Alþýðublaðið - 04.10.1986, Page 17
Laugardagur 4. október 1986
17
Markmið
Framh. af bls. 19
eigur bera sömu byrðar hlutfalls-
lega og þeir eignaminni, þ.e. hann
fer ekki stighækkandi. í þriðja lagi
eru skattfrelsismörkin of Iág, þ.e.
greiddur er eignarskattur af tiltölu-
lega litlum eignum.
a) Fyrir einstaklinga.
Tillögur Alþýðuflokksins
,D
Eignarsk.stofn
millj. króna
0.0—
1.6—5.0 m.
5.0—7.5 m.
7.5 og þar yfir
2)
skatthlutfall
0.0%
1.2%
2.4%
3.6%
b) Fyrir lögaðila.
Tillögur Alþýðuflokksins
1) 2)
Eignarsk.stofn skatthlutfall
millj. króna
0.0—5.0 m 1.2%
5.0—7.5 m. 2.4%
yfir 7.5 m. 3.5%
Niðurstaða útreikninga er að
heildarálagning eignarskatta hefði
orðið samkvæmt frumvarpinu við
álagningu 1985 kr. 1.032 m. kr. Hér
er um að ræða hækkun eignar-
skatta um 435 m. kr. frá álagningu
1985 eða 7.3% hækkun. Hér er gert
ráð fyrir, að eignarskattsauki sbr.
lög nr. 48 24. júní 1985 (og síðar
eignarskattsauki vegna Þjóðarbók-
hlöðu) verði lagður á áfram. Við
álagningu 1985 er gert ráð fyrir að
eignarskattsauki nemi allt að 110 m.
kr.
Tillögur Alþýðuflokksins fela í
sér, að eignarskattur lögaðila (fyrir-
tækja) myndi hækka úr 244 m. í 755
m., en eignarskattur einstaklinga
myndi lækka um 76 m. kr.
Við álagningu 1985 greiddu lög-
aðilar 40.9% eignarskatta og ein-
staklingar 59.1%. Útreikningar
sýna, að skv. tillögum Alþýðu-
flokksins myndu lögaðilar (fyrir-
tæki) greiða 73.2% eignarskatta, en
einstaklingar 26.8%.
Við álagningu 1985 var eignar-
skattshlutfall einstaklinga að með-
altali 0.29%, en tillögur Alþýðu-
flokksins fela í sér að meðalhlut-
fallið yrði 0.22%. Tillögur Alþýðu-
flokksins fela jafnframt í sér að
dreifing eignarskatta einstaklinga
myndi gjörbreytast.
Þannig myndu eignarskattar ein-
staklinga með eignarskattstofn allt
að 3,975 m. kr. greiða lægri eignar-
skatt en skv. álagningu 1985. Eign-
arskattar þessara einstaklinga
myndu lækka úr 264 m. kr. í 120 m.
kr. eða um 144 m. kr. og meðal-
skatthlutfall mundi lækka úr
0.24% í 0.11%.
Hins vegar myndur eignarskattar
einstaklinga með eignarskattstofn
yfir 4.0 m. kr. hækka um 67 m. kr.
Meðalskatthlutfall lögaðila mundi
hækka úr 0.82% í 1.4%.
Samkvæmt gildandi lögum um
eignarskatta fyrirtækja eru þeir
hlutfallslegir, þ.e. ein skattprósenta
og engin skattfrelsismörk. Tillögur
Alþýðuflokksins gera ráð fyrir, að í
stað beinnar skattprósentu komi
hækkandi skatthlutfall i þremur
þrepum. Útreikningar sýna, að
eignarskattar fyrirtækja myndu
hækka um 511 m. kr., og að meðal-
skatthlutfall mundi hækka úr
0.95% í 2.9%. Langstærstur hluti
hækkunarinnar legðist á lögaðila
með eignarskattstofn yfir 7.5 m.
kr., en eignarskattar þeirra mundu
3.5-faIdast.
4. Söluskattur/Virðisaukaskattur.
Rætt hefur verið um upptöku
virðisaukaskatts hér á landi, en það
kerfi er ráðandi í nágrannaiöndum
okkar. Virðisaukaskattinum er
ætlað að koma í stað söluskatts-
kerfisins, sem hefur marga og
veigamikla galla. Það er flókið,
fullt af undanþágum og er því öll
framkvæmd þess og eftirlit veru-
lega erfitt. Það raskar samkeppnis-
aðstöðu framleiðslugreinanna og
hefur óeðlileg áhrif á neyzluval.
Veigamesti gallinn eru uppsöfn-
unaráhrif skattsins, sem hafa tilvilj-
Breytingartillögur til umhugsunar.
