Tíminn - 25.07.1967, Qupperneq 5

Tíminn - 25.07.1967, Qupperneq 5
ÞRIÐJUDAGUR 25. júlí 1967. T TÍMINN Kím í hópi skótafélaga sittna. Þriggja ára Kóreudrengur yrkir og Verður hann annar Einstein eða annar Shakespeare'? Haarn leysir erfiðar stærðfræðilþraut ir, yrkir Ijóð og honum þyikir afarvænt um leikfélaga sina. Einu sinni á hverjum hundr að árum fæðist barn, sem hef ur undraverða hæfileika eins og var til dæmis um Mozart. Barn, sem er svo gáfað og hef ur svo mikla sköpunarhæfj- leika, að fuUorSið fólk fyllist lotningu. Þannig barn fæddist í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu fyrir þrem árum síðan. Hann heitir Ungyong Kim. Kim er svo lítill, að hann verður að sitja á bókastafla á stólnum, til þess að sjá yfir skólaborðið sitt. Bekkjanbræð ur hans eru 10 árum eldri en hann. Þegar kennarinn spyr út í bekkinn, er Kim alltaf sá fyrsti, sem réttir um höndina. Flest börn á hans aldri eru þá heimavið sofandL Kim get ur leyst á augabragði dæmi, sem stjarmfræðingar og kjarn- orkueðlisfræðiingar eiga í erfið leikum með. Þetta unga undra barn hefði getað verið keppi nautur Newtons, hvað viðvík ur lögmálum hans, en Newton hefði ekki staðið Kim jafn- fætis ,þegar um skáldskap væri að ræða. Hæfileikar Kims eru svo margvíslegir, að hann tekur jafnvel Bertrand Russel fram. Heimspekilegar hugmynd ir hans spegla svo mikinn þroska, að lærða menn rekur í rogastanz. Kim hefur haldið nákvæma dagbók, síðan hann var tveggja ára. Hún fjallar um allt frá athugasemdum hans um uppeldi til velgerðra kvæða um yngri bróðurinn. Pepy, sem var einn helzti dag- bókarrithöfundur Englands á 17. öld. (Hagbók Pepýs) gæti ekki sýnt meiri hæfileika til að lýsa hinum óMku viðburð um hversdagsleikans. Þegar Kim hvílir sig á stærð fræðilþrautum og dagbókar- skriftum, málar hann og teikn ar. Hann hefur risastóra töflu í herberginu sinu, þar sem hann teiknar abstrakt myndir sér til dundurs. Foreldrar Kims eru fædd sama dag og á sama tíma. Stjörnunar hljóta að hafa ver ið í sérlega hagstæðri stöðu við hvor aðra klukkan ellefu að kvöldi hins 23. maí 1934. Það hefur verið mikið um vel gefið fól'k í ættinni frá upp- hafi. Foreldrar. Kims eru bæði háskólakennarar. Þegar móðir Kims sá hann í fyrsta sinn var han-n hulinn síðu svörtu hári. Læknarnir og hjúkrunarkonuimar, sem aðstoð uðu við fæðinguna hvisluðu sín á milii, að þetta væri afar óeðlilegt barn. Hann var mjög léttur og móðir hans skamm- aðist sín svo mikið fyrir hann, að hún geymdi hann uppi á lofti, þar sem hann öskraði allan daginn. Hárið fór ekki að fara af honum fyrr en eft- ir tíu vikur. f nokkra daga var hann alveg sköllóttur, en síð an fór hár hans að vaxa alveg eðlilega. En fleiri óvæntir atburðir áttu eftk að ske í fjölskyld- unni. Þegar Kim var 3% mán aða gamall fó^ hann að taía, Fimm mánaða gat hann staðið og sagði þá pabbi og mammj, uppréttur í rúminu sínu. Þeg ar Kim var sex mánaða gamall, gat hann bæði hlegið og talað og hann heimtaði að fá sama mat og fullorðna fólkið. Kim er sérlega skarpur í athugunum sínum og tekur ekki hvað sem er gott og giít. Þriggja ára barn þarfnast svefns, án þess að það husi um hversvegna. En svo er ekki með Kim. Þetta gefur honum yrkisefni. Svefn Hversvegna að sofa? Hversvegna að loka augunum? Opin augu trufla flug hugsun arinnair. Um koddann Koddinn er gæddur -undursam- legum hæfileikum Hann gefur manni dásamlega dráuma og sætan svefn. Allt er upprunnið í koddanum bæði glaðværð og gáfur. Kloddinn er eins og heilsubæt- andi lyf úr apótekinu, þegar ég er þreyttur og þarfnast hvíldar, ber koddinn mig á baki sér. Föt Hversvegna að klæða sig? Til þess að verða ekki kalt? Nei. Vegna þess að ég hræðist háð Soonis? Nei. Fötin eru til þess að halda líkamanum hreinum. Matur