Tíminn - 19.08.1967, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.08.1967, Blaðsíða 2
LAUGARDAGUR 19. ágúst 19CT TÍMINN REITINGSAFLI HJÁ HÓLMAVÍKURBÁTUM JAHólmavík, miðivikudag. Reytings íiskaíli hefiur verið hér undanfarið. Að staðaldri róa nú 3 bátar frá Hólmavík og 3 frá Drangsnesi. Eru þeir úti í þrjá daga í einu og hafa komið að með frá 5 og upp í 12 tonn. Er- það öllu skárri afli en verið hef-ur síðustu ír- in. Bátarnir eru eingöngu á handfærum og er acflinn þorsk ur. Sækja þeir norður á Drangaskörð og Hornkamba, en þangað er 8—10 tíma keynsla. Hér er voðalegt grasleysi, mjög mikið kal í túnum og lítið sprottið. Er útlit fynr, að bændur verði að fækka bú fé í haust, Tíðin hefur verið sæmileg, frekar lítið um þurrka og kalt, en þó aefur verið sæmileg nýting á heyi- um. Mikið hefur verið um ferða fólk í surnar, og fer það allt norður í Árneshrepp. Er það alls staðar að af landinu. MIKIÐ GRASLEYSI ÓE-Bitrufirði, miðvikudag. Bilvelta varð hér í yikunni sem leið. Flutningabíll frá kaupfélaginu á Hólmavik valt út af veginum við Krossárbrú, og fór hann heila veltu og kom niður á hjólin aftur. Bíllinn er mikið skemmdur eft ir veltuna, og sömuleiðis farm t urinn, en búið er að ná hon um upp aftur. Bílstjórinn og farþegi hlutu lítils háttar skrámur, en sluppu annars ómeiddir. Hér er mikið grasleysi, en góð táð, og munu bændur yfir leitt vera hálfnaðir með tún sín. Grasið er Mtið, og fer ekki hjá því, að fóður vanti í haust. Hér hafa verið haldnir fundir undanfarið um heyskaparmiál in á vegum búnaðarsamfeands ins, og vona menn, að kal- nefndin getd eitthvað gert. Ekki hefur enn verið atfeugað um heyskap, enda er að skilja á fréttum, að erfitt verði að fá hey keypt í haust. Töluverð umferð hefur ver- ið hér undanfarið, og um verzl unarmannafeelgina var hún talsvert mikil, enda hafa orð- ið stórbrcytingar til bóta á á- standi vega hér í sýslunni frá því sem áður var. Mest eru þetta Reykvíkingar, en annars víðs vegar að af landinu. DJÁKNINN SEGIR UPP GJ-Grímsey, fimmtudag. Djákninn hér, Einar Einars son, hefur nú sagt starfi sínu lausu ,og flutzt til Akureyrar. Er embætti hans laust, og vit um við Grímseyingar ekki, . hvort við fáum nýjan sálusore ara í hans stað. Héðan róa nú að staðaldri 10—12 trillur, og' einnig hafa Eyjafjarðarfeátar haft viðlegu hér í höfninni. Aflinn hefur verið sæmilegur undanfarið. Síðustu dagana hefur verið sól skin, en annars hefur verið Mt ið um þurrka það sem af er sumrinu. Menn eru nýbyrjað- ir að slá, og er sprettan með alversta móti og mikið mm kal. Heyið er mest verkað í vofhey. KiÐA er núna að setja hér upp frystihús, en félagið rek- ur hér útilbú eins og kunnugt er. Húsnæðið var fyrir hendi. en verið er að setja vélamar niður, og verður því verki lok ið fyrdr haustið. Verður fiskur inn þá heilfrjistur hér og síð an sendur á Akureyrarmarkað. Ifér var ekkert frystifeús fyr- ir, heldur var aflinn saltaður, en með þessu móti myndast hér aðstaða fyrir línuútgerð, sem ekki hefur verið fyrir hendi áður. Þá er hér í smíðum félags- heimili, sem jafnframt verður notað sem skóli. Er bygging in vel á vég komin, og var kennt í henni í fyrraivetur. Biskupinn vísiterar í Húnavatns- og Skagafj.prófastsdæmum um helgina. r ES-Rvík, föstudag. Kartaflan á meðfylgjandi mynd kom upp úr garði suður í