Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 8
a
LAUGARDAGUR 1. júlí 1»G7
TIMINN
Gúmmívinnustofan h.f.
Skipholti 35 - Símar 31055 og 30688
: einkum Gunnar Bjarnason. sem
teiknað hefur búninga og leik-
myndir, og Benedi'kt Árnason, sem
er leibstjóri eiga svo mikið í þessu
verki, eins og það birtist oktour
á sviðinu, að varla sæmir annað
en telja þá meðal höfunda þess.
Vaflalítið, hafa ungir, íslenzkir
leiklistarmenn fengið þarna frjáls
asta og mesta tækifæri sitt á ís-
lenzku leiksviði á síðari áruni,
tækifæri til þess að brjóitast í
gegn með þá margslungnu, tákn
iþrungnu veröld, sem á síðustu ára
tugum hefur birzt með umbrotum
í þeim erlendum leikhúsum, sem
tekið hafa mestum hamskiptum.
En rekjum nú lítillega hvern
þátt Horniakóratsins fyrir sig. Ber
þá fyrst að nefna leikritið sjálft,
sem vera mun að mestu verk Odds
Björnssonar. Oddur er vafalítið
kunnáttumestur ungra leikskálda
okkar, og hin stuttu leikrit hans
hafa verið athygli verð fyrir
margar sakir, einkum þó vegma
nýrrar sýnar til leiksviðsins og
leikendanna. í þessum leikritum
er margt haglega unnið og ýmsir
hniðtar hins hefðbundna leikfionms
á okkar þrönga sviði leystir, en
þó er sem vanti í öil þessi verk
einhverja dýpt, sterkari lífsvitund,
sánari reynslu, beittari skilning, ó-
vægnari stungur, meira vit og
skáldlegri tiifþriif. Það er sem
höfundur sé fundvís á mótiv, ytri
umgerð — leikefnin, en bresti
skáldlégan styrk, kyngi og óhlífni
til nýrrar sköpunar.
Þessi einkenni eru mjög skýr
í orðtexta Hornakóralsins. Hug
myndin um að láta nútíðina líta
framan í sjálfa sig í spegli Galdria
Lofts og reyna að sýna hvernig
gömul kyngi endurfæðist í nýjum
teiknum, hvemig stórbrotin tækni
og hugvit er jafnófært sem galdrar
fyrri tíma að leysa mannskepnuna
undan valdi djöfulsins, en hvöt
ihenmar jafnsterk til þess að losna
úr þeim viðjum á þann veg að ná
tökum á kölska og gera hann sér
undirgefinn.
En hugmyndin, sem virðist vaka
fyrir höfundi kemst aldrei út úr
þokunni. Galdra-Loftur geimaldar
er harla vanburða, reibul og dauf
greind persónia. Eldglæringarnar
umhverfis hann eru fjörlegar, en
aldrei kviknar neisti í honum sjálf
um. Hann er andlaus. Þetta er sá
baggi leiksins, sem aldrei tekst að
lyfta. Leikbrögð, leiktækni, sviðs
búnaður og margvíslegir effektar
nútíma leiksviðs eru miklir áhrifa
valdar, en sú staðreynd er samt
óræk, og sjónleikur stendur og fell
ur með skáldskap, viti, kimni og
orðfæri leiktextans.
Á sama hátt og textinn bregzt
'hlutverki sínu þegar mest reynir
á, bregzt persónugerðin einnig.
Það er sem höfundur geri sér
alls ekki ljóst, hvers konar fólk
hann vill setja í hlutverkin, eða
þarf í þau!
Um tónlist Leifs Þórarinsson-
ar á ég bágt að dænna, en mér
féll hún vel í geð. Hún var létt,
töluvert nýstárleg og sjálfstæð, en
stóð þó ætíð á grunni, sem maður
þekkti. Hún var stílhrein og vel
háttbundin þrátt fyrir hrjúfa
glettni og spretti, og hélt sig
býsna fast að hefð, sem myndazt
hefur í fábrotnum, íslenzkum revíu
leik. Heyrt hef ég gegna og góða
leikhúsggsti segja, að tónlistin sé
bezti þátturinn, sem Hornakórall-
inn sé undinn úr. Ég kem þvi á
framfæri og gæti vel trúað að
sannmæli vgari.
Vísur Rristjáns Árpasonar eru
margar hverjar laglega gerðar, og
klinkið í þeim er hressilegt, hæfi
lega afkáralegt, en einhvern veg-
Þóra Friðriksdóttir
inn er hagmælskan á afturfótum,
stefin virðast eiga að vera rímuð
eða hálfrímuð, en þó oftast of-
rímuð eða vanrímuð. Hljóðstafa-
klessumar reka manni hnefa eins
og víxl í hesti. Áugljóst er bæði
af vísunum og öllu æði þessa leik
verks, að heimsádeilan er höfund
um ofarlega í hugia, háð um fá-
nýtisfólk samtímans og glyssálir
gervilífsins, sem setur mark sitt
á tímann.
Ef til viil er það engin dauða-
synd að ætla, að kjarni verksins
og einfaldasta erindi sé ofurlitil
kmifning á þeim dansi, er uippihefst
með einiangraðri smáþjóð, sem all<t
í einu fær heiminn í fangið — það
er að segja okkur sjálfum á síð-
ustu þrjátíu ánmum eða svo, dá-
lítið upp glennt sjálflýsing á leik-
okkar með klinkið — klink hinn-
ar gömlu merkingar, og mottóið sé
raunar síðasta ljóðlínan í söng
Djöfsa, „sá gamli er kominn, nú
geysist allt af sfað.“
Leikstjórn þessara sundurleitu
skælinga hefur ekki verið neinn
hægðarleikur, svo reikult sem ráð
textans er. Það hefur á engan hátt
blasað beint við, hvernig setja
skuli á sviðið eða aga leikendur.
