Tíminn - 19.08.1967, Side 8

Tíminn - 19.08.1967, Side 8
8 TIMINN LAUGARDAGUR 19. ágúst 1967 8 Kulusuk á Grænlandi Það var einn sunnudaginn í sumar að fréttamaður Tímans tók sér far með Flugfélaginu til Kulu- suk á Austurströnd Grænlands, en Flugfélagið heldur uppi ferð- um yfir sumarið til Kulusuk og Narrassua-k. Ferðimar til Kulusuk taka einr dag, og er farið frá Reykjavík um hádegisbil á sunnu dögum. Að þessu sinni voru um fimmtíu manns í ferðinni, og allt að því helmingur útlendingar. Far arstjórar voru þau Kristján Árna son og Kerdís Viggósdóttir. Flogið var með DC-6B vél, stefn an tekin svo til beint í NV frá Reykjavík. Eftir um klukkutima flug í 12 þúsund feta bæð sjást þess greinilega merki að við erum að nálgast Grænland — við erum nefiiilega komin yfir rekísinn, sem hefur verið óvenjumikill við Grœidandsstrendur í sumar. Flúgvöllurinn við Kulusuk, er byggður af Bandaríkjamönnum, vegna radarstöðvar sem er þarna á eyjunni Kulusuk. Danir hafa umsjósn með vellinum. Aðftogið að flugvéllinum er mjög einkennilegt. Er fLogið inn fjörð, milli fjalla þar sem hæstu tindar eru upp und ix tvö þúsund fet, og síðan er flugið smálækkað þangað til kom ið er að flugivePúnum sjálfum. Flugifreyjumar ÞóaMldur Sand holt og Ásdís Þórðardóttdr fram reiddu ágætis hádegisverð á ieið inni norður, og áður en við yfir giáifum vélina fékk hver sinn nest ispoka, áður en lagt var upp í gönguferðina til þorpsins. Frá flug veílinum er rúmlega klukkutíma gangur, en börnin í þorpinu fylgj ast greinilega með því hvena-r ferðafólksins er von og koma á móti því á leiðinni. Þá komj á mótd ferðafólkinu minjagripasalar með litlar átnúnaðarstyttur sem nefndar eru Tubilak (skrifað eftir framburði). íslenzkir bændur myndu kalla- umhverfi þoriisins hrjóstugt, og lítt falið tiJ rækt- unar, enda er það svo að þarna fyrirfinnst hvorki búfénaður né kálgarðar, en þrátt fyrir það lít- Framhaid a 15 <iðu ; ......................................................... >essir grænlenzku strákar komu á mótl ferðafólkinu, og höfðu ekkert á móti því að fá svona einn og einn arjóstsykurmola. Sú gamla hafði þann hátt á að hún bar barnið í poka á bakinu. þegor ferðamennirnir komu. Þetta er að verða sjaldgæf sjón á Grænlandi, þar sem „menningin“ hefur haidið innreið sfna. (Tímamyndlr—Kárt) :ortíð og nútið værl hægt að kalla þessa mynd. Grænlenzka stúlkan fór þjóðbúninginn sinn fyrir ferðamennlna, en búningar sem þessi gerast iú æ sjaldgæfari, og það er -isskilningur ef einhver hefur haldið að íetta séu hversdagsflíkur stúlknanna. Við hlið grænlenzku stúlkunnar ir Ásdf Þórðardóttir, fiugfreyja, i fyrsta utaniandsfluginu sinu. Frá þorpinu á Kulusuk-eynni. Þarna má sjá gamla og nýja tímann í íbúðarhúsum staðarins. Lengst til vinstri má sjá í stafninn á nýbyggðu húsi, en undir stafninum er gamalt hús og heldur hrörlegt — eins og húsin voru þarna fyrir nokkrum árum. fsjakarnir sigla um fjörðinn, en í baksýn sjást tignarleg grænlenzk fjöll.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.