Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. ma( 1987
3
Afrekaskrá Sjálfstæðisflokksins í menntakerfinu:
ÞRÓUN NÝS NÁMSEFNIS í RÚST
Námsgagnastofnun í pattstöðu vegna fjársveltis, en jafnframt
gerðartil hennar síauknar kröfur. Fyrrverandi deildarstjóri stofnunarinnar
berorður í Nýjum menntamálum.
Eftir fjögurra ára stjórnartíma-
bil sjálfstæðismanna i mennta-
málaráðuneytinu, er þróun náms-
efnis fyrir íslenska skólakerfið nán-
ast úr sögunni. „Betra er að veifa
öngu tré en röngu“ gæti virst vera
kjörorð sjálfstæðismanna í
menntamálum. Námsgagnastofn-
un er í pattstöðu og fjárveitingar til
hennar mjög naumt skammtaðar.
Þessi hluti frammistöðu mennta-
málaráðherra sjálfstæðisflokksins
hefur hins vegar að undanförnu
horfið í skuggann af fræðslustjóra-
málum og öðrum skyndiaðgerðum,
sem óhjákvæmilega eru betur falln-
ar til að vekja athygli fjölmiðla.
Námsgagnastofnun er í úlfa-
kreppu vegna lítilla fjárframlaga
annars vegar en hins vegar eru gerð-
ar óheyrilegar kröfur til stofnunar-
innar og miklu meiri en hún getur
mögulega staðið fyrir. Við þetta
bætist algert áhugaleysi stjórn-
málamanna og Námsgagna stjórn-
ar, sem skipuð var fyrir þrem árum
og hefur að sögn mótað sér þá
stefnu í starfi að hafa hægt um sig.
Þessar fullyrðingar og margar
fleiri er að finna í nýjasta tölublaði
Nýrra menntamála. Þar skrifar
Ragnar Gíslason, útgáfustjóri hjá
bókaforlaginu Vöku-Helgafelli, ít-
arlega grein um málefni Náms-
gagnastofnunar og þróun námsefn-
is fyrir skólakerfið. Ragnar getur
trútt um talað, því áður en hann tók
við núverandi starfi sínu, var hann
um árabil deildarstjóri hjá Náms-
gagnastofnun.
Aðdragandann að stöðnuninni í
þróun námsefnis, má að sögn
Ragnars rekja til skipulagsbreyting-
ar Ragnhildar Helgadóttur í
menntamálaráðuneytinu fyrir
þremur árum. Þá var skólarann-
sóknadeild ráðuneytisins lögð nið-
ur en í staðinn kom svonefnd skóla-
þróunardeild. Námsstjórum, sem
margir hverjir höfðu unnið gott
starf í ráðuneytinu, var sagt upp án
þess að nýir væru ráðnir og þróun
og samnings nýs námsefnis flutt til
Námsgagnastofnunar með ráð-
herraboði, — en án þess að pening-
ar fylgdu með.
Afleiðing þessara aðgerða gat
auðvitað ekki orðið nema ein,
nefnilega að þróun nýs námsefnis
fyrir íslenska skólakerfið er nú
komin í rúst. Fram að þessu mun
Námsgagnastofnun reyndar hafa
verið að gefa út nýtt námsefni sem
samið hafði verið meðan gamla
skipulagið ríkti, en nú mun sá
bunki einnig vera á þrotum.
Ragnar Gíslason rekur í grein
sinni nokkrar helstu ástæður sem
hann telur liggja til þess vanda sem
Námsgagnastofnun á nú við að
glíma. Að hans mati er áhugaleysi
stjórnmálamanna veigamesta or-
sökin, en þar á eftir telur hann upp
aðgerðaleysi námsgagnastjórnar og
vantrú fjármálastjórnar mennta-
málaráðuneytisins á áætlanir stofn-
unarinnar auk ýmissa annarra atr-
iða.
Ragnar segist í greininni miklu
fremur telja fjársvelti stofnunar-
innar vera afleiðingu þessa áhuga-
leysis, en orsök vandans.
Gallerí Borg:
Nýr sýningarsalur
í Austurstræti
Magnús Kjartansson heldur fyrstu einka-
sýninguna í nýja galleríinu.
Gallerí Borg hefur opnað nýjan
sýningarsal í Austurstræti 10, hús-
næði því sem áður var verslunin
Torgið, en nú Penninn h.f. Á ann-
arri hæð hússins verður málara-
deild Pennans og Gallerí Borg —
Austurstræti.
Um þriggja ára skeið hefur Gall-
erí Borg verið til húsa í Pósthús-
stræti við Austurvöll. Nýi salurinn í
Austurstræti verður viðbót við
þann rekstur.
Að sögn Gísla B. Björnssonar,
sem veitir sýningarsölunum for-
stöðu er ástæða þess að farið var út
í að opna nýjan sal fyrst og fremst
sívaxandi þörf fyrir nýja sýningar-
sali svo og aðstöðu fyrir stærri mál-
verk, sem ekki hafa komist fyrir
með góðu móti í Gallerí Borg við
Aysturvöll. í hinum nýja sal er ætl-
unin að vera jöfnum höndum með
einkasýningar og upphengi Gall-
erísins. Þar verða jafnt minni og
stærri olíumálverk og vatnslita-
myndir starfandi listamanna, svo
og fyrirferðarmeiri myndir eldri
meistara.
Fyrsta einkasýningin í Gallerí
Borg — Austurstræti opnar í dag.
