Tíminn - 25.07.1967, Page 1

Tíminn - 25.07.1967, Page 1
Auglýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 -þúsund -iesenda. Gerist áskrifendur að riMANUM Hringið i síma 12323 165. tbl. — Þriðjudagur 25. júlí 1967. — 51. árg. ' 1 Detroit logar í óeirðum — herlið sent á staðinn MESTU EYÐILEGGINGAR í OEIRÐUM SOGU U.S.A.! NTB—Washington og Detroit, mánudag. ★ Lyndon Johnson, Bandaríkjaforseti, fyrirskipaði í dag 5000 mönnum úr landher Bandaríkjanna að fara til Detroit „höfuðborgar" bílaiðnaðar- ins, og vera þar reiðubúnir að aðstoða yfirvöld borgarinnar við að bæla niður óeirðir, ef nauðsyn krefur. George Romney, ríkisstjóri í Michigan, hafði fyrr um daginn sagt forsetanum, að ástandið gæti orðið svo alvarlegt, að lögreglan og þjóðvarðliðið gæti ekki bælt niður kyn- þáttaóeirðirnar, sem í kvöld höfðu kostað sjö manns lífið. •k Skömmu síðar var flogið með hermennina 5000 til Selfridge-flug- vallarins, sem er um 48 kílómetra frá Detroit, fimmtu stærstu borgar Bandaríkjanna, þar sem 1000 lögreglumenn og 6000 þjóðvarðliðar hafa reynt árangurslaust í tvo sólarhringa að bæla niður óeirðir. Þykkur reykjarmökkur hvílir yfir borginni, þar sem hundruð elda loga. Úr lofti að sjá er engu líkara en borgin hafi orðið fyrir loftárás. Síðastliðna nótt fóru hópar blökkumanna um götur borgarinnar, kveiktu í húsum ogi rændu jafnt einkahús sem stórverzlanir. Þrír þeirra, sem fallið höfðu í kvöld, voru hvítir, en hinir blökkumenn. A.m.k. 450 manns höfðu slasazt, og í dag hafði slökkvilið borgarinnar orðið vart við 260 bruna. Um 1000 verzlanir voru rændar s.l. nótt, en eyðileggingarnar í borginni eru metnar á yfir 100 milljónir dollara (4300 millj. ísl. kr.). Slökkviliðsstjóri borgarinnar, Charles Quinland, sagði I dag, að hann teldi, að óeirðirnar í Detriot hefðu valdið meiri eyði leggingu en nokkrar aðrar óeirð ir í sögu Bandaríkjanna, þótt ’tiltölulega fáir hefðu misst lífið. Hátt á annað þúsund manns voru handteknir í borginni. Lög reglumenn og hermenn áttu í sftöðugum bardögum við ^ópa blökkumanna á Grand River Avenue, einni helztu götu borg arinnar. Lögreglumenn, búnir sjálfvirkum skotvopnum, fiugu í þyrlum yfir götur og húsþök, og skutu á leyniskyttur. Romney ríkisstjóri fór í gær ,í eftirlitsferð yfir borgina í þyrlu, en'í dag ók hann imi gotur borgarinnar í brynvörð- um bíl. Bftir þá eftirlitsferð bað hann Johnson forseta að senda herlið til borgarinnar. í s-keyti sínu til Hvita hússins, sagði hann, að margir lögreglu menn og þjóðvarðliðar væru ör- magna eftir margra sólarhringa átök. Talsmaður Hvíta hússlns sagði í dag, að herliðið, sem sent hefði verið til D'etriot, ætti ekki að halda inn í borgina fyrr en fyrirskipanir væru gefnar um það. Auk þess hafa herdeild ir, sem staðsettar eru í mágrenni borgarinnar, fengið fyrirskipan ir um að vera við öllu búnar. Kynþáttaóeirðirnar í Detroit hófust fyrir alvörii snemma á sunnudag, þegar lögreglan lok- aði vínverzlun, sem ekki hafði fylgt lokunarreglum borgarinn Framhald á bls. 15. Sjómaður drukknar á Hofsósi OÓ-Reykjavík, mánudag. HaUdór Jóhannesson, sjó maður drukknaði í höMnni á Hofsósi laugardaginn 15. júlí sl. Halldór var 66 ára gamall og var skipverji á Haraldi Ól- afssyni SK-19. Var hann bú- settur á Hofsósi, ókvæntur og barnlaus. Enginn varð var við, þegar Halldór féll í höfnina og sást Framhald á bls. 14. 