Alþýðublaðið - 26.02.1987, Page 12

Alþýðublaðið - 26.02.1987, Page 12
alþýðu- Fimmtudagur 26. febrúar 1987 Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Sími: (91) 681866, 681976 Útgefandi: Blaó lif. Ritstjóri: Árni Gunnarsson (ábm.) Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þor- valdsson og Jón Daníelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóltir Setning og umbrot Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Askriftarsíminn er 681866 Rauði krossinn sameinar sundraðar f jölskyldur Upplýsingabankar með persónu- legum upplýsingum um fólk mæl- ast misjafnlega fyrir nú í seinni tið. Engu að síður geta þeir þjónað góð- um tilgangi og verið alveg nauðsyn- legir, t.d. fyrir starfsemi eins og þá sem Rauði krossinn rekur í Genf í Sviss. Um er að ræða starfsemi CTA (Central Tracing Agency), en þar eru til kringum 50 milljón spjald- skrárkort með persónuupplýsing- um. Með hjálp þessara upplýsinga hefur mörgum fjölskyldum heppn- ast að ná saman aftur, eftir að óeirðir, styrjaldir og náttúruham- farir hafa sundrað þeim. Stríðsfangar Hinir mörgu flóttamenn sem hafa komið til Danmerkur síðustu árin, gera fjöldann allan af fyrir- spurnum um ættingja sína, t.d. þá sem hafa fengið hæli í öðrum lönd- um. Við þeim tekur sérstök deild innan Rauða krossins sem annast upplýsingamiðlun milli landa, en slíkar upplýsingar er mjög erfitt að fá eftir öðrum leiðum. Á ári hverju heppnast danska Rauða krossinum að afgreiða nokkur hundruð slíkar fyrirspurnir og í mörgum tilvikum að koma á sambandi milli ættingja. Horfnir ættingjar Sams konar fyrirgreiðsla á sér stað á vegum Rauða krossins um heim allan með höfuðstöðvar og aðalupplýsingabankann í Sviss. Ár- ið 1986 voru tvær milljónir slíkra erinda afgreiddar, þaraf meiripart- urinn milli íranskra og írakskra stríðsfanga og fjölskyldna þeirra, sem ekki gátu komið boðum sín á milli með öðru móti. Rúmlega 65.500 beiðnir bárust á árinu til skrifstofunnar í Genf um að leita uppi horfna ættingja. Þar af tókst að hafa uppi á, eða komast fyrir um örlög 30.000 einstaklinga. Þar við bætast þau mál sem ein- Molar Á „bannárunum” þegar ekki mátti drekka eða framleiða áfengi, riðu eitt sinn nokkrir val- inkunnir sæmdarmenn fram hjá sveitabæ. Torkennilegur ilmur barst þá að vitum þeirra. Hagyrðingur var með í för og orti vísu: Margskyns iðkar fólkið fikt, — finn ég ilm í blœnum: Það er eins og landalykt leggi hér frá bœnum. ...staksteinar.... Fœr er ég í flestum greinum, — frjálsri hugsun veiti lið og rúlla nokkrum stökum steinum styllilega í hyldýpið. Steintak stakar Rauðakrossdeildir upplýsa, án milligöngu aðalskrifstofunnar. Þar eru verkefnin ærin og ekki útlit fyrir að þeim fækki í bráð. í löndum þar sem styrjaldarástand ríkir eru póstþjónustunni settar vissar skorður varðandi bréfaskipti fanga; einnig þar sem innanlands- ófriður er eða neyðarástandslög hafa verið sett. í þeim tilvikum hef- ur Rauði krossinn séð um að koma bréfum milli borgaranna í landinu og ættingja þeirra erlendis. Angola, Líbanon, svæðið á vest- urbakka Jórdan, El Salvador og Pólland eru lönd sem má nefna sem dæmi um þá póstþjónustu sem Rauði krossinn veitir í neyðartilvik- um. í sumum hlutum heims fær hann þó ekki leyfi til starfseminnar. íbúar Norður- og Suður-Kóreu fá t.d. ekki leyfi til að skrifast á. Tölvuskráning Á árinu 1985 var tekið í notkun nýtt húsnæði hjá leitarstöðinni, sem svissneska stjórnin lét samtök- unum í té. Þar er fullkominn tölvu- búnaður og þar fer fram gagna- söfnun og úrvinnsla þegar um stóra hópa fólks er að ræða, eins og t.d. bátafólkið frá Víetnam og stríðs- fanga frá íran og írak. Spjaldskrárkortin eru þó enn í notkun og þeir sem fá upplýsingar þaðan eru lifandi dæmi þess hve vonin er lífseig. Nálægt 20% af þeim málum sem unnið er við í þeirri deild eru viðkomandi fólki sem tapaði af vinum og ættingjum i síðari heimsstyrjöldinni. Skyldmenni finnast Oft tekur það mörg ár að hafa uppi á skyldmennum eftir hinum undarlegustu krókaleiðum og oft kemur til aðstoð annarra stofnana, s.s. Flóttamannastofnunar Samein- uðu þjóðanna. í einu af hverjum þremur tilvikum tekst að fá full- vissu um afdrif eða aðsetur þess ...hver hefur klofið..? Kosningar þarf vel að vanda, vœlið, skjallið, lofið. Framsóknarmenn stífir standa, — Stefán hefur klofið. ...