Alþýðublaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 14. april 1987 9 ,Þá njótum við þess I næði að nógu eraf að taka!" Pálmi I „Chicago“ I athyglisverðum félagsskap. Pálmi Gestsson, leikari Rabbað um leiklistarskólann — leikhúsin — gagnrýnendur — gamanleikinn og hið dularfulla „HamletsyndromeÍC „Já, ég er Bolvíkingur og kom á sínum tíma gagngert til Reykjavík- ur til þess að fara í Leiklistaskólann. Ætli ég væri ekki fyrir vestan ennþá hefði þetta ekki komið til. Ég hugsa það, því að á sínum tíma var ég af- skaplega heimakær Bolvíkingur og ég ætlaði mér aldrei úr þeim sælu- reit, en þetta fór nú svona. En fyrst ég fór á annað borð út í leiklistina þá var ekki um annað að ræða en að fara í þar til gerðan skóla og í fram- haldi af því þá var ekki mikla vinnu að hafa sem leikari nema hér í Reykjavík. Svo ég sætti mig bara við að vera hér og sé ekkert eftir því. Það er gott að vera í Reykjavík. Ég var um tvítugt þegar ég kom að vestan og það var held ég í fyrsta skipti sem ég fór út fyrir sóknina — eða því sem næst. Og ég man að það voru mikil viðbrigði að koma hér í allt annað umhverfi, allt annan hugarheim og ólíka hugsun. Nokk- ur fyrstu árin var ég satt að segja alveg kolringlaður. Fyrst í stað gisti ég hjá bróður mínum á Lokastígn- um og Hallgrímskirkjan er þar ekki fjarri og ég miðaði allt í veröldinni við turninn. Ég passaði mig á að fara aldrei það langt að ég missti turninn úr augsýn og fyrir bragðið lifði ég þetta allt saman af. Ég hélt sem sagt í turninn á sama hátt og óperusöngvarinn rígheldur í vasa- klútinn sinn. Leiklistaskólinn Nú, síðan fór ég í Leiklistaskóla íslands sem þá var nýstofnaður. Ég útskrifaðist úr öðrum árgangi þess skóla. Þegar Leiklistaskólinn komst í gagnið þá var það auglýst eins og vera ber, en það hafði ekkert verið í boði í þessum efnum um nokkurra ára skeið nema SÁL skól- inn, Samtök áhugamanna um leik- list, og þá var ekkert annað að gera, og það er saga sem ég er búinn að segja oft, en að skella sér út í þetta og sækja um. En mér fannst þetta fjarlægur draumur þá, það er satt. Mér fannst ég vera að setja mig á voðalega háan hest, að ímynda mér það að einhver Bolvíkingur sem kæmi arkandi til Reykjavíkur með grasið í skónum, ætti einhverja möguleika á því að komast inn í skóla sem tæki bara átta nemendur inn á ári. Ofan á allt saman var svo fullt af stórmerkilegum Reykvík- ingum sem sótti um. En það er kannski eðlilegt að vera óöruggur í nýju umhverfi, ég býst við því. En það var svo skrýtið að á með- an ég var í skólanum þá skelfdi mig stundum sú tilhugsun að ég ætti ef til vill eftir að standa á þessum stóru leiksviðum. í skólanum var maður hins vegar verndaður á vissan hátt og þegar ég útskrifaðist, þá hugsa ég að mér hefði létt mjög mikið ef ég hefði getað farið heim aftur! En á móti kom að það var eitthvað sem sagði manni að fyrst svo langt væri komið þá skyldi áfram haldið. En ég gekk aldrei með neinar áhyggjur út af því hvort ég fengi eitthvað að gera þegar skóla lyki. Kannski hafði ég ekki tíma til þess. Lagt í ’ann! Þegar ég svo gekk fyrst inn á sviðið í stóra leikhúsinu, þá hefur vafalaust verið stutt á milli augn- anna á mér og satt að segja er það „Það er svo einkennilegt að ég leit akkúrat svona út þegar þessi mynd var tekin.