Tíminn - 15.07.1967, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.07.1967, Blaðsíða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. j Gerist askritendur að l'IMANUM tínngið i síma 12323 NÝR HARMLEIKUR í ÞORPINU A8ERFAN: MILLJONIRNAR HAFA SKAPAD INNBYRDIS ÁTÖK OG HATUR! NTB-Aberfan í Wales, föstud. ★ — Daginn, sem fjallið hrundi yfir Aberfan, voru búsund hjálparhendur rétfar að okkur. Nú sjáum við aSeins þúsund hendur, sem reyna aS ýta viS hverri annarri, — segir bitur, miSaldra húsmóð- ir í litla welska þorpinu. ★ Fyrir tíu mánuSum féll gall haugur yfir þorpið og tók líf 116 barna og 28 fullorðinna. í dag eiga íbúar Aberfan í böggi viS annars konar skriðu, nefnilega það peningaflóð, sem streymt hefur yfir þorpið víðsvegar að úr heiminum eftir hamfarirnar. Þessir miklu peningar hafa skapað sundrung meðal þeirra sem eftir lifa. Gömul vináttubönd slitna og hatur og öfund kem- ur i staðinn. Ptíningarnir slreymdu til Aber fan t'yrstu vikurnar eftir slysið, og varð að lokurn rúmlega 210 milliónir íslenzkra króna. Frá því peningarnir fóru að berast, hafa yfirvöld þorpsins árangurslaust reyn' að finna út, hvernig bezt væri að skipta fjárniiagninu. Það hefui verið tiltölulega auð velt að ákveða hversu háa upp- hæð skyldi greiða fyrir missi fjölskviduföðurs eða annarrar fyrirvinnu. En erfiðar hefur reynzt að ákveða bætur fyrir börn in, sem fórust í slysinu mikla. Af eiðingin er sú, að þessi gífur lega vign hefur skapað óhugnan- legt astano i Aberfan Reiði, bit- urð jg rammt hatur hefur sett S'vi’i únn ? litla þorpið. — Harm.eikurinn var of mikill fyrii svo lítinn stað, — segir Chri Sullivan, einn þeirra 15 manna sem skipaðir hafa verið i nefndina. sem úthlutar t'jár magnniu. Hingað til hefur einungis litlum hluta í'jármagnsins verið úthlutað. Hver fjölskylda. sem missti ein- hverr, slvsinu hefur fengið um 45 púsund krónur. og hver fjöl- skyid mef oarn. sem lifði af slys.ð, hefui fengið um 25.000 krónur' Þar að auki hefur fé verið veitt lii jarðarfaranna. til leyfis- ferða fyrir foreidra og eftirlifandi börn nr tii viðgerða á hýbýlum. Nú vilja þeit tbréldrar sem miss’tii eit’ eða fleiri börn, fá meiri penínga. Einstaka krefjast allt aó 60f þús. kr í bætur. Þetta hefur leitt til harkalegra tullvðinga tra öðrum ibúum 4ber fan pess efnis, að nokkrir for- eldra ina vilj’ græða a blóði barna sinrio Margir ibúanna segja. að hlut, ueninganna ætti að fara til þeirva barna sem tifðu af ham- farir’ ai. og til barna sem ef til vii) >’.unu eiga við andlega van- líðar, að etia vegna slyssins. Emnig segja sumir íbúanna, að þær íjölskyldur. sem ekki lentu í siys nu. er, aðstoðuðu við björg umr.f og sem gáfu teppi og hús- gögi til nágranna sinna, sem urðn tyrir áföllum ættu að fá nluta peninganna Þá hefur það vakið reiði Framhald á bls. 14. „ICELAND FOOD CENTER“ HEFUR NU VERIÐ LOKAD! FB-Reykjavík, föstudag. Nú murt vera búið aö loka lceland Food Centre í London, eftir því sem okkur hefur ver- iö tjáð. Upplýsingarnar eru hafðar eftir starfsfólki Food Centre í London, sem við teljum ekki ástæðu til að rengja, en höfum hins vegar ekki getað náð t stjórnarfor- manninn, Ólaf Johnson. Mun veitingastaðnum hafa verið lokað síðast liðinn laugardag. Á laugardagskvöldið var, um klukkan hálf ellefu fóru íslenzk hjón, Arnór Valgeirsson skrif- stofumaður og kona hans í Ice- land Food Centre í London, og hugðust fá sér einhverja hress- ingu á þessum margumtalaða