Kópavogi um síð- ustu helgi og er hvorki meira né minna en 230 gr- að þyngd. Hún er út af út- sæði, sem sett var niður í kassa um mánaðamótin marz—apríl, en sett út viku af maí, og voru grösin þá orðin um 25 cm. há. f frost unura í maí féllu grösin alveg, en spruttu aftur, og hefur það sýnilega ekki háð undirvextinum. Eigandi garðsins er Heiðbjört Pét- ursdóttir, Álffeólsveg 58, Kópavogi, en kartöflurnar eru af dönsku aftorigði. Biskupinn herra Sigurfejörn Einarsson vísiterar í Húnavatns og Skagafjarðarprófastsdæm- um dagana 19.—21. ágúst. Vísi- tasíunni verður hagað sem hér segir. Laugardaginn 19. ágúst klukkan tvö. Efra-Núpskirkja kl. fimm Hvammstangakirkja. Sunnu daginn 20. ágúst kl. tvö, Mel- staðarkirkja, klukkan fimm Stað- arbakkakirkja. Mánudaginn 21. ágúst klukkan tvö, Silfrastaða- kirkja, klukkan fimm Flugumýr- arkirkja, og klukkan níu Mikla- bæjarkirkja. (Frá Biskupsskrifstofu) NYTT FRIMERKI í tilefni af 50 ára afmæli Verzl unarráðs fslands verður gefið út nýtt frímerki að verðgildi 5 kr. Útgáfudagur merkisins er 14. sept emfeer næstkomandi. Gísli B. Björnsson auglýsingateiknari hef ur teiknað merkið, en það verð- ur prentað hjá Courvoisier A.S. í La Chaux-de-Fonds í Sviss. HLAUT STYRK Á afmæMsdegi dr. Rögnvalds Péturssonar hinn 14. ágúst 1967 var í fjórða skipti útlhlutað styrk úr minninigarsjóði hans til efling ar íslenzkum frœðum. Styrkinn, sem er að uppfeæð 35.000 krónur hlaut cand. mag. Svavar Sig- mundsson til að kynna sér ör- nefnarannsóknir erlendis og til rannsókna á íslenzkum örnefn- um . Stjórn sjóðsins skipa Ármann Snævarr, háskólarektor og pró- fessoramir dr. H^lldór Halldórs- son og dr. Steingrimur J. Þor- steinsson. Styrktarfélag van- gefinna fær minn- ingargjöf í tilefni af 100 ára afmælis Halldórs heitins Högnasonar frá Skálmárhrauni, gáfu börn hans og tengdabörn Styrktarfélagi van- gefinna rausnarlega gjöf til minn- ingar um hann og konu hans, Andreu Kayrínu Guðmundsdótt- ur. Gjöfin var afihent á skrifstofu félagsins 4. þessa mán. Félagið færir gefendunum hugfeeilar þakk ir og árnaðaróskir. SHsýniráhaustkaup stefnunni í Leipzig Haustsýning Kaupstefnunnar í Leipzig verður dagana 3.—10. sept. næstkomandi. — Eins og venjulega er haustsýningin aðal lega fyrir neyzluvörur og verða sýnlngardeildir frá meir en 50 löndum í öllum heimsálfum. Matvörur verða sýndar frá 40 þjóðlöndum og er meðal þeirra sýningardeild frá íslandi. Er það Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna sem sýnir afurðir sínar í aðalsýn- ingarbyggingunni fyrir matvör- ur. Sölumiðistöðiin hafði einnig sýningardedld á voreýningunni í marz sl. Alls sýna í Leipzig að þessu sinni yfir 6000 framleiðendur frá meira en 50 löndum. Nær sýning in yfir meira en 130 þúsund fer- metra svæðd. — Gert er ráð fyr- ir að um 200.000 kaupsýslumenn frá 75 löndum muni heimsækja sýninguna í haust. Eins og áður er getið sýna 40 lönd matvörur. Efnavörur, snyrti vörur og iyfijavöruv verða sýndar frá 20 löndum. Um 30 lönd sýna vefnaðarvörur. — Húsgögn og húsgagnaspón sýna fram- leiðendrar frá 15 löndum, svo nokkuð sé upptatoð. Tólf sosíalistaríki taka þátt 1 sýningunni og verður sýning Sov étríkjanna í neyzluvamingi sér staiklega mikU í sambandi við 50 ána byltingarafmælið. — f Leip- zig verða sýningar, margar þeirra samsýningar, frá 20 þróunarlönd um í Asíu' og Aifráku. 