Alþýðublaðið - 26.02.1987, Side 3

Alþýðublaðið - 26.02.1987, Side 3
Fimmtudagur 26. febrúar 1987 3 alþýðu- Umsjón: Jón Daníelsson SKAGINN — VESTURLAND Alþýðusamband Vesturlands: Meðlimirnir látnir ráða — Framtíð sam- bandsins í óvissu eftir að tillaga um að teggja það niður var samþykkt naum- lega. Ekki er víst að Alþýöusaniband Vesturlands verði lagt niður, þótt tillaga þess efnis væri samþykkt á þingi sambandsins nú nýlega. Sam- kvæmt lögum ASÍ þurfa félög á svæðinu að greiða gjöld til sam- bandsins þótt þau segi sig úr því og samkvæmt sömu löguin virðist sein minni hluti félaga á sambands- svæðinu geti ákveðið að halda sam- bandinu áfram. Guðmundur M. Jónsson, for- maður Verkalýðsfélags Akraness, sagði í samtali við blaðið að öll fé- lögin á Akranesi væru fylgjandi því að leggja sambandið niður. Hann kvað 49. grein laga ASÍ, nánast meina einstökum verkalýðsfélögum að segja sig úr samböndum af þessu tagi, vegna ákvæðisins um skatt- greiðslur og sagði að ef t.d. hans fé- lag segði sig úr Alþýðusambandi Vesturlands, þyrfti það eftir sem áður að greiða skatt til sambands- ins og væri það þá þeirra félaga sem eftir yrðu í sambandinu að áætla skattinn. í sjálfu sér kvað Guðmundur ekki vera unr stórar upphæðir að ræða en sagði að á hinn bóginn virt- ist sér sem þessir peningar færu ,,út í vindinn". „Alþýðusamband Vesturlands hefur enga skrifstofu og engan starfsmanný sagði Guðmundur og kvaðst þeirrar skoðunar að sam- bandið væri „nánast skrauthúfa“, enda hefði það engin verkefni og kvaðst hann ekki sjá að tilvera þess þjónaði neinum tilgangi. Jón Eggertsson, formaður verka- lýðsfélágsins í Borgarnesi, kvaðst þeirrar skoðunar í stuttu samtali við blaðið að Alþýðusamband Vesturlands ætti sér tilverurétt sent tengiliður á milli félaga á svæðinu. Hann kvaðst á hinn bóginn ekki vera fylgjandi því að byggja upp neitt bákn í kringunr sambandið með skrifstofuhaldi eða þess hátt- ar. Sambandið ætti nriklu frenrur að vera tengiliður milli félaganna á svæðinu og samstarfsvettvangur þeirra. Hann nefndi einnig að á þingum sambandsins kynntist fólk sem að þessum málum starfaði á Vesturlandi og það kvað hann af hinu góða. „Þetta á ekki að þurfa að kosta mikla peningaý sagði hann. Jón Eggertsson kvaðst ennfrem- ur fagna því að úrslit þessa máls yrðu ráðin í allsherjaratkvæða- greiðslu, þanr.ig að það yrðu félag- arnir sjálfir sem úrslitum réðu. Hann kvað einsýnt að ef samþykkt yrði i atkvæðagreiðslunni að leggja sambandið niður, þá yrði því hiýtt. Jón kvaðst hins vegar vilja láta það koma fram að fulltrúar þeir frá Akranesi sem sæti hefðu átt í stjórn sambandsins, hefðu starfað þar af heilindum og sagðist hann vonast til þess að áfram yrði gott samstarf með verkalýðsfélögunr á Vestur- landi, hvort senr úrslit þessa máls yrðu þau að sambandið yrði lagt niður eða ekki. Alþýðusamband Vesturlands var stofnað árið 1977 eftir að stofnun þess hafði verið í undirbúningi frá árinu 1975. Verkalýðsfélag Akra- ness gekk ekki í sambandið fyrr en 1980. Árið 1983 var sett á laggirnar milliþinganefnd til að kanna hvort bæri að leggja sambandið niður, en hún klofnaði í afstöðu sinni. Á þingi sambandsins nú nýlega var svo tillaga um að leggja sambandið niður samþykkt með aðeins tveggja atkvæða meirihluta. Áformað er að láta fara fram allsherjaratkvæða- greiðslu um málið meðal félaga sambandsins og verður síðan hald- ið aukaþing fyrir árslok, þar sem endanleg ákvörðun verður tekin um lífdaga Alþýðusambands Vestur- lands. Dalasýsla: MEIRIHLUTINN VILL SAMEININGU . . ^ ' js' ourri- emmgu sveitarfélaga jsyslunni. Bcendur bfa ekki affullvirð- isréttinum. Yfirgnæfandi meirihluti Dala- manna vill sameiningu sveitarfé- laga í sýslunni í einhverri mynd. Þetta kemur Ijóslega fram í niður- stöðum skoðanakönnunar sem framkvæmd var á dögunum á veg- um atvinnumálanefndar sveitarfé- laga í Dalasýslu. í könnuninni kom ennfremur í ljós að meirihluti bænda á svæðinu telur sig engan veginn geta lifað á þeim fullvirðis- rétti sem þeim hefur verið úthlutað, samkvæmt nýju búvörulögunum. Atvinnumálanefnd hefur verið starfandi í Dalasýslu síðan í haust og er hún skipuð fulltrúum allra sveitarfélaga í sýslunni. í kjölfar könnunarinnar boðaði nefndin til fundar fulltrúa allra sveitarfélaga í Dalasýslu og Austur Barðastrand- arsýslu í desember sl. og var þá komið á laggirnar samstarfsnefnd um samstarf eða hugsanlega sam- einingu sveitarfélaganna í sýslun- um tveimur. í könnuninni sem hér um ræðir var aflað upplýsinga um afstöðu fólks hvað varðar ýmis at- riði atvinnu- og byggðamála og kom meðal annars í ljós að af þeim 117 bændum á svæðinu sem spurðir voru, töldu 102 sig ekki geta lifað af fullvirðisréttinum sem þeim hefur verið úthlutað. í könnuninni var m.a. spurt um afstöðu fólks til stækkunar og sam- einingar sveitarfélaga og í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti var fylgjandi stærri einingum og sam- einingu sveitarfélaganna í einhverri mynd, þótt nokkuð væri misjafnt hvaða skoðanir fólk hefði á þessum málum að öðru leyti, t.d. hversu mörg sveitarfélögin ættu að vera. Sameining sveitarfélaga hefur Iengi verið til umræðu í Dölum, eins og reyndar víða annars staðar, þótt ekki hafi enn orðið úr neinum framkvæmdum í þá átt. Þess má geta að nú eru alls 8 sveitarfélög í Dalasýslu, en íbúar í sýslunni munu nú losa þúsundið og þar af býr tals- verður meirihluti utan þéttbýlis. Væntanlega verður nánar fjallað um niðurstöður skoðanakönnunar- innar í næsta blaði. Stykkishólmur: Skiptar skoðanir um hafnarmálin Skiptar skoðanir eru manna á meðal í Stykkishólmi um nýjar skipulagstillögur að hafnarsvæð- inu. Þessar skipulagstillögur sem nú liggja frammi til sýnis fyrir íbúa staðarins gera ráð fyrir talsverðu raski á gamla hafnarsvæðinu og þykir mörgum sem breytingar á náttúrufari hafnarsvæðisins verði allt of miklar, ef skipulagstillagan verður framkvæmd. Allsterkar raddir eru uppi í Stykkishólmi á móti þessari skipu- lagstillögu og vilja margir að í stað- inn verði bætt aðstaða í Skipavíkur- höfn. Innan sveitarstjórnar mun hins vegar vera nokkur samstaða um skipulagstillöguna. Hvernig sem á málið er litið, er hins vegar augljóst að aðgerða er þörf í hafnarmálum staðarins, því bæði er viðlegurými orðið of lítið og sömuleiðis vantar aðstöðu fyrir smærri báta. Má í því sambandi nefna að á þessu ári mun trillum í Stykkishólmi hafa fjölgað um milli 20 og 30. besta samloka sem þér býöst ídag-úr steinsteypu! Einingahúsin frá LOFT ORKU eru úr vönduðum steinsteyptum einingum, sem ekki springa, brenna eða fúna. Einingarnar eru vel einangraðar samlokur sem falla þétt saman og ytri og ynnri áferð þeirra er varanleq. Einingarnar frá LOFT ORKU má auðveldlega aolaga hvaða húsateikningu sem er. LOFT ORKA skilar þér traustu og vönduðu eininga húsi á því byggingarstigi, sem þú ákveður. Q-QPÍJ1 Skipholti 35, 13“ 91-84090 • 105 Reykjavík •RKA Engjaási 1, ® 93-7113 • 310 Borgarnesi

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.