Alþýðublaðið - 14.04.1987, Page 11

Alþýðublaðið - 14.04.1987, Page 11
Þriðjudagur 14. apríl 1987 11 Jóhann Sigurðardóttir: Umbætur í málefnum aldraðra Mikið verk er fram- undan til að tryggja betur afkomuöryggi og aðbúnað aldraðra. Sérstaklega vil ég þar nefna húsnæðis- og vistunarmál aldraðra, svo og lífeyrismál. Vistunarmál aldraðra Alvarlegt ástand ríkir í vistunar- málum, því nú eru 2500 aldraðir á biðlista eftir vistrými. Það er at- hyglisvert að hér á landi eru vist- rými hlutfallslega fleiri en í ná- grannalöndunum. Má þar nefna að fyrir nokkrum árum var vistrými og íbúðir fyrir aldraða á hverja 1000 íbúa í Danmörku 66.8, Bretlandi 18.5, Svíþjóð 46.9, Noregi 26.9 en á íslandi voru vistrými 84.2 á hverja 1000 íbúa. í þessum löndum hefur verið byggð upp fjölþætt þjónusta fyrir aldraða sjúka í heimahúsum sem minnkað hefur þörfina fyrir vistrými. Þessa leið er nauðsynlegt að fara hér á landi í mun meira mæli en nú er gert. Heimaþjónusta og heimahjúkrun Grundvallaratriðið í aðbúnaði aldraðra á að vera að þeir hafi val á efri árum, og að öldruðum verði eins og kostur er búin aðstaða til að dvelja sem lengst i heimahúsum ef þeir svo óska. Til þess að svo megi vera þarf ríki og sveitarfélög að gera skipulegt átak til að byggja betur upp heimilisþjónustu og heima- hjúkrun sem aldraðir eigi jafnframt kost á sem kvöld-, nætur- og helgar- þjónustu þurfi þeir þess með. Til að raunhæft sé að ætla að hægt verði að koma góðu skipulagi á þessi mál, þá er brýnt að bæta verulega kjör þeirra sem sinna heimahjúkr- un og heimilisþjónustu, en það eru einkum léleg kjör þessa fólks, sem hafa orðið þess valdandi að mikill skortur er á fólki í þessi störf. Ráðamenn geta velt því fyrir sér hvort ekki sé skynsamlegra að bæta kjör þessa fólks, þannig að hægt sé að koma á fjölþættri heimahjúkrun og heimilisþjónustu fyrir aldraða, sem í senn gefur öldruðum val um að dvelja í heimahúsum og dregur úr þörf fyrir dýr vistrými á stofnun- um aldraðra. Einnig er brýnt að gefa öldruðum kost á hentugum íbúðum með hóf- legum kjörum og er það sannfær- ing mín að kaupleiguíbúðir sem við Alþýðuflokksmenn viljum að verði að veruleika komi vel til móts við þarfir aldraðra í þessu efni. Lífeyrir ekki undir lágmarkslaunum Mikið vantar enn á að afkomuör- yggi aldraðra sé tryggt. Enn búa 9000 aldraðir eða 40% 67 ára og eldri við þau kjör að hafa einungis lífeyri almannatrygginga sér til framfærslu. Við jafnaðarmenn viljum breyta þessu og tryggja að lífeyrir aldraðra verði aldrei undir lágmarkslaunum. Margt af þessu fólki býr í leiguhúsnæði þar sem 50—75% af lífeyri þeirra fer í húsa- leigu. Þegar um slíkan lágtekjuhóp er að ræða, sem býr við slíkar hús- næðisaðstæður, verður að huga að þvi hvort ekki sé nauðsynlegt að koma á húsaleigustyrkjum eins og viða er hjá okkar nágrannaþjóðum. 9000 aldraðir utan lífeyrissjóða Margir sem komnir eru á efri ár þekkja vel baráttu Alþýðuflokksins á sínum tima fyrir því að koma á al- mannatryggingalöggjöfinni. Nú viljum við koma á einum lífeyris- sjóði fyrir alla landsmenn, því það er óviðunandi að búa lengur við það óréttlæti sem ríkir í lífeyrismál- um. í dag eru um 6600 konur 67 ára og eldri utan lífeyrissjóða og um 2300 karlar. Heimavinnandi fólk hefur hingað til ekki haft lífeyris- réttindi, en tillaga okkar Alþýðu- flokksmanna um að tryggja heima- vinnandi fólki lífeyrisréttindi var samþykkt nýlega á Alþingi og mun- um við fylgja því fast eftir að hún komist til framkvæmda. Það er líka smánarblettur á okk- ar tryggingalöggjöf að margir aldr- aðir þurfi að búa við það að hafa aðeins frá 3800 til 4500 krónur á mánuði frá Tryggingastofnun ríkis- ins þegar þeir vistast á dvalar- eða hjúkrunarheimilum. Þessu þarf að breyta og tvöfalda þessa upphæð fyrir öryrkja og aldraða sem dvelj- ast á vistheimilum og hjúkrunar- eða sjúkradeildum. Að auki má benda á annað sem þarf að lagfæra. Lífeyrisgreiðslur aldraðra úr lífeyrissjóði — þ.e. þeirra sem dvelja á dvalarheimilum og almennum vistdeildum elliheim- ila — renna í vistgjöld. En þegar aldraðir vistast á sjúkradeildir fá þeir lífeyrisgreiðslurnar óskertar. Það segir sig sjálft að lífeyrir aldraðra kemur þeim að meiri not- um meðan þeir dvelja á dvalar- heimilum en þegar heilsan versnar og þeir þurfa að leggjast á sjúkra- deild. Stjórnmálabaráttan á alþjóða- vísu snýst um það hvernig við ætl- um að leysa þau vandamál sem mannkynið allt stendur frammi fyr- ir. Hún snýst um það hvort við vilj- um hungur eða hagsæld, öryggi eða misrétti, strið eða frið. Auðvitað viljum við öll að friður ríki og að sjálfsögð mannréttindi svo sem lýðræði og öryggi allra séu tryggð en hvernig getum við náð þessum markmiðum? Valið stendur á milli þriggja meg- inkosta, en þeir eru: kommúnismi, kapítalismi og jafnaðarstefnan. Margir menn létu á sínum tíma blekkjast af fagurgala þeirra sem ákafast boðuðu kommúnismann — en þeir urðu fyrir sárum vonbrigð- um. í skjóli þess að ríkið og öreig- arnir væru eitt, börðust kommún- Aldraðir fái eins og aðrir ekkju- og ekkilsbœtur Ýmislegt fleira má nefna sem Iag- færa þarf í tryggingarlöggjöfinni. Vil ég nefna þar tvö mál, sem Al- þýðuflokkurinn hefur lagt frarn frumvörp um á Alþingi. í fyrsta lagi að heimilisuppbót til aldraðra skerðist ekki þó börn und- ir 18 ára séu á heimilinu, eins og nú er. í öðru lagi að aldraðir fái ekkju- istar fyrir einokun ríkisins á efna- hagsstarfseminni allri. Um leið börðust þeir fyrir sömu einokun á efnahagslegu og pólitísku valdi. Þjóðfélög sem byggja á þessari stefnu samrýmast ekki Iýðræði og frelsi og geta aldrei gert, því þeim er haldið saman með valdbeitingu. Þau eru hættuleg heimsfriðnum einfaldlega vegna þess að þau byggja á ofbeldi og mannréttindi eru þar fótum troðin. Þeim hefur líka mistekist hrapalega að leysa efnahagsvandann. Alþýðubandalagið er fast í þess- ari hugmynd um að miðstýra fólki. Hugmynd sem er í hrópandi ósam- ræmi við stefnu jafnaðarmanna. Frjálshyggjumenn og íhalds- menn sem löngum hafa myndað og ekkilsbætur þegar maki fellur frá. Það er aldeilis fráleitt, eins og nú er, að aldraðir séu þeir einu sem ekki fái þessar bætur, sem eru um 50 þúsund krónur við fráfall maka, og til viðbótar 70 þúsund krónur ef börn eru á framfæri. Hér er um að ræða mikið misrétti í tryggingar- löggjöfinni. Markmið trygginga- kerfisins er fyrst og fremst jöfnun lífskjara, einkum að tryggja öryggi þeirra sem höllum fæti standa. Skyldur þess eru ekki síst að veita öldruðum afkomuöryggi. Með þetta markmið tryggingakerfisins í huga er fráleitt að synja öldruðum um ekkju- og ekkilsbætur. Þessar bætur eru veittar óháð tekjum. Tekjujöfnun tryggingakerfisins með ekkils- og ekkjubótum getur því birst í þeirri mynd að hátekju- maðurinn með 100 þúsund krónur í launatekjur á mánuði getur fengið úr tryggingakerfinu allt að 120 þús- und krónur við fráfall maka en elli- lífeyrisþeginn, sem einungis hefur sér til framfærslu lífeyri almanna- trygginga, fær aftur á móti engar ekkju- eða ekkilsbætur við lát maka. Hlutastörf fyrir aldraða í atvinnumálum aldraðra er nauðsynlegt að aldraðir hafi val um það sjálfir hvenær þeir hætta störf- , kosningabandalagið Sjálfstæðis- flokk, eiga það yfirleitt sameigin- legt að telja markaðskerfið hina einu réttu lausn á skipulagi og framkvæmd efnahagsmála. Mark- aðurinn á einn að ráða framleiðslu og dreifingu lífsgæðanna en vel- ferðarkerfi mega hvergi koma þar nærri. Þessir boðberar auðhyggj- unnar hatast út í hvers konar velferð á þeirri forsendu að hún eyðileggi virkni markaðarins. Þeir boða „báknið burt“ því ríkið sé svo dýrt í rekstri og auki því skattheimtuna. Þar af leiðandi hljóti að draga úr hagvexti. Þetta er rangt. Ég leyfi mér að taka dæmi máli mínu til stuðnings. Umsvif ríkisins eru oftast mæld ,sem hlutfall ríkisútgjalda af þjóð- artekjum. í velferðarríkjunum Noregi og Svíþjóð, þar' sem stefna jafnaðarmanna hefur