Alþýðublaðið - 04.10.1986, Side 11

Alþýðublaðið - 04.10.1986, Side 11
Laugardagur 4. október 1986 11 Viðtal við Alan Garcia Perez, forseta Perú: „Ef við værum veik ríkisstjórn sem fólk- ið hataði yrðum við að leita skjóls bak við víggirðingar og vélbyssuhreiður." Eftir eitt ár við völd stendur Alan Garcia, forseti Perú, frammi fyrir dýpstu pólitísku kreppunni á skömmum valdaferli. Fyrst beitti forsetinn hernum til að brjóta á bak aftur uppreisn fanga í ríkisfangels- um í Perú. Uppreisnin var skipu- lögð af „maóískum" skæruliða- samtökum sem kenna sig við „stíg hins skínandi ljóssí* í þessum vopnaviðskiptum voru hundruð fanga teknir af lífi, eftir að þeir höfðu gefizt upp. Alan Garcia brást við hart og hélt því fram að herlögreglan hefði gert sig seka um agaleysi og brot á fyrir- mælum og setti 100 yfirmenn af. Jafnframt fyrrskipaði hann rannsókn málsins sem skyldi fara fram á vegum þingnefndar annars vegar og hæstaréttar hins vegar. Ennfremur bauð hann fulltrúum líknarsamtaka eins og Rauðakross- inum og Amnesty International að koma til Perú og rannsaka málið á eigin spýtur. Margir sérfræðingar í málefnum S-Ameríku héldu, að með þessum aðgerðum hefði forsetinn gengið of langt. Herinn mundi ekki líða þessa lítillækkun og láta til skarar skríða og svipta hann völdum. Það hefur ekki gerzt — enn að minnsta kosti. Skoðanakannanir i Perú á ársaf- mæli valdatöku jafnaðarmanna- flokksins og Garcia forseta sýna að hann nýtur feikna vinsælda; nýtur stuðnings um 70% þjóðarinnar. Garcia vakti heimsathygli þegar hann lýsti því yfir við valdatöku sína að ríkisstjórn hans mundi neita að greiða meira en sem svaraði 10% af gjaldeyristekjum landsins í af- borganir og vexti af skuldum við Alþjóðabankann og alþjóðlega fjármagnsmarkaði. Þá var hann einnig mikið í sviðs- ljósinu sem gestgjafi Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna, sem hélt 17. alþjóðaþing sitt í Líma, í fyrsta sinn á meginlandi Suður-Ameríku, og greinilega í þvi skyni að veita hinum unga forseta siðferðilegan stuðning í baráttu hans við hið alþjóðlega auðvald. Alan Garvia er 37 ára gamall. Nýlega birti bandaríska vikuritið Newsweek viðtal við hann og fer það hér á eftir: NEWSWEEK: Að loknu fyrsta árinu virðast hveitibrauðsdagarnir búnir. Á þessu fyrsta ári hefur þú notið fádæma vinsælda, góðra samskipta við fjölmiðla og að því er virðist trausts eða a.m.k. hlutleysis hersins. Hafa aðgerðir hersins eftir fangauppreisnina breytt þessu öllu saman? GARCIA: Samskipti mín við þjóðina hafa ekkert breytzt. Ríkis- stjórn mín er umsetin hrikalegum vandamálum. Hörmulegir atburðir geta gerzt, líka í lýðræðisþjóðfélög- um. En að svo miklu leyti sem ríkis- stjórnin getur unnið bug á erfið- leikunum, réttarríkið fær að starfa og unnt er t.d. að koma lögum yfir valdamikla herforingja, þá standa vonir til að við getum komið í veg fyrir að slíkir atburðir endurtaki sig. Og þar með fest lýðræðið í sessi. Hvernig eru samskipti þín við herinn? Menn verða að gera sér ljóst að í Perú er aðeins ein ríkisstjórn, að- eins eitt ríkisvald. Og það er nú lýð- ræðislegt ríkisvald, sem sækir um- boð sitt til fólksins. Ég er sannfærð- ur um að „atburðirnir“ hafa engu breytt um samskipti mín við yfir- völd hersins. Það er engin hætta á valdatöku hersins hér. „Eg mun ævinlega setja á odd inn þá kröfu, að lýðræðisríki sýni virðingu fyrir lögum“ Heimildir okkar herma að sam- skiptin við herforingjana hafi versnað mjög við ákvörðun þína um að sækja þá sem báru ábyrgð á fjöldamorðunum til saka. Geta þeir ekki haldið þvi fram að þeir hafi verið að fylgja fyrirskipunum for- setans? Ríkisstjórnin ákvað að bregðast hart við og kveða niður uppreisnar- tilraun og stjórnleysi í fangelsum í Perú. í reynd höfðu fangarnir sjálf- ir stjórnaö fangelsunum innan frá og þannig haft lög og reglur hins lýðræðislega ríkið að háði og spotti. Þegar réttmætar aðgerðir hersins snerust