Tíminn - 04.07.1967, Page 8

Tíminn - 04.07.1967, Page 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. júlí 1967. ARELIUS NIELSSON: WALES Þa5 hafa auðivitaö flestir Is- leradingar heyrt nafnið Wales, að minnsta kosti varð það á Jwers manrrt vörum í öllum heiminum í samlbandi við slys- ið mikla, þegar 116 skólalbörn og 28 fuillorðnir grófust undir grjótskriðu í Abertfan í Suður- Wales. Hún féll á skólann með- an kennsla stóð yfir. Aðrir hafa ef til vill heyirt, að einn af írægustu stjórnmiálamönnum Breta og jafnframt einn af frið flytjendum sögunnar, David Lloyd George, kennarasonur, fæddur í Manehester, en flutt- ist í frumlbernsku til Llanys- bumrwy í Wales og ólst þar upp með móður sinni hjá frænda sínum. En faðir hans dó um fertugt frá þrem ungum börnum. En frændinn Ridhard Lloyd giftist aldrei, en ól upp börnin með systur sinni af mik illi fórnfýsi og umlhyggjusemi. Sumir hafa svo ef til vill heyrt, að Wales hefur lengi ver ið nefnt Söngvalandið og Eng- lendingar telja hvergi betur sungið af allþýðu manna en ein- mitt þar. Allir Waleslbúar telja sjálfsagt að taka lagið við öll tækifæri, bæði í gleði og sorg, segja þeir. Að því leyti minna þeir á Finna og eru þeim ekki óliíkir á fleiri sviðum. Wales er sem sagt land og þjóð sérstætt að sögu, lands- lagi og menningu, þótt England hafi nú, ef svo mætti ségja, inn- limað það að tungu og stjórn- arfari. Eitt af þvi, sem útlendingur hiýtur að taka strax eftir og sem aðgreinir Walesbúa og Englendinga yfirleitt, er tungu- mál það, sem flestir þar tala auk enskunnar, en hana tala auðvitað allir. Þetta tung.umál, welskan, er að uppruna mjög fornt og sér- stætt keltneskt mál og svo óskylt ensku sem mest getur verið. Að sjálfsöigðu skilur venju- legur útlendingur eða gestur í Wales ekki eitt' einasta orð í þessari fiamandi tungu, en hann hlýtur þó að taka eftir henni, því að mörg nöfn staða, þorpa og jafnvel borga láta mjög framandi í eyrum og eru heldur naumast læsileg þeim, sem ekkert veit um framburð- ir i. Helzta sérkennið er það, Ca ernavon-kastal i n n var byggður á 13. öld. Þar fæddist Edward II. fyrsti prinsinn af Wales. að oft standa tveir eða fleiri samhljóðar saman, án nokkurra sérhljóða þar á milli, minnir það helzt á pólsku. Mörg orð byrja á tveimur I-um, f-um eða d^um. Og orðin geta verið mjög löng og þá stundum með tvöföldu w-i á mörgum stöðum. Frægasta orð í welsku mun vera nafn á þorpi í Anglesey í Norður-Wales, en í því eru 58 stafir í einu ritaðir, þar á með- al 4 1 sarnan og fjórum sinnum w, og orðið eða nafnið héfst á Llanfair og endar á ogggiogodh. En þetta er nú heldur mikið fyrir útlendinga, svo að Eng- lendingar nefna staðinn blátt áfram Llanfair P.G. En það þýðir: „Maríukirkjan undir helga, hvíta helgirunnanum, nálægt rauða hellinum“. Annars er freistandi að halda að eitthvað hafi forfeður okkar íslendinga verið nærgöngulir þessu fólki í fjalladölum Walesskagans. í einum kirkju- garðimum, þar sem nöfn voru á fallegum hellum á hverju leiði en þær voru reistar upp á rönd, gat að lesa nöfn eins og Oddwarth og Gwynwlhild, sem óneitanlega minna mikið á Oddvarður og Gunnlhildur, stað arheitið Dallgyllow minnir mjög á Dalgilið og nafn eyjar- innar stóru, sem áður var nefnd og Rómverjar kölluðu Monu eftir innrásarforingja þeim, sem hernam hana fyrir þeirra hönd, en hún heitir Anglesey, en það er svo að : ■ ■■• • •: ...................... segja hrein íslenzka, Önguisey — eða Engilsey. Það er líka býsna margt líkt með útliti Wales-ibúa og íslend- inga, einkmn karlmanna. En þeir eru margir hávaxnir, þreknir, þéttir á velli og breið- ir um herðar, ólíkir hinuun sm’ávöxnu borgarbúum Mið- Englands. Bretar elska hunda yfirleitt, en líklega komast Wales-búar þar lengst. Hundgá er hvar- vetna bergmálandi í fjalladöl- um, þorpum og á sveitabæjum, enda er margt af sauð'flé og því sennilega fjárhundum. En tvö smádæmi sýna þessa ást til hunda — eða hundadýrk FYRRI GREIN Fjallahótelið, sem séra Árelíus gisti. un betur en langar lýsingar. Á gömliu fjallalhóteli eða það gœti raunar hafa verið nýtt hót- el í mörg hundruð ára gömlu húsi, kom ég inn í allstóran sfcála nær framdyrum. Þetta var