Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 8
■■HM
nmiiiiíiMiiii
Laugardagur 9. mal 1987
LAND ANDSTÆÐNANNA" getur gerst
Argentína er land hinna fullkomnu andstœðna.
Þaðan koma mest dýrkuðu fótboltastjörnurnar, þar
eru heimkynni fimm Nóbelsverðlaunahafa, þaðan
kemur tangóinn og þar finnast ótal verðmœt jarðefni.
Og þar ríkir ófremdarástand. Þar er lýðrœðislega
kjörinn forseti, Raul Alfonsin, sem allir helstu mátt-
arstólpar landsins vinna skipulega gegn; kirkjan,
launþegasamtökin og herinn og meira að segja hið
lýðrœðislega kjörna þing.
En sá sem kemur til höfuðborg-
arinnar, Buenos Aires, fær það
varla á tilfinninguna að hann sé
staddur í landi upplausnarástands
og fátæktar. Borgin ber enn svip-
mót velmektaráranna, þrátt fyrir
afar bágborinn efnahag síðasta ára-
tuginn, sem greinilega má sjá merki
um í öðrum stórborgum álfunnar.
Staða Argentínu var óumdeild
sem leiðandi lands í Suður-Ame-
ríku, sem bar sig saman við Banda-
ríkin og Ástralíu, sem einnig höfðu
allt til alls frá náttúrunnar hendi.
Það var ekki undarlegt að innflytj-
endur frá gamla heiminum flykkt-
ust til „fyrirheitna landsins“ með
ítali í fararbroddi.
Nú er ekki svo mikið talað um
auðæfi landsins, heldur hitt hvað
fór úrskeiðis og hvenær. Ein lítil
skrýtla úr Falklandseyjastríðinu
gæti e.t.v. varpað einhverju ljósi á
þá örlagaríku þróun sem varð þess
valdandi að landsmenn hafa búið
við ógnarstjórn hersins um langt
skeið:
— Margir ítalskir innflytjendur
fóru til Argentínu eins og til Banda-
ríkjanna. Hvers vegna er þá engin
mafía í Argentínu? Svar: Allir
þorpararnir fóru í herinn.
Svo einfalt er það samt sem áður
ekki. Hið öfluga veldi hersins á ræt-
ur sínar allt aftur til þess er iandið
braust undan veldi Spánverja
snemmaá 19. öld ogóxjafntog þétt
fram til fyrstu uppreisnarinnar árið
1930. Enginn lýðræðislega valinn
forseti hefur setið út kjörtímabilið
síðan 1930.
Alfonsin er fyrsti argentínski for-
setinn sem hefur unnið markvisst
að því að hnekkja veldi hersins í
landinu, veldi sem er engan veginn
einskorðað við hemaðarlegar að-
gerðir. Hinar illræmdu herforingja-
stjórnir áranna 1976—1983 gátu
reiknað með þöglum stuðningi
mikils hluta millistéttar og yfirstétt-
ar, sem nutu alls kyns forréttinda og
eyddu leyfum sínum á Miami og í
Ölpunum. Nokkur tími leið þar til
þeir áttuðu sig á því að það var iðn-
aður landsins sem var undirstaða
velmegunar þeirra og eftir þvi sem
honum hnignaði sigldi landið hrað-
byri í átt til gjaldþrots og fjár-
streymið úr landi var slíkt að hvergi
voru dæmi um annað eins nema
e.t.v. í Mexíkó.
— Sá sem ætlar að græða pen-
inga í Argentínu á um tvo kosti að
velja. Annar er sá að fjárfesta er-
lendis, hinn er sá að stunda fjár-
málabrask — segja Argentínu-.
menn. Síðasta herforingjastjórnar-
tímabilið hefur stundum verið kall-
að „hið ljúfa tímabil auðfengins
gróða“.
Með fáeinum undantekningum
hugrakkra baráttumanna fyrir
mannréttindum — þar bar hæst
samtök mæðra þeirra sem höfðu
horfið sporlaust — lifðu flestir til-
tölulega áhyggjulausu lífi. Ofsókn-
irnar beindust að vinstrisinnuðum
skæruliðum, fjölskyldum þeirra og
vinum. Þær gengu hávaðalaust fyr-
ir sig. Engin réttarhöld, fólkið hvarf
sporlaust hópum saman, sennilega
eitthvað á milli 10 og 30 þúsund
manns.
