Tíminn - 19.08.1967, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
LAUGARDAGUR 19. ágúst 1967
KENNARANÁMSKEIÐ Á VEGUM FRÆÐSLU-
MÁIASKRIFSTOFUNNAR HALDIN Í SEPT.
Eins og undanfarin ár gcngst
fræSslumálastjórn fyrir námskei'ö
um fyrir kennara í barna- og
gagnfræðaskólum. Hinn 4. septem
ber n.k. hefjast námskeið fyrír
enskukennara og handavinnu-
kennara. Námskeiðið fyrir ensku-
kennara verður haldið í Kennara-
skóla íslands og stendur yfir frá
4.-22. sept.
Á námskeiðinu vcrða kynntar
nýjar námsbækur í ensku fyrir
íslenzka ba,rna-_ og framihaldsskóla
eftir Heimi Áskelsson, mennta-
Úthlutað úr
Minningarsjóði
Urbancic
Á afmælisdegi Dr. Victors Ur-
bancic, þann 9. ágúst s.l., hélt
stjóm Minningarsjóðs Dr. Victors
Urhancic fund í Landspítalan-
um til þess að úthluta styrki úr
sjóðnum til lækni sem stundar
sérnám erlendis í heila- og'tauga-
skurðlækningium samkvæmt
stofnskrá sjóðsins.
Tvœr umsóknir bárust og út-
hlutaði sjóðstjórnin öðrum þeirra
Kristni Guðmundssyni, lækni
styrk úr sjóðnum að upphæð kr.
lð.000,00 ísl. krónur. Kristinn
Guðtmundsson hefur stundað
skurðlækningar í Bandaríkjunum
og nú síðast nám í framangreindri
sérfræðigrein við Mayo Graduate
school of Medicine í Rochester
Minnesota.
Stjórn Minningarsjóðs Dr. Vic
tors Urbancic skipa: Þorstemn
Sveinsson, skrifstofustjóri, for-
maður, Snorri Hallgrímsson, pró-
fessor og Dr. Melitta Urbancic,
og til vara: Pétur Urbancic,
bankafulltrúi og Frú Svava Þor-
bjarnardóttir.
skólakennara og Ríkisútgáfa náms
bóka gefur út. Þá verður einn-
ig sýni- og æfingakennsla bæði í
byrjendabekk og framhaldsbekk.
Kynntar verða ýmsar nýjungar
í enskukennslu, m.a. notkun kvik-
mynda og annarra fjöl-
skyntækja við kennslu. Fjallað
verðiur um að*rðir við ensku-
kennslu, enska málfræði og hljóð-
fræði, sögulegt baksvið enskrar
tungu, bókmenntir og fl. í fyrir-
lestrum og æfingatímum.
Forstöðumaður námskeiðsins
verður Heimir Áskelsson M.A.,
menntaskólakennari, en auk hans
kenna dr. Alan Bouoher, MA..,
Ph.D., rithöfundur, Geoffrey C.
■Harlow, M.A., B.Litt., háskóla-
kennari frá London, (Westfield
College). Patricia Harvey, .MA.,
háskólakennari frá London (Bed
ford College), Auður Torfadóttir,
M.A., kennaraskólakennari, Lea
Munro, s'kólastjóri og fl.
Handavinnukennaranámskeiðið
stendur frá 4.—15. september.
Það er haldið í samr,áði Félags
ísl. smíðakennara.
Á námskeiðinu verður kennt:
leðurvinna, mosaík, flugmodel-
smíði og smíði eðlisfræðitækja.
Umsjón með námskeiðinu hafa
kennararnir Ingimundur Ólafs-
son og Bjarni Ólafsson. Auk
BÍLSLYS HJÁ
HVOLSVELLI
ES-Reykjavík, f'ostudag.
Bílslys yarð a Hvolsvelli í morg
un. Bifreið af gerðinni Volvo Ama
zon fór út af veginum og valt.
Ökumaðurinn var einn í bifreið-
inni, og kastaðist hann út úr
henni og mun hafa höfuðkúpu-
brotnað. Var hann fluttur á
sjúkrahúsið á Selfossi. Bifreiðin
mun hafa verið á talsverðum
hraða ,og leikur grunur á, að
ökumaðurinn hafi verið undir á-
hrifum áfengis.
þeirra kenna Ilalldór Erlendsson,
kennari og fl.
Kennsla fer fram bæði fyrir og
eftir hádegi og er ætluð jafnt
konum sem körlurn, er við handa-
vinnukennslu fást.
Væntanlegir þátttakendur I
námskeiðunum eru beðnir að til-
■kynna þátttöku sína til fnæðslu-
málaskrifstofunnar í Borgartúni
7 Reykjavík hið allra fynsta.
Reykjavrk 16 8. 1967.