sérstæður norður-welskur veitingasfcáli við fjallveg, stór arinn fyrir miðju innst og gljá fægður eirskjöldur yfir arin- hilllunni, ótal kring'lóttir vegg- skildir sem líktust bláröndótt- um diskum var raðað upp um alla veggi á hillum og nöglum, grettnir og glottandi refahaus- ar voru yfir drykkjubarnum. En hann var innst til hliðar. Þá grjótbálkur með gömlu og útskomu skattholi og á því ryk- ug gerviblióm. Metfíram veggjum og á gólf- inu var raðað lágum bekkjum og kollóttum eða kringlóttum litlum borðum, en á þeim stað, þar sem bezt var að setjast til að virða fyrir sér allan salinn, hafði verið komið fyrir breið- um sófa með háu baki og brík- um, og þessum mjúku svæflum og púðum, sem einkenna enska gististaði en befckir hins vegar harðir og allslausir. Þar eð skálinn var mannlaus settumst við félagar í þennan mjúka sófa, sem virtist hásæti og öndvegi þessa virðulega húss og hugðumst bíða þjóns- ins. En hann kom ekki strax. Hins vegar birtist bráðlega úr hliðar- herbergi sem gæti hafa verið matstoifa, lágtfættur og langvax inn hundur geysistór með eyru eins og börð, sem löfðu niður á gólf, þegar hann slettist áfram allur í hlykkjum. Seppi veitti okkur strax at- hygli, kom og var fyrst vina- legur á svip, en síðan grettinn og fitjaði upp á trýni sitt út í annað kjaftvikið. Ofckur datt því í hug, að við hefðum sýnt of mifcla frekju með því að setjast í þetta virð ingarsæti og stóðum upp. En það var seppi, sem beið efcki boðanna, heldur stökk upp í sófann eins og stór vetrungur og hreiðraði þar um sig á mak- indalegan hátt. Sófinn var nefnilega bólið hans og seinna sáum við, þegar skálinn var orðinn fullur af fólki og setinn bekkurinn af ungu glaðværu sveitafólki og gestum við sína sjálfsögðu kvölddrykkju, þar sem allir drekka bjór, að húsbóndinn og húsfreyjan í hótelinu deildu þarna bæði sæti og hvílu með þessum myndarlega hundi. En vingjarnlegur var hann og fólk ið líka, sem sat þetta ógleym- anlega öndvegi. Annað atvik sannar þó hunda dýrkun þessa enn þá betur. í litlu fallegu fjallaþorpi, þar sem tvær ár mætast í þröng um dal var okkur bent á að skoða tvö minnismerki. Annað yfii föllnum sonum byggðar- lagsins í fyrri heimsstyrjöld- mm, hitt um uppruna þorps- ins, sem hefur verið merkileg ur staður síðan á þrettándu öld eða síðan sá atburður gerð ist, sem hér verður minnzt á. Fyrra minnismerkið stendur við árbakkann beint fram und- an dyrum aðalhótelsins í þorp mu. Það var fagurlega mótað- ur steinn eða nánast turn með nöfnum allra hermanna, sem féllu, á þessum, eða fná þess- um slóðum, en annars ekkert merkilegt, enda staðnæmdumst þar fáir eða engir. En* stöðug- ur straumur gesta var hins veg ar að öðrum stað niðri á ár- bakkanum, neðan við sf.órt tún. þar sem hundruð ásauða voru á beit með lömbum sínum. En barna var fcomið fyrir lítilli ferkantaðri girðingu líkt ug heimagrafreit og inni í hon um nokkuð hár en mjór og veðraður steindrangur, lítið sverari en klóruskaft orðinn, hetfur sjálfsagt verið miklu syerari fyrir mörgum öldum, þegar hann var reistur upphaf- lega, en auk þess var innan girðingarinnar steinstöpull með áletraðri plötu. Og yfir áletrun inni stóð nafn þorpsins Cellerts-grave, eða Cellertsgröf. Og efni áletrunarinnar var á þessa leið í stuttu máli: Hér hvílir hundurinn CeUert, en hann var uppi á 13. öld og þá var hér höll eða veiðibú- staður Edwards I. konimgs, eða Játvarðar, eins og sumir segja. Einu sinni þegar hann var á veiðum, ásamt konu sinni og fylgdarliði, hafði hann skilið eftir ungan son sinn heima í gæzlu nokkurra kvenna og uppáhaldshunds, sem Cellert nét. Drengurinn var þá á þriðja eða f jórða ári. En þegar kóngur kom heim af veiðunum, fann hann barnið alblóðugt en þó sofandi eða dáið á gólfinu, gæzlukvendin flúin eða horfin, rúmi barnsins velt um koll og CelJert, hundinn góða, liggjandi hjá drengnum með aðra fram- löppina yfir herðar hans og sleikjandi andlit hans. Kúngur hugði hundinn hafa drepið barnið, og varð gripinn siiku æði, að í reiði sinni lagði hanr. hundinn í hjartastað þar sem hann lá yfir barninu. Síðan greip hann drenginn, Framhald á bls. 15. 1.71 wit-

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.