Alþýðublaðið - 14.02.1987, Qupperneq 2
2
Laugardagur 14. febrúar 1987
■ RI T$TJ O R N A.RG R EIN ■
Suðurland
Alþýðublaðið I dag er að verulegu leyti helgað
Suðurlandi og málefnum þess. Kynntur er
framboðslisti Alþýðuflokksins í Suðurlands-
kjördæmi, og rætt við Magnús H. Magnússon,
efsta mann listans. — Þetta er eitt af fjölmörg-
um kjördæmablöðum, sem Alþýðublaðið hefur
gefið út að undanförnu, og hafa mælst vel fyrir.
Þegar fjallað er um Suðurland blasa við mörg
þeirra vandamála, sem landsbyggðarkjördæmi
eigaviðað strlðaum þessarmundir. Suðurland
hefur átt undir högg að sækja fyrir margra
hluta sakir. Þar hefur vandi landbúnaðarins
bitnað harkalega á stórum hópi (búanna, enda
Suðurland eitt mesta landbúnaðarhérað lands-
ins.
Þá eiga sunnlenskir bændur við þann mikia
vanda að strlða, að stærstu afréttarlönd þeirra
eru að verða ónothæf vegna gróðureyðingar,
t.d. Biskupstungna- og Landmannaafréttir. Á
Suðurlandi fremuren vlðaannars staðar, blasir
það við bændum að aðlaga búskap landshátt-
um I ríkara mæli en gert hefur verið.
I umræðunni um landbúnaðarmálin virðist
það oft gleymast hve þjónusta við landbúnað-
inn og úrvinnsla landbúnaðarafurða er rlkur
þáttur í viðgangi og uppbyggingu byggða-
kjarna. Þetta vita íbúar á Hvolsvelli, Hellu og
Selfossi, en sveitarfélag á Selfossi varð 40 ára
1. janúar s.l. og hefur það nær alfarið þróast í
tengslum við landbúnaðinn.
En það er ekki aðeins landbúnaðurinn á Suð-
urlandi, sem hefur átt ( vök að verjast. Sjávar-
plássin hafa mörg hver átt erfitt uppdráttar,
endasituroft furðu lítið fjármagn eftir í byggð-
arlögum, sem leggja drjúgan hlut til baksturs
þjóðarkökunnar frægu, sem einn þingmaður
kjördæmisins talar oft um á hátlðlegum stund-
um.
Sunnlendingar verða á næstunni að heyja
harða jafnréttisbaráttu, eins og flestir Ibúar
dreifbýlisins. Misrétti nýfrjálshyggjunnarhefur
bitnað harkalega á þeim, og byggðastefna
fhaldsaflanna í Framsókn og Sjálfstæðisflokki
hefur snúist upp í andhverfu sfna. Fjármagnið
sogast fráSuðurlandi, rétt einsog öðrum dreif-
býliskjördæmum, f hið óseðjandi fjármagns-
skrímsli, sem postular hinnar óheftu markaðs-
hyggju hafa f húsi á höfuðborgarsvæðinu, og
kemur engum til góða nema nokkrum fjár-
magnseigendum.
Fyrir bragðið skortir fjármagn til að byggja
upp og þróa nýjar atvinnugreinar, sem gífurleg
þörf erfyrireftirað virkjanaævintýrinu lauk, og
til þess að koma í veg fyrir flótta ungs fólks frá
Suðurlandi, einkum úr sveitunum. I þeim efn-
um skyldu menn hafa hugfast, að Suðurland
hefurtalsverðasérstöðu meðeitt lægstafbúa-
hlutfall í þéttbýli.
Það er mikil þörf á þvf að hefja endurreisn at-
vinnulífs á Suðurlandi og skjóta þar styrkari
stoðum undirþróun betramannlífs. Þaðerekki
vfst, að allirSunnlendingarséu sammála þing-
manni sfnum, Þorsteini Pálssyni, sem tilkynnti
Keflvlkingum á dögunum, „að nú væri betra að
vera íslendingur en nokkru sinni fyrr.“
Baráttumál jafnaðarmannaeigagóðan hljóm-
grunn áSuðurlandi. Þarámeðal mánefnakröf-
una um aukið sjálfsforræði sveitarfélaga, raun-
hæfa endurskipulagningu landbúnaðarins og
þróun og uppbyggingu nýiðnaðar. Á Suður-
landi eru allar aðstæður fyrir hendi til að bæta
kjör og hag íbúanna.
