Tíminn - 19.08.1967, Blaðsíða 9

Tíminn - 19.08.1967, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 19. ágúst 1961 TÍMINN 9 Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURlNN Kramkvæindast.ión: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson fábi Andrés Kristjánsson Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Kulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofui ' Eddu búsinu simar 18300—18305 Skrifstofur Bankastræti 7 Af greiðslusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrai skrifstofur. sími 18300 Askriftargjald kr 105.00 á mán innanlands - f lausasölu kr 7.00 eint - Prentsmiðjan EDDA h f Atvinnumál Akureyrar Þær upplýsingar munu- vaíaiaust koma mörgum á óvart, aS síðan um áramót sé búið að greiða 1,2 milj. kr. í atvinnuleysisbætur á Akureyri. Síðan í júníbyrjun nema þessar greiðslur 200 þús. kr., en um seinustu mánaða- mót voru skráðir atvinnuleysingjar á Akureyri um 130, þar af um 40 skólaunglingar. Ottast er að þessi tala muni mjög vaxa með haustinu. Það á vitanlega sinn þátt í þessu atvinnuleysi, að sumarsíldveiðin hefur að verulegu leyti brugðizt. Önnur ástæða er þó enn þýðingarmeiri. Iðnaðurinn hefur verið helzti atvinnuvegur Akureyrar. Hann hefur verið að lamast jafnt og þétt seinustu misserin. Ýms fyrirtæki eru þegar hætt, en önnur eru að gefast upp. Mörg hafa dregið saman starfsemi sína og fækkað starfsfólki. Hin stóru iðnaðarfyrirtæki samvinnumanna á Akur- eyri, eins og Hekla, Gefjun og Iðunn, hafa ekki enn farið inn á þá braut að fækka starfsfólki, að undanskildu því, að ssumastofu Gefjunar var lokað í júníbyrjun síðastl. Afkoma þessara fyrirtækja stendur hins vegar mjög höllum fæti og hlýtur bráðlega að koma til veru- legs samdráttar og jafnvel stöðvunar, ef ekki fást eðli- legar úrbætur. Þessi fyrirtæki veita hundruðum manna atvinnu og yrði það stórfellt áfall fyrir Akureyri, ef þeim væri ekki veittur eðlilegur rekstrargrundvöllur. Orsök erfiðleika iðnaðarins á Akureyri eru vitanlega sams konar og annars staðar. Verðbólgan hefur stór- aukið alian rekstrarkostnað, en til viðbótar hafa komið lánsfjárhöftin og taumlaus innflutningur iðnaðarvara áður en fyrirtækin væru nokkuð undir það búin að mæta slíkri samkeppni. Þannig er röng stjórnarstefna að leggja einn aðalatvinnuveg landsmanna í rúst. Ef ekki verður gerbreytt um stefnu varðandi mál iðnaðarins-, munu ekki aðeins hinu atvinnulausa fólki á Akureyri stórfjölga og greiðslurnar úr atvinnuleysis- tryggingasjóði margfaldast. heiílur mun atvinnuleysi hefja innreið sína hér sunnaniands í stórfelldum mæli. Þess vegna verur ríkisstjórnin að breyta hér um stefnu og hefjast strax handa um að tryggja rekstrar- afkomu iðnaðarins. TiIIaga Helga Bergs Mjög gengur nú a gjaldeyrisvarasjóðinn og verður hann fljótt þrotinn með slíku aframhaldi Þá taka við innflutningshöft og jafnvel skömmtun brýnustu nauð- synja, líkt og var hér a árunum 1947—49. Þetta viðhorf gerir það vel Ijóst, hve skynsamleg var sú tillaga Helga Bergs að verja nokkrum hluta gjaldeyris- sjóðsins til að efla atvinnuvegina áður en s.ióðurinn væri alveg þrotinn vegna innflutnings á kexi og öðrum svip- uðum varningi. Með þvi að ráðstafa gialdeyrisvarasjóðn- um líkt og Helgi lagði til, hefði ':erið lagður grundvöllur að atvinnurekstri, sem ýmist hefði aflað gjaldeyris eða sparað innflutning. Óneitamega hefði slíkt reynzt far- sælla en að