20 vestræn lönd hafa sýningar deiWir á haustsýningunni í sept ember. Eru stærstu sýningardeild imar frá Frakklandi og Austur- ríki. Frakkar sýna m.a. SECAM liitsjómvörp sán. — Holland, íta- Ma, Svfþjóð og Danmörk hafa stórar sýningar og þátttakan frá Sviss, Belgíu og Finnlandi hefur enn aukizt. — Vestur-Þýzkaland og V. Berlín hafa margar sýning- ardeildir og loks má nefina sýn- ingar frá Bandarákjunum og Jap- an. Eins og ávalt er þátttakan mest frá Þýzika Allþýðulýðveldinu, sem sýnir í öllum vöruflokkum kaupstefnunnar og eru þær marg ar nýjungar á boðstólum. íslenzkir kaupsýslumenn munu að venju leggja leið sána til Leip zig nú eftir mánaðarmótin, en einnig fyrir aðra er fróðlegt og skemmtilegt að dvelja í Leipzig sýningardagana. í leik- og hljóm listarlffi er mifcið um að vera, daglegar óperu- og ballett-sýning ar í nýja óperufeúsinu og í leik- húsum ber mikið á nýrri leik- list nú í haust. — Mar.gir þekktir hljómlistamenn koma fram á tón leikum. Ferðir til Leipzig eru hentugar og ódýrar. FlugfélagW Interflug hefur daglegar þotuferðir frá Kaupmannahöfn beint til Leip zig, en hraðlestir fara tvisvar á dag. Gott er einnig að fljúga yfir London eða Amsterdam. Kaupstefnan í Reykjavik veitir allar upplýsingar um sýninguna BÍL STOLIÐ Aðfaranótt s.t. priðjudags vai stolið bíl af bílastæði Bílasölu Matthíasar, Höfðatúni 2 Hér er um að ræða ljósbrúnan Oldsmo bile R-19868 árgerð 1949. Þeir sem kynnu að hafa orðið varir við þennan bíl frá bví aðfaranótt þriðjudagríns, eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til rann- arlögreglunnar. 1 og gefur út sýningarskírteini, sem um leið gilda fyrir vegabréfs I áritun. Kviknaði í Fjarðakletti á veiðum ES-Reykjavík, föstudag. f gærkvöldi kom upp eld ur í vélbátnum Fjarðar- kletti frá Hafnarfirði GK— 210, þar sem hann var að veiðum vestur af Eldey. Urðu talsverðar skemmdir á bátnum, áður en eldur- inn varð slökktur, en eng- an mann sakaði um borð. Eldurinn kom qpp um kl. 20.30 aftast í vélarrúm inu, og varð fljótlega svo miikill reykur þar niðri, að ekki varð komizt niður til slökkvistarfa, svo að áfeöfn in tók það til bragðs að byrgja vélarrúmið og reyna að bæfa eldinn. Nærstödd skip og bátar komu fljót- lega á vettvang, þ.á.m. vél báturinn Elding, og varð eldurinn loks slökktur með kolsýrutæki og kraftmik- illi sjóslöngu, sem þar var um borð. Tók Eldingin Fjarðarklett síðan í tog og kom með hann inn til Hafnarfjarðar á ellefta tím anum í morgun. Talsverðar skemmdir urðu um borð í Fjarðarklettinum af eldi og reyk, m.a. komst eldur- inn út í síðu skipsins öðru megin, og einnig brann mikið aftast í vélarrúminu og í káetu skipverja 'aftur í. Fjarðarklettur er í eigu fyrirtækisins Jón Gáslason sf. í Haifnarfirði, og hefur hann verið á humarveið- um undanfarið. SUMARHÁ- TÍÐ VIÐ EYJAFJÖRÐ Sumarhátíð Framsóknarmanna við Evjafjörð verður haldin i dag. laugardag, í Sjálf- stæðisfeúsinu á Akureyri og hefst kl 21. Ingvar Gísla- son alþingismaður og Jón Baldvlnsson menntaskólanemi flytja ávörp. Leikaramir Eyvindur Erlendsson og Karl Guðmundsson skemmta. Magn ús Jónsson óperusöngvari syngur og hljómveit Ingimar Eydal leikur fyrir dansi. Söngv arar með hljómsveitinni eru Þorvaldur og Helena. Ingvar Jón

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.