3ja ára barn fyrir bíl við Kýrholi í Viðvíkursveit: Fannst meðvitundarlaust á veginum—lézt á sunnudug OÓ-Reykjavík, mánudag. Þriggja ára gamalt barn lézt í gær á sjúkrahúsinu á Sauð- árkróki af völdum áverka sem þaá hlaut í bílslysi í gærmorg un. Slysið varð hjá bænum Kýrholti í Viðvíkursveit, en þar eru foreldrar barnsins búsettir. Ekki liggur Ijóst fyrir með hvaða hætti slysið varð. En áætlunar- bíll, sem var á leið til Sauðár- króks, stanzaði við Kýrholt. Þegar hann.ók frá bænum hefur barnið á einhvern hátt orðið fyrir bílnum 12 ÁRA DRENGUR UNDIR DRÁTTAR- VÉL - BEID BANA OÓ-Reykjavík; VV-Kirkju- bæjarklaustri, mánudag. Tæplega 12 ára gamall drengur varð undir dráttar- vél s.l. föstudagskvöld og beið bana. Atburður þessi skeði á bænum Hæðarskarði í Land- broti. Drengurinn hét Vigfús Adólfsson og var frá Vest-|inn undir dráttarvélinni og beið mannaeyjum. samst.undis bana. Vigfús ók sjálfur dráttarvélinni og var á þjóðveginum skammt írá Hæðarskarði. Var hann á leið frá heyskap og átti stuttan spöl eftir að afleggjaranum, sem ligg ur heim að bænum, þegar dráttar vélin valt út ai vegarkantinum, sem barna er allihar. Varð piltur- | Talið er að Vigfús hafi blindazt | at soj sem orðin var lágt á lofti og farið of nálægt vegarbrúninni, sem er laus í sér og kanturinn gefiö eftir þunga vélarinnar. Foreldrar Vigfúsar eru Ásta Vigfúsdóttir og Adólf Óskarsson, Heiðarvegi 50, Vestmannaeyjum. Er betta þnðja sumarið sem Vig- fús dvaldi að Heiðarskarði. eða hlaupið á hann, en engin sem . áætlunarbílnum var varð var við er slysið skeði, og ók hann sína leið. Rilstjórinn sá til ferða tveggja barna er hann ók af stað en varð ekki var við hið þriðja, sem fannst liggjandi með vitundarlaust skömmu eftir að áætlunartoíllinn ók burtu. Sýni- legt er að ekki hefur verið ekið yfir barnið, en annað tveggja hef ur barnið lent framan á bílnum og kastazit til hliðar við hann eða að það hefur hlaupið á hlið hans er bíllinn ók af stað. Samkvæmt upplýsingum Jóibanns Salbe’’gs, sýslumanns á Sauðár- króki, leikur enginn vafi á að það yar áætlunarbíllinn sem barn ið varð fyrir, þar sem önnur Framhald á bls. 15. Verkfall í Straumsvík EJ-Reykjavík, mánudag. Verkfall það, sem Verka- mannafélagið Hlíf hafði boð- að frá og með deginum í dag, hófst á miðnætti, þar sem j samningar náðust ekki. Samn mgafundur hefur ekki verið I boðaður. Jósef Alliujef Sonurinn gagnrýnir Svetlönu EJ-Reykjavík, mánudag. Dóttursonur Jósefs Stalins, Jos- ef Alliujef, gagnrýndi móður sína Svetlönu Stalin harðlega í við- tali við fréttamann United Press International fyrir helgina fyrir að hafa leitað hælis í Bandaríkj- unum. Sagði hann, að orsök þess- arar ákvörðunar móður sinnar væri „jafnvægisleysi í skapgerð hennar.“ Hann kvaðst ekki sakna Svetlönu, og sagði, að orð þau, sem hún hefði látið hafa eftir sér á prenti um seinni eiginmann sinn, væru „ósæmandi.“ Jósef, sem er 22 ára læknastúd Framhald á bte. 14.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.