Tíminn - 19.07.1967, Síða 1

Tíminn - 19.07.1967, Síða 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. Gerist ásknfendur að TIMANUM Hnngið i síma 12323 „FLJUGANDI diskar“ I HEIMSÓKN í GÆR! NTB-Landon, þriðjudag. „Fljúgandi diskur“ koni í stutta heimsókn til Evrópu rétt fyrir birtingu í dag, og hafa birzt í dag fjölmargir vitnis- hurðir sjónarvotta. Þeim ber þó ekki saman í lýsingunni á „disknum", og vísindamenn, sem reynt hafa að útskýra fyrirbrigðið, eru heldur ekki á einu máli. Flestir þeirra, sem sáu „disk inn“ yfir Bretlandi, Frakklandi, Vest'UrjÞýzkalandi og ftalíu í dag segjast ful'Mssir, að hann hafi varpað frá sér rauðu ljósi, en maður nokkur í Verona á Ítalíu fullyrðir, að ljósið hafi verið blátt. Einstaka sjónarvottar töldu, að flugvél hefði hrapað, en aðrir sáu eitthvað sem þeir sögðu minna á „brennandi fót- bolta“ eða þá eldflaug, sem var eins og vindill í laginu, og sást ljóshali aftan úr henni. Á Ítalíu eru allir sjónarvott ar vissir um, að fleiri en einn „fljúgandi diskur“ hafi verið á ferðinni. Vísindamenn í Bretlandi, Frakklandi og Ítalíu eru einnig ósammála um fyrirbæri þetta. Talsmaður Greenwich-athug- unarstöðvarinnar i Bretlandi taldi, að „diskurinn“ væri gervihnöttur, sem hefði komið inn í andrúmsloft jarðar að nýju. Talsmaður brezka flug- hersins var á sama máli, en prófessor Arbey við athugunar stöðina í Besaneon í Frakk- landi taldi, að um loftstein hafi v.erið að ræða. Italski stjörnufræðingurinn Pino Pini fullyrðir, að um fimm hluti hafi verið að ræða, og að tveii þeirra hafi flogið hærra an hinir þrír. Hraði þeirra hafi ekki verið sérlega mikill; hafi verið hægt að fylgjast með ferð am þeirra í 20 mínútur. Flugu ,diskarnir“ í suðausturátt. T París var á kreiki orðróm- ur um, að sovézkur Kos'mos- gervihnöltur hefði komð inn í dndrúmsloft jarðar aftur og brunnið til agna. Flestir sjónar Framihald á bls. 15. BR LOFT- | ÁRÁSIR NTB-Washington, þriðjudag. ic Bandaríkjastjóm tilkynnti í dag, að loftárásunum á Norður- Vietnam yrði haldið áfram. Orð rómur hefur verið á kreiki undan farið þess efnis, að Bandaríkin hefðu í hyggju að hætta loftárásun um um nokkurn tíma, en í til- kynningu, sem varnarmálaráðu- neytið sendi út, Segir að stefna Bandaríkjanna í sambandi við loftárásir á Norður-Vietnam sé óbreytt. TÍr Tilkynningin var birt sem svar við fyrirspurnum lil ráðu- neytisins, og staðfestir liún, að Fr amhald á bls. 15. ÁFRAM 27 HAFA LÁTID LÍFID í NEWARK NTB-Newark, þriðjudag. ic í borginni Newark í New Jersey var blökkumaður skot- inn til bana í dag, er komið var að honuni þar seni hann var að ræna úr verzlun í borg inni. Hafa þá 27 manns beðið bana í Newark undanfarna daga. ic Jafnframt kom í dag til minni háttar óeirða í fimm öðr um borgum í ríkinu New Jers ey, en í því ríki hafa 29 beðið bana í kynþáttaóeirðunum. Auk manndrápsins, sem áður er nefnt, særðist lögreglumað ur í Newark í öðrum átökum í dag. Kom til þessara átaka 12 kluikkustundum eftir að Ric- hard Hughes, ríkisstjóri í New Jersey, hafði nurnið úr gildi yfirlýsingu sína um neyðar- ástand í Newark, og látið þá rúmlega 5000 hermenn úr þjóðvarnarliðinu, sem sendir voru til Newark á föstudaginn, yfirgefa borgina. Kynþáttaóeirðirnar í New- ark eru þær verstu, sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í tvö ár — en þá var barizt af mikilli hörku í þlökkumanna- hverfinu Watts í Los Angeles og létu 34 lífið í þeim átökum. Samtals hafa 27 