Tíminn - 15.07.1967, Qupperneq 3

Tíminn - 15.07.1967, Qupperneq 3
LAUGARDAGUR 15. júlí 19€7. 3 TÍMINN Isi ú, 23 árum eftir að heims- styrjöldin síðari var til lykta leidd, veður uppi í Vestur- Þýzkalandi og víðar nýnazista- hreyfing, og það hefi',r slegið éhug á marga hversu mikils gengis hún virðist hafa að fagna. í eftirfarandi grein, sem þýdd er úr dönsku blaði er að finna ýmsa fróðleiskmola um þessa hreyfingu, en ekki alls fyrir löngu freistuðu helztu framámenn hennar þess að fá foringja, mjög nafntogaðan SS- offursta úr heimsstyrjöldinni, Otto Skorzeny, en hann öðlaðist á sinum tíma heimsfrægð fyrir að bjarga ítalska einræðisherr- anum, Mussolini úr fangelsi og gat sér mjög mikinn orðstír fyrir frábæra leikni í hermennsku og her- stjórn. Skorzeny gekk ekki að tilboði þeirra nýnazista, en þeir sem gerst til þekkja segja, að hefði hann gert það, hefðu af- leiðingamar getað orðið býsna uggvænlegar. Gamalli aðferð var beitt, að- ferð, sem oft getur heppnazt, sé henni beitt á réttan hátt, en það var ekki gert, og fórst allt saman fyrir. Það var kona, sem höfð var fyrir beitu, ung ljóshærð stúlka í stuttu pilsi, og ásamt sköllóttum og roskn- um nýnazista frá ’Bayern fór hún til Madrid og lézt vera einkaritari hans. Við komuna til Madrid héldu þau rakleiðis til Castellon de la Plana í norð urhluta borgarinnar, og leikur- inn hófst. Nýnazistinn, Gunter Kupke að nafni hélt langa tölu yfir hinu tilvonandi fórnardýri, hús bóndanum á heimilinu. Hann rædd um ástina á föðurlandinu, skyldurnar við föðurlandið, en stiúlkan hafði sig alla við að bema athygli mannsins að sín- um löngu og velsköpuðu fót- leggjum, svona rétt til þess að gera honum skiljanlegt, að með því að rækja sínar skyldur við föðurlandið gæti hann öðlazt ýmislegt skemmtilegt. Eftir mikið ráðabrugg Höfðu þeir nýnazistarnir komizt að þeirri niðurstöðu, að enda þótt föðurlandið höfðaði ekki lengur til þessa harðgerða herramanns, Otto Skorzeny, myndi hann þó að öllum líkindum láta freist- ast af laglegum fótleggjum þar eð hann var gamall kvennamað ur og lífskúnstner. En hann gekk nú ekki í gildruna. Líklega hefur Otto Skorzeny, sem var á sínum tíma kallaður duglegasti og jafnframt hættu- legasti hermaður Þjóðverja, haft gaman af þessu samsæri undir niðri. en á andliti hans var ekki að sjá nein svipbrigði, hann horfði bara á þau skötu- hjúin með ísköldum gráum aug um. Hann hefði ósköp vel getað sagt þeim strax,; að þau hefðu farið erindisleysu, og hann sjáifur gæti kennt þeim ýmis- legi í þeirri list að vinna fólk á sitt band, en fyrir slika hæfni var hann sjálfur frægur á sín- um tíma. En hann sagði ekki stakt orð. Hlustaði bara á, hvað við hann var sagt, og horfði á það, sem stúlkan var að sýna honum. Þegar þetta hafði gengið svona í heilar þrjar klukku- stundir, sagði hann loks, skýrt og skorinort.. ið þau lyfðu far- ið erindislejiau, þar sem hann hetði ekki minnsta áhuga á því, að verða hinn nýi foringi Þjóð- verja. Og Kupke og „einkaritarinn hans“ héldu á ný til Miincben til að tilkynna forystumönnum sósialdemokratíska flokksins þá hryggilegu staðreynd, t að Skorzeny hefði engan áhuga, hann væri orðinn gamall, og enginn akkur í honum. Þáverandi flokksforingja, Fritz Thielen þótti þetta súrt í broti. Hann hafði verið full- viss um, að Kupke hefði getað unnið hann á sitt band með slagorðum