Tíminn - 01.07.1967, Blaðsíða 16
145. fW. — Laugardagur 1. jófí 1967. — 51. árg.
HAFA VEITT 115
LAXA í BLÖNDU
Reykjaneskjör-
dæmi - Kosninga-
fagnaður
Kosningafagnaður Framsóknar-
manna í Reykjaneskjördæmi verð-
ur é sunnudagskvöldið í Hótel
Sögu .Súlnasai. Skemmtunin hefst
kl. 8.S0. Jón Skaftason alþm. og
Valtý) Guðiónsson flytja stutt
ávörc. Ríótríó og Karl Einarsson
skemmta. Miða cr hægt að fá hjá
Eyjólfi Eysteinssyni, Keflavik,
Jóni Pálmasyni. Hafnarfirði, Pétri
Kristiónssyni, Neðstutröð 4, Kópa-
vogi Hauki Nielssyni, Kjósar-
sýslu og hjá Ásgeiri Sigurðssyni,
Seltjarnarnesi.
Ferð verður frá Sérleyfisstöð-
inni i Keflavík kl .19,30.
Jón
Valtýr
ES—Reykjavík, föstudag.
Nýlega er byrjuð laxveiði í
Blöndu og húnvetnsku ánum,
og virðist veiðin fyrstu dagana
lofa góðu. Samtals höfðu í gær
veiðzt 115 laxar í Blöndu.
Samkvæmt upplýsingum,
sem blaðið fékk í dag og raun
ar eru frá veiðiverðinum við
Blöndu, veiddust 48 laxar á
tveimur dögum, hinn 24. og
25. júní, í Blöndu. Veiðin
byrjaði þar 21. júní, og í gær
höfðu veiðzt 115 laxar. Eru
það rúmlega 4 laxiar á stör.g
á dag að meðaltali, en í
Blöndu eru þrjár stengur. í
gær voru Ólsen bræður hjá
Loftleiðum, Kristinn og Gunn
ar, að veiða og fengu 11 laxa
Það sem af er veiðitímanum
hefur Blianda verið tær, og
þessi veiði er eingöngu feng
in á maðk. í Svartá, sem er
þverá Blöndu, mun veiði hefj
ast viku af júlí. Laxá í Ásum
er friðuð í sumar, og því ekki
vitað, hvort lax er genginn
þar. í Vatnsdalsá hafa veiðzt
um 10 laxiar, í Víðidalsá 30—
40 og í Miðfjarðará um 20.
í fyrra var veiði í húnvetnsku
ánum yfirleitt léleg, en þessi
byrjun í ár virðist lofa góðu
um veiðina í sumar.
IÐ í SVIFFLU6U AÐUR
BS-Reykjavík, föstudag.
Bandarísku geimfaraefnin
skemmtu sér í dag við útreiðar
og svifflug yfir Sandskeiði í boði
Loftleiða h.f.. auk þess sem þeir
fóru skoðunarferð um Reykja-
vík, skoðuðu Árbæjarsafn og
drukku kaffi í Diilonshúsi. í fyrra
málið munu þeir fljúga til Akur-
eyrar þaðan sem þeir halda á
sunnudag áleiðis til Öskju í þjálf
unarleiðangur.
Eim og skýrt hefur verið frá
hér blaðinu, kom fyrri hópur
bandarísku geimfaraefnanna með
Loftleiðaflugvél hingað til lands
seint i gærkvöldi. Komu þá alls
átta geimfaraefni, og tveir til við-
bócar komu í morgun, en í fyrra-
málið eru væntanlegir fjórtán eða
fimmtán til viðbótar. Gista þeir
á Hotel Sögu en í dag tóku Loft-
leiðir h.f. hópinn upp á arma
sína. Buðu þeii Bandaríkjamönn-
u.iuin fyrsl í skoðunarferð um
Reykjavík. þar sem farið var á
all. merkustu staði borgarinnar,
en síðan var haldið upp á Sand-
skeió Þar biðu hópsins söðlaðir
reiðhestar, og stigu geimfaraefn-
in á bak og fengu sér stuttan
útreiðatúr, sér til mikillar ánægju.
