Alþýðublaðið - 14.02.1987, Qupperneq 5
Laugardagur 14. febrúar 1987
5
Jón Baldvin Hannibalsson
Magnus H. Magnússon
Elín Alma Arthúrsdóttir
Happdrættisvinningur
eða búhnykkur
Frá fundaherferð Alþýðuflokksins — Brjótum múrinn — í Þorlákshöfn
Landsbanki íslands
Stærsta einstaka
innlánsformið
Jón Baldvin Hannibaisson,
formaður Alþýðuflokksins, og
efstu menn á lista Alþýðu-
flokksins í Suðurlandskjör-
dæmi hafa verið á yfirreið um
kjördæmið og haldið fundi í
Þorlákshöfn, á Selfossi og
Hellu. Á fundum hefur verið
lögð áhersla á meginlínurnar í
stefnu Alþýðuflokksins fyrir
næstu kosningar, og fjallað um
skilyrði þess að flokkurinn færi
í ríkisstjórn að loknum kosning-
um.
„Ríkisstjórnin státar af góð-
æri til sjávar og sveita,“ sagði
Jón Baldvin, „en hverjir hafa
notið góðærisins og í hverju
feist góðærið?
Þjóðin fékk 6—7 milljarða
króna upp í hendurnar 1986. Og
hvers vegna?
GOÐÆRIÐ
Engum þykir mikið, þó að
Framsókn vilji helst koma út í
renusnum í landbúnaðarvist-
inni, sem fólki er boðið upp á.
Fara þeir nú allir saman um hér-
uð og hafa Unni með sér í eftir-
dragi.
Hvað ætli þeir framsóknar-
feðgar segi t.d. við bændur og
búalið, sem gert er að lifa af
kvóta, sem veitir 30 þúsund
krónur í aðra hönd af innlagðri
mjólk á mánuði. Dæmið er að
vísu af 4ra manna fjöiskyldu og
þetta er ekkert einsdæmi. Aust-
ur í kjördæmi Jóns Helgasonar
heldur kerfið uppteknum hætti
og skerðir kvótann niður úr öllu
og niður fyrir lægstu mörk. Það
er skömm að þessu.
Þorrablót
Hvergerðingar, vinir og
vandamenn skemmtu sér kon-
unglega á fyrsta þorrablótinu,
sem Hótel Örk hélt á föstudags-
kvöldið. Þykir ekki dónalegt að
blóta á Örkinni.
Árið 1986 var
— næst mesta aflaár ís-
landssögunnar
— mesta verðmætaár sjávar-
afla (vegna hækkandi
verðs á erlendum mörk-
uðum)
— „hagstætt" á erlendum
lánamarkaði með lækk-
andi vöxtum.
í dag stefnir því miður í vax-
andi verðbólgu. Ríkisstjórnin
kyndir undir með því að hafa
stórfelldan halla á ríkisrekstrin-
um 1987.
Það er því allsendis óvíst,
hvort þjóðin naut einungis
happdrættisvinnings í fyrra,
sem brenna mun upp á verð-
bólgubáii, eða við njótum var-
anlegs búhnykks.
Til þess að fá því framgengt
sem að er stefnt, verður Alþýðu-
flokkurinn að fá mikilvæg
ráðuneyti í næstu ríkisstjórn:
— Félagsmálaráðuneyti til
þess að ná fram breytingum í
húsnæðismálum og á stjórn-
kerfinu (m.a. vegna breyttra
samskipta ríkis og sveitarfé-
laga).
— Fjármálaráðuneyti vegna
nauðsynlegra umbóta í skatta-
kerfinu og á lífeyrissjóðum
(með sameiningu þeirra).
— Atvinnumálaráðuneyti.
Eins og kunnugt er, hefur Al-
þýðuflokkurinn lagt til að ýms-
um ráðuneytum verði steypt
saman í eitt ráðuneyti atvinnu-
mála (og skipstjórinn í brúnni
verði Jón Sigurðsson, fyrrum
Þjóðhagsstjóri).
Á fundunum á Suðurlandi
var mönnum tíðrætt um kvóta-
kerfi landbúnaðar og sjávarút-
vegs.
Er Alþýðuflokkurinn ekki
hlynntur kvótakerfi, spurði fólk
á fundunum. Bændur vildu fá
að vita hvað væri til bragðs að
taka í landbúnaði.
Er „vandi“ landbúnaðar
söluvandamál fremur en fram-
leiðsluvandi???
Kjörbækur Landsbankans
eru stærsta einstaka innláns-
formið í bankakerfinu í dag og
fyrirmynd bóka, sem sumir aðr-
ir bankar bjóða. Bókarformið
er þægilegt og einfalt í notkun
og eigendur njót ávallt mjög
góðra kjara. Kjörbókin hentar
fyrir allan sparnað til lengri
tíma en eins tii tveggja mánaða.
Kjörbókin er með háa nafnvexti
og verðtryggingarviðmiðun að
auki.
Innstæður á Kjörbókum
Landsbankans eru nú rúmlega 6
milljarðar króna.
Nú er boðið upp á ný viðbót-
arkjör, sem nýtast öllum sem
vilja. Þau kallast: Tvö ný þrep úr
beinhörðum peningum, í því
kynningarefni, sem birtist í fjöl-
miðlum á næstunni. í þeim felst
að sá hluti innstæðu, sem ekki
er hreyfður fær viðbótarvexti
eftir 16 mánuði frá s.l. áramót-
um eða stofndegi sé hann síðar
og enn hærri viðbót eftir 24
mánuði. Hærri vextirnir gilda
þá fyrir allt tímabilið.
Með þessu er ennfrekar kom-
ið til móts við óskir sparifjáreig-
enda um einfalt form og háa
ávöxtun. Kjörbókin leysir nú
einnig af hólmi bundna reikn-
inga til 18 mánaða eða lengri
tíma. Innstæðueigendum er
ekki mismunað eftir því hve há-
ar innstæður þeir eiga en ávöxt-
un hækkar því lengur sem pen-
ingarnir liggja inni. Kjörbókar-
eigandi hefur eftir sem áður
ávallt aðgang að innstæðu sinni,
fær ávöxtun í hlutfalli við
sparnaðartíma og skerðir ekki
ávöxtun þess hluta sem óhreyfð-
ur er.
Núgildandi vextir á kjörbók-
um eru 19,25%, 16 mán. þrep
20,9% og 24 mán. þrep 21,5% á
ári. Vaxtaleiðrétting við úttekt
er 0,7% af útborgaðri fjárhæð
að undanskildum vöxtum síð-
ustu tveggja vaxtatímabila. Á
þriggja mánaða fresti er gerður
samanburður við ávöxtun 6
mánaða verðtryggðra reikninga
og ávöxtun Kjörbóka hækkuð
ef sú ávöxtun reynist hærri.
Sjúkrahúsið í Húsavík
Sjúkraliðar
Sjúkraliði óskasttil starfaviðSjúkrahúsið I Húsa-
vlk. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri ( sima
96—41333.