St. Ól. Júnsson.
IÞRÓTTIR
Framhala af bls. 13
■hver sá þýðingarmesti í öllum
leiknum. í byrjun höfðu FH-ing
ar náð forustu fyrir það, að Fram
setti mann til höfuðs Geir Hall-
steinssyni, en við það opnaðist
línan.
í síðari hálfleik náði Fram for-
ustu, 8:7, en FH jafnaði og komst
í 10:8. Síðustu mínútunum hefur
áður verið lýst.
Beztu menn FH voru tvímæla-
laust Páll Eiríksson og Geir. Páll
sboraði 4 mörk og Geir 2. Einar
Rúnar, Gils og Birgir skoruðu
1 mark hver.
Fram-liðið var frekar jafnt —
og enginn sérstakur skar sig úr,
nema Gylfi undir lokin, þegar
hann reif sig upp úr meðalmenn
skunni. Mörkin skoruðu: Gylfi 4,
Guðjón og Sigurður E. 2 hvor,
Arnar og Gunnlaugur 1.
Leikinn dæmdi Reynir Ólafs-
son og gerði heiðarlega tilraun
til að halda honum niðri. En
Reynir var greinilega æfingalaus
eins og margir af leikmönnunum
— og tókst ekki sem bezt upp.
Valur vann í kvennaflokki.
í kvennaflokki vann Valur auð
veldan sigur gegn KR 7:2, eftir
að hafa haft yfir í hálfleik 5:0.
KRHstúlkurnar voru gersamlega
miður sín og léku langt undir
getu. Enginn vafi er samt á því,
að Valur á langsterkasta kvenna-
liðið.
I
VOGIR !
og varahíutir l vogir, ávallt
tyrirliggjandi.
Rit- og reiknivélar.
Sími 82380.
ÞAKKARÁVÖRP
Þakka öllum þeim er glöddu mig á sextugsafmæli
mínu 4. ágúst s.l., meS ljóðum, skeytum, upphringingum
og heimsóknum.
Guð blessi ykkur öll.
Aðalsteinn Guðmundsson,
Laugabóli, Arnarfirði
Bróðir minn,
Pétur Halldórsson,
bóndi, Kiörseyri,
lézt að heimlii sínu hinn 17. þ. m.
Sigríður Halldórsdóttir.
Móðir okkar,
Guðrún Sveinsdóttir,
Öldugötus17,
andaðist í Landakotsspítalanum 18. þ. m. ®
Jarðarförin auglýst síðar.
Auður Óskarsdóttir, Bent Scheving Thorsteinsson.
Konan mfn,
María Ágústsdóttir,
andaðist í Landsspítalanum, að morgni 18. ágúst.
Fyrlr hönd barna okkar, og föður hennar,
Slgurður Stefánsson, Möðruvöllum.
URA- OG
SKARTGRIPAVERZL
KORNELÍUS
J0NSS0N
SKÓLAVORDUSTiG 8 - SiML 16588
Orðsending
Vegaþjónusta Félags íslenzkra bif-
reiðaeigenda helgina 19.—20. ágúst
1967.
FÍB-1 Hvalfjörður-Borgarfjörður
FÍB-2 Þingvellir-Laugarvatn
FÍB-3 Akureyri-Vaglask.-Mývatln
FÍB-4 Ölfus-Grímsnes-Skeið
FÍB-6 Austurleið
FÍB-7 Reykjav. og nágrenni
FÍB-8 Ámessýsla
FÍB-9 Borgarfjörður
FÍB-11 Akranes-Borgarfjörður
FÍB-14 Út frá Egilsstöðum
FÍB-16 Út frá ísafirði
Gufunes-radio sími 22384 veitir
beiðnum um aðstoð vegaþjónustu-
bifreiða mótttöku.
Hafskip h. f.
Blinda konan nefnist mynd, sem sýnd hefur verið f Stjörnubíói að undan
förnu, og hefur vakið mtkla athygll. Þetta er sögð vera frábær amerísk
kvlkmynd um ást og hatur, og f henni leikur Academy-verðlaunahafinn
Patricia Neal, en auk hennar Curt Jurgens, Samantha Eggar og fleiri.
íslenzkur texti er með myndinnl. Kvikmyndahandritið er samið eftir
sögu Francolse des Linneris, leikstjórinn er Alexander Singer og fram-
leiðandi Philip Haxelton, en þetta er Columbiamynd. Sagan mun hafa
komið út í íslenzkri þýðingu fyrlr nokkrum árum.
IÞRÓTTIR
Framhald af bls. 13.
— 14 05 Hásrtökk, spjótkast,
300 m. hlaup og kúluvarp
kvenna.
