Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 6
TÍMINN LAUGARDAGUR 1. júlí 1967 BARNA-TIMINN Elsa G. Vilmundardóttir! STEINASÖFNUN Kæru krakfcar. í seinasta blaði lotfaði ég að segja ykkur frá stemgerfing- um. Steingerfingar eru kallað- ar menjar um dýr og jurtir, sem stunduim finnast í jarðlög- um og lifðu fyrir miörgum þús- undum ára eða jaifnivel millj- ónum ára. Af steingerfingum má margt ráða um sög.u jarð arinnar og sögu lífsins, en það yrði of langt mál að fara nánar út í iþá sálma hér. í íslenzku bergi finnast á nok'krum stöðum steingerfing- ar. í blágrýtisfjöllunum eru sums staðar kolalög, sem kall- ast surtarbrandur og voru þau notuð til eldsneytis í gamla daga. Kol eru leyifar íörnra skóga, sem Ihafa hlaðizt ofan á. Stundum finnast blaðför og leyfar af trjáistofnum og þess háttar í surtarbrandslögunum. Oft er hægt að segja til um af hvaða trjátegund þessar jurtaleyfar eru. Til dæmiis eru í surtarbrandslögunum viða steingerfingar af trjám, sem nií vaxa á miklu suðlægari stöðum á ihnettinum og mundu ekki geta vaxið hér nú vegna þess að hér er oif kalt fyrár þau. Kunnustu fundarstaðir steingerfinga í surtarbrandi eru í Barðastrandasýslu í Surt arbrandsgili hjá Brjánslæk á Barðaströnd og í Þórislhlíðar- fjalli í Selárdal. Sums staðar finnast leyfar skelja, kuðunga og annarra sjávardýra í setlögum. Fræg- astur slíkra staða er Tjörnesið vestanvert, en sjávardýraleyfar finnast víðar á landinu, til dæmis í Reykjavík, í Possvogs- bö'kkum og við Elliðaárn-ar. í grein, sem heitir Um íslenzika steingerfinga í bókinni Nátt- úra íslands er rakið ýtarlega hvar steingerfingar finnast og margt fleira um þá og vísa ég þeim sem vilja fræðast meira um þetta til þeirrar greinar. í bókinni er einnig að finna marglháttaðan annan fróðieik um niáttúru íslands eins og ég hef minnzt á áður. Steinar eru notaðir á marg- víslegan hátt, ýmist í sinni • uppruiialegi|ji>j|r |gg$id eða breyttri. Þeir eru höggnir í hæfilega stór stykki og hlað- in úr þeim hús, þótt við þekkj um líitdð til 'þess hér á íslandi. Einnig eru þeir sagaðir niður í plötur sem síðan eru slípað- ar og límdar á veggi og góltf og einnig notaðar í legsteina. Við notum steina mikið sem byggingaretfni þótt við hlöðum ekki úr þeiim hús, því að þeir eru aðalefnið í steinsteypu, sem flest hús hér eru bvssð úr. Steinar eru einnig notaðir í skiartgripi. Þá eru vaidir iall- egustu og hörðustu steinarnir og þeir fágaðir og lagaðir til og greyptir í guill, sálifur eða platínu. Dýrastur allra steina er demant. Hann er líka harð- asta efni sem þekkist. Steinar eru notaðir til skrauts á fleiri vegu en sem sbartgripir. Til dæmis eru steinar iímdir þétt saman á smáa eða stóra fleti og búnar þannig til alls kon- ar myndir og mynstur. Slíkar steinmyndir eru kallaðar mosaik. Þið getið sjálf búið til ýmis- t úr steinumj sem þið satfn ið, ef þið hafið áihuga á því og eruð lagtæk og hugbvæm. Til dæmis getið þið búið til næl- ur úr fallegum steinum á þann hátt að líma papipaepjald, sem er heldur minna um sig en steinninn, sem þið ætlið að nota á aðra hlið hans og þræð- ið áður hæfilegia stóra öryggis- næiu upp á spjaldið. Steina má einnig líma á litla tré kassa, til dæmis vindlakassa, á líkan hátt og skeljar og kuð- unga. Einnig má líma steina á tréspjöld og gera þannig rnyndir til þess að hengja á veggi. Heppilegustu steinar til föndurs eru fremur smáir og fágaðir og oft flatir, en auðvit að getið þið notað hvaða steina sem er ef stærð þeirra, lögun og litur hentar vk'kur. Ég hefi nú gefið ykkur dálít- ið yfirlit yfir helztu steina- tegundir sem finnast á íslandi og leiðbeint ykkur með steina söfnun og bvernig þið eigið að geyma steinasatfnið og auk þess hefi ég nefnt nokkra hluti sem þið getið búið til úr stein um. Ég hef skrifað ykkur í fjórum Barna-Tímum og nú langar mig tiil þesis að vita, hvort þið hafið lesið það sem ég hef verið að skrifa og hvort þið 'hafiið skilið það og hvort .