Alþýðublaðið - 14.04.1987, Side 21
Þriðjudagur 14. apríl 1987
21
er a.m.k. mín skýring."
Ólafur myndaði síðan stjórn
Framsóknar, Alþýðuflokks og Al-
þýðubandalags. Kjartan var gerður
að sjávarútvegsráðherra í þessari
ríkisstjórn. Þarna var Kjartan orð-
inn ráðherra áður en hann hafði
sest á þing.
„Þetta var erfiður tími. Það voru
mjög mikil átök innan ríkisstjórn-
arinn, erfitt ástand í efnahagsmál-
um og líka verulegir reipdrættir og
óróleiki innan Alþýðuflokksins. við
vorum áhugasöm um að ná okkar
málum fram, en Alþýðubandalagið
og Framsóknarflokkurinn voru
það ekki að sama skapi. Þess vegna
tókst ekki að standa við það sem við
vildum gera, þær breytingar sem
við töldum nauðsynlegar.
Stundum þegar ég horfi til baka
þá finnst mér það merkilegt, að
hlutir sem maður var að tala um
fyrr koma til framkvæmda fjórum
til átta árum seinna. Þá fyrst eru
hinir búnir að átta sig á nauðsyn
þess að gera það sem þarf að gera.
Það hefur einmitt átt við margt af
því sem við vorum að berjast fyrir
1978.“
Þetta ríkisstjórnarsamstarf gekk
ekki sem skyldi. Alþýðuflokkurinn
gekk út úr stjórninni 1979. Flokk-
urinn var harðlega gagnrýndur fyr-
ir og meðal annars sakaður um
ábyrgðarleysi:
„Við komumst að þeirri niður-
stöðu að við myndum ekki fá fram-
gegnt okkar málum. Það sýnist
auðvitað sitt hverjum um stóra at-
burði sem gerast í pólitíkinni og
jafnvel þó þeir séu smærri. Stað-
reyndin er sú að árangri höfðum við
ekki náð miðað við þann kosninga-
sigur sem við höfðum unnið. Það
virtist einnig svo að þeir sem voru
með okkur í ríkisstjórn höfðu ekki
áhuga á því að við næðum fram
þessum stefnumálum og höfðu
ekki skilning á þeim.
Að hinu leytinu er maður þó
reynslunni ríkari og veit meira um
stjórnmálin núna. Það verður æv-
inlega álitamál, hvort við gerðum
rétt í þessum efnum. En, það að við
gerðum þetta á þessum tíma var
auðvitað vegna þess að við vildum
hvorki svíkja sjálfa okkur né kjós-
endur. Við tókum sjálfa okkur
mjög alvarlega um að ná árangri.
Það tel ég reyndar að Alþýðuflokk-
urinn geri kannski öðrum flokkum
fremur.“
Sem fyrr segir var Kjartan orðinn
ráðherra áður en hann settist á
þing: „Ég var nú ekki þingreyndari
en svo að þegar ég ætlaði að fara að
taka til máls grípa inn í umræður,
þá áttaði ég mig á því að ég hafði
ekkert kynnt mér hvaða aðferð
menn notuðu við að biðja um orð-
ið, svo ég fór til Benedikts Gröndal
og spurði ráða. Þá var það svo ein-
falt að banka í borðið.“
Að segja nei við nýjum
fiskiskipum
Á þessum tíma hafði átt sér stað
mjög hröð uppbygging í fiskiskipa-
flotanum og eitt af erfiðustu mál-
um Kjartans sem sjávarútvegsráð-
herra, var að staldra við og segja nei
við óskum víða að um að fá ný
fiskiskip:
„Ég lenti í miklum slag út af
þessu. Grundvallarforsendan hjá
mér var mjög einföld: Það var verið
að skammta fiskveiðar á þeim tíma.
Það var skrapdagakerfi og menn
urðu að hætta á vertíð of snemma,
og þar fram eftir götunum. Fyrir
því gat ekki verið nema ein skýring,
að fiskiskipastóllinn var orðinn það
stór að hann hefði meiri afköst en
við gátum tekið úr fiskistofnunum.
