Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 1. júlí 1967 TIMINN Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkværadast.ióri: Kristján Benediktsson. Ftitstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson. FuIItrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur i Eddu- húsinu. simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusími 12323 Auglýsingasími 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands — í lausasölu kr 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Surtseyjarráðstefnan tókst mjög vel Ráðstefnan, sem hér var haldin með íslenzkum og erlendum vísindamönnum um vísindarannsóknir í Surts- ey og framhald þeirra, þótti takast mjög vel og er talin hafa mikið gildi fyrir frekari rannsóknir þar bæði jarð- fræðilegar og líffræðilegar. Ráðstefna þessi var haldin að frumkvæði Surtseyjarfélagsins í samvinnu við Amerísku líffræðistofnunina í Bandaríkjunum. Var það Ameríska líffræðistofnunin sem stóð fyrir vali hinna er- lendu vísindamanna og hingað komu heimsfrægir vísinda- menn til að leggja á ráðin með íslenzkum vísindamönn. um. Þarna var einnig prófessor Paul Bauer, sem gefið hefur stórfé ár eftir ár til þessara rannsókna. Það er ljóst, að ef við höldum rétt á þessum málum getur hér orðið um einstakt framlag íslands til vísinda- rannsókna á sviði jarðeðlis- og líffræði. Það, sem hefur verið einna ánægjulegast við rannsóknirnar í Surtsey og kom greinilega fram á Surtseyjarráðstefnunni er hinn góði samstarfsvilji vísindamanna úr hinum ýmsu greinum til að ná sem mestum árangri. Vonandi veitir fjárveitinga- valdið þessum merkilegu rannsóknum í Surtsey verðuga athygli og styður þær eftir föngum. Islenzk alþjóðastofnun í jarðvísindnm í setningarræðu sinni á Surtseyjarráðstetnunni, sagði Steingrímur Hermannsson, íormaður Surtseyjarfélagsins, að vísindamenn islenzkir gerðu sér nu vonir um að í fram- haldi af Surtseyjarráðstefnunm og hino góða samstarfi. sem tekizt nefði með íslenzkuir, og erlendum vísinda- mönnum, gæti orðið um stofnun íslenzkrar alþjóðastofn- unar á sviði jarðfræði, jarðeðlistræði og líffræði að ræða. Hér er iirn athygiisverða hugmynd að ræða, sem vert er að gefa gaum. Rætt hefur verið um að koma upp sérstakri jarðíræði- (<%ld eða náttúrufræðideild við Háskóla íslands. Háskól- inn býr við þröngan tjárkost oa hefur ótal verkefnum að sinna í framtíðinni Hætt er við, að stofnun jarðfræði- deildar við Háskólann geti dregizi úi hömlu lengur en sómasamlegt er, ef byrinn á ekki að vera meiri í þessum ef'num en fjárveitingar tii Háskólans nafa verið á undan- förnum árum. Yrði hins vegar komið á fót ísienzKri alþjóðastofnun i jarðvísindum og líffræði má telja víst, að erlendir aðilar. stofnanir og háskólar myndu vilja stvrkja þá starfsemi bæði með fjárframlögum og visndamönnum Þessi stofn- un gæti orðið sjálfstæð stofnun en ekkert mælir gegn því að hún yrði i tengslum við Háskólann og kennslu skylda vísindamanna við stofnunina Kemur vel til greina. Þessi stofnun ætti þó fyrst og fremst að sinna hagnýtum rannsóknum í jarðvísindum og líffræðí 'finimn vill taka undir við þessa hugmynd Surtseyjar- félagsins og skora á ríkisstjórn og Alþingi að veita henni verðuga athygli og athugun. 1 ERLENT YFIRLIT Stórveldin treysta sér ekki til aö hindra styrjöld í Nigeríu Afríkuríkin eru yfirleitt mótfallin sjálfstæði Biafra FYRIR nokkrum vikum bættist við nýtt ríki í Afríku, þegar Austur-Nígeria klauf sig úr sambandsríkinu Nígeríu og lýsti yfir sjálfstæði sínu undir nafninu Biafra, Framtíð þessa nýjia ríkis er enn óráðin og einna líklegast þykir, að það haldi ekki sjálfstæði sínu nema skamma stund. Það er ekki að- eins að sambandsstjórnin í Nig eríu hafi neitað að viðurkennia aðskilnaðinn, heldur ógnar hún Biafra með innrás, og heldur uppi gegn því mjög raunhæíu hafnbanni. Þessu til viðbótar haf a önnur Afríkuríki neitað að viðurkenna það, því að þau ótt ast, að röðin komi að þeim, ef Biafra heldur sjálfstæði sínu, því að í flestum þeirra búa fleiri þjóðflokkar, sem krefjiast aukinnar sjálfstjórnar eða sjálfstæðis. BÍretland og Banda rikin hafa ekki viljað viður- kenna hið nýja ríki, þar sem það gæti móðgað hin Afrlku- ríkin og bæði Sovétríkin og Kína hafa af sams konar ástæð um haldið að sér höndum. • ÞEGAR Nigería hlaut sjálf- stæði 1960, spáðu margir því, að hér kæmi til sögunmar traust asta ríkið í Afríku jafnhliSa því að vera