Þáttur kirkjunnar í því sem átti
sér stað er kannski enn ógnvæn-
legra en grimmd herstjórnarinnar
og mannréttindabrotin sem voru
framin. Herforingjarnir Videla og
Massera höfðu stuðning kirkjuyfir-
valda þegar þeir hrifsuðu völdin
1976 og bæði biskupar og prestar
vissu mæta vel af hreinsununum
sem fylgdu í kjölfarið, en þeir
þögðu. Þeir létu ekkert berast út um
pyntingar í fangelsum sem þeir
heimsóttu reglulega og þegar eini
biskupinn sem vildi segja frá,
Angelelli La Rioja, var myrtur,
þvoðu þeir hendur sínar. — Hann
var svo slæmur bílstjóri-, sögðu
þeir, en hann lést í bílslysi sem var
sett á svið.
Kirkjuhöfðingjar hafa aldrei
beitt sér af neitt viðlíka þunga gegn
ógnarstjórn og mannréttindabrot-
um herforingjastjóma eins og þeir
gera nú gegn Alfonsin, sem þarf
samþykki þeirra til að koma lögum
um hjónaskilnað gegnum þingið.
Gegn því berjast þeir með kjafti og
klóm, þeir sömu sem á sínum tíma
létu á sér skiljast við pyntaða fanga
að ógæfa þeirra væri sjálfum þeim
að kenna.
Launþegasamtökin
Argentínsku launþegasamtökin
eru sennilega þau einu í heimi sem
gagnrýna stjórn Alfonsins harðlega
og berjast gegn henni. Leiðtogi
þeirra er Saul Ubaldini, maður sem
gengur með drauma um að verða
nýr Peron og hefur skipulagt átta
allsherjarverkföll síðan Alfonsin
tók við völdum 1983.
Launþegasamtök Argentínu eru
all-sérstætt fyrirbrigði. Kaþólskari
en páfinn, með perónistiskar til-
hneigingar og starfsaðferðir bylt-
ingarmanna eru þau í sjálfu sér tal-
andi dæmi um hræsnisfullt kerfi og
markmið sem eru ósamkvæm í eðli
sínu. Skýrasta dæmið um það var
sigur flokks Perónista 1985, sem
vannst með hjálp leigðra byssu-
bófa.
Valdatöflin sem hafa þannig
sameinast eru kirkjan, flokkur
Perónista og herinn, sem hefur
sterk ítök og stuðning jarðeigenda
víða um landið. Þessi öfl eru sterk
og lýðræðið er veikburða gagnvart
sameinuðu átaki þeirra afla sem þó
hafa leitt slíkar hörmungar yfir
þjóðina sem fólki er enn í fersku
minni. Þá hefur herinn einnig sýnt
að hann er lítils megnugur þegar á
reynir, eins og í Falklandseyjastríð-
inu. Það eina sem hann hefur gert
með góðum árangri er að útrýma
eigin landsmönnum. Einungis tvö
herfylki lýstu yfir fullum stuðningi
við stjórnina sem nú situr.
Sennilega er það þó einmitt dug-
leysi hersins og spilling, sem helst
getur orðið þjóðinni til bjargar, svo
þverstæðukennt sem það virðist.
Upphlaupið nú um páskana sýndi
það að fólkið í landinu er búið að fá
nóg af yfirgangi hersins. TVímæla-
laus stuðningur borgaranna við
stjórnina bendir til þess að loks hafi
tekist að rjúfa þann vítahring að
herinn grípi jafnan inn í þegar lýð-
ræðislega kjörin stjórn stendur
höllum fæti.
Upprelsn herslns mistókst I þetta skipti. Á myndinni er Raul Alfonsin forsetl ásamt konu sinni.
k
VIÐ LEIKUM HÆGT OG HLJÓTT
Tvöfaldur 1. vínníngur
I