þið hafið byrjað að safna. Svo er kannski eitthvað í sambandi við steinasöfnun, sem ég hef ekki skrifað um, en bið vild- uð gjarnan vita. Ef ykkur ligg- ur eitthvað á hjarta skuluð þið skrifa BarnaTímanum og ég skal reyna að svara spurn- . ingum ykkar. Það gæti verið fróðlegt og skemmtilegt fyrir börn, sem eru að safna steinum að hafa samband hvert við annað og jafnvel hatfa steinaskipti, því að það fer mikið eftir lands- hlutum hvaða steina þar er að finna. Þið getið auglýst eftir samiböndum við aðra steina- safnara í Barna-Tímanum. Ef þið verðið dugleg að safna, verður ef til vi'll hægt að halda sýningu á steinasöfnum og miunum, sem þið 'hafið gert úr steinum, í haust eða vetur og einnig að veita þeim börnuan verðlaun, sem duglegust eru að safna eða búa til muni. Þetta getur orðið mjög spennandi ef margir verða með. Ég vil taka það fram, ef einlhver er í vafa að steinasöfnun er jafn skemmtiilegt viðfangsefhi fyrir stúlkur og drengi. Svo vonast ég til þess að fá bréf frá yifckur sem fyrst og ósba ykkur góðs gengis í steina söfnuninni. Verið þið blessuð og sæl. Elsa. Kæru krakkar! Nú fer Barna-Tíminn í sum- arfrí, þangað til í haust. Ég þakka ykkur kærlega fyrir öll skemmtilegu bréfin og rnynd- irnar, og vonast til að heyra frá ykkur öllum aftur, þegar haustar. Verið þið blessuð og sæl. Ykkar Kristín. Dregið hefur verið í Ferða- happdrætti B-listans. Eftirtalin númer hlutu vinning. Til Mallorca: 25608 - 4630 11715 - 19442 - 1756 - 12007 - 5591 4334 • 7249 - 6230 16047 - 15040 - 21125 - 9744 - 4266 26901 - 24655 - 21264 - 19233 - 21892. Á heimssýninguna: 25082 - 29706 - 9533 - 31280 26962. Á Edinborgarhátíðina: 27253 - 19249 - 27468 - 20127 - 22954 - 26644 - 17213 - 5926 - 18095 - 18215 - 2062 - 10234 - 5482 • 27324 27325 - 27037 - 21502 - 25989 - 28725 - 821. London - Amsterdam - Kaup- mannahöfn: 26699 - 29443 - 29394 ■ 18503 24809. (Birt án ábyrgðar) Hvolpur í óskilum Svartflekkóttur hvolpur er í óskilum í Hrísum í Flóka- dal. SímstöS Reykholt. HÖGNI JÖNSSON Lcqfræði 0g fasteignastofa Bergstaðastrætj 4. Sími 13036 Heima 17739. T.niM FERÐAFÓLK Sé yður einhvers vant við komu yðar til Akureyrar, viljum vér benda yður á, að í miðbænum starfrækjum vér: Hótel — Matstofu — Kjötbúð —- Apotek — Nýlenduvöru- deild — Járn- og glervörudeild — Herradeild — Vefnaðar- vörudeild — Skódeild — Brauðbúð. , Aðeins fá fótmál milli þessara staða. KAUPFÉLAG EYFIRÐINGA, AKUREYRI Sími (96) 21400. Ferðaskrifstofan Lönd og Lcið- : gestum til miðdegisverðar um ir bauð blaðamönnum og fleiri | borð í skemmtiferðaskipinu Reg- ________________________________I ina Maris í gær. Var þar m. a tilkynnt um breytingar á ferða- áætlun skipsins til Miðjarðarhafs landa 23. september. Vegna ófrið arástandsins fyrir botni Miðjarð arhafs hefur verið ákveðið að sleppa úr för til Beiriit en í stað þess komið til Dublin Messina, Palma og London. Styttist ferðin um 5 daga, verður 22ja daga ferð og lækka fargjöldin um 5—6 þús. krónur. Óíýrasta far verður kr. 17.920— Myndin er tekin við barinn í Regina Maris í hádeginu í gær. Veiðileyfi Enn eru lausir 4—5 stangveiðidagar í Svartá og Blöndu. Upplýsingar hja Má Péturssyni, sími 22531 og Pétri Péturssyni/ Höilustöðum, sími um BólstaðarhlíS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.