Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 1
alþýðu- LD Miðvikudagur 10. desember 1986 238 tbl. 67. árg. Kísilmálmverksmiðja við Reyðarfjörð: Brugðið getur til beggja vona — segir forsætisráðherra, en hann er ekki bjartsýnn á að erlendir aðilar fáist til að fjárfesta í orkufrekum málmiðnaði hér á landi í dag. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur sagt að brugð- ið geti tii beggja vona um hvort samkomulag náist um byggingu og rekstur kísilmálmverksmiðju við Reyöarfjörð. Þetta kemur fram í viðtali við forsætisráðherra í blað- inu Vikurfréttum i Keflavík. Hann segir í þessu sama viðtali sem birtist 4. desember s.l., að hann sé ekki bjartsýnn á að við fáum erlcnda að- Framhald á bls. 2. Kjör aldraðra og öryrkja: Ekkert gert „Þeir sem eru með lægsta lífeyr- inn eru áreiðanlega lægst launaða fólkið í þjóðfélaginu í dag, þeir hafa úr minnstu aö spila. Þarna þarf að bæta þeim upp sem lifa ein- göngu á ellilífeyri og tekjutryggingu eða lágum lífeyri", sagði Hans Jörgensson formaður Samtaka aldraðra i samtali við Alþýðublaðið í gær. Kjör aldraðra komu til umræðu við gerð kjarasamninganna og rík- isstjórnin lýsti því yfir að lífeyrir þessa fólks mundi hækka í sam- ræmi við almenna launaþróun. Það er hins vegar ljóst að gera þarf enn meira átak fyrir það fólk sem lifir eingöngu á slíkum greiðslum. Elli- lífeyrir og tekjutrygging eru í dag um 16 þúsund krónur á mánuði. Það hlýtur að vera krafa ellilíf- eyrisþega og öryrkja sem við þau kjör búa að á málum þeirra verði tekið þegar aðilar vinnumarkaðar- ins hafa náð samkomulagi um veru- legar hækkanir lægstu launa. Hans Jörgen s.son sagði að Samtök aldraðra hefðu enn ekki fundað um málið, en það yrði gert mjög fljót- lega. Skattlausar tekjur á nœsta ári? Misskilnings gæt- ir í umræðum um staðgreiðslukerfi Nokkurs misskilnings gætir hjá mörgum um hvernig skatttekjum verði skilað vegna tekna á árinu 1987 ef staðgreiðslukerfi skatta veröur tekið upp árið 1988. Á frétt- um á Stöð tvö hefur jafnvel mátt skilja að menn verði skattlausir á næsta ári og var m.a. fjármálaráð- herra leiddur til vitnis um það í fréttatima á Laugardaginn. Víg- lundur Þorsteinsson formaður samtaka iðnrekenda hefur einnig hvatt fólk til að fara út á vinnu- markaðinn á næsta ári. — En verð- ur þetta einhver veisla er e.t.v. verið að gera fólki gyllivonir: Það er í fyrsta lagi ljóst að menn greiða skatta á næsta áti vegna tekna á árinu 1986. Hins vegar er Ijóst að sérstök tekjuöflun á árinu 1987 kemur ekki til með að hafa áhrif á skattagreiðslur þeirra á ár- inu 1988. Sjómaður með eina mill- jón í tekjur á árinu 1986 greiðir því að sjálfsögðu skatta í samræmi við það á árinu 1987. Hins vegar ef frumvarp um staðgreiðslukerfi nær fram að ganga og verður tekið upp í janúar ’88, þá borgar hann hvorki meira né minna í skatt, hvort hann hefur 1 ntilljón eða 2 á árinu 1987. Það sem hann greiðir í skatt á árinu Framh. á bls. 2 Flugsamgöngur austanlands hafa verið nokkuð í brennidepli að undanförnu. M.a. hafa Eskfirðingar skorað á samgönguráðherra að sjá tilþess að hafist verði handa um endurbœtur á Egilsstaða flugvelli. Frá þessu er nánar sagt íblaðaukanum, „Alþýðublaðið á Austurlandi“ ídag, en þar er auk þess aðfinna viðtal við Hlífar Þorsteins- son á Neskaupstað, þar sem einnig er fjallað um samgöngumál landshlutans. Sœvar Frímannsson, Einins á Akureyri: 11 Aríðandi að launa friður haldist U „Ég get ekki sagt annað en aö þetta leggist nokkuð vel í mig. Ég held að menn séu eftir vonum ánægðir með að það tókst að cin- beita sér að lægst launaða fólk- inu. Fólkið í Einingu er að megin- hluta til láglaunafólk og það hækka því margir verulega. Meg- inmarkmiðunum í ályktunum frá Trúnaðarmannaráði Einingar hefur verið náð með þessu, en í þeirri ályktun var „talið brýnt að höfuðáhersla verði lögð á hækk- un lægstu launa sem eru auðvitaö langt fyrir neðan öll velsæmis- mörk.