1. Afnám skattfrelsis sparifjár.
2. Um stigbreytilegan eignarskatt.
Alþýðuflokkurinn leggur til að
eignarskattsprósenta verði stig-
hækkandi. Alagningarbil og skatt-
hlutfall verði samkvæmt tillögum
Alþýðuflokksins eins og fram kem-
ur á eftirfarandi töflu. Til saman-
burðar eru sýnd ákvæði gildandi
laga um eignarskatt.
Gildandi skattalög
3) 4)
Eignarsk.stofn skatthlutfall
millj. króna
0.0—0.975 0.0%
0.975 og yfir 0.95%
Gildandi skattalög
3) 4)
Eignarsk.stof n skatthlutfall
millj. króna
yfir 0.0
0.95%
unarkennd áhrif á framleiðsluað-
ferðir og samkeppnisaðstöðu at-
vinnugreinanna. Sérstaklega baga-
leg eru áhrif uppsöfnunarinnar á
samkeppnisstöðu íslenzkra fram-
leiðsluvara gagnvart erlendum,
bæði á erlendum og innlendum
mörkuðum.
Virðisaukaskattur bætir úr meg-
ingöllum söluskattskerfisins, en
forsendur þess eru þó þær að við
upptöku hans verði skattskyldusvið
víkkað verulega og nær allar und-
anþágur núverandi kerfis felldar
niður.
Því hefur verið haldið fram að
virðisaukaskattur yrði flóknari og
dýrari í framkvæmd en núverandi
söluskattskerfi. Þetta er sjálfsagt
rétt en óraunhæfur samanburður.
Ef ætti að fullnægja lágmarkskröf-
um um öryggi og eftirlit með nú-
verandi söluskattskerfi þyrfti marg-
falt meira fé en nú er varið og það
yrði örugglega dýrara vegna virðis-
aukaskattsins. Engin ástæða er til
þess að hann verði flóknari en sölu-
skattskerfið. Þetta eru sambærileg
kerfi. Það sem skiptir máli í þessu
sambandi er að hafa undanþágur
sem fæstar. Það neikvæða við upp-
töku virðisaukans og afnám á und-
anþágum er að verð á ýmsunr mat-
vælum mundi hækka. En eins og
kunnugt er eru matvörur nú undan-
þegnar söluskatti. Þeim tekjulægri
verður að bæta þetta upp á einhvern
hátt, t.d. með hækkun bóta al-
mannatryggingakerfisins. Þá gæti
hugsast að taka þyrfti upp svo-
nefndan neikvæðan tekjuskatt.
Þá er ónefndur einn helzti kostur
þess að taka upp virðisaukaskatt og
fella niður söluskattinn í núverandi
mynd. Enn auðveldara á að vera að
fylgjast með og korna í veg fyrir
undandrátt. í dag er viðurkennt af
öllum að verulega vantar á að allur
söluskattur skili sér, bæði vegna
þess hve kerfið er flókið og undan-
þágur eru margar, auk þess sem al
gengt er að söluskatti er hreinlega
sleppt í viðskiptum manna á milli
og þykjast báðir hagnast. Talið er
að virðisaukaskatturinn skili sér
mun betur. Ef virðisaukaskattur
verður ekki tekinn upp er mikið
verk óumflýjanlegt við það að end-
urskoða söluskattslögin.
5. Skattundandráttur.
Einfalda skattakerfið.
Herða viðurlög.
Gera það réttlátara og
auðskildara.
Svört neðanjarðarstarfsemi.
Þjónustufyrirtækjum fer fjölg-
andi. Erfitt er að fylgjast með
þeim.
LÝKUR
31. OKTÓBER
||U^EF®AF
Heitavatnið
er ekki óþrjótandi nema
Sum lífsþægindi eru svo
samtvinnuð daglegu lífi okkar
að við tökum naumast eftir
þeim. Þannig finnst okkur
heita vatnið ósköp hversdags-
legt og lítilvægt, nánast jafn-
sjálfsagt og andrúmsloftið.
Ekkert er t.d. eðlilegra en að
geta skotist í heitt og notalegt
bað hvenær sem er nema...
nema ef lokað er fyrir heita
vatnið. Þá vekur köld gusan
okkur til umhugsunar og
skyndilega er smáatriðið orðið
að aðalatriði. Allt í einu jafnast
ekkert á við heitt vatn.
Heitt vatn úr iðrum jarðar er
auðlind sem mikilvægt er að
nýta. Hitaveita Reykjavík:ur
kappkostar að miðla þessari
verðmætu orku skilvíslega og
hnökralaust til notenda. Til að
það sé unnt verða orkukaup-
endur að greiða skilvíslega
fyrir þjónustuna. Hafðu hug-
fast að heita vatnið er ekki
óþrjótandi nema þú greiðir
orkureikninginn.
Láttu orkureikninginn hafa
forgang.
RAFMAGNSVEITA
REYKJAVÍKUR
SUÐURLANDSBRAUT 34 SÍMI686222
• ••