Það er Magnús Kjartansson, sem
sýnir. Það var einmitt Magnús sem
sýndi fyrstur í Gallerí Borg við
Austurvöll fyrir þremur árum síð-
an. Við Austurvöll er nú í gangi sýn-
ing á verkum Gylfa Gíslasonar.
Magnús Kjartansson sýndi síðast
í Listmunahúsinu árið 1985. Hann
sagði í samtali við Alþýðublaðið að
verkin á þessari sýningu væru að
hluta til afrakstur vinnu hans síðan.
Hann sagðist hafa tekið ákvörðun
um að velja nokkuð þröngt í salinn
þannig að myndirnar spila meira
upp á heildina, heldur en einstök
verk. Alþýðublaðið birtir viðtal við
Magnús eftir helgi.
Þessi mynd eftir Gylfa Glslason, birtist I nýju fréttabréfi frá Galleri Borg. Þetta er teikning af hjarta borgarinnar
þar sem Gallerl Borg starfar i Austurstræti 10 og Pósthússtræti 9.
Hugmyndir um nýsköpunarstjórn:
BJARGAÐ ÞJÓÐARSÁTTINNI
Hugmyndir um nýsköpunar-
stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýöu-
flokks og Alþýöubandalags skjóta
víða upp kollinum þessa dagana.
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins mun þó vera lygimál að
viðræður um rikisstjórn af þessu
tagi hafi farið fram milli fulltrúa úr
forystusveitum verkalýðshreyfing-
ar og atvinnurekenda og allir helstu
forystumenn verkalýðshreyfingar-
innar sverja af sér að hafa átt nokk-
urn þátt í slíkum viðræðum.
Það væri þó ekki út í hött að
þessir aðilar reyndu að hafa áhrif í
þá veru að slík stjórn yrði mynduð,
því með þeim hætti yrði e.t.v. unnt
að framlengja þjóðarsáttina svo-
kölluðu, en hún virðist nú í veru-
legri hættu eftir kjarasamninga við
ýmsa hópa opinberra starfsmanna.
Þannig hafa menn nú í báðum
þessum herbúðum verulegar
áhyggjur af því hvað verði um þjóð-
arsáttina. Eins og m.a. hefur verið
fjallað um hér í Alþýðublaðinu að
undanförnu, telja nú ýmsir af for-
ystumönnum ASÍ að þjóðarsáttin
sé nánast fyrir bí með kjarasamn-
ingum þeim sem ríkið hefur gert við
allmarga hópa opinberra starfs-
manna á síðustu vikum og mánuð-
um. Þessir samningar gefa af sér
allmiklu hærri tekjur en samið var
um af hálfu ASÍ og VSÍ í desember.
Nýsköpunarstjórn sem mynduð
væri að frumkvæði aðila vinnu-
markaðarins, myndi hins vegar gefa
þessum aðilum, sem upphaflega
stóðu að þjóðarsáttinni, tækifæri
til að hafa bein áhrif á samninga
ríkisins við opinbera starfsmenn og
þar með neyða þá síðarnefndu til
aðildar að sameiginlegri stefnu í
kjaramálum.
Þjóðarsáttin var upphaflega til
komin að frumkvæði forystu-
manna ASÍ, sem fundu þarna leið
til að viðhalda þeim kaupmætti
sem um semdist við atvinnurekend-
ur, með því að gera ríkisvaldið aðila
að kjarasamningum. Nú fara for-
ystumenn ASÍ hins vegar ekki leynt
með þá skoðun sína að ríkisvaldið
hafi gersemlega brugðist og nefna
þar m.a. til samningana við opin-
bera starfsmenn.
Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, hefur opinberlega lýst yfir efa-
semdum um framhald þjóðarsátt-
arinnar, en jafnframt látið í ljós
talsverða eftirsjá í þessu sambandi.
Þórarinn Viðar Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri Vinnuveitendasam-
bandsins hefur á hinn bóginn lýst
því yfir að hann sé mjög fylgjandi
stjórnarsamstarfi þessara and-
stæðu afla.
Innan Sjálfstæðisflokksins
keppast menn nú hver um annan
þveran við að sverja af sér áfram-
haldandi samstarf við Framsóknar-
flokkinn. Skýringin á þessu er að
hluta til sú hversu mjög hendur
þeirrar ríkisstjórnar væru bundnar
vegna landbúnaðarsamningsins,
eins og áður hefur verið gert að um-
talsefni í Alþýðublaðinu, en auk
þess er greinilega ríkjandi talsverð-
ur áhugi innan Sjálfstæðisflokks-
ins, á samstarfi við A-flokkana, þar
sem þjóðarsáttin yrði framlengd.
Innan Alþýðubandalagsins eru
hins vegar mjög skiptar skoðanir
um ágæti nýsköpunarstarfs. Fylgj-
endur hugmyndarinnar er einkum
að finna í verkalýðsarmi flokksins
og forystuarminum, en hin svokall-
aða „lýðræðiskynslóð“ með Þjóð-
viljann í broddi fylkingar hamast
gegn öllum hugmyndum um ný-
sköpunarstarf. Þessi hópur innan
Alþýðubandalagsins vill halda
flokknum utan stjórnar, sk'ipta um
forystu í flokknum, eftir kosninga-
ósigurinn og nota tækifærið til að
styrkja stöðuna innan flokksins.
Ekki er að efa að hraustlega verði
tekist á um þessi mál á miðstjórnar-
fundi Alþýðubandalagsins um
næstu helgi.