— 14,20 200 m. hlaup.
— 14,35 100 m. hlaup kvenna.
— 14,50 Langstökk, kúluvarp,
100 m. hlaup (aukagrein), há
/tökk kvenna og spjótkast
fcvenna.
— 15,10 3000 m. hlaup.
— 15,30 4x100 m. boðhlaup
kvenna.
— 15.40 4x100 m. boðhlaup.
SÍÐARI DAGUR:
KI. 14.00 110 m. grindahlaup,
kringlukast, stangarstökk
og langstökk kvenna.
— 14.10 iö0 m. hlaup. ,
— 14.25 400 m. blaup.
— 14.40 80 m. grindahlaup kv.
— 14.45 Sleggjukast, þrístökk og
kringlukast kvenna.
— 14.50 5000 m. hlaup.
— 15.15 1500 m. hlaup.
— 15.25 200 m. hlaup kvenna.
— 15.35 1000 m. boðhlaup.
KÍSILGÚRVEGURINN
Framhald aí bls. 16.
„Yfirlýsing varðandi Kísilgúr-
veginn við Mývatn frá Náttúru-
vemdamefnd Hins ísl. náttúru-
fræðifélags.
Náttúruverndairnefnd Hins ísl.
náttúnufræðifélaigs mótmælir fyrir
hugaðlri lagningu Kísilgúrvegar
við Mývatn á þeim stað, sem skipu
lagsstjórn hefur ákveðið. Nefnd-
in telur, að vegur á þessum stað
muni valda stórifelldum náttúru-
spiöllum. Nefndin vill minna á
margendurtekin loforð stjórnar
Kísilgúfverksmiðjunnar um að
fyllsta tillit verði tekið til nátt-
úruverndar við allar framkvœmd-
ir í sambandi við verksmiðjuna
og rekstur hennar. Við væntum
þess fastle,ga að verksmiðjustjórn
in gefi nú þegar út yfirlýsingu
um það, hvort hún hefur í hyggju
að efna þessi loforð.
Við viljum einnig benda á, að
fjölmargir þeirra erlendu nátt-
úruskoðara, sem gista hótelin við
Mývatn, standa framarlega í nátt-
úruverndarsamtökum heimkynna
sinna. Vegurinn ýrði þessu fólki
nærtækt og ömurlegt dæmj þess,
hve skammt við íslendingar erum
komnir í náttúruvernd.
ÓTTAR YNGVASÓN, hdl.
BLöNDUHLfÐ 1, SÍMl 21296
VIÐTALST. KL. 4—6
MÁLFLUTNINGUR LÖGFRÆÐISTÖRF
Ársafmæli
rauöu varö-
liðanna
NTB Hong Kong föstudag.
Heimildum her saxnan
um að borgarastyrjöld gieisi
nú í borginni Kanton í
Suður-Kína. Bardagar
standa milli setuliðs borgar
innar og herdeilda sem
sendar voru þangað frá
Norður-Kína. Hefur heima-
varnarliðið komið sér fyrir
á öðrum bakka Perlufljóts.
Fjöldafundir hafa verið
haldnir víða í Kína á árs-
afmæli Rauðu varðliða-
svcitanna. Útvarpsstö'ðvair
víða í landinu sögðu frá
' fiöldafiundunum en útvarp-
ið í Kanton minntist ekki
á óeirðirnar þar í borg.
Nokkur. Hong Kong-blöð
skýra frá að ekkert lát sé
á óeirðunum í Kanton og
skothríðin haldi áfram svo
og aftökur. Einnig er haft
eftir heimildum að æ fleiri
þjóðvarnairliðsmenn gangi
lið með fjandmönnum
Maós í borginni.
Fréttastofan Nýja Kína
sendi út grein um rauðu
varðliðana í Shanghai, og
sagði að þeir mundu halda
áfram baráttu sinni fyrir
sigri kommúnistmans og
ekki hætta fyrr en heims-
valdasinnum væri útrýmt.
Útvarpið í Peking
•skýrði svo frá í dag að
Kína hefði sent stjórninni
í Mongólíu harðorð mót-
mæli fyrir að hafa sýnt
Rauða Kína fjandskap með
því að ráðast á Maó for-
mann. í orðsendingunm
sagði að stjórn Mongólíu
hefði ráðist að Maó hjnn
10. ágúst s.l. er hún reyndi
að breiða yfir afbrot mon-
gólskra sendiráðsstarfs-
manna sem framin höfðu
verið í Peking, en mong-
ólskur starfsmaður þar i
borg hefði stigið ofan á
mynd af Maó á götu í Pek-
ing 9. ágúst. Honum var
vísað úr landi fyrir tiltæk-