Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 2
MBlffiLMÐ Simi: 681866 Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Árni Gunnarsson og Ingólfur Margeirsson Blaöamenn: Örn Bjarnason, Ása Björnsdóttir, Kristján Þorvaldsson og Jón Danlelsson Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir og Eva Guðmundsdóttir Setning og umbrot: Alprent hf., Ármúla 38 Prentun: Blaðaprent hf., Siðumúla 12 Áskriftarsíminn er 681866 Nýsköpun — sérleyfishafar sósíalismans á vegamótum? r Vmis teikn eru nú á lofti að nýsköpunarstjórn sé Ifk- legasti kosturinn þegar stjórnarmyndunarviðræður hefjast eftirhelgi. Hinar óformlegu könnunarviðræð- ur Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks fyrr I vikunni benda til þess að hvorugur flokkurinn sé afhuga hug- myndinni um nýsköpun. Þámáeinnig lesa yfirlýsing- ar forystumanna Sjálfstæðisflokksins í Morgunblað- inu á síðustu dögum um breyttar forsendur flokksins varðandi hugsanlega stjórnarmyndun við Framsókn sem óbeina staðhæfingu að Sjálfstæðisflokkurinn óski ekki eftir áframhaldandi stjórnarsamstarfi við Framsóknarflokkinn með aðstoð þriðjaaðila. í Morg- unblaöinu í gær er viðtal við Vilhjálm Egilsson, for- mann Sambands ungra sjálfstæðismanna. Þar segir Vilhjálmur orðrétt um hugsanlega nýja ríkisstjórn: „Allt er betraen Framsókn! Ég vil ekki að Sjálfstæðis- flokkurinn starfi áfram með Framsóknarflokknum vegna þess að hann nær ekki sínum málum fram í því samstarfi.Ef valiðstæði um þaðað starfaannað hvort með Framsóknarflokknum eða Albert, kysi ég Albert. Þótt mér sé illa við hann, þá er mér enn verr við fram- sóknarmenn!“ Álykta má að þarna tali Vilhjálmur fyrir hönd SUS og flestallra sjálfstæðismanna. Fréttir um að verkalýðsleiðtogar A-flokkanna og Sjálfstæðisflokks hafi talað mikið saman á undan- förnum dögum, renna einnig stoðum undir þá kenn- ingu að nýsköpunarstjórn sé í burðarliðnum. Það ligg- ur i augum uppi að nýsköpunarstjórn gæti tryggt frið á vinnumarkaðnum og einkar athyglisverður er sá áhugi aðilja vinnumarkaðarins að gera meira ráð fyrir launasneið þjóðarkökunnar við myndun nýrrar stjórn- ar. i þessu sambandi er vert að minnast á viðtal við Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ, sem birtist í nýútkomnu Mannlífi, en þar segir hann að hann telji nauðsynlegt að verkfallsrétturinn verði tak- markaður þannig að hann verði aftur neyðarréttur verkafólks. Orðrétt segir Þórarinn: „Ég vil sjá þær breytingar á reglum um verkföll og vinnudeilur, að verkfallsrétturinn verði aftur neyðarréttur verkafólks en ekki trygging þess sterka fyrir því að halda ekki sínu forskoti ávið lágtekjuhópana eins og er. Launa- sneið þjóðarkökunnar stækkar ekki við verkföll, en þau geta haft áhrif á það hvernig sneiðin skiptist á milli hópanna.