hið langfjölmenn asta. Bretar, sem höfðu farið þar með nýlendustjóm, höfðu komið þar á þroskavænlegum stjórnarháttum, að því talið var. Nokkur ótti stafaði þó frá því, að landið skiptist aðallega í þrjár aðgreindar heildir: Norð ur-Nigeríu, sem var stærst og .angfjölmennust, Austur-Niger- íu og Vestur-Nigeríu. Þjóðflokk arnir í Austur-Nigeríu og Vest ur-Nigeríu óttuðust, að norðan rnenn myndu nota meirihluta sinh til að láta kenna aflsmun- ar og vildu því fá sem mesta sjálfstjórn eða jafnvel aðskiln að. Fyrir atbeina Breta tókst )ó nokkurn veginn að ná sam komulagi milli forustumanna allra þessara landshluta og mynduð var alltraust stjórn undir forsæti norðanmannsins Abubakax Balewa. Undir for- ustu hans virtist hið nýja ríki ætla að dafna sæmilega. Þetta breyttist hins vegar skyndilega, þégar nokkur hluti heisins gerði uppreisn í janú ar 1966 og myrti Balewa og martgia ráðherra hans. Talið hef ur verið, að hér hafi her- menn úr Ibo-þjóðflokknum ver ið að verki, en hann er aðal þjóðflokkurinn í Austur-Niger- íu. Einn herforinginn af þess um þjóðflokki, Ironsi, komst þá til valda, en hann féll í nýrri uppreisnartilraun sex mánuðum seinna. Það voru norðanmenn, sem stóðu að henni. Skömmu síðar hófust miklar ofsóknir gegn Ibo-mönnum í Norður-Nig eríu. Mikili fjöldi þeirra var drepinn og nær tvær milljónir þeirra voru hraktar frá heim- ilum sínum í norðurhluta lands ins. Eftir þetta magnaðist óð- líjn skilnaðarhreyfingin í Aust- ur-Nigeriu og leiddi smátt og smátt til þess, sem nú er orðið. Gowan SÁ MAÐUR, sem mest hef- ur haft forustu um skilnaðar- hreyfinguna í Austur-Nígeríu, er Odumegwia Ajukwu herfor- ingi er var áður forsætisráðh. heimastjórnarinnar þar, en er nú stjórnarleiðtogi hins nýstofn aða ríkis. Hann er 33 ára gam all, sonur mianns, sem með mikl um dugnaði safnaði milljóna- auði og var líka aðlaður af Bretum. Eignix fjölskyldu hans eru metnar á 2 millj. sterl. pundia. Ajukwu hlaut fyrst þá beztu menntun, sem völ er á í Nigeríu, en síðan stundaði hann sögunám í Oxford og London. Hann er sagður metnaðargjarn og þróttmikill og kveður að honum hvar, sem hann fer. Hann fæst við skáldskap í tóm stundum sínum, og hefur mikið yndi af sönglist og dáir Sibelius mest af öllum tónskáldum, enda byggist hinn nýi þjóðsöngur Biiafra á laglínu úr Finlandia. Aðalkeppinautar hans eða leiðtogi sambandsstjórnarinnar í Nigeríu, Yakubu Gowan, er einnig kornungur maður, 32 ára gamall- Hann tilheyrir Hausaþjóðflokknum, sem er fremur fámennur þjóðflokkur í Norður-Nigeríu, en hefur þótt herskár. Faðir hans vann við trúboð og Gowan fékk menntun sína á trúboðsskóla áður en hann gekk í herinn. Hann hefur a. m. k. tvívegis stundað nám við þekktustu herskóla Breta. Hann er orðlagður fyrir reglu semi og heiðarleika, les mikið í tómstundum, og er hlédrægur í framkomu. Hann hafði eng- in afskipti haft af stjórnmálum fynr en eftir fráfall tronsis. Þá var honum falin stjórnaxforusta vegna þess, að hann hafði sótt Ajukwu minnst eftir henni af þeim, er helzt þóttu koma til greina. Hann þykir ekki neinn skörung ur, en er fcalinn hafa gofct lag á því að sigla milli skers og báru. ÞESSIR TVEIR menn hafa nú örlög Nigeríu í hendi sér. Gowan hefur farið sér fremur hægt síðan Biafra lýsti yfir sjálfstæði sínu, en hann fer ekki dult með þann ásetning, að hann ætli að brjóta stjómina þar á bak aftur. Hann hefur stefnt miklu liði tU landamær- anna og það sem meira er um vent lagt bann á allar siglingar til Biafra. Það bann hefur heppnast til fuUs og veldur þeg ar orðið skorti á ýmsum nauð- synjum í Biafra. Ef Biafra væri látið í friði, hefði það mörg skUyrði tU að komast vel af. íbúamir eru um 14 millj. og þykir Ibo-þjóð flokkurinn, sem er mikill meiri hluti íbúanna, einn hinn dug- legasti í Afríku. Hann er öUu lengra kominn í verklegum efn um en aðrir þjóðflokkar f Afr- íku. Landið er auðugt og eru þar m. a. miklar olíunámur, sem nýlegia er byrjað að hagnýfca. Það yrði mikill harmleikur, ef til meiriháttar styrjaldar kæmi í Nigeríu þvi að hún myndi verða háð af mildlli grimmd. Vesturveldin hugleiða nú áreiðanlega vand- lega, hvernig þau eiga að bregð ast við slíkum atburðum. Senni lega gætu þau afstýrt styrjöld með því að viðurkenna Biafra, en með því gætu þau bakað sér óvild annarra Afríkuríkja og það skapað Rússum og Kínverj um bætta áróðursaðstöðu. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.