Alþýðublaðið - 14.04.1987, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Qupperneq 2
2 Þriðjudagur 14. apríl 1987 HIPYDIÍBÍIBHI Alþýðublaðið, Ármúla 38, 108 Reykjavík Slmi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaðamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Danlelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Slðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Breytt Alþýöublaö I dag kemur Alþýðublaðið út í nýjum búningi. Haus blaðsins hefur verið hannaður að nýju og útliti blaðs- ins breytt. Samfara útlitsbreytingum er miðað að því, að bæta efni blaðsins og skrif. Þetta tölublað er i 24 síðum og prentað í 77 þúsund eintökum sem er stærsta upplag sem prentað hefur verið af dagblaði á íslandi. Ekki erþó þarmeð sagt að Alþýðublaðið muni vera gefið út daglega í slíku upplagi heldur er hér um viðhafnar- og kynningareintak að ræða sem dreift verður ókeypis um land allt. Þessar breytingar á Al- þýðublaðinu er liður í átaki að skipa blaðinu afturá til- hlýðilegan sess meðal dagblaða á íslandi en á undan- förnum árum hefur útgáfa blaðsins verið í láginni og hefur það varla farið framhjá lesendum og almenn- ingi. Útgáfa Alþýðublaðsins verðurekki bætt og aukin áeinni nóttu. Breytingarmunu standafram eftirsumri og vonum við að endurbætt útgáfa Alþýðublaðsins mælist vel fyrir hjá lesendum blaðsins. Alþýðublaðið á sér langa sögu. Það hefur komið samfellt út í 68 ár. í leiðara fyrstatölublaðs sem birtist þ. 29. október 1919 stóð m.a.: „Blað þetta er langtum minna en þurft hefði að vera en Alþýðuflokkurinn verður að sníða sér stakk eftir stærð sjóðs síns og alltaf er opin leiðin til að stækka blaðið, þegar hagur þess vænkast.“ Það kom einnig í Ijós að svo varð. Á fjórða áratugnum þegar Finnbogi Rútur Valdemars- son ritstýrði blaðinu, varð Alþýðublaðið að stórveldi. Síðan hefur saga þess verið æði misjöfn og skipst á skin og skúrir. Annað glæsilegt tímabil hófst í sögu blaðsins i lok sjötta áratugarins þegar Gísli Ástþórs- son tók við blaðinu. í þessu tölublaði segir Gísii ein- mitt frá þeim árum þegar hann ritstýrði Alþýðublað- inu. Það er vonandi að með auknu fylgi jafnaðarstefn- unnar vaxi Alþýðublaðinu fiskur um hrygg'og það þurfi ekki lengur að „vera langtum minna en þurft hefði að vera.“ Alþýðublaðið hefur ávallt verið málsvari jafnaðar- stefnunnar og á því verður engin breyting. í fyrsta leið- ara blaðsins sem vitnað var til að framan segir m.a.: „Alþýðuflokkurinn berst fyrir málstað alþýðunnar, en það er I raun og veru sama sem að berjast fyrir mál- stað íslenzku þjóðarinnar, því alþýðan og þjóðin ereitt og sá sem berst á móti alþýðunni, eða i eiginhags- munaskyni, af afturhaldssemi eða nýfælni, leggur stein í götu áleið hennarmót betri lífskjörum, hann er óvinur íslensloj . þjóðarinnar, hversu hátt svo sem hann hrópar um ættjarðarást og verndun þjóðernis- ins.“ Þessi orð eru undarlegafersk enn þann dag í dag. Fyrir utan að vera málgagn jafnaðarstefnu er Alþýðu- biað^íðjafnframt opið fréttablað sem mun leitast í rík- ari mæli við að varpa Ijósi á baksvið atburða í stjórn- málum, menningu og þjóðlifi. Dagblöð eru menningarsaga. Þau mótast mikið af ritstjórum og ritstjórnum en kannski mest af lesend- um og kröfum þeirra. Alþýðublaðið er engin undan- tekning frá þessari reglu. Það er blað með langasögu menningar og baráttu að baki. Alþýðublaðið er stofn- að í kringum hugsjón jafnaðarstefnunnar, og er — eins og heiti þess bendirtil — blað alþýðunnar. Þær breytingar sem unnið er að, miða fyrst og fremst að því að gera blaðið aðgengilegra, áhugaverðara og skemmtilegrafyrirlesendurna, því þaðeru kaupendur blaðsins sem ritstjórnin á fyrst og fremst að þjóna. Þess vegna vonum við að lesendur okkar taki breyt- ingum á Alþýðublaðinu með jákvæðu hugarfari og hjálpi okkur með ábendingum og skrifum að stuðla að bættu og efnisríkara blaði. l.M. fæst verslunum • • • r r • i ar! KruUujárn og hárblásari í einu og sama tækinu. Þú kemur úr baði eða sundi og þerrar hárið að mestu. Síð- an bregður þú kruUublásaranum í hárið og lýkur við lagningu og þurrkun hársins. Tvær hitastilhngar - létt og þægilegt! Verð kr. 2.580 og 2.180 (án aukahluta). ÖU\ erslunín PFAFF Borgartúni 20 Sími 26788 Hille-stóllinn loksins á Islandi Komdu og skoðaðu nýja skrifstofustólinn frá Hille, sem farið hefur sigurför um heiminn. Það er þess virði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.