Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 10.12.1986, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 10. desember 1986 7 OÐUNUM! " Kos afbo/ SeturSt fvarðc Wð SVarða . sa» i '°°* &?v7a en fón Dn. . 0X1 lun. b/að^föúr/%on- ’ sknfan sem vexti al' upphæðinni sem á vantar til að kaupandinn geti greitt tækið út í hönd, þ.e. því sem munar á útborgun og staðgreiðsluverði. Þetta er eins og áður segir sú upp- hæð sem kaupandinn þarf raun- verulega að fá að láni. Sé þessi upphæð (7.779 kr.) reiknuð sem vextir af 17.415 kr., samsvarar hún (óviðbúnir lesendur sem ekki eru þeim mun sterkari á taugum ættu kannski að finna eitt- hvað til að halda sér í, áður en þeir lesa lengra) hvorki meira né minna en 153% vöxtum, miðað við að lán- ið sé greitt með jöfnum afborgun- um á sex mánuðum. Fyrir þá sem ekki átta sig á þess- um útreikningi í fljótu bragði, má taka fram að þegar skuld er greidd með jöfnum afborgunum á sex mánuðum er meðal lánstíminn ekki nema þrír og hálfur mánuður. Fyrsti hluti skuldarinnar er nefni- lega greiddur eftir einn mánuð, annar hlutinn eftir tvo mánuði o.s.frv., þannig að það er einungis einn sjötti hluti skuldarinnar, sem kaupandinn hefur að láni í hálft ár. 100% ársvextir algengir Þetta reikningsdæmi sem hér hefur verið farið í gegnum er tekið úr raunveruleikanum og nokkurn veginn af handahófi. Það er því sannarlega ekki framar nein ástæða til að ætla að þau 80% sem talað var um í Vinnunni og sjónvarpið gerði að umtalsefni, séu eitthvert sérstakt tilfelli. Svo mikið er víxt að það er mjög algengt í afborgunar- viðskiptum að kostnaðurinn við þau samsvari meira en 100% árs- vöxtum. Það má auðvitað heita afar furðulegt að viðskiptahættir af þessu tagi skuli ekki varða við lög. Fram að þessu hafa þó engar at- hugasemdir verið gerðar við af- borgunarviðskiptin út frá þeim sjónarhóli. í þessu sambandi er þó rétt að benda á, að með þeim aðferð- um sem nú er beitt, þ.e. grófum verðhækkunum, þegar ekki er greitt út í hönd, er augljóslega ein- ungis verið að fara í kringum þau lög sem til eru um okur. Ef litið er á málið út frá þessu sjónarmiði, virðist liggja í augum uppi að hér sé a.m.k. verið að brjóta gegn „anda laganna“, þótt e.t.v. sé ekki um að ræða nein brot gegn laga’oókstafn- um sjálfum. Áður en skilið er við þetta mál, er rétt að líta aðeins á röksemdir þeirra sem hagnast á þessu fyrir- komulagi, þ.e. þeirra sem selja vör- ur á þessum kjörum. Þeim rök- semdum sem heyrst hafa frá þess- um aðilum, virðist aðallega mega skipta í tvennt. Annars vegar er því haldið fram að þar sem álagning er frjáls, sé kaupmanni heimilt að verðleggja vöru sína að eigin geð- þótta. Af þessu leiði m.a. að heimilt sé að veita hvaða afslátt sem vera vill, þegar varan er greidd út í hönd. Út frá laganna bókstaf, er erfitt að mæla gegn þessu. Með þessari röksemd er þó augljóslega verið að fela þá staðreynd að staðgreiðslu- verðið er það verð sem seljandinn setur upp fyrir vöruna og þetta verð er með álagningu, meira að segja frjálsri álagningu. Frá siðferðilegu sjónarmiði fellur þessi röksemd því um sjálfa sig og staðgreiðsluafslátt- urinn, eða öllu heldur afborgunar- álagið, verður fyrst og fremst gjald