi í hinum smá-
sæju fiskseiðum.
Norðmenn hafa náð góðum tök-
um á eldi þorskseiða og Bretar á
eldi sandhverfuseiða. Hins vegar
hefur árangurinn verið mun minni
við eldi á lúðuseiðum. Á fiskeldis-
sýningu sem haldin var í Þránd-
heimi i fyrra voru tvö 5 cm lúðuseiði
til sýnis. Þau vöktu athygli á sýning-
unni fyrir að vera einu lúðuseiðin
sem ennþá lifðu af þeim þúsundum
sem Norðmenn höfðu klakið út
fyrr á árinu. Noregur er og eina
landið þar sem tekist hefur að ala
Iúðuseiði fram yfir myndbreytingu.
Talað var um að þessi tvö lúðuseiði
væru dýrustu fiskar í heimi miðað
við allt það fjármagn sem búið var
að verja til þessara rannsókna"
Lúðueldi á íslandi
í lok síðasta árs var hafin tilraun
með lúðueldi hérlendis, eins og áð-
ur var frá skýrt og er tilgangur
hennar einkum að kanna mögu-
leika á lúðueldi án þess að seiðaeldi
fari á undan. Talið er að ef tækist að
halda lífinu í aliri þeirri smálúðu
sem nú veiðist hér við land, gæti
það orðið undirstaða undir mikilli
fiskirækt. Forsenda þess er þó auð-
vitað sú að unnt sé að halda lúðunni
á lífi og ala hana upp í heppilega
stærð i eldiskvíum.
í desember í fyrra voru veiddar
149 smálúður sem fiestar voru á
aldrinum 3—4 ára og var meðal-
þyngd þeirra 1.4 kg. og meðallengd
49 cm.
Þessum smálúðum var nú komið
fyrir í eldiskeri á vegum íslandslax,
sem staðsett er utanhúss skammt
frá Grindavík. En hvernig skyldi
eldið hafa gengið á þeim tíma sem
liðinn er síðan. Um það segir dr.
Björn í áðurnefndri grein:
„Fyrstu vikuna eftir söfnun
drápust 11 lúður (um 8%) vegna
áverka sem þær hlutu í veiðarfæri,
en síðan liðu fjórir mánuðir án þess
að nokkur lúða dræpist. Þremur
dögum eftir söfnun (16. des.) var
lúðunum gefin ýmiss konar fæða:
loðna, rækja, smásíld, niðurskorin
stórsild og niðurskorin keila.
Loðna var eina fæðutegundin sem
var tekin. Einkum reyndist lúðan
freistast af loðnunni ef hún var
bundin í grannan spotta og látinn
dingla í straumnum. Eftir fyrstu til-
raun var ákveðið að nota fyrst og
fremst loðnu sem fóður enda er það
ódýrasta hráefnið sem til er hér á
landi.
Fyrstu tvær vikurnar átu lúðurn-
ar lítið en eftir það fór lystin ört
vaxandi og náði hámarki eftir u. þ.
b. þrjá mánuði. Fyrstu vikurnar var
einungis fóðrað með heilli loðnu
sem í hafði verið sprautað vítamín-
um rétt fyrir fóðrun. í byrjun febrú-
ar var farið að búa til votfóður úr
hakkaðri loðnu, vítamínbættu
bindimjöli og loðnulýsi.
Fyrstu þrjár vikurnar í febrúar
var lúðunum gefin heil loðna og
votfóður til skiptis. Var greinilegt
að heila loðnan var tekin fram ýfir
tilbúna fóðrið. Nokkrar athuganir
bentu til þess að lúðurnar tækju
betur votfóðrið þegar hlutfallslega
lítið af bindimjöli var notað við
fóðurgerðina. í lok þessa tímabils
var farið að fóðra lúðurnar á vot-
fóðri eingöngu og var það þá tekið
mun betur en meðan heil loðna var
jafnframt gefin"
Lúðurnar mannelskar
Þá greinir dr. Björn einnig frá því
í grein sinni að lúðurnar hafi verið
tiltölulega fljótar að venjast manni
og hafi þær verið orðriar mjög
spakar eftir um tveggja mánaða vist
í eldiskerinu. Um það leytifiafi þær
verið farnar að synda upp að þeim
sem fóðraði þær og éta úr hönd
hans án þess að sýna néin ótta-
merki. Með þessu móti hafi jafnvel
verið unnt að láta lúðurnar elta sig
hringinn í kerinu.