Maður getur ekki lifað án matar. Maður getur ekki lifað án þess að and'a. en æ, að lifa án þess að borða er eins og að lifa á tunglinu. Kim reynir að komaist til botns í lygum, sem eru áber- andi í heimi fullorðna fólksins. í nokkrum línum iýsir hann kaupskapnum á marfcaðinum. Fyrst kostar það fjögur og hálft þúsund, en þegar amma vill ekki kaupa verður verðið á dularfullan hátt þrjú og hálft þúsund Kaupmaðurinn lýgur. Ailir Ijúga á markaðinum. Listatamannseðli hans kem- ur fram í öllum kvæðum hans. Hann virðir fyrir sér mynd og furðar sig á, af hvéru hún geti ekki hréyft sig og talað, eins og hún lítur út fyrir að geta- Þegar hann sér páfugl í verzlun, fær hann> innblástur og segir: Hann brosir til min og lang ar að leika sér. Þrátt fyrir afburðahæfileika Kimis er hann yndislegur lítill drengur, sem finnst langmest gaman að leika sér við vini sína og fara í verzlanir með mömmu sinni. Honum þykir afar gaman að klæðast þjóð búning Kóreu og ganga um i verzlunum og kaupa. Af- greiðslustúlkurnár þekkja hann og sýna honum þá virð ingu, sem honum sæmir. Greind Kims hefur verið mæld þrisvar sinnum. Kvenna háskólinn í Ewha gerði fyrsta prófið og niðurstaðan varð — greindarvísitala 200. Næsta Framhald á bls. 15. Á VÍÐAVANGl Horfir ilia nyrðra Kal í túnum norðanlands er mjög mikið og er kalið á sum- um bæjum svo mikið að búast má aðeins við um helmings uppskeru meðaiárs og á stöku stað eru öll tún kalin. Auk þessara kalskemmda er víða einnig mjög lítil spretta og batnar ástandið ekki nema hlýni að mun. Búnaðarmála- stjóri, dr. Halldór Pálsson seg- ir í viðtali, að fyrirsjáanlegt sé, að fækka verði í bústofni landsmanna í haust. Hve mikið þarf að skera niður fer eftir veðráttu og sprettu fram til haustsins. Við þessum vanda þarf að bregðast í tíma og beita öllum tiltækum ráðum til bjargar bústofni og afkomu þeirra bænda, sem verst verða úti. Hvað á að gera? Stjómarflokkarnir mörðu meirihluta f síðustu kosning- um. Það, sem úrslitum kann að hafa ráðið, vorn yfirlýsingar um að allt væri í stakasta lagi í atvinnu- og efnahagsmálum og Ioforð um að áfram yrði stjómað án bækkun skatta, án hækkun verðlagsins og alls ekki kæmi til greina að fella gengið. Út á þetta fengu þeir meiri- hlutann. Nú skrifar Morgun- blaðið hins vegar í öðrum dúr, og talar um nauðsyn þess að gera ráðstafanir. AHt er það tal þó heidur óljóst, því jafn- framt er talað um að verðstöðv- unin haldi áfram ,þótt ekki séu til peningar í niðurgreiðslur, nema tíl septemberloka. En hvað sem þvi líður taka ráð- herrar lífinu létt þessa daga. þótt þeir, sem atvinnurekstur stnnda í landinu séu að kikna undir erfiðleikunum, einkum lánsfjárskortinum. Þeir eru flestir í sumarfríi erlendis eða úti í sveitum. Þó munu víst tveir af sjö vera við öðru hverju i stjórnarráðinu. Þeir _ ráða víst heldur litlu og mega beir vera að þvi að ræða við atvinnurekendur og sveitastjórn armenn á Austurlandi. pað er sagt, að Neró hafl íeikið á fiðlu á meðan Róma- borg brann. „Mórallinn" Erfiðleikar atvinnulífsins eru margvíslegir og kjarasamning- ar verkalýðsfélaganna em laus- ir Allt er í óvissu og enginn veit hvað framundan er. Lík- lega allra sízt ráðherrarnir í frínnum Ef ríkisstjórnin hefði fallið og ný ríkisstjóra hefði verið mynduð er víst, að hin nýja ríkisstjórn hefði nú lagt dag við nótt til að kryfja vandamálin til mergjar og flnna Ieiðir út úr vandanum, tryggja atvinnu- út og lífskjör. Menn skulu hafa það í huga, einkum þeir, sem ekki geta farið i frí eða verða 'ió vinna i sumarfríinu sínu (il að brúa bilin í sínum búskap En ráðherrar virðast lifa eftii kenningum heimspeklHgsin fræga um „Herrenmoral" o „Sklav eiimoral". HEIMA OG HEIMAN

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.