Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 5
I Miðvikudagur 10. desember 1986 5 Seyðisfjörður: Kerj asmíðinni að ljúka hjá Stáli hf. Vélsmiðjan Stál hf. á Seyðisfirði er nú að ljúka við smíði 35 kerja fyrir Álverið í Straumsvík. Verður smíðinni iokið fyrir áramót, en á næsta ári verða smíðuð 9 ker til við- bótar og er áætlað að því verki verði lokið með vorinu. Um helmingur af nálægt 40 manna starfsliði vél- smiðjunnar hefur starfað að þessu verkefni, en ekki er afráðið hvað við Rafmafgns- bilanir alltíðar Að undanförnu hefur ver- ið talsvert mikið um raf- magnstruflanir á Austur- landi. Byggðalínan hefur farið úr sambandi og bilanir hafa orðið íýmsum dreifilín- um. Um síðustu helgifóru 20 staurar í línunni niður á ■Borgarfjörð vegna mikillar ísingar. Fyrir skömmu bilaði Byggðaiínan á Hallorms- staðahálsi og ekki er heldur langt síðan bilun varð á byggðalínunni suður til Hafnar í Hornafirði. í lang- flestum tilvikum mun ísing hafa orðið völd að þessum bilunum. Vopnafjörður: Loðnubræðsla hefst í fyrsta sinn í sex ár var loðnu landað á Vopnafirði í síðustu viku. Hér var um að ræða um 350 tonn af loðnu, sem verður brædd í nýrri loðnubræðslu sem keypt var frá Danmörku og að hluta til frá Nor- egi. Loðnubræðsla hefur ekki verið starfrækt á Vopnafirði síðan gamla verksmiðjan var lögð niður 1980. Hús gömlu verksmiðjunnar kom að góðum notum undir nýju bræðsluvélarnar og hefur það nú verið klætt að utan og fríkkaði tals- vert við það, að sögn fréttaritara okkar á Vopnafirði, Ellerts Árna- sonar. Afkastageta nýju verksmiðjunn- ar er um 300 tonn á sólarhring og vélasamstæðan er mjög fullkomin að allri gerð og framleiðir svokallað hágæðamjöl sem m.a. er notað til fiskeldis. Nýja verksmiðjan er auk þess búin öllum fullkomnustu hreinsitækjum. Það er útgerðafélagið Tangi hf. sem rekur þessa nýju verksmiðju, en það fyrirtæki er að 87 hundraðs- hlutum í eigu sveitarfélagsins. Aðrir hluthafar eru Kaupfélagið á staðn- um og allmargir einstaklingar sem eiga smærri hluti. Mun jafnvel láta nærri að meirihluti fullorðinna íbúa í sveitarfélaginu eigi hlutabréf á ný í Tanga hf. í tilefni þess að verksmiðjan var fullbúin og tilbúin að taka við fyrstu loðnunni hélt Tangi hf. myndarlegt hóf fyrir þá sem höfðu unnið að framkvæmdum. Þetta hóf var haldið í kaffistofu verksmiðj- unnar laugardaginn 29. nóv. og munu þar alls hafa verið á milli 30 og 40 manns. Vé/s^aslðÍn> £?:íf^so' tekur, þegar smíði þessara kerja lýkur. Smíði þessara kerja fyrir Álverið hefur nú staðið yfir í ríflega eitt og hálft ár, en Stál hf. hlaut verkefnið á sínum tíma að loknu alþjóðlegu útboði. Fyrirtækið missti hins veg- ar af áframhaldandi vinnu fyrir ál- verið vegna þess að lægra tilboð barst frá Finnlandi að þessu sinni. Það tilboð þykir að sögn kunnugra grunsamlega lágt. Önnur vélsmiðja á Seyðisfirði, Vélsmiðja Seyðisfjarðar er um þess- ar mundir að smíða um 50 tonna bát og mun það að sögn vera eina nýsmíðaverkefnið sem í gangi er hérlendis, slík verkefni gerast nú æ fátíðari svo sem kunnugt er. Hjá vélsmiðju Seyðisfjarðar er nú orðin nokkuð löng hefð fyrir verkefnum af þessu tagi og má nefna að á und- an þeim bát sem nú er í smíðum, var þarna byggð Harpa GK, eitt af rað- smíðaskipunum. Þegar þessu verk- efni lýkur mun ætlunin að véla- smiðja Seyðisfjarðar hefji smíði báta undir tíu tonnum. ÚrÁHerinu í Straumsvík. Vélsmiðjan Stál hf á Seyðisfirði hefur að undan- förnu smíðað ker fyrir álverið, en nú er því verki að Ijúka. Skeljungur hf. hefur einkaumboð fyrir allar „Shell" vörur á íslandi. i S CD I O ÞÚ GETUR TREYST SHELL FYR/R VÉL/NN/ Þ/NN/ 0)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.