Alþýðublaðið - 14.02.1987, Qupperneq 8
8
Laugardagur 14. febrúar 1987
„Mjög hentugt fyrir
fundi og ráðstefnur“
Mikið hefur verið rætt
um framtíð Hótel Sel-
foss. Tíðindamaður hitti
Björn Lárusson hótel-
stjóra að máli.
Af hverju stafa þessir erfið-
leikar í rekstri hótels Selfoss,
Björn?
í fyrsta lagi vil ég taka fram
að hér er ekki um neitt skipbrot
eða gjaldþrot að ræða enda
stendur stærsta ferðaskrifstofa
landsins að baki rekstrinum.
Hótel úti á landi og jafnvel í
Reykjavik hafa alltaf átt í erfið-
leikum yfir vetrarmánuðina og
þetta hefur verið spurning um
að finna hentugt rekstrarform
yfir veturinn. í meginatriðum
eru þessir erfiðleikar okkar nú
til komnir vegna þess hve við
byrjuðum seint á okkar sókn
inn á markaðinn. Samningur
Samvinnuferða/Landsýnar og
bæjarstjórnar Selfoss var gerð-
ur 16. janúar 1986 en starfsemi
hófst seint í júní. Það tekur
mörg ár að byggja upp við-
skiptavild, og markaðssókn er
ekki einfaldur hlutur sem gerist
á einni nóttu. Samvinnuferð-
um/Landsýn var þetta ljóst og í
framhaldi af því að reksturinn
yrði gífurlega erfiður á samn-
ingstímabilinu sem nær til 1.
okt. í ár. Vegna þessa er ákvæði
í samningnum um að bæjar-
sjóður felli niður húsaleigu og
orkukostnað ef um taprekstur
yrði að ræða. Langur tími fer í
að aðlaga reksturinn að þeim
markaði sem fyrir hendi er auk
þess sem samkeppnin á þeim
markaði sem við helst getum
unnið á er gífurlega hörð.
Hver verður svo framtíðin?
Það hafa verið gerðar ýmsar
ráðstafanir til hagræðingar í
rekstrinum nú undanfarið.
Regluleg matsala er í kaffiteríu
frá 10—20 virka daga og frá
10—18 um helgar. Norðursalur
hótelsins er opinn um helgar frá
kl. 18 og matur framreiddur til
kl. 21 en barinn opinn til kl. 03
nema þegar um einkasam-
kvæmi er að ræða. Þessi um-
ræða um hótelið hefur haft sín-
ar jákvæðu hliðar. Menn eru að
uppgötva að hér er stærsti salur
utan Reykjavíkur sem auk þess
er hægt að skipta niður í minni
Mjólkurbú Flóamanna Selfossi
sali sem gerir hann mjög hent-
ugan fyrir fundi og ráðstefnur.
Bókunum á sölum hótelsins
fjölgaði verulega í kjölfar um-
ræðunnar um hótelið auk þess
sem setustofa hótelsins er orðin
mjög vinsæl fyrir smærri fundi.
Ekki sakar að geta þess að við
erum orðin heimsfræg á Selfossi
fyrir góðan mat, þess má einnig
geta að það er frekar orðið
vandamál að koma fyrir þeim
fundum og ráðstefnum sem
bókaðar eru auk þorrablóta og
árshátíða.
Sumarið verður ekkert
vandamál þvi Iangt er síðan
bókanir fóru yfir 60% á her-
bergjunum enda eru þau frekar
fá.
Hvað svo við tekur eftir að
samningstímabilinu lýkur hinn
1. okt. er óráðið þó Samvinnu-
ferðir/Landsýn eigi forleigurétt
að hótelinu.
Nýtt rit frá
Byggðastofnun:
Byggö og
atvinnulíf
’85
Samkvæmt launamiðavinnslu
frá Byggðastofnun voru skráð árs-
verk á vinnumarkaði hér á landi
119.125 árið 1985 og hafði fjölgað
um nær 4.200 frá árinu áður. Þessi
fjölgun er 3,6%. Fjölgun starfa
kom nær öll fram í þjónustugrein-
um.
Þetta kemur meðal annars fram í
tilkynningu Byggðastofnunar til
fjölmiðla, en Byggðastofnun hefur
gefið út ritið Byggð og atvinnulíf
1985. í ritinu er fjallað um stöðu
landsbyggðarinnar, um þróun
vinnumarkaðarins árið 1985 og
sýndur er framreikningur á íbúða-
fjölda fyrir einstaka landshluta
fram til ársins 2000. Þá er í ritinu
sýnd íbúaþróun, atvinnuskipting
og aflaverðmæti á þéttbýlisstöðum
sem hafa yfir 1.000 íbúa.
í inngangskafla er fjallað um
stöðu landsbyggðarinnar í ljósi
þeirra upplýsinga sem koma fram í
ritinu. Einnig er fjallað um vinnu-
markaðinn á árinu 1985. Þá er í rit-
inu sýndur framreikningur íbúa-
fjölda fyrir einstaka landshluta þar
sem tekið er tillit til innanlands-
flutninga.