Elín Alma
inn. Og sá ótti er eðlilegur. Stefnu-
mið okkar eiga miklu fylgi að fagna
um allt Iand.
Hið rétta í málinu um stað-
greiðslukerfi skatta er það, að Al-
þýðuflokknum fannst undirbún-
ingur svo mikilvægs máls verða að
vera nægur. Það var aðalatriðið.
Hörmulegt væri ef staðgreiðslu-
kerfið kæmist á meingallað. Þá
hlýtur að vera betra að gefa sér
meiri tíma og senda síðan frá sér
gott mál. Þetta var og er álit Al-
þýðuflokksins.
Það er einnig mikil fjarstæða að
Alþýðuflokkurinn vilji „toga allt
fjármagn til Reykjavíkur", eins og
Þorsteinn segir um lífeyrissjóðs-
málið. Þvert á móti þá gerir Al-
þýðuflokkurinn ráð fyrir að tryggja
verði að alltaf sé eftir heima í héruð-
unum ákveðinn hluti af fjármagn-
inu til þess auðvitað að koma í veg
fyrir að það sogist allt til Reykjavík-
ur. Fullyrðing Þorsteins er því hrein
öfugmæli!
Það má á hinn bóginn benda á,
að í núverandi húsnæðiskerfi eru
allir peningar togaðir til Reykjavík-
ur, err Þorsteinn minntist einhverra
hlutavégna ekki á það. Fyrir svo ut-
an að húsnæ^iskerfið er að hrynja
eða er þegar hrunið.
Kosningabaráttan ér rétt að hefj-
ast hér í Vestmannaeyjum. Það hef-
ur verið frekar dauft yfir öllum
flokkum fram að þessu, en mér sýn-
ist menn vera að taka við sér þessa
dagana. Og það á eftir að verða
fjörugt hérna, — svo mikið er víst.
Jú, við erum bjartsýn hérna i
Eyjum. Alþýðuflokkurinn hefur
sterka málefnalega stöðu og við
finnum að fólkið er sammála okkar
stefnumálum og vill styðja okkur.
Sjálfsagt eru menn orðnir leiðir á
óstjórn og ranglæti til langs tíma“,
sagði Elín Alma Arthúrsdóttir, 2.
maður á lista Alþýðuflokksins á
Suðurlandi.
Albert 1
lítið sagt ef ég byrjaði á sama leikn-
um, sem ég mun að sjálfsögðu
aldrei gera“, sagði Albert Guð-
mundsson.
í Þjóðviljanum 12. febrúar segir
að Albert Guðmundsson sé enn í
criá
HeilsugæslustÖð
á Húsavíkf
Tilboð óskast f að steypa upp og fullgera spennistöð
og bflageymslu nálægt sjúkrahúsinu á Húsavfk.
Húsið er2 hæðir, nálægt 93m2 að grunnfleti.
Verkinu skal að fullu lokið 15. október 1987.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni
7, Reykjavfk og hjá Tækniþjónustunni hf. á Húsavfk
gegn 3.000.-kr. skilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu vorri þriðjudaginn 3.
mars 1987, kl. 11.00
INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS
Borgartuni 7. simi 25844
LAUSAR STOÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Fóstra eða þroskaþjálfi óskast til stuðnings börnum
með sérþarfir á dagheimilinu Laugaborg v/Leirulæk.
Upplýsingar gefur Ragnheiður Indriðadóttir, sálfr. á
skrifstofu Dagvistar barna I sfmum 27277 og 22360.
Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja-
vfkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásérstökum eyðu-
blöðum sem þar fást.
réttarstöðu grunaðs manns og að
samkvæmt fjölmiðlum hafi hann
verið til rannsóknar hjá tveimur op-
inberum embættum vegna meintra
skattsvika. Einnig segir að HP
kveði hann eiga málaferli yfir höfði
sér af hálfu hins opinbera. Þá er
fullyrt að yfir 70 af hundraði lands-
manna hefðu viljað að Albert segði
af sér vegna Hafskipsmálsins. Samt
sé Albert Guðmundsson, sem tákn-
gervingur Hafskipsmálsins, í efsta
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Reykjavík. Þá er fullyrt að Albert
hafi í engu hreinsað sig af Hafskips-
málinu.
Það er Össur Skarphéðinsson,
ritstjóri Þjóðviljans, sem skrifar
Þjóðviljagreinina.