Þess vegna er réttmætt að nefma
leikstjórann til höfunda leiksins,
enda virðist auðsætt, að leikurinn
hafi mótazt í ýmsum atriðum í
sviðsetningunni, en vera má að
höfundar tals og tóna hafi verið
þar mjög með í ráðum. Benedikt
Árnasyni tekst margt mjög vel.
í stjórn hans kemur víða fram
djörfung og skemmtileg hug-
kvæmni, næms háðis'kyn og ósvik-
in viðleitni til þess að skýra til-
gang verksins. En það er ekki
hægt að ætliast til, að honum takist
að gera úr þessu frymi fasta heild.
Um leibtjöld Gunnars Bjarnason
ar er það að segja, að þau eru
mjög gott höfundarverk. Þar er
einnig leitazt við að brjóta til
mergjar og kalla fnam sterkari á-
hrif. Þetta tekst oftast mjög vel.
Gunnar Bjarnason er í senn næm-
ur og skilríkur leiktjaldahöfundur
sem metur jafnt trúmennsku við
leikverkið og rétt sinn og skyldu
til sköpunar. Haett er við, að
Homakórallinn hefði orðið litfölt
verk á sýningu, ef ekki hefði not
ið við þeirra Benedikts og Gunn-
ars.
Róbert Amfinnsson
Um leikendurnia skal fátt citt
sagt hér. Þó er þar ýmislegt frá
er meistaralegur í gervi Djöfsa,
og sú mynd, sem hann bregður upp
af honum harla íslenzk. Svip-
breytingamar em oft forkostuleg
ar á mótum illsku, yfirgamgs og
stráksskapar. Og þessi Djöfsi er á-
kaflega mannlegur og heimalegur,
ef svo mætti segja. Vafalaust er
Djöfsi skýrasta persónan frá
hendi höfundar leikritsins, enda
ekki um teljandi nýskðpun að
ræða.
Þóra Friðriksdóttir leikur móð-
ur Lofts, harla lauslegt hlutverk
og lítt skýrt, en henni tekst að
gena úr því mannlega mynd og
hugtæka. Kemur þar mest til
hjálpar hressileg kímni hennar og
lipurð. Framsögn hennar er svo
skýr og falleg, jafnt í tali og söng,
að sérstakt eyrnayndi er. I þess
um efnum ber Þóra af á sviðinu.
Erlingur Gísiaison leikur Loft,
óskiljanlega dauft og andlaust hlut
verk, sem kveður þó ofurlítið að
í byrjun en rennur síðan út í
sandinn og fjarlægist áhuga á-
horfandiams því meir, sem á leik
líður, svo að tunglför hans skiptir
eiginlega engu máli. í gerð þessa
hlutverks er það sem burðarás
þessa leikrits brestur að mínum
dómi.
Dísu leikur Sigríður Þorvalds-
dóttir, álífca vandræðalegt hlut-
verk og Loft en þó hlitanlegra,
enda hvílir ekki á því eins mikill
þumgi. Sigríður leysir það af
hendi með góðum þokka og sam-
vizkusemi, og samleikur þeirra
Þóru og hennar er ágætur og eðli
legur.
Þótt Homakórallinn sé brota-
silfur, er sú sviðstilraun, sem
þarna hefur verið gerð, allrar virð
ingar verð, og þótt hann sé ekki
líklegur til lianglífis í leikhúsheimi
okkar, mun hann vafalítið vera
nýtt og veigamikið þrep i stiga
þeim, sem við erum nú að ganga
og verðum að ganga á leikhúsbraut
okkar, og tilraun þeirna Odds og
Leifs er þakkarverðari en svo, að
við megum láta okkur fátt um
finnast. Og enginn er svikinn um
góða skemmtun, sem horfir á
Hornakóralinn eina kvöldstund.
Hann verður vafalaust sýndur eft
ur í haust og á þá skilið góða að-
sókn. — AK.
Hornakórallinn
Klink-ikómedía
eftir Odd Björnsson, Leif Þór-
arinsson, Kristján Ámason og
Gunnnr Bjamason.
Það hefur dregizt óþarflega
lengi að láta að nokkru getið
liér í blaðinu þessarar athyglis-
verðu nýsmíðar á íslenzku leik-
sviði. Fyxir því eru engar afsak-
anir, nema nefna sikuli þær, að
síðustu vikur hefur leikið laus-
Oddur Bjömsson
um hala í dagblöðum allítækur
homakórall af öðm tagi. Þegar
ungir, áræðnir og nýtízkulegir
höfundar leggja saman í gerð
viðimnikils leikverks, sem sýnt
er með myndarbrag á sviði Þjóð
leikhússins, er engan veginn rétt-
mætt að ganga þegjandi fram hjá
því. Hivað sem segja imiá um þenn
an leik, fer ekki milli mála, að
þar glymjia dagsins hamarshögg,
og íslenzkur leikhúsheimur er þar
i smíðum, hversu sem okkur gezt
að handbragðinu.
Höfundar Htornakóralsins eru að
vísu aðeins til nefndir tveir, þeir
Oddur Bjömsson, sem samið hef-
Leifur Þorarinsson
ur taltexta verksins, og Leifur
Þórarinsson, höfundur tónlistarinn
ar, en bæði Kristján Ámason, sem
sett hefur söngtexta saman, og þó
„SÁ GAMLI ER KOMINN"