um föðurland og fór- íngja, en ef ekki, þá hefði fröken Elisabeth með sína fögru fótleggi, getað haft ein- hver áhrif á þennan kaldrifjaða mann. En sannleikurinn mun hafa verið sá, að Skorzeny var fyrir löngu búinn að fá sig full- saddan af striði, og gat ekki hugsað sér að taka þráðinn upp á nýjan leik, hann mun eining hafa gert sér grein fyrir, að aðalstefnumál nazista fyrr og nú, þjóðernisstefnan mun óhjá kvæmilega leiða af sér styrjöld. Og svo hefur Skorzeny verið giftur í rúm 30 ár, og þegar aðlaðandi eiginkona er fyrir hendi, þá láta menn ekki glepj- ast af löngum ungmeyjarfótum í ódýrum nylonsokkum, að minnsta kosti ekki, þegar því fylgja býsna miklir skilmálar. Því er ekki að neita, að Otto Skorzeny hefði verið hreinasta gersemi fyrir nýnazistaflokkinn í Vestur-Þýzkalandi. f krafti sinna persónutöfra og járn- harða vilja, hefði honum ef til vill tekizt að endurvekja þær sé'-stæðu tilfinningar, sem Adolf Hitler kom inn hjá Þjóð- verjum á sínum tíma .Enn þann dag í dag er hinn vaski her- maður Otto Skorzeny Þjóðverj- um mjög hugstæður, og það er engum efa undirorpið, að aðild hans eða forusta nýnazista- flokksins hefði markað þátta- skií í sögu þessarar ungu hreyf ingar, og nazisminn hefði verið endurvakinn í Vestur-Þýzka- landi. Framámenn nýnazistaflokks- ins (NPD) segja, að þeir setji jafnaðarstefnuna ofar öllu, en svo virðist sem þjóðernisstefn- an sitji þó í fyrirrúmi. Á steinuskrá flokksins eru ýmis skynsamleg atriði. önnur ákaf- lega óvizkuleg. og enn önnur alveg út í hött. Forustumenn- irnir fullyrða að það sé alls ekki nazismi, sem þeir berjisrt fyrir, og hafa jafnvel lýst því yfir. að Gyðingar séu hjartan- lega velkommr í flokkinn. Þeir segja, að Gyðingavandamálin séu úr sögunni í Vestur-Þýzka- landi. þar sem aðeins um 30.000 Gyðingar búi nú í land- inu, og þar af megnið roskið fólk. Það er all sérstætt, að flestir flokksmenn eru úr hin- um lægri millistéttum, og vel flestir gamlir hermenn. NPD var stofnað árið 1964 og telur 25.000 meðlimi, og meginið af þeim á aldrinum 45—60 ára. Þessi flokkur virðist eiga mjög ört vaxandi gengi að fagna. Það var almennt undrun arefni s.l. ár er hann hlaut 7,9% atkvæðamagn við kosn- ingarnar í Hessen. Stuttu síðar hlaut hann 7,4% greiddra at- kvæða við kosningarnar í Bay- ern, og margir voru að þess- um sökum uggandi um kosn- ingaúrsilt í Slesvig í vor. Á hinn bóginn urðu úrslit í þeim Kosningum flokknum síður en svo í vil, og mun flokkurinn haía áætlað stórum meira at- Kvæðamagn sér til handa, en raun varð á. Af formönnum flokksins má neina Adolf von Tadden, en hann ei aðalskipuleggjari og jafnframt ræðumaður flokksins, en Otto Hess er talinn vitrasti maðurinn í flokksforustunni. Þeii tveir voru fyrir ekki all- löngu reknir úr flokknum af þaverandi formanni Fritz Thielen, en sneru blaðinu við og ráku hann, og tófcu við helztu virðingarstöðum innan flokksins, en Thielen stofnaði sinn eigin flokk fyrir skömmu. Það sætir í rauninni furðu, nversu vel Þjóðverjum hefur teKÍzt að rétta úr kútnum eftir ófarirnar í stríðinu, og það er ekki sízt að þakka þeim fjár- hagsiega stuðningi, sem þeir nafa fengið frá Bandaríkja- mönnum. Lífskjör þeirra hafa verið óvenjugóð í Vestur-Þýzka iandi síðustu árin og atvinnu- vegir staðið með miklum blóma, en í fyrra tók að síga á ógæfu- hliðina, verðbólga er orðin mikil