fyrir að lána peninga. Verslunin lánar ekkert Hin röksemdin fyrir þessu fyrir- komulagi, er einfaldlega sú að versl- anirnar hafi ekki efni á því að lána þessa peninga sjálfar, heldur þurfi að selja skuldabréfin aftur og fá þannig þessa peninga lánaða ann- ars staðar. Þetta mun í mörgum til- vikum vera rétt. En í þeim tilvikum eru skuldabréfin seld í banka og eins og fram kom í reikningsdæm- inu hér að framan, greiðir kaup- andinn allan kostnað af bankalán- inu, auk staðgreiösluafsláttarins! Þegar tekið hefur verið tillit til þessa mikilsverða atriðis, kemur í ljós að verslunin í dæminu okkar hér að framan, tekur nærri sex þús- und krónur í gjald fyrir að lána pen- inga, sem hún lánar alls ekki. Þess- ar tæplega sex þúsund krónur verða þá einungis gjald fyrir að útvega viðskiptavininum lán í banka, eins konar umboðslaun. Það er reyndar lika allran athygli vert í þessu sambandi, að fari við- skiptavinurinn til bankastjóra og biðji um að fá þetta lán beint í bankanum, þá hefur bankinn ekki peninga aflögu til að veita slíkt lán. Sami banki kaupir svo skuldabréfið af versluninni umyrðalaust. Skuldabréfið er þó mun hærra þeg- ar það kemur frá fyrirtækinu, en það væri ef bankinn lánaði við- skiptavininum beint. Þetta þýðir í raun, ef við höldum okkur enn við sama reikningsdæmið, að bankinn hefur fjármagn til að lána 23.335 krónur út á sömu viðskipti og hann getur ekki lánað 17.415 kr. — Þetta hljómar svolítið undarlega. Dýrt að vera fátœkur Fyrr í þessari grein er getið um þá þumalputtareglu að staðgreiðslu- afsláttur, sé yfirleitt meiri á ódýrari vörutegundum og afborgunar- kaupin því óhagstæðari sem því nemur. Það verður vart hjá því komist að álykta að þessi munur > standi í beinu samhengi við þá aug- ljósu staðreynd að þeir sem fátæk- ari eru, þurfa fremur á því að halda , að'fá að greiða vöru sína með af- borgunum, auk þess sem þeir eru ólíklegri til að eiga innhlaup í bankastofnanir. Þetta ástand nýta ’verslanirnar sér og það sannast einu sinni enn, hversu átakanlega dýrt það er að vera fátækur. Þeir fjölmörgu sem hafa í hyggju að veita sér þann munað að eignast nýtt heimilistæki fyrir þessi jól, hvort sem það kann að vera mynd- bandstæki, sjónvarp, eða eitthvað annað, ættu að hugleiða vandlega þann möguleika að fresta kaupun- urn í sex mánuði og leggja afborg- anirnar mánaðarlega inn á banka- bók fyrirfram í staðinn. Með því er unnt að spara ótrúlegár fjárhæðir. Ef lagt væri fyrir fram að næstu jól- um gætu jafnvel orðið tvö á sama verði og eitt kostar nú með afborg- unarkjörum. Tölurnar Staðgreiðsluverð............. 29.980,00 Afborgunarverð............... 35.900,00 Staðgreiðsluafsláttur (eöa afborgunarálag)...... 5.920,00 Útborgun (35%)............... 12.565,00 Lánsfjárþörf................. 17.415,00 Upphæð skuldabréfs........... 23.225,00 Bankavextir (15,5%)........... 1.018,00 Bankagjöld...................... 841,00 Afborgunarkostnaður alls.... 7.779,00 Afborgunarkostnaður sem vextir af raunverulegri lánsfjárþörf 153% Lánstiminn er 6 mánuðir. tíl jólagjafa IFA LA Bílverð: Þér grelðið: 1200 164.500.- 80.000.- Við lánum: 84.500.- í 8 mán. VERIÐ VELKOMIN BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.