“ Hugmyndin um nýsköpun viröist i dag standa og falla með afstöðu Alþýðubandalagsins til slíkrar stjórnarþátttöku. Ekkert virðist benda til þess að flokksforystan né verkalýðsforysta flokksins sé af- huga hugmyndinni. Það er hins vegar nauðsynlegt að breið samstaða innan Alþýðubandalagsins náist ef þátttakaflokksins í stjórnarmynduninni eigi að ganga upp. Líklegt er að mjög reyni á þessa þætti á mið- stjórnarfundi flokksins um aðrahelgi. Það er hins veg- ar í hæsta máta óeðlileg afstaða sem Þjóðviljinn virð- ist nú þegar hafa tekið gegn nýsköpunarstjórn. Blaðið hefur dag eftir dag rangtúlkað svör forystumanna Al- þýðubandalagsins og beinlínis beitt sér gegn nýsköp- unarhugmyndunum í breiðum forsiðu fréttum og leið- urum. Þarna er ekki hugsað tii framtíðarinnar með já- kvæðum hug uppbyggingar. Nýsköpunarstjórn gæti einmitt orðið lykillinn að víðu og góðu samstarfi A- flokkannaog jafnvel orðið hvati að samrunavinstri afl- anna I íslenskri pólitfk og tryggt hag íslenskra launa- manna. Sú herskáa og skammsýna niðurrifsstefna sem Þjóðviljinn hefur stundað mun trauðla endur- spegla viðhorf hins almenna flokksmanns Alþýðu- bandalagsins. Hins vegar gætu mál farið svo, að óánægjuraddir í Alþýðubandalaginu og aðrir sérleyf- ishafar sósíalismans lentu á vegamótum ef nýsköp- unarstjórn yrði mynduð. „TriHukarlar erum við og ennþá róum við stift á mið,“ segir þjóð- skáldið Gylfi Ægisson í dægurlaga- texta. Burtséð frá öllum bragfræði- reglum, þá er þetta sannarlega ekki ofmælt hjá skáldinu. Á síðasta ári drógu trillur um 35 þúsund tonn af þorski úr sjó, eða um 10% af áætl- uðum þorskafla landsmanna. í júlí- mánuði í fyrra, þegar best lét, voru um 1000 trillur sem lögðu inn afla. Um tólf hundruð aðilar lögðu í allt inn afla á síðasta ári. Sjávarútvegsráðuneytið lét ný- verið kanna áætlaða nýsmíði smá- báta undir 10 tonnum á þessu ári. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem ráðuneytið fékk frá skipasmíða- stöðvum og bátasmiðum, er ráðgert að 200 bátar bætist við flotann. Þessar upplýsingar virtust koma mörgum á óvart og hafa enn frekar ýtt undir þau sjónarmið, að skyn- samlegt sé að takmarka heildarafla smábátanna. Síðustu ár hafa smábátar undir 10 tonnum verið utan við kvóta- kerfið. Takmarkanir á veiðum þeirra hafa verið háðar ákveðnum banndögum sem sjávarútvegsráðu- neytið gefur út reglugerð um. í ár eru lögbundnir 66 banndagar sem dreifast niður á nokkra mánuði árs- ins. Netaveiðar smábáta eru tak- mörkunum háðar frá 15. febrúar til 10 maí. Á þessum tíma mega smá- bátar stunda netaveiðar, en þó ekki veiða meira en 100 tonn. Dagar þeir er veður hamlar veiðum koma smá- bátaeigendum ekki til frádráttar. Nýverið stofnuðu smábátaeig- endur með sér landssamband. Stefna sambandsins er að gera veið- arnar algjörlega frjálsar. Helstu rök eru þau, að banndagarnir geri að verkum að menn sæki stifar og þess vegna geti bönnin hreinlega unnið gegn tilgangi sínum. Eins benda menn á að meiri hætta sé á því, að smábátar rói í hættulegum veðrum. Smábátaeigendur benda á að í gegnum árin hafi aldrei þurft að ríkisstyrkja trilluútgerð. Þar er ekki um neina yfirbyggingu að ræða. Yfirleitt einn maður á bát sem rær til fiskjar og sækir aflann. Olíu- kostnaður er í lágmarki og annar kostnaður, vegna þess að yfirleitt er stutt að fara. Margir benda á að smábátaútgerð tryggi einnig betur atvinnuöryggi á landsbyggðinni, þar sem allt stendur og fellur með einum togara. í aflahrotum sem ganga stundum yfir, eins og á Breiðafirði, er nokkur hætta á því að stærri bátarnir klári sina kvóta snemma. Þess eru dæmi, að í slík- um tilfellum geti smábátarnir fyllt nokkuð upp i skörðin. 