fengið að ráða ferðinni, er þetta hlutfall einna hæst í heiminum. í Noregi er það yfir 50 af hundraði en um 60 af hundraði í Svíþjóð. Og hvernig hefur nú farið um um á vinnumarkaðnum. í því sam- bandi er brýnt að skipuleggja hluta- störf á vinnumarkaðnum fyrir þá sem vilja minnka við sig vinnu. Einnig er brýnt að skipuleggja verk- og endurmenntun fyrir fullorðna til að gefa öllum tækifæri til að takast á við ný og breytt störf á vinnu- markaðnum ekki síst með tilliti til tæknivæðingar í atvinnulífinu. Sköpum öldruðum skilyrði til að lifa sitt œvikvöld með fullri reisn Fyrir tveim árum var samþykkt á Alþingi tillaga sem Alþýðuflokkur- inn hafði frumkvæði að um um- bætur í málefnum aldraðra. Ríkis- stjórninni var falið að gera heildar- áætlun um skipulegt átak og for- gangsverkefni í hagsmunamálum aldraðra á næstu árum, sem tryggi betur en nú er félagslegt öryggi og fjárhagsafkomu aldraðra, sem og húsnæði, aðstöðu og atvinnu við hæfi aldraðra sem þess óska. Alþýðuflokkurinn mun fylgja þessu máli fast eftir. Aðbúnaður og kjör aldraðra eiga að vera með þeim hætti að aldraðir geti lifað sitt ævi- kvöld með fullri reisn. Það á að vera okkur metnaðarmál að búa þannig að öldruðum, sem skilað hafa sínu dagsverki, að þeir þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir ellinni eða vera í óvissu um afkomuöryggi. hagvöxtinn í þessum löndum? Staðreyndin er sú að hann hefur á síðustu áratugum verið þar meiri en í draumalandinu Ameríku þar sem kapítalisminn á hvað sterkust ítök. En það er ekki aðalatriðið, heldur að í þessum löndum er jöfn- uður efnislegra gæða hvað mestur, launakjör hvað best, velferðarþjón- ustan rausnarlegust og friður á vinnumarkaðinum betri en þekkist víðast hvar annars staðar. Kostir markaðarins hafa ekki beðið hnekki í Svíþjóð, hvers vegna ættu þeir þá að gera það á íslandi? Þessir menn ganga með sömu meinloku og kommúnistar, hún snýr bara öðruvísi. Kommúnistar sjá kapítalista í hverjum þeim sem leyfir sér að and- mæla þeim. Kapítalistar kalla alla gagnrýn- endur sína kommúnista. Hvorugur sér hinn gullna meðalveg. Þetta er nú ekki svo flókið. Við þurfum bæði kosti markaðar og ríkis. Það er nefnilega þannig að heilum þjóðum verður ekki stjórn- að eftir einu nöktu lögmáli. Maður- inn er ekki ein fruma með eina Iífs- skoðun. Við erum mismunandi og þess vegna þarf þjóðfélag að laga sig að þörfum hvers og eins svo allir geti notið sín jafnt og skilað vinnu- framlagi í samræmi við getu sína. Það er þess vegna sem við jafnað- armenn berjumst fyrir velferð fólksins, þeirri velferð sem tryggir réttmæta hlutdeild launafólks í þjóðartekjum og samráð stétta um þjóðfélagsbreytingar og markvissar framfarir. Þeirri velferð sem veitir einstaklingnum félagslegt réttlæti, Iifskjaratryggingar og öryggi í hús- næðismálum. Jöfn skipting efnislegra gæða Framh. á bls. 12 . . . í þessum löndum er jöfnuður efnislegra gœða hvað mestur, launakjör hvað best, velferðar- þjónustan rausnarlegust og friður á vinnumarkaði betri en þekkist víðast hvar annars staðar. María Kjartansdóttir, formaður Sambands ungra jafnaðarmanna, skrifar: Þrír valkostir Það er svo kyndugt að í stjórnmálabaráttu nútímans heyrist æ sjaldnar minnst á grund- vallarviðhorf í stjórnmálum. Einkum í kosn- ingabaráttu eru flestir þeir sem um stjórnmál tala eða rita, yfirleitt svo uppteknir af því að útlista skoðanir sínar á lausn ýmissa stund- legra viðfangsefna, að grundvallaratriðin hverfa í skuggann. Engu að síður hljóta grundvallarsjónarmið í stjórnmálum að ráða miklu um það hvaða flokk fólk velur að styðja með atkvæði sínu. Um slík grundvall- arsjónarmið fjallar María Kjartansdóttir, for- maður Sambands ungra jafnaðarmanna, í þessari grein um þrjár meginstefnur í stjórn- málum. Alþýðubandalagið er fast íþessari hugmynd um að miðstýra fólki. Hugmynd sem er í hrópandi ósam- rœmi við stefnu jafnaðarmanna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.