Tíminn - 19.08.1967, Page 16

Tíminn - 19.08.1967, Page 16
186. tbl. — Laugardagur 19. ágúst 1967. — 51. árg. Kísilgúrveginum ennþá mótmælt K.Í-'Roykjavík, föstudag. Gnn situr við |iað sama með' I kísilveginn við Mývatn, og í dag barst blaðinu enn ein yfirlýsing- Donau og Ruhr í Reykjavík EiSHReyikjaivík. föstudag. Tvö þýzk skólaskip komu til Reykjavíkur í morgun. Heita þau Donau og Ruhr, og eru þau hér í 35. þjálf- unarferð sinni. Hingað koma skipin frá Kiel um Bergen, og fara héðan um Belfast, Lissabon, Las Palm as og Amsterdam aftur til Kiel, þangað sem þau eru væntanleg hinn 14. des. Skipin eru jafnstór, en þau eru 99 m á lengd, 11.8 á breidd og rista 4,6 m. Mynd ina tók GE er skipin sigldu inn til Reykjavíkur í morg un. Skipstjóri á Ruhr er Kapt. Bahn, en á Donau Kapt. Oihlke, og er hann jafnframt yfirmaður beggja skipanna. Áhöfn hvors skips um sig er um 240 menn, þar af 145 sjóliðsfor ingjaefni á hvoru skipi. Skipin hafa hér viðkomu á venjulegrd þjálfunarferð en hvorugt þeirra hefur komið hér áður. Skápin verða til sýnis almenningi á laugardag og sunnudag kl. 15,30—17,00, en héðan halda þau 26. ágúst kl, 10.00 árdegis. KjRéýkjavík, föstudag. Þegar svifskipið, sem nú er í Vestmannaeyjum, var á ferð með farþega milli lands og eyja í dag kviknuðu aðvörunarljós í mæla- borði skipsins. Lauk ferðinni á eðlilegan hátt, en þegar farið var að athuga af hvcrju aðvörunar- ljósin hefðu kviknað, kom í ljós að sandur hefur komist inn í hreyfilinn, og verður að fá nýjan hreyfil frá Englandi. Veldur þetta um vikutöf á ferðum svifskipsins. Hjálmar R. Bárðarson skipa- skoðunarstjóri tjáði Tímanum í dag, að talið væri að loftsíur væru ekki nægilega þéttar fyrir hinn fíngerða íslenzka fjörusand, þess vegna hefði sandur komist inn í hreyfiiinn og skemmt hann það mikið að fá verður nýjan. Hér er um að ræða gastúrbínu- hreyifil, sem bæði er notaður til að knýja loftskrúfu svifskipsins og cins blásarann er blæs loft- inu undir skipið. ÞRJU HÉRAÐSMÓT UM NÆSTU HELGI Héraðsmót í Skasafirði Olafur Heimir Héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður haldið i hinu nýja og glæsilega félags- neimili Mi'ðgarði við Varma- hlíð, laugardaginn 26. ágúst n.k, og hefst kr. 20,30. Ræður flytja Ólafur Jóhanncsson varaformað ut Framsóknarflokksins og Heimir Hannesson lögfræðing- ur. Leikararnir Róbert Arn- finnsson og Rúrik Haraldsson skemmta og Jóhann Daníelsson ig Eiríkur Stefánsson syngja með undirleik Áskcls Jónsson- ar. Hljómsveitin Gautar frá vSiglufirði leikur fyrir dansi. Sumarhátíð í Ár- nessýslu Sumarhátíð ungra Framsókn armanna i Ár- nessýslu verður jhaldin í Ara- tungu, laugardag inn 26. ág. n.k. og hefst kl. 21. — Baldur Óskarsson formaður S.U.F. flytur ræðu. — Leikararnir Eyvindur Erlends- son og Karl Guðmundsson flytja gamanþætti og Magnús Jónsson óperusöngvari syngur með undirleik Ólafs Vignis Al- oertssonar Hljómsveit Óskars Guðmundssonar leikur fyrir dansi. Söngvari er Jakob Jóns- son. Baldur Sumarhátíð í S.