flytja taumlaust inn kex og annað svipað góðgæti, meðan einhver eyrir er eftir í gjaldeyrisvara- sjóðnum, og þurfa svo að gripa til innflutningshafta á nauðsynjum. Þetta skilja vafaiaust allir, nefna ritstjórar Morgunblaðsins. Þeir virðast telja óheftan innflutning hvers konar vara lausn á öllum vanda. JOSEPH ALSOP: Ástandiö í hverfum amerískra blökkumanna íer síversnandi Robert Kennedy birtir eftirminnilegar uppíýsingar. ÞEGAR mannréttindahrevi ingin var hafin, vakti hún bjartar vonir og naut '1 menns stuðnings, en heita má. að nún hafi eKki til þessa haft nema tvæi áþreifanleg ar afleiðinigar, eða óeirðirn ar í borgunum og sameigin- leg vatnssalerni fyrir hvíta og svarta karla. Hvað hefur bá farið úrskeiðis? Svarið er grimmilega ein falt. Heita má, að næstum engan hafi fýst að horfast í augu við hinar óbilgjörnu stað- reyndir, sem við blasa i hvers dagslegum málum svertingja i landinu og takast á við þær sér í 'agi þó næstum engan hinna frjálslyndari hvítra manna eða stjórnarleiðtogia sem höfuðébyrgðina bera. Híver og einn, sem gerir sér gnein fyrir þessum staðreynd um, hefur fyrir augum hinar raunverulegu orsakír skelf inganna, sem dundð hafa yfir Detroit, Newark og margar aðrar borgir i landibu að und- anförnu. LÍTA má til dæmis á þær hryllilegu upplýsingar, sem Robert Kennedy öldunga- deildarþingmaður birti, þeg ar hann talaði fyrir laga- frumvarp sínu um aukningu atvinnu í fátækraihverfum bora anna. Staðreyndirnar, sem öldungadeildarþingmaðurinn rakti, hafa verið fyrir hendi meðal okkar langa langa lengi, en eigi að síður verður að líta svo á, að hann hafi birt okk- uir þær, þar sem enginn opin- ber sýslunarmaður hefur nokkru sinni fyrr lýst þedm. Til dæmis dró Kennedy öld ungadeildaþingmaður fram i dagsljösið, þá mjög svo tákn rænu staðreynd, að negrar hafa að jafnaði verið vantald ir um 10% við venjuleg mann töl í landinu. Þessi vantalning hefur einkum orðið i fátækra hverfunum og numið þar allt að 20 af hundraði. Þessu næst tók Kennedy fyr ir r.áknrænt fátækrahverfi svertingja með 230 þúsund íbúum en samkvæmt áætlun tnanntplsins >'æru meðal beir's 56000 karlmenn á aldrinum 20 —64 tra .tvlanntalsskrifs ,ofan eða verkamálaráðuneytið gera ekki fundið frá fimmtungi og upp í briðjung þessara svörtu karlmanna i skrám sínum af því að þeir eiga ekkd fast heirr ilisfang, og hafa engan starfa. sagði öldungadeildarbing- maðurinn. „Þeir reilka um borg ina, fráskildir fjölskyldum sínum, rétt eins og þeir kæmu meðbræðrum sínum ekki medra við en lafnmargir spör fuglar, — eða brunnar cld- spýtur." ÞEGAR þingmaðurinn var búinn að draga frá þessar „glöt uðu nersveitir," sem hann svo nefndi, átti hann eftir 41000 verkfærra karlmanna, sem Róbert Kennedy verkamálaráðuneytið getur fundið • skrám sínum. En að minnsta kosti 11% þeirra eru þó fallnir út við opinbera taln ingu werkfiærra manna, þar sem þeir hafa gefið udd alla von og eru hœttir að leita sér að atvinnu. Þá átti Kennedy enn eftir 36500 talinna verk færra manna, en 10% þeirra eru að staðaldrj' atvinnulaus ir og margir stunda störtf, sem gefa í aðra hönd minna en 60 dali á viku, en það tálknar, að þeir hljóti að búa við fátækt. „Af 56 þúsund verkfærum körlum í þessu fátækranverfi svertingja," hélt Kennedy áfram, „hafa aðeins 24500 menn eða 43,7% fasta at- vinnu, sem gefur meira en 60 dali á viku í launatekjur. Aðeins 30600 hafa vfirlein fasta atvinnu