Þá gat ekki verið nein skynsemi í
því að vera að bæta við skipastól-
inn. Frekar að reyna að leita jafn-
vægis milli stærðar skipastólsins og
afraksturs fiskistofnanna, og hann
mætti þá frekai* minnka eitthvað
frekar en stækka, miðað við að-
stæður.“
Kjartan lenti meðal annars í
hörðum slag við Lúvík Jósepsson
fyrrverandi sjávarútvegsráðherra út
af þessu, og bardagi þeirra út af
togara í Neskaupstað er löngu
frægur. „Mér tókst að vísu ekki að
stöðva þá algjörlega, en tafði a.m.k.
heilmikið fyrir,“ segir Kjartan og
brosir. „Síðan gerist það, þegar
Steingrímur Hermannsson varð
sjávarútvegsráðherra að hann
að ekki sé hægt að leyfa frjálsan
flutning á veiðileyfum, eða kvóta,
út af svæðum. Það verða að vera
takmarkanir á því. Þetta eru t.d.
agnúar sem verður að taka á ef
menn ætla að verða með þetta
kvótakerfi áfram.“
Kjartan telur að ekki megi ein-
blína eingöngu á fiskveiðistefnuna
varðandi sjávarútveginn. Hann tel-
ur að nauðsynlegar endurbætur
þurfi að gera í markaðsmálunum:
„Ég er þeirrar skoðunar að það eigi
að hleypa fleirum að í sölustörfin á
erlendum vettvangi til þess að auka
fjölbreytni. Þetta hefur verið bund-
ið við of fá fyrirtæki og nauðsyn-
legt er að auka frjálsræðið í þessum
efnum svo við fáum meira fyrir
fiskinn. Ég er ekki að tala um að
það sé nauðsynlegt að sleppa þessu
öllu lausu á einu bretti, — það væri
■ e.t.v. of glannaleg aðgerð, en menn
geti fikrað sig áfram í þessa átt.
Hleypt fleirum að og séð hvaða
árangur það ber, og aukið það
frjálsræði eftir því sem reynslan
kennir okkur.
— Er stærð fisksölufyrirtækj-
anna í Bandaríkjunum e.t.v. mein-
semd í okkar markaðsmálum fyrir
sjávarafurðir. Má kannski segja að
stærð þeirra og yfirbygging aftri
eðlilegri þróun?
Sölufyrirtœki í
Bandaríkjunum
„Það er auðvitað alltaf tilhneig-
ing hjá fyrirtækjum og stofnunum,
að gerast íhaldssamar og það getur
vel verið að þeirrar tilhneigingar
gæti hjá þessum sölufyrirtækjum
okkar í Bandaríkjunum. Ég tel hins
vegar að þau fyrirtæki sem við höf-
um í Bandaríkjunum hafi mikla
möguleika til þess að bjarga sér á
öðrum fiski en íslenskum, þegar
þannig stendur á hvað varðar alla
fiskréttaframleiðslu og annað því
um líkt. Ég veit reyndar að þau gera
það í einhverjum mæli. En að því er
varðar sölu á flökum, hafa þau lagt
ríka áherslu á að vera með samn-
inga við stórar keðjur. Það er auð-
veldur samningamáti, þægilegra
sölustarf að selja mikið í einu á
sama stað. Ég held hins vegar að
það hafi dregið úr fjölbreytninni í
framleiðslunni, og ef menn legðu
meira á sig um að nálgast neytand-
ann og tækju þá fyrirhöfn sem því
fylgir í sölustarfi, þá gætu menn
fengið meira fyrir vöruna.
En þaðsem ég er að tala um í
þessum efnum er líka út af öðrum
fisktegundum og öðrum verkunar-
aðferðum sem menn hafa ekki til-
einkað sér hérna nema í takmörk-
uðum mæli.“
Kjartan segir að einnig þurfi að
sinna Evrópumarkaðnum, sem ver-
ið hefur í mikilli sókn undanfarið.
„Mér finnst að menn þurfi að hafa
meiri vara á sér og gæta sín betur en
við höfum gert. Eg hef t.d. í mörg ár
varað við því, hvaða stefnu Efna-
hagsbandalagið væri að taka upp
með ýmsa tolla. “
— En má búast við því að hlustað
sé á okkur á þeim vettvangi, frekar
en frændur okkar Norðmenn hafa
daufheyrst, þegar við gagnrýnum
hinar ýmsu niðurgreiðslur þeirra
sem skaða okkur á samkeppnis-
mörkuðum?