og atvinnuleysis færist scöðugt í vöxt og talsvert ber á stjórnmálalegu óöryggi, og þetta eru sennilega líkurnar fyrir þeim hljómgrunn, sem nýnazistaforingjarnir hafa feng íð hjá Vestur-Þjóðverjum, það er svo ríkt í þýzku þjóðinni að vilja hafa röð og reglu á hlut- unum, fasta og örugga forustu. Og hefði Skorzeny verið fáan- legur til að taka 1 taumana, eða eitbhvað annað stórmenni a borð við hann, væri nýnazista flokknum þar með rutt mikið brautargengi. Frá stríðslokum Framhald á bls. 12 Á VÍÐAVANGI Lítil reisn Ráðsmennska íhaldsins í Reykjavík með Bæiarútgerðina i síðustu ár er táknrænt dæmi | um öfugar klær þess í öllum rekstri, þegar um er að ræða bæjar- eða ríkisrekstur atvinnu fyrirtækja. Þá er eins og allt sé við það miðað, að gera aðstöðu slíks rekstrar nógu bág borna til þess að hann geti verið sem hrópandi dæmi um ókosti hans samanborið við hlulafélagsform eða annað eftirlætisform íhaldsins. Þannig hefur íhaldið strá- drepið hverja einustu tillögu frá minnihlutaflokkunum um ný skip, ný tæki og hvers kon- ar umbætur til rekstrarbóta. Hins vegar hefur íhaldið ham- azt við að selja gömlu togarana hvern af öðrum án þess að kaupa nýtízku veiðiski') í stað- inn. Þannig hefur íhaldið haldið Bæjarútgerðinni í æ meiri bóndabeygju og óhjákvæmileg um og risavöxnum taprekstri ár eftir ár, en verið fúst til að ausa tugmilljónum af almanna- fé '■ tapreksturinn, og vill helzt afla þess mcð aukainnheimtu útsvara á borgarana eins og núna, svo að það sjáist sem alira bezt. Það er engu Iíkara en svona vilji íhaldið hafa Bæjarútgerðina eins og hættu merki við veginn til þess að geta sagt: Lítið á, svona er nú bæjar- og ríkisrekstur. Furðulegt má teljast, þegar fulJtrúar Alþýðubandalagsins ganga undir íhaldinu í borgar- stiórn við þessa skemmdarstarf sem; og samþykkja 30 millj. kr. útsvarshækkun til þess að haida henni við. Það er lítil reisn. Þessa afstöðu afsakaði Guð- mundur Vigfússon með því að bæjarútgerðin væri svo mikil- vægt atvinnufyrirtæki. Það er rétt að fyrir nokkrum árum k.imu 3—5% atvinnutekna borg arbúa frá bæjarútgerðinni, en s.l. ár voru það aðeins 0,9%. Er það sæmileg fjárráðstöfun að tryggja 0,9% atvinnutekn- anna með 30 millj. kr. ársfram lagi? Væri hægt að tryggja alla atvinnu í landinu með þess um hætti? Að sjálfsögðu á að efla bæjar útgerðina og gera hana rekstrar hæfa með nýjum skipum og tækjum, láta hana hætta að vera hættumerki íhaldsins, og hefði átt að verja útsvarshækk uninni til þess að kaupa nýja skuttogara, þá hefði verið rétt mætt að líta öðruvísi á málið. Skagfirðingar eru t.d. að safna fé í skuttogara. Reykjavík selur skipin. kaupir engin ný, en borgar reksturskostnað þeirrar skemmdarstarfsemi með sérinn heimtu útsvara hjá borgarbú- um. Og kommúnistar róa með. Lágkúruleg afsökun Eitt mesta vandamál fjöl- margra heimila nú í sumar er að fá einhverja atvinnu handa æskufólki 16—20 ára, einkum skólafólki. Fjöldi slíks æsku- fóíks gengur nú atvinnulaus að kalla, og hætt er við, að þetta verði bæði ofraun heimilum með rýrar tekjur og dragi blátt áfram úr skólagöngu, sem er óbætanlegur skaði. Það er ein af skylaum sæmilegs þjóðfélags 1 eðlilegum tímum að sjá þessu fólk' fyrir sumarvinnu. En á átranda sumri „viðreisnar" í landinu gerist annað eins og Framhald á bls- 15. / V

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.