Ai hálfu Svifflugfélagsins hafði
verið komið fyrir sex svifflugum
úti á flugbrautinni á Sandskeiði.og
einnig var þar komin lislflugvélin
sem Félag íslenzkra áhugaflug-
m. nna keypti hingað ti'l lands
fyrir skömmu. Var nú gestunum
boðið ’ svifflug yfir og umhverfis
Sandskeiðið, og voru tveir á lofti
i einu, hvor í sinni svifflugu. Með
þeim ílugu þeir Leifur Magnússon
verkfræðingur, Þórhallur Filippus
son verzlunarstjóri og Þórmundur
Sigurb.tarnarson útvarpsvirki, sem
jafnframt er núverandi formaður
ADALFUNDI SÍS
LAUK í GÆRDAG
Bifröst föstudag.
Aðalfundi Sambands ísl.
Samvinnufélaga var haldið
áfram síðdegis í gær, og flutfu
bá framsöguerindi þeir Hjalti
Páisson framkvæmdastjóri inn
flutnírigsdeildar og Harry
Frederikssen framkvæmda-
stjóri iðnaðardeildar. Ræddi
Hjalti um breytt viðhorf í
verzlun og vörudreifingu, en1 samstöðu innan Samvinnuhreyfing
Harry ræddi vandamál iðnað-1 frfnar “m að. fe*ta kaup á landí
;í þeiTí) tilgangi að koma upp þjoo
arins og hlutverk hans í ís-‘
lenzku efnahagslífi. Urðu
miklar umræður um bæði
erindin.
í dag hófst fundurinn á því að
Erlendur Einarsson forstjóri
flutti erindi um endurskipulagn-
ingu samvinnustarfs í Englandi.
Símþykkt var tillaga þess efnis, dag, en t'’öld vai efnt til loka-
að athuga möguleika á víðtækri | hofs i Bifröst.
garði samvinnumanna.
Omræður um inálefni samvinnu-
hreyfmgarinnai urðu miklar og
al.nennar fram eftii degi, en í
fundarlok fór fram stjórnarkjör.
Úr st.iOrninni áttu að ganga Finn-
ur Kristjánsson og Guðröður Jóns
son, eg voru þeir endurkjörnir.
Aðalfundinum var slitið kl. 4 í
Svifflugfélagsins. Aðeins þrír
Bandaríkjlamannanna höfðu flogið
í svifflugu áður, og kom fram í
stuttum viðtölum blaðsins við
nokkra þeirra, að þeim þótti þetta
hið sKemmtilegasta ævintýri, þótt
ólíkt væri þeim loftsiglingum sem
þeir eiga fyrir höndum eða eru
vanastir, en flestir þeirra eru þaul
vanir orrustuflugmenn á þotum.
Flugmaður á listflugvélinni var
Eliesar Jónsson í Flugstöðinni, og
lék hann listir sínar í loftinu fyrir
ofan Sandskeið, Bandaríkjamönn
unum til mikillar ánægju, auk
þess sem einn þeirra, William
Pogue ,fékk að fara á loft með
véiinni og stýra henni nokkrar
veltiu’. Þurfti hann auðsjáanlega
margt að segja félögum sínum að
þvi ævintýri loknu. Svifflugið
va.;ti mikinn áhuga geimfaranna,
og þótti þeim þetta hin ágætasta
skemmtun.
Frá Sandskeiði var haldið til
Árbæjarsafns, þar sem Lárus Sig-
urbjörnsson tók á móti gestunum.
Sýndi hann þeirn kirkjuna, sem
þeim þódti mjög forvitnileg, og
gekk síðan með þeim um safnið
og gaf þeim nauðsynlegar upplýs-
Framhald á bls. 15.
Á efri myndinni sjást geimfaraefnin, þegar þeir hafa staðnærtizt
eftir að hafa reynt íslenzku gæðingana. Á neðri myndinni er einn úr
hópi geimfaraefnanna setztur upp í sviffluguna og býr sig undir
flugtak. í aftara sadinu situr Þórnnmdur Sigurbjarnarson, formaður
Svifflugfélagsins, en Anna Harðardóttir flugfreyja hjá Loftleiðum
horfir á. Tímamyndir: ísak.
GCIMFARARNIR SKOÐUÐU REYKJAVÍK í GÆR, OG FÓRU SÍÐAN UPP Á SAND-
SKE4Ð, ÞAR SEM ÞE1R BRUGOU SÉR Á HESTBAK OG FÓRU í SVIFFLUG
ADEINS 3 HÖFÐU FL0G-