“ nú stundum ennþá. Ætli maður losni nokkurn tímann við það fyrir fullt og fast. Það fylgir þessu víst — frumsýningarskrekkurinn og allt það. En þetta er auðvitað ákaflega misjafnt. Þetta fer allt eftir því hvað maður er að gera, í hvernig sýning- um, hvernig æfingavinnan hefur gengið o.fl. Ég vil nú meina að til skamms tíma þá hafi frumsýningar verið meira og minna ónýtar fyrir mann, vegna taugaveiklunar. Sú umræða hefur oft komið upp hvort leikrit séu yfirleitt frumsýnd t.d. viku of snemma. Og oft hef ég haldið þetta, en þegar maður fer að fá einhverja reynslu af þessu þá hef ég komist á þá skoðun að við ís- lendingar séum skorpufólk sem þarf að vinna undir pressu. Og það er svo skrýtið að stundum þá gerist ekkert í sýningunni fyrr en akkúrat viku fyrir frumsýningu! Bara vitn- eskjan um það að frumsýning er eftir viku, gerir vinnuna samkvæmt því. Stundum er auðvitað nauðsyn- legt að fresta frumsýningu vegna þess að sýningin er ekki tilbúin, en við þessa pressu þá er eins og þetta geti allt smollið saman bara á síð- ustu dögunum. Og ég er ekki frá því að þegar sýningu er frestað, þá er eins og slakni á aftur — þá er eins og geti komið afturkippur í allt saman. En manni gengur misjafn- lega og hlutverkin eru ólík. Auðvitað reynir maður alltaf að gera sitt besta og það gengur ekkert með öðru móti, en það er misjafnt hvernig hlutverk liggja fyrir hverj- um og einum, því er ekki að neita. Og verk höfða misjafnlega til manns, það er sannleikurinn. Eitt- hvað sem ég á erfitt með liggur kannski vel fyrir öðrum og öfugt. Að gera ekkert mjög vel Mislengi að finna persónur? Já já, það er víst ábyggilegt. Og stund- um finn ég þær aldrei! En það þarf ekki að koma í veg fyrir að öðrum finnist allt annað og að vel hafi til tekist. Það er svo einkennilegt að sumar sýningar eldast manni illa einhvern veginn. Aðrar sýningar er kannski alltaf gaman að leika, hversu margar sem þær verða. Og það eru ekki endilega þessar svo- kölluðu góðu sýningar eða merki- legu sýningar eða líkt. Sumar sýn- ingar eru einfaldlega alltaf skemmtilegar. Mér er til dæmis minnisstætt leikrit eins og Gæjar og píur, þar sem mér tókst af ótvíræðum mynd- arskap að gera hreint ekki neitt. Ég kom inn það seint í sýningunni og var þar að auki á bak við með hin- um statistunum og var látinn væfl- ast þarna um til uppfyllingar. En það var svo einkennilegt að það var alltaf gaman að þeirri sýningu. Þetta gerðist líka i leikritinu „Með vífið i lúkunum“, það var alltaf gaman að leika það. Spjótberinn En hvers vegna það er svona gam- an að leika sumar sýningar svona oft, ég veit eiginlega ekkert út af hverju það er. Það er eitthvað sem ómögulegt er að Iýsa. Eins man ég að það var mjög gaman að vera með í Ríkharði þriðja. Ég var spjótberi og átti þar t.d. eina mjög langa og leiðinlega stöðu og erfiða. Ég þurfti að standa grafkyrr allan tímann í Iangri senu. En samt var þetta alltaf sérlega gaman. Þarna var prýðilegt tækifæri til að fylgjast með þessum vönu og góðu leikurum sem í raun- inni eru alveg botnlausir á hverju sem gengur og alltaf jafn góðir. Það var eins og þeir gætu alltaf komið með nýjan og nýjan tón á hverja sýningu. Þetta voru leikarar eins og Helgi Skúlason, Margrét Guð- mundsdóttir, Kristbjörg Kjeld og fleiri, sem voru að leika í þessari til- teknu senu. Allt frábærir leikarar. Og af svona nokkru er hægt að læra mikið. Það vald sem þetta fólk hafði á texta og öllum uppákomum var ótrúlegt. Þá hugsaði maður margt, steinþegjandi þarna fyrir aftan þau! Fyrir svo utan textann sem er ekkert annað en munnkonfekt, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þetta auðvitað endist manni lengur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.