og fræga veitingastað. Þegar þangað kom, var þeim sagt, að eiginlega væri búið að loka það kvöld, og fyrir fullt og allt, en var þeim þó boðið að ganga inn, og þau fengu kaffibolla til þess að hressa sig á og urðu um leið síðustu gestir staðarins, eftir því sem bezt verður séð, því ekki var opn að aftur, hvorki á mánudag eða þriðjudag. Starfsfólkið, sem var nú einung is orðið útlendingar, sagði að Ice- land Food Centre hefði nú verið lokað, og taldi það, að leigusamn ingurinn hefði verið framseldur til annarra aðila. í janúar í vetur skýrðum við frá því, að breytingar hefðu orð- ið á þessum íslenzika veitingastað í hjarta Lundúnaborgar. Halldór Gröndal, sem verið hafði fram- kvæmdastjóri staðarins, hafði sagt upp og í hans stað hafði ver ið ráðinn maður, sem kunnugur var hinni miklu samkeppni í veitingahúsarekstri í stórborg- inni. Hafði hann tekið til starfa hjá fyrirtœkinu 1. janúar. Maður inn var í upphafi ráðinn einun.g is til reynslu, en var síðan reikn að með að gengi reksturinn vel, myndi hann fastráðinn nú í vor. Honum var að sjálfsögðu gert skyn að naida islenzkum svip veitingahússins við, en að þvi er ferðamenn segja, sem komið hafa á veitingastaðinn, hefur hann stöðugt farið að líkjast meira og meira öðrum svipuðum veitinga stöðum í London, enda var starfs fólkið orðið alútlent undir það síðasta, en íslenzkar framleiðslu stúlkur settu sinni svip á Iceland Food Centre í upphafi. Ofboðslegar kynþáttaóeirðir í bandarísku borginni Newark; Þrír létu lífið og hundruð særðust — miðborgin logaði er lýðurinn tæmdi verzlanir NTB-Newark, föstudag. Ofsalegar kynþáttaóeirðir hafa geysað í bænum Newark i New Jersey — nokkra kíló metra frá New York-borg. Lög reglan réði ekki við Iýðinn, og var herlið því sent á staðinn. Síðast er fréttist liöfðu þrír blökkumenn beðið bana, hundr uð óbreyttra borgara, lögreglu manna og slökkviliðsmanna höfðu slasast og á fimmta hundrað manns stungið í fang elsi, á meðan slökkviliðið reyndi að slökkva í húsum, sem kveikt hafð' verið í víða um borgina. Þá höfðu verzlan ir verið rændar, rúður í hús um brotnar, húsgögnum fleygt út á götu og kveikt í þeim og vopnum rænt úr verzlunum. — Þetta er hrein uppreisn, — sagði ríkisstjórinn í New Jersey um ástandið i Newark. Óeirðirnar í Newark, þar sem íbúar eru um 400.000, þar af um 60% blökkumenn, hófust á svip aðan hátt og óeirðir í öðrum borg um í Bandaríkjunum. Á miðviku daginn var ieigubifreiðarstjóri. sem var blökkumaður. handtekinn í borginni. Fréttir fóru brátt um borgina þess efnis, að lögreglan hefði misþyrmt leigubílstjóran- um, og brátt tók fólk að safnast saman fyrir frarnan lögreglustöð ina. Gekk það allt friðsamlega fyrir sig. í gær, fimmtudag, fór það sem eldur i sinu um borgina, að leigu bílstjórinn væri látinn. Þá hófust óeirðirnar fyrir alvöru. Slagsmál, íkveikjur og rán hófust í stórum stíl á tveggja mílna svæði um hverfis Springfield-Avenue. Óeirð irnar jukust jafnt o« þétt eftir því sem leið á kvöldið og nóttina, og kl. 2,30 í nótt. að þarlendum tíma var ástandið orðið svo al- varlegt, að lögregla borgarinnar — 1400 menn — réði ekki við ástandið. Þá var einnig ómögu legt fyrir slökkvilið borgarinnar, að ráða við allar íkveikjumar, en á tímabili logaði glatt á rúmlega eitt hundrað stöðum í borginni. Borgarstjórinn í Newark sendi þvi beiðni til fylkisstjómarinnar um aðstoð þegar í stað. Fylkis- Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.