upp í forkastanleg- an glæp, þá var ég, forseti fólksins, fyrstur manna til að fordæma þær. Var það skynsamlegt yfirleitt a’ð kveðja herinn til? Hið lýðræðislega ríki hefur rétt til þess að verja sjálft sig gegn vopn- uðu ofbeldi. Éf við værum veik rík- isstjórn, ríkisstjórn sem fólkið hafnaði eða í gíslingu hjá Alþjóða- gjaldeyrissjóðnum, þá yrðum við að leita skjóls bak við allsherjarvíg- girðingar. Þú minntist á IMF, Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn. Mun Perú greiða skuldir sínar á réttum gjalddögum? Perú mun mæta skuldbindingum sínum um að borga það sem það getur. Hvað er að segja um þá stefnu þína að greiða lánardrottnum að- eins 10% af gjaldeyristekjum þjóð- arinnar? Sögusagnir herma að vegna þess að heimsmarkaðsverð á málmum og olíu hefur lækkað, munir þú minnka greiðslurnar enn frekar? Perú mun verja 10% af útflutn- ingstekjum sínum til þess að greiða afborganir og vexti af erlendum skuldum, þ.m.t. skuldum sínum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Hvaða árangri náðir þú fyrsta ár- ið? í upphafi var þessi ríkisstjórn eins og flugvél í hvirfilvindi. Við tókum við siðferðilega og fjárhags- lega gjaldþrota þrotabúi. Verðbólg- an var stjarnfræðileg, gengisfelling- ar vikulegar, og stjórnvöld höfðu algerlega brugðizt öllum trúnaði fólks. Við höfðum komið verðbólgunni úr 900% niður í 65—67%. Við höf- um létt verstu efnahagspressunni af fátæklingunu. Gjaldmiðill okkar er nú stöðugur gagnvart dollar, einka- neysla hefur aukizt. Hagvöxtur hef- ur aukizt verulega, t.d. 13% vöxtur iðnaðarframleiðslu á fyrsta árs- fjórðungi þessa árs. Félagsmálastefna okkar er í þágu smábænda. Við höfum gefið þeim viðurkenningu ríkisins á söguleg- um kröfum þeirra til landeignar. Við höfum tryggt íbúum fátækra- hverfanna grundvallarréttindi sem eru að fá vatn og rafmagn. Við höfum sannað að það er hægt að ná tökum á hagkerfinu án þess að fylgja óaðgengilegum fyrirmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þess vegna nýtur ríkisstjórn mín stuðnings þjóðarinnar. Þú kallar þig byltingarsinnaöan jafnaðarmann. Hefur þá ekki hvarflað að þér að leggja skærulið- um lið? Ég tilheyri millikynslóð í sögu Perú. Minn aldurshópur er á milli eldri, miðstéttarmanna, sem voru rómantískir byltingarsinnar sem trúðu á el Che (Ernesto C. Guevara, kúbanska byltingarleiðtogann). Og þeirrar kynslóðar sem nú fetar slóð hins skínandi stígs. Ég var sjálfur' mikill aðdáandi el C. Ég get skilið ástæður fyrir ofbeldi þeirra, sem eru reiðubúnir að láta lífið í baráttu fyrir málstað. En ég skil ekki of- beldi þeirra, sem fyrst og fremst vilja fórna öðrum og saklausum mönnum fyrir málstað, sem þeir hafa aldrei gert öðrum skiljanleg- an. Terroristar hins skínandi stígs eru stjórnleysingjar, grimmdar- seggir, af sama sauðarhúsi og Pol pott og aðrir þjóðarmorðingjar og ég fyrirlít þá af dýpsta hjarta. Ætlarðu að grípa til harðari að- gerða framvegis gegn skæruliða- hreyfingunni? Nei. Ég mun ævinlega setja þá kröfu á oddinn að lýðræðisríki sýni virðingu fyrir lögum. Sumir i kring- um mig eru óþolinmóðir. Sumir spyrja, hvers vegna við höfum ekki fyrirskipað allsherjar húsrannsókn í Líma eða sett af stað hernaðarleg- ar hreinsunaraðgerðir í sveitum. Sem dæmi má nefna að mánuðum saman hef ég neitað beiðni frá Iög- reglunni um að ráðast inn í háskóla- hverfið. Við vitum að heimavistir háskólans eru undirlagðar af áróð- ursmönnum „hins skínandi stígs“. Ég hef neitað að fyrirskipa slíkar aðgerðir. Þær myndu leiða ríkis- stjórn mína til allsherjar uppgjörs við námsmannakynslóðina og vafalaust hafa í för með sér missi mannslífa hundruða ef ekki þús- unda. Ég hef ekki hugsað mér að stunda fjöldamorð á stúdentum. Við heyrum lögregluforingja kalla þig raggeit? Jæja. Það var nú samt ég sem vann kosningarnar en ekki þeir. Það er ég sem ræð. Höggdeyfa

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.