látið Tífið i Newark, þar af 25 blökkumenn. Á annað þúsund hafa særzt og 1300 verið handteknir. Yfir- völdin áætla. að tjónið í borg inni nemi hátt í 700 milljónir íslenzkra króna. í borginni Plainfield, 29 km frá Newark, er ástandið enn hættulegt, en til átaka kom þar í nótt. Þar hefur einn lögreglu maður verið drepinn, ~en~ þrir menn aðrir hafa slasazt mjög alvarlega. Óeirðir hafa verið í borginni í fjóra daga. Er á- standið talið hættulegt, þótt viðræður hafi hafizt milli leið toga blökkumanna og yfirvald anna. í Jersey City eru 34 blökku- menn í fangelsi, en þeir voru Framhald á bls. 15 Tshombe fyrir rétt í dag NTB-Algeirsborg, þriðjudag. I þeiírar kröfu ríkisstjórnarinnar í i ★ Tshombe var dæmdur til ic Moise Tshombe, fyrrverandi Kongó, að Tshombe verði afhent; dauða af kongóskum dómstól fyr forsætisráðherra Kongó, verður á ur kongóskum yfirvöldum ,— að | ir landráð, en var sjálfur erlendis, morgun leiddur fyrir hæstarétt því er lögfræðingur Tshombes i þegar dómurinn var kveðinn upp. ATsírs, sem mun taka afstöðu tií I sagði í dag. : Lögfræðingur Tshombes, Frakk Moise Tshombe t.v. ásamt Evariste Kimba. Báðir voru eitt sinn forsætisraðherrar i Kooyo. Kitnba var hcngd »r opinberlega. Hlýtur Tshombe sömu órlög? inn Rene Floriot, kom tii Algeirs borgar á þriðjudaginn, og sagði blaðamönnum, að hæstiréttur myndi koma saman kl. 10 á mið vikudag. Dómsúrskurðnr hæsta- réttar verður birtur, en ekki er vitað, hvort blaðamenn fá að vera viðstaddir réttarhöldin. Bú- izt er við dómsúrskurðinum strax á fimmtudag. Hæstirétturinn á að úrskurða, hvort Tshombe var dæmdur í Kongó fyrir pólitísk afbrot eða glæpsamlegan verknað. Venju- lega eru einungis þeir, sem dæmd ir eru fyrir glæpsamlegan verkn- að, afhentir yfirvöldum annarra ríkja. Útvarpið í Kifishasa, höfuðborg Kongó, skýrði frá því í dag, að Tshomhe hefði nafngreint marga eihstaklinga, sem hefðu aðstoðað hann. lfafi hann gefið þessi nöfn upp við yfirheyrslu í Alsír, en þeim yfirheynslum stjórnaði yfir maður kongósku lögreglunnar. Aloxandre Singa, sem rtú er í Alsír. Castello Branco Branco fdrst í flugslysi NTB-Rio de Janeiro, þriðjudag. ★ Humberto Castello Branco, hershöfðingi, fyrrverandi for- seti Brasilíu, fórst í dag er einka flugvél hans lenti í árekstri við aðra flugvél yfir norðurhluta Brasilíu. Hann var 67 ára að aldri. ★ Einkaflugvél hans lenti í á- rekstri við flugvél brasilíska flug hcrsins. Hann var á leið frá Fort aleza, sem er um 2.500 km. norð- austur af Rio, til Quixada í Rio Grande de Noroe-héraðinu. ★ Með í flugvélinni voru bróð ir Brancos, Placido Castello, sem var ríkisstjóri í Ceara-ríki, og rit höfundurinn Maura Frota, að því er tilkynnt var opinberlega í Rio í dag. Branco varl Sorseti í Brasiliu í apríl 1964, og lét af því embætti í marz þetta ár. Hann tók við embættinu, þegar J. Goulart var steypt af stóli, og eftirlét það hershöfðingjanum Arthur da Costa de Silva. Branco lét lögreglu sína fram kvæma margar „hreinsanir" með al stjórnmálamanna í Brasilíu í forsetatíð sinni, og greip einn ig til mjög strangra efnahagsað- gerða. Branco gekk snemma í herinn og varð liðsforing: 21 árs. Hækk aði hann fljótt í tign, en hann barðist m. a. á Ítalíu í síðari heims styrjöld. Hann var í einkaiheimsókn til norðausturhluta Brasilíu. Árekstur inn var skömmu eftir, að flug- vél hans hafði hafið sig til flugs af flu'gvellimwn í Pontalcza.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.