Söluskattur
Lögfræðingar sem blaðið ræddi við
töldu óeðlilegt að ríkið semdi um
greiðslufresti á söluskatti með þess-
um hætti. Söluskattur er fyrst og
fremst vörslufé og strangt tiltekið á
að halda honum aðskildum í
rekstri.
Alþýðublaðið upplýsti m.a. að
fyrirtækið Landvélar hefði lagt
fram um 11 milljón króna skulda-
bréf og í skriflegu svari frá ráðu-
neytinu kom fram að fyrirtækið
Sveinn Egilsson hefði greitt sölu-
skatts- og launaskattsskuld, að
upphæð rúmlega 23 milljónir
króna með skuldabréfi. í svari
ráðuneytisins kemur hins vegar
ekkert fram um skuldir þessara fyr-
irtækja, annað en að Sveinn Egils-
son skuldi um hálfa milljón í sölu-
skatt vegna innflutnings.
Alþýðublaðið mun fjalla nánar
um þessi mál eftir helgi.
Ferðu stundum
á hausínn?
Almenna Bókafélagið:
Konur fyrir rétti
— eftir Jón Öskar
Janúarbók Bókaklúbbs Al-
menna bókafélagsins heitir Konur
fyrir rétti og er eftir Jón Óskar. í
bókinni rekur Jón Óskar sögu átta
islenskra dómsmála frá nítjándu
öld, úr jafnmörgum sýslum lands-
ins. Eins og fram kemur í nafni
bókarinnar eiga þessi dómsmál það
sameiginlegt að þar eru konur fyrir
rétti.
Jón Óskar segir frá því í formála
bókarinnar hvers vegna hann fékk
áhuga á málum kvennanna.
„Þegar ég var að vinna að bók
minni um víðförlasta flakkara
íslands, Sölva Helgason, þurfti
ég að grúska í dómabókum frá
öllum landshlutum. Var ég þá sí-
fellt að rekast á einkennileg
sakamál gegn konum. Voru
samskonar mál rekin um mið-
bik nítjándu aldar gegn konum
víðsvegar um landið: kona
ákærð fyrir að hafa fætt barn
leynilega og borið það út eða
deytt það á einhvern hátt.“
Jón Óskar segir ekki einungis frá
málum af þessu tagi í bók sinni
heldur grípur hann víða niður. I
inngangi segir Jón Óskar frá vinnu-
aðferðum sínum:
„Hér er ekkert annað gert en
reyna að gæða sögurnar því lífi
að sannleikurinn komi fram á
þann hátt sem hann blasir við
mér í heimildum, en sannleikur-
inn og fáránleikinn verða eitt á
þessum blöðum þó skýrt sé frá
bláköldum staðreyndumí1
Það er óhætt að fullyrða að frá-
sögn Jóns Óskars frá tímum sem
ekki eru löngu liðnir á eftir að
koma við marga.
Bókin er 261 bls. að stærð og
prentuð í Prentstofu G. Benedikts-
sonar og bundin í Félagsbókband-
inu.
Bókin er boðin í Bókaklúbbi AB.
Ef menn vilja gerast félagar er nóg
að hringja í 25360, en i því númeri
svarar sjálfvirkur símsvari utan
skrifstofutíma.
Kjördœmisráð Norðurlands eystra:
Fundur um framboðs-
listann á laugardag
Kjördæmisráð Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra
boðar til fundar laugardaginn 14. febrúar klukkan 15:00 í Strand-
götu 9, Akureyri. A fundinum verður fjallað um framboðslista
flokksins í kjördæminu vegna væntanlegra alþingiskosnigna. Mæt-
ið vel og stundvíslega. Stjórn Kjördæmisráðsins.
Hundruð gangandi manna slasast
árlega í fyálkuslysum.
Á mannbroddum, ísklóm
eða negldum skóhlífum
ertu „svellkaldur/köíd".
Heimsæktu skósmiðlnn!
dss™
Verkalýðsmálanefnd
Alþýðuflokksins
Gengst fyrir hádegisverðarfundi að Hótel Esju 2. hæð
laugardaginn 14. feb. n. k. kl. 11—14.
Fundarefni verður:
1. Hvað vill fólk úr launþegahreyfingunni leggja höfuð-
áherslu á I komandi kosningum.
2. Stuttar framsögur fólks úr verkalýöshreyfingunni,
meðal annars Láru V. Júllusdóttur, lögfræðinqs
A.S.Í.
Fundurinn eropinn öllum áhugasömum um verkalýðs-
mál.
Stjórn Verkalýðsmálanefndar.