bvon =em m in eru lág eða há. Þeir, sem hatfa yfirleitt einhverja eanu eru' færri en þrír atf fimro ÞANNIG er þá hið hræðr lega ástand, sem vantalning manntalsins hefur lengi haldið leyndu. ásamt hinu mikla n gera atvinnuleysi i fátækra- hverfum borganna, þar sem óeirðirnar eiga upptök sín Þea ar þess er gætt. að meira ?n f jórir af hverjum tíu vinnu- færra karlmanna í fátækid hverfum negranna eru atvinnu lausir, og um helmingur full- frískra ungmenna hefur heldur ekkert fyrir stafni, er í raun og veru furðulegt, að vandræð in hafa ekki orðið meiri en raun er á En tölurnar, sem Kennedy öldungadeildarþing maður birti, hafa þó ekki ver ið rengdar. Við þetta má svo bæta, að þjóðfélaginu hefur mistek- izt að láta negraminnihlutan um i té þá lágmarksmenntun, sem gerði einstaklingnum fært að afla sér atvinnu og halda henni. Þessum misbresti hef óg svo oft lýst í greinum mín- um, að hér nægir að taka fram, að ednungis tíundi hver banda rískur negri hefur hlotið ein földustu unglingaskólamennt un. En þegar við játum þetta, ættum við að lúta höfði af blygðun. VIÐ þessar smánarlegu og ægiíegu upplýsmgar um ástand i atvinnumálum og menntun verður svo enn að bæta hinni hryggilegu, en sönnu sögu um húsnæðið í fátækrahverfunum. Þeir Franc es Fox Piven og Rdohard A Cloward félagsfræðingar við Columbia-háskóla hatfa alveg nýlega sagt þá sögu, í merki legri erein í „New Repufolic.1' Hér er ekki rúm til að rekja nákvæmar tilvitnanir í hinn sannfærandi rökstuðning þeirra Pivens og Clowards fyrir þvi,. að brýnm nauðsyn beri til að koma þegar i stað upp sómasamlegu húsnæði í fátækrahverfunum cn að ráða niðurlögum aðskilnaðar kyn þáttanna í búsetunni. Vert er að veita því athyáli. að for gangur þess markmiðsins, sem síður • 'iiriHnd) -ð ta en er siðférðislega geðfelldara, hefur eftirlátið meginþorra negranna í fátækraihverfum borganna húsnæði, sem fer stöðugt versnandi, og verður æ meira ófullnægjandi með hverju árinu, sem líður. Þrátt fyrir alla viðleitni borgaryfirvaldanna i New York til dæmis, hækkaði tala ósæmilegra íbúða úr 420 þús und i 525 þúsund á árunum 1960—1965 en þessar íbúðir eru nálega allar í fátækra hverfunum. Á sama tíma fækk aði lágleisuífoúðum í borg inni um 260 þúsund. „Leigu- íbúðum fyni lágtekjufólk hef ur ekkj aðeins fækkað, heldur hefur aðskilnaður kynþátt anna í oúsetu einnig aukizt“, segja þeir Piven og Cloward í grein sinni. ALLAR hinar einlægu en fálmandi tilraunir til að láta negraminnihlutanum í té auk- ið réttlæti, hatfa því brugðizt gersamlega í öllu, sem mestu máli skiptir. jafnt atvinnu- mennta-, sem húsnæðismál- um. Tilraunirnar hafa eng- an arangur borið vegna þess, að ekki hefur verið hortfzt í augu við staðreyndirnar, — og staðreyndirnar raunar sjaldnast verið dregnar fram í dagsljósið. Tilraunirnar hafa til einskis orðið af þeirri ástæðu, að góð siðíerðileg áferð hefur verið tekin fram yfir það sem framkvæmanlegt var. Framkvæmanlegar úrbætur sem brynust nauðsyn er á, verða nú erfiðari viðfangs en áður af þeim sökum, að heita má, að of seint sé að hefjast handa Kostnaðurinn veltur á mörgum hundi-uðum millj arða dala. En hversu hátt sem gjaldið kann að reynast, verð- ur ekki hjá því komizt, að inna það atf höndum, ef koma á í veg fyrn að lýðvvldið draíni ekki niður i eina alls- herjar S-uðatr-Afr&u, sem nær til alls meginlands állunnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.