Alþýðublaðið - 14.04.1987, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Qupperneq 3
Þriðjudagur 14. apríl 1987 3 Raunsæisstefna er okkar pólitík Texti: Ingólfur Margeirsson Ljósmyndir: Gunnar Gunnarsson Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðu- flokksins svarar spurningum um vakningu og stefnu Alþýðuflokksins, spyr sjálfur margra spurninga og svarar þeim einnig. Jón Baldvin segist vera svangur. Og þá er Isfirðingurinn Jón Baldvin “svangur“ en ekki “svángur.“ Enda ekki að undra. Stöð- ugur þeytingur und- anfarnar vikur og mánuði milli Alþing- is, vinnustaða, funda- herbergja og kosn- ingaskrifstofa hefur raskað hefðbundnum tíma svefns og matar. Og reyndar hefur fleira raskast síðan Jón Baldvin tók þá afdrífaríku ákvörðun að bjóða sig fram til formanns á flokks- þingi Alþýðuflokks- ins 1984. Hann tók við flokki í molum og endurreisti hann í eina sterkastu stjórn- málahreyfingu á ís- landi. Enduruppbygg- ingin kostaði Jón Baldvin blóð, svita og tár — og talsverðan húmor. En honum tókst það sem flestall- ir höfðu spáð að vœri ógjörningur: Að sam- eina jafnaðarmenn undir einum fána. En Jón Baldvin veit, að það er of snemmt að hrósa sigri. Alþingis- kosningarnar eru framundan og óvœnt- ir atburðir í Sjálf- stœðisflokknum hafa riðlað allri hefðbund- inni flokkaskipan. Hann harmar lítt var- anlegan klofning íhaldsins í tvo flokka; það opnar leiðina fyr- ir stóran jafnaðar- flokk sem öflugasta stjórnmálaafl Islands. Og Jón Baldvin er svangur. Á stormasömu síðdegi yfirgefum við hringjandi síma, starfsmenn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.