- Þingeyjarsýslu Sumarhátíð ungra Framsókn armanna í Norðurlandskjör- dæmj eystra verður haldin að Laugum í S-Þingeyjarsýslu, laugardaginn 26. ágúst n. k. og hefst kl. 21. Ræðui flytja Ólafur Ragnar Grímsson hagfræðingur og Björn Teitsson stud. mag. frá Brún. Óperusöngvararnir Sigur veíg Hjaltested og Guðmundur Guðjónsson syngja við undir- leik Skúle Ilalldórssonar. — Hljómsveilin Vibrar og Hafliði trá Húsavík leika fyrir dansL Ólafur Björn in vegna þessa umdeilda þriggja kílómetra vegarspotta. Menntamálaráðiherira tjáðj bkð- inu í dag, að tveir lögfræðing- ar væ-ru nú að semja álitsigierð um hvert raunverulegt vald Náttúru- verndariráðs og Menntamálaráðu- neytisins væri í máli.m sem þes«- um, og bjóst ráðherrann við að álitsg'erðin yrðd . komin í sínar hendur fljótlega eftir hielgi. Að þessari álitsgerð fenginni myndi hann ræða við Náttúruverndarráð og skipulagsstjórnina, og gera þá sínar ráð'stafanir. Bór á eftir fer yfirlýsing fré hinu íslenZka n áltú r u f ræðifélagi varðandi Kísilg'úrveginn við Mý- vatn. Frannhald á bls. 14. Svifskipið í lama- sessi í eina viku Sagði Hjálmar að búizt væri við vikutöfum að þessum orsökum og þá haldið áfram að ferja fólk í Vestmannaeyjum. Farið Kefur ver ið fram á það við eigendur skips- ins að það verði hérna lengiur en uipphaflega var ráð fyrir gert, en hvort af því verður fer að miklu leyti eftir skipsferðum til Eng- landis. Gieysileg aðsókn hefuir verið i Vestmannaeyjum, eftir að fá far með svifskipinu, og má búast við að svo verði einnig er það verður í ferðium á milli Reykjavíkoir o-g Akraness. Forstöðumaður ráðinn í dag? K.T-Reykjavík, föstudag. Stjórn Norræna hússins situr nú á fundum í Menntaskólanum á Akureyrj, og ræði.r um framtáð hússins. Eitt aðalverkefni fundar- ins núna er að ráða forstöðu- mann hússins, en sem kunnugt er af fréttum þá bárust 22 umsókn- ir um stöðuna. Árm-ann Snævarr, háskólarektor tjáði Tímanum í dag, að enn hefði ekki verið tek- in ákvörðun um ráðningu forstöðu manns hússins, en það yrði til- kynnt strax og stjórnin hefði á kveðið, hver skyldi hljóta stöð- STÖRGRÝTI HRUNDI Á SENDIBÍL GS-ifsaf jiörður, föstudag. f morgun lá við stórslysi á veginum á milli Foss fjarðar og Reykjafjarðar, inn af Arnarfirði, er stór- grýti hrundi þar á semli- ferðabíl frá Akureyri, og kringum bilinn. Skemmdfst bíllinn nokkuð, en ettgin slys urðu á fólki. Atburður þessi varð iwri hálf ellefu í morgun. Þarrta var á ferð Kristján Gunn- þórsson frá Gásum í Eyija- firði, á framibyggðum Merc- edes Benz híl, er tekur 17 farþega, og sá hann allt i einu hvar stór steinn kom í loftköstum ofan hlíðina fyrir ofan veginn. Lenti sá steinn á viinstra framhorni bílsins, en hægri hlið bfls ins sneri að hlíðinni, ann- ar steinn lítill braut rúðu á hægri hlið bílsins og skemmdi farangur. í sömu andránni kom sá þriðji og stærsti niður hlíðina og lenti um fimm metra fyrir framan bílinn. Kom mikil dæld í veginn, en bíllinn komst þó yifir. Fyrir aftan Benzinn var Ámi Bjarnason, bóksali, Akureyri og kona hans frú Gerður Sigmarsdóttir í öðr um bíl, og varð að hreinsa veginn svo að þau kæmust áifram leiðar sinnar. Árni bóksali var í sam- floti með Kristjáni, sem flutti bækur fyrir Árna á bóksöluferðalagi um Vest- firði. Voru þeir að koma frá Bíldudal á leið upp á Dynjandisheiði, er grjótið féll á veginn milli Foss- fjarðar og Reykjaf jarðar. Blaðburðarfólk óskast á Bergþórugötu, Skólavörðústíg, Efstasund, Slaipasund, — Sólheima, Siriún og Laugateig. Upplýsingar í Bankastræti 7, og í síma 1-23-23.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.