Þessa rólegu hegðun lúðunnar
telur dr. Björn mikinn kost hjá eld-
isfiski og nefnir til samanburðar að
Iaxinn sé mun styggari og hrökkvi
allajafna undan þegar komið er ná-
lægt kerinu. Laxinn er ennfremur
mun viðkvæmari fyrir allri með-
höndlun en lúðan sem virðist þola
alls kyns hnjask mun betur.
Vaxtarhraðinn
Um vaxtarhraða fiskanna í til-
rauninni, segir dr. Björn:
„Lúðurnar voru lengdar- og
þyngdarmældar í byrjun febrúar og
í endaðan apríl til að geta fylgst
með vexti einstakra fiska voru lúð-
urnar merktar með númeruðum
„spaghetti" merkjum.
Heildarþyngd fiskanna í kerinu
jókst úr 180 kg í 204 kg. á 74 dögum
sem er u.þ.b. 5% aukning á mán-
uði. Heildarfóðurnotkun á þessu
tímabili var 103 kg og því hefur fóð-
urnýting verið um 1:4. Mesti lengd-
arvöxtur sem mældist samsvarar 17
cm ársvexti og 11% af fiskunum
lengdust meira en sem svarar til 10
cm á ári. Mesta þyngdaraukningin
var 0.72 kg. sem samsvarar 3.55 kg
vexti á ári og 7% af lúðunum voru
með meiri vaxtarhraða en 0.3% af
þyngd sinni á dag, sem þýðir meira
en tvöföldun á þyngd á einu ári.
Þetta þýðir að lúður geta náð
verulega örum vexti í eldi við til-
tölulega lágt hitastig (5—6°C).
Hins vegar vár töluverður fjöldi
fiska sem óx hægt einhverra hluta
vegna. Nokkrir fiskar léttust á til-
raunatímanum sem bendir til þess
að þeir hafi lítið sem ekkert étið.
Einnig kom greinilega í ljós að
lengdarvöxtur stærri einstakling-
anna var meiri en hinna smærri.
Þessi niðurstaða er í samræmi við
sjáanlegt atferli fiskanna við fóðr-
un: stærri lúðurnar koma fyrst þeg-
ar fóðrað er og virðast alls óhrædd-
ar að éta lyst sína meðan smærri
lúðurnar virðast þurfa að bíða fær-
is. Þegar færið gefst skjótast þær
að fæðunni og siðan strax til baka
enda kemur fyrir að stærri lúðurnar
glefsi til þeirra. Þetta bendir til þess
að mikilvægt sé að stærðarflokka
lúðurnar vel í upphafi eldis.“
Aðaltilraunin eftir
Hin íslenska tilraun með lúðu-
eldi, sem hér hefur verið gerð að
umtalsefni skiptist í fortilraun sem
nú stendur yfir og beinist að því að
kanna helstu vandamál við eldið og
hins vegar aðaltilraun sem væntan-
lega hefst á næstunni og verður þá
unnið meira að því að meta mikil-
vægustu forsendur fyrir lúðueldi.
Dr. Björn Björnsson víkur að
síðari hluta tilraunarinnar, eða að-
altilrauninni í niðurlagi greinar
sinnar í Ægi og segir þá m. a.
„Aðaltilraunin mun hefjast í júlí-
—ágúst eða þegar búið verður að
byggja sex hringlaga ker til viðbót-
ar, hvert um sig 8 m í þvermál. í
meginatriðum verða kannaðir tveir
þættir, sem áhrif hafa á fiskfram-
leiðslu, þ. e. stærð fiskanna og þétt-
leiki verður 10, 20 og 30 kg/m2.
Framh. á bls. 15
Starfsfólk okkar
býður ykkur velkomin
Bjóðum ýmsar vörur fyrir
feröamenn.
Esso bensín og olíur.
Nýtt þvottaplan.
Seljum veiðileyfi.
Veitingasala
Matvöruverslun
Vegamót
Útibú Kaupfélags Borgfirðinga. S. 93—5690