Fríverslun á unnum
fiskafurðum
„Mér finnst að yfirleitt sé gott að
tala máli íslands, og mér finnst yfir-
leitt að við njótum þó nokkuð mik-
ils skilnings. En það eru náttúrlega
miklir hagsmunir í húfi hjá Norð-
mönnum líka og um leið og menn
fara að takast á um peninga, þá
verða það raunveruleg átök.“
Kjartan hefur ákveðna skoðun á
því hvernig á að vinna að þessum
málum:
„Ég tel að við eigum að nota okk-
ur EFTA, það er að segja þau frí-
verslunarsamtök sem Noregur, ís-
land, Austurríki og Sviss og Sví-
þjóð eru í, og vinna þar fylgi við
það, að tekin verði upp fríverslun á
unnum fiskafurðum. Þetta mál er
reyndar komið það áleiðis, að kóm-
inn er starfshópur í málið að frum-
kvæði íslendinga. Það er sem sagt
verið að skoða þennan möguleika.
Það þarf að vinna að þessu bæði
faglega og pólitískt. Mín skoðun er
sú að ef við náum þessu fram innan
EFTA, þá höfum við langtum betri
Á menntaskólaárunum IMRvarKjartan m.a. for- Kjartan að skýra út fyrstu kosningaspána hér á
seti Málfundafélagsins Framtiðarinnar. landi sem gerð var með aðstoð tölvu. Spáin var
gerö fyrir ríkisútvarpió.
hleypti inn mörgum skipum til við-
bótar. Afleiðingin af því varð svo
einfaldlega, það sem við mátti bú-
ast, að við urðum að fara út í alveg
hrikalegt skömmtunarkerfi, með
kvótafyrirkomulagi. En ég tel að
kvótakerfið sé fyrst og fremst af-
leiðing þeirrar miklu aukningar
skipastólsins sem átti sér stað á
sjávarútvegsráðherratíð Stein-
gríms. Þetta er gífurleg sóun á fjár-
munum þjóðarinnar og mér þykir
sorglegt að svo skyldi fara. Halldór
Ásgrímsson hefur hins vegar verið
nær minni stefnu. Hann hefur
staldrað við varðandi stækkun
skipastólsins. Hitt er auðvitað aug-
ljóst, í mínum huga, að núverandi
kvótakerfi getur ekki staðið óbreytt
áfram. Menn þurfa að leita þar
nýrra leiða, reyndar höfum við
þingmenn Alþýðuflokksins tvisvar
sinnum á síðustu þingum flutt til-
lögur um að settur verði niður
starfshópur á vegum ráðuneytisins
og þeirra sem í greininni starfa til að
skoða þetta mál miklu vandlegar og
leyta skynsamlegri leiða í stjórn. Ég
Iæt mig auðvitað dreyma um það að
við getum tekið upp veiðileyfakerfi,
sem feli í sér einungis það, að menn
hafi leyfi til að sækja í ákveðna
fiskistofna með svo og svo stóru
skipi ákveðinn fjölda daga á ári.
Þetta mundi hafa þær afleiðingar
að fiskiskipastólinn mundi laga sig
að hæfilegri stærð. Þetta væri eins
konar sóknartakmörkunaraðferð.
Agnúar kvótakerfis
Eins og hlutirnir standa núna, og
meðan að meirihluti þeirra sem
starfa í sjávarútveginum hafa sam-
þykkt kvótakerfið, þá verða menn
eflaust að endurnýja og bæta
kvótakerfið. Vinna út frá þeirri
hugmynd sem menn eru með núna.
En þá er einnig margt sem kemur til
greina: í fyrsta lagi er náttúrlega
mjög óeðlilegt að kvótinn sé bund-
inn við skip, sem þýðir það að fúa-
dallar rjúka upp í verði, upp fyrir
allt velsæmi. Þannig að þarna þarf
að höggva á milli. í öðru lagi er
ákveðin hætta á því að byggðarlög
geti lagst í eyði vegna þess að skipin
fara út af svæðinu. Ég upplifi þetta
mjög grimmt á Suðurnesjum og tel
í Evrópuráöinu fékk Kjartan samþykkta tillögu
um bann við að kjarnorkuúrgangi sé fleygt i
hafið.
Þessi tvö áttu bæöieftirað verðaalþingismenn.
Myndin er tekin 1959, af þeim Kjartani og Guð-
rúnu Helgadóttur.
Kjartan ásamt Willy Brandt hjá Alþjóðasam-
bandi jafnaðarmanna.
Kjartan ( hjólastólakeppni Sjálfsbjargar árið
1985. — Af einhverjum ástæðum fékkst hann
ekki til að segja i hvaða sæti hann lenti.