Alþýðublaðið - 14.02.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 14.02.1987, Page 6
6 Laugardagur 14. febrúar 1987 Elín Alma Arthúrsdóttir skrifar um KAUPLEIGUmUÐIR Fátt hefur verið meira rætt í kringum kosningar en húsnæð- ismál. Meðal annars lagði Sjálf- stæðisflokkurinn sérstaka áherslu á þann málaflokk fyrir kosningarnar 1983. Árangur stjórnarflokkanna í húsnæðis- málum, þetta kjörtimabil, hefur ekki reynst eins mikill og vænta mátti eftir öll fögru orðin. Regl- ur þær sem nú eru gildandi eru gallaðar og útiloka t.d. stóran hóp frá lánsréttindum, sem þó hafði réttindi áður. Hér er auð- vitað átt við þá sem ekki eru í lífeyrissjóði eða hafa ekki öðl- ast þar tilskilin réttindi. Fyrir- sjáanleg bið eftir lánum er sér- stakur kapituli, og spyrja má hvort kerfið skilar fólki hærri lánum en það átti kost á áður? Alþýðuflokkurinn leggur mikla áherslu á húsnæðismál. Þess vegna hafa þingmenn flokksins lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um kaup- leiguíbúðir. En hvað er kaupleiguíbúð? Samkvæmt tillögunni á Bygg- ' ingarsjóður ríkisins og Bygging- arsjóður verkamanna að fá heimild til að veita sveitarfélög- um eða félagasamtökum lán til byggingar eða kaupa á íbúðum, sem fólk gæti valið uni að Ieigja eða kaupa. Þar með yæri kom- inn algjörlega nýr válkostur í húsnæðismálum. Ein af ástæð- um þess hvernig nú er komið í þessum málum, er sú að fólk hefur ekki átt neinna kosta völ. Það hefur oft verið knúið til þess nauðugt viljugt að eignast eigið húsnæði, án þess að hafa til þess fjárhagslegt bolmagn. Mjög lítið framboð hefur verið á leiguhúsnæði. Til dæmis má nefna að frá og með árinu 1981 til 1. apríl 1986 voru byggðar og keyptar 67 leiguíbúðir á vegum sveitarfélaga. í tillögunni er gert ráð fyrir að Byggingarsjóður ríkisins láni 80% byggingarkostnaðar til 40 ára, verðtryggt með 3.5% vöxt- um. Byggingarsjóður verka- manna láni 85% byggingar- kostnaðar til 40 ára, verðtryggt með 1% vöxtum, til byggingar íbúða sérstaklega ætluðum lág- launafólki og öðrum sem af fé- lagslegum ástæðum þarfnast aðstoðar við húsnæðisöflun. Það sem á vantar, annars veg- ar 20% byggingarkostnaðar og hins vegar 15%, Ieggi sveitarfé- lögin og/eða samstarfsaðilar þeirra til. Gert er ráð fyrir að ríkissjóður láni sveitarfélögum í gegnum Jöfnunarsjóð sveitar- félaga til að auðvelda þeim að hrinda af stað byggingu slíkra íbúða. Sveitarfélögin og/eða sam- starfsaðilar þeirra teljast eig- endur íbúðanna og ráðstafa þeim. Óski leigjandi slíkrar íbúðar eftir að kaupa hana, á hann rétt á því. Er gerður sér- stakur samningur þar um, þar sem samið er um endurgreiðslu þess fjár sem sveitarfélagið lagði fram. Greiðslutími þess má vera allt að 30 ár. Leigjandi greiðir fasta húsa- leigu sem getur verið á bilinu 5.400—7.900 krónur, á mánuði, fyrir 100 m2 íbúð í sambýlishúsi. (Mismunurinn liggur í úr hvor- um sjóðnum lánað var til bygg- ingarinnar). Ef leigjandi vill kaupa íbúðina greiðir hann við- bótargjald mánaðarlega, sem getur verið á bilinu 1.700— 5.400 krónur, eftir endur- greiðslutíma til sveitarfélagsins. Samtals þyrfti þá sá sem vildi kaupa slíka ibúð að greiða 7.100—13.300 krónur mánaðar- lega. Þetta er mun lægri upp- hæð en algeng leiga er í dag. Á þessum tölum má sjá að þarna er kominn viðráðanlegur kost- ur, hvort heldur fólk vill leigja eða eignast eigin íbúð. Eitt veigamikið atriði sem ekki hefur verið drepið á hér að ofan, er að flytja má áunnin réttindi á milli sveitarfélaga og innan sama sveitarfélags. Með þessu móti er fólki auðveldað bæði að stækka og minnka við sig íbúðir, sem og að flytjast milli sveitarfélaga ef svo ber undir. Að lokum Við sem búum á Norðurhveli jarðar þurfum að leggja meira uppúr því húsnæði sem við bú- um í, en þeir sem sunnar búa. Það er þess vegna meginkrafa á íslandi að fólki verði gert kleift að koma sér upp þaki yfir höf- uðið án þess að leggja líkamlega og andlega heilsu sína í hættu. Kaupleiguíbúðir eru vænlegur kostur, með tilkomu þeirra ætti enginn að þurfa að reisa sér og sínum hurðarás um öxl, og hverjum og einum yrði frjálst að velja það sem honum hentaði best. „Sækið um“ „Það er lykilatriði, að fólk drífi inn umsókn til Húsnæðis- stofnunar, ef fólk er að hugsa sér til hreyfingsþ sagði Jón Bergsson, framkvæmdastjóri Samtaks á Selfossi. Samtaks- menn byggja sumarbústaði og íbúðarhús. Sagði Jón að nóg væri að gera út apríl, og síðan væri hin hefðbundna vertíð, svo að menn væru bjartsýnir. „En fólk sem kemur til okkar til að forvitnast t.d. um raðhúsin sem við viljum byggja hér á Selfossi, hefur enga hugmynd um nýju húsnæðisreglurnar.“ Við byggjum viðskipti okkar á gagnkvæmu trausti og góðri þjónustu. Traust bankastarfsemi er nauðsynleg hverju byggðarlagi. Ekki aðeins fyrir fyrirtækin og uppbyggingu atvinnulífs, heldur einnig fyrir einstaklingana. Hjá okkur átt þú greiða leið að góðum viðskiptum. Leitaðu upplýsinga um þá möguleika sem við bjóðum þér til þess að ávaxta peningana þína og vinna lánstraust. Sparivelta og Launavelta eru kostir sem vert er að kanna! Samvinnubankinn Utibú Selfossi - Austurvegi 3 - sími 2177

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.