“ Við töldum það vera „skyldu verkalýðshreyfingarinnar að hlut- ur þeirra sem fá greitt eftir kaup- töxtum og einskis hafa notið, hvorki launaskriðs eða sérsamn- inga, verði réttur. „Ég tel að með þessum samningi sem gerður var þarna á laugardaginn, þá hafi þessu meginmarkmiði verið náð“, sagði Sáevar Frímannsson, for- maður Verkalýðsfélagsins Eining- ar á Akureyri. „Gamla taxtakerfið var leitt á höggstokkinn og svo er hugmynd- in að stokka betur upp þetta kerfi á næsta ári. Það má segja að þetta sé framhald af þessum febrúar- samningum, — þarna sé haldið áfram á sömu braut. Viðsemjend- ur okkar voru mjög jákvæðir fyr- ir hækkun lægstu launa. Aðrir þættir í þessum samningaviðræð- um voru heldur erfiðari. Auðvit- að ætluðum við okkur að komast lengra, en það er nú svo að þegar tveir semja þá fá menn ekki alla hluti, annar aðilinn nær ekki öllu sínu fram, þannig að báðir verða að hvika frá einhverju. Að mínu mati þá eru þetta tímamótasamningar, ekki síst vegna þess hve allir voru ákveðnir í að lægstu laun yrði að hækka. Það er tilfinning fyrir því hér á Akureyri að rétt sé að fara inn á staðgreiðslukerfi skatta. Fólk vill reyna þessa leið, það veit þá að hverju það gengur. Miklar breyt- ingar á tekjum frá ári til árs gera mörgum erfitt fyrir. Sjómönnum t.d. En hvort staðgreiðslukerfið er rétta leiðin, því verða okkar tæknimenn að svara fyrst og fremst. En mönnum sýnist þetta freistandi. Skattleysismörk verða einnig að hækka. Samningsgerðin öll byggðist auðvitað mjög á fyrirheitum ríkis- stjórnarinnar. Sú samvinna stjórnvalda og aðila vinnumark- aðarins sem upp var tekin í febrú- arsamningunum, hefur reynst að mínu mati nokkuð vel og því er ástæða til að ætla að svo geti orð- ið áfram. En það þýðir það einnig að aðrir launþegar í landinu líti á samningana fyrst og fremst sem hækkun fyrir þá lægst launuðu og sjái sér fært að bíða eitthvað svo að þetta fari ekki upp allan stigann með verðbólgu og öllu sem því fylgir“, sagði Sævar Frí- mannsson á Akureyri. Þórir Daníelsson, Verkamannasambandi íslands: „Taxtakerfinu var slátrað“ „Menn segja yfirleitt allt gott uni samningana. Telja að það hafi náðst þarna umtalsverður árangur, að lyfta þessum lægstu launum og einnig að laga bónuskerfið til. Ég held að í okkar röðum sé áhugi fyrir staðgreiðslukerfi skatta, það sé ekkert álitamál. Að vísu hafa menn verið með þær skoðanir að þetta gcti verið dýrara kerfi, en ef það tekst í leiðinni að einfalda það, þá sé ég ekki forsendurnar fyrir því að óttast svo mjög“, sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamannasambands Islands. „Ég held að allir málsaðilar hafi gert sér grein fyrir, að það að ná ekki saman þarna um daginn, hefði verið öllum aðilum til mikifla muna dýrara. Þá hefðu menn lent með samninga beint ofaní kosningar og allir geta gert sér grein fyrir hvað það hefði þýtt. Vandamálið er hvort að tekst að halda þessu innan þeirra marka að það fari ekki yfir allt, þá er allt ónýtt. Það má alls ekki ger- ast. Þetta gekk ekki lengur svona. Prósentutalan breikkaði alltaf bilið á milli fólks í launurn, og það varð fyrr eða síðar að kippa því i lag. Hins vegar er það svo að á meðan við vorum í mikilli verðbólgu, og þar af leiðandi miklum launabreyt- ingum í krónum talið, þá var eigin- lega ómögulegt að breyta launum örðuvísi, vegna þess að að öðrum kosti varstu komin með nánast sömu töluna yfir alla, áður en nokkur vissi af. En með minnkandi verðbólgu og þar af leiðandi hægfara almennum launabreytingum, þá er miklu meiri von til þess að hægt verði að koma á öllu skikkanlegra launakerfi en verið hefur. Maður verður ekki var við annað en að allir sætti sig við þetta, — eða svona nokkurn veginn. Upp úr áramótum fara síðan í gang viðræður á ýmsum sviðum til að halda þessu verki áfram, þ.e. að færa hið skráða kaup nær því sem raunverulega er greitt. Einnig koma þá fleiri hagsmunafélög inn í við- ræðurnar", sagði Þórir Daníelsson, framkvæmdastjóri Verkamanna- sambands íslands. ' 1 ri l i 1 1 i ÁAUSTURLANDI í Alþýðublaðinu eru í dag 8 síður helgaðar Austurlandi og er blaðinu dreift inn á hvert heimili á Austur- landi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.