1 hagsmunafélagi smábátaeig- enda hafa menn engu að síður orðið áhyggjur af þeirri fjölgun sem átt hefur sér stað upp á síðkastið og allt stefnir i að framhald verði þar á. Menn virðast nokkuð tvístígandi í þessum efnum. Að sögn Arnar Pálssonar starfsmanns landssam- bandsins var þessi fjölgun rædd á síðasta stjórnarfundi. Á þeim fundi töldu sumir að vandamálið væri e.t.v. ofgert vegna þess að tölur sýndu í gegnum árin að það væru jafnvel ekki nema tveir af hverjum tíu sem byrjuðu í smábátaútgerð sem héldu áfram. Einnig komu fram efasemdir um að tölur sjávar- útvegsráðuneytisins um fjölgunina á þessu ári gæfu rétta mynd. Menn bentu á að bátasmiðir gæfu upp ýkta tölu til að standa betur að vígi ef sett yrðu mörk á nýsmíðina. Þá væri hægt að vísa til þess að svo og svo mörg verkefni væru í gangi. Smábátaeigendur ákváðu á þess- um fundi að skipa nefnd sem á að hefja viðræður við næsta sjávarút- vegsráðherra um nýsmíðina. Örn sagði að sambandið legði áherslu á, að ef stemma ætti stigu við nýsmíð- inni, þá yrði haft samráð við hags- munafélagið. Hann benti á að at- vinnumenn í greininni vildu tryggja að ekki yrði lokað á þá varðandi eðlilega endurnýjun þeirra báta. Einnig leggur landssambandið áherslu á að þeir sjómenn sem vilja hætta á stærri bátum og gjarnan stunda trilluútgerð, hafi ennþá opna leið. Á síðustu árum hafa trillusjó- menn dregið sig betur saman og staðið vörð um sín hagsmunamál. Nærtækasta dæmið er auðvitað stofnun félaga smábátaeigenda og siðan stofnun landssambandsins. Einnig hafa smábátaeigendur sam- einast í nokkrum tilfellum um vinnslu aflans. í vetur var t.a.m. á Stöðvarfirði stofnað sérstakt fisk- vinnslufyrirtæki smábátaeigenda á staðnum, Færabakur. í fyrstu er ráðgert að salta fisk en í framtíðinni gera menn sér vonir um að geta tek- ið inn í aðra þætti. Á síðasta ári öfluðu smábátar á Stöðvarfirði um 700 tonn. Helsti ókosturinn varðandi trillu- útgerð er talin mikill ormur i fiski. Smábátaeigendur sem Alþýðublað- ið ræddi við bentu þó á að þrátt fyr- ir þessa annmarka væri fiskurinn góður og kæmi að sjálfsögðu nýr að landi. Engu að síður er kostnað- ur við vinnslu þessa afla mun meiri en togarafisks. í maí í fyrra gengu í gildi lög um stórbætta stöðu smábátaeigenda varðandi ýmis réttindamál. Þessi lög tryggja að sama skapi betra eft- irlit stjórnvalda með greininni. Sett- ur var á laggirnar stofnfjársjóður. í hann leggjast 10% af aflaverðmæti þegar menn landa afla. Þessi 10% eru síðan lögð inn á greiðslumiðl- unarreikning fyrir smábáta. Stofn- fjársjóðurinn skilar þessu síðan í lífeyrissjóð fyrir sjómennina, til tryggingamála og i tekjustofn fyrir landssambandið. Það er því óhætt að segja að sam- fara aukningu smábáta hafi eigend- urnir betur náð að tryggja stöðu sína í greininni og framhald smá- bátaútgerðar hér á landi. Hvort um er að ræða skref til framtíðar, eða aftur til fortíðar, skal hins vegar ósagt látið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.