þraukað um sinn.... í Mogganum þriðjudaginn 24. feb. s.l. er frétt af setningu búnað- arþings. Það sem Moli rak strax augun í var fyrirsögnin sem höfð var eftir Ásgeiri Bjarnasyni, for- manni Búnaðarfélags íslands, en hún er svolátandi: Bændastéttin er í biðstöðu og verður að þrauka um sinn. Sem sagt verður að þrauka um sinn. Þarna vaknar strax spurning: Hversu lengi á að láta bændastéttina þrauka? Og hvað merkir ,,um sinn” á manna- máli? Einnig: Hvernig á þá að slagta bændastéttinni þegar menn Hinar mörgu styrjaldir víðs vegar um heiminn reka fjölda fólks á flótta. Margir enda í flóttamannabúðum. fólks sem leitað er að. Til dæmis um það hve árangurs- hafa fengið nóg? Er meiningin að hengja, skjóta, skera eða drekkja? Moli skorar á Ásgeir Bjarnason, formann Búnaðarfé- lags íslands að skera úr í þessu brýna hagsmunamáli íslendinga. Þegar menn þrauka um sinn, þá er augljóst að það tímabil tekur enda og þá er lágmarkskrafa hinna dauðadæmdu að fá að vita á hvern hátt þeim verður fyrir- komið. Eða hvað? Og meðal annarra orða: Hvað þýðir það annars að bændastéttin sé í biðstöðu? Halda bændur þá kyrru fyrir með hrífuna á lofti? Moli vissi reyndar að Ásgeir Bjarnason er skeleggur málsvari bændastéttarinnar, en að hann vildi leysa vandamál bænda með svona snarborulegum hætti og lýst er í Moggagreininni kom Mola þó nokkuð á óvart. Og ef til vill bænduni líka? íændastéttin er í biðstöðu |o g verður að þrauka um sinn' r- segir Ásgeir Bjamason formaður Búnaðarfélags íslands rik þessi leit getur verið er mál Michaels, 37 ára Þjóðverja, sem fæddist í Austur-Þýskalandi og átti þýska móður og sovéskan föður. Þau höfðu hist þegar konan var á flótta og ekkert samband haft eftir það. Pilturinn fékk fyrst að vita um faðerni sitt þegar hann var kominn yfir tvítugt og hóf þá þegar eftir- grennslan upp á eigin spýtur. Loks sneri hann sér til CTA, sem hafði upp á föðurnum og gerði ráðstafan- ir til að þeir gætu hist. Stofnaður 1863 Leitarstöðinni var komið á fót skömmu eftir stofnun Rauða kross- ins 1863 og varsú ráðstöfun bein af- leiðing af þýsk-franska stríðinu 1870—1871 og liður í hjálparstarfi stofnunarinnar fyrir særða og sjúka hermenn úr stríðinu. Meðal þeirra milljóna sem síðan hafa notið aðstoðar Rauða krossins á meðan á fangavist hefur staðið eru t.d. Charles de Gaulle og Francois Mitterand, sent báðir urðu síðar forsetar Frakklands. Þegar heimsstyrjöldin síðari braust út varð leit að týndu fólki fastur liður í starfseminni og hefur verið það síðan. Á þeim tíma bárust allt að 500 hjálparbeiðnir daglega. Árið 1944 voru þær orðnar 100.000 á dag. Það sem veldur mestum erfið- leikum er það hve margir bera sama nafn og fá einkenni önnur. Hlutlaus aðili Venjulega er Rauði krossinn í betri aðstöðu en allir aðrir, til að afla vitneskju og ná sambandi við fólk, vegna hlutleysis síns á póli- tískum vettvangi. Það gildir t.d. um flóttafólk sem Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna nær ekki til og um fólk sem hefur ekkert vega- bréf. Rauði krossinn útbýr sérstök ferðaskilríki fyrir þá sem þannig er ástatt um. Þá hefur Rauði krossinn hlutast til um mál afkomenda þeirra sem látist hafa í fangelsi og þurfa að sanna rétt sinn til lífeyris eða bótagreiðslna. Geymd í 100 ár Af þessum sökum hugsa starfs- menn Rauða krossins sig vandlega um áður en þeir fleygja nokkru sem hefur upplýsingagildi. Upplýsingar um stríðsfanga eru geymdar í 100 ár að minnsta kosti til að hægt sé að aðstoða fólk í þrjá ættliði við að leita réttar síns. Styrjaldir marka djúp spor. Til dæmis var það fyrst 1982 að tekin voru niður veggspjöld á járnbraut- arstöðvum og pósthúsum í Þýska- landi, með myndum af þeim sem voru eftirlýstir frá því í stríðinu. Ótrúlega marga tókst að finna eða fá fullvissu um afdrif þeirra, 82% að því er mönnum reiknast til. Síðustu 40 árin hafa ýmsar mannskæðar styrjaldir geisað og margur fjölskylduharmleikurinn komið til kasta Alþjóða-rauða- krossins. Starfið þar heldur áfram af fullum krafti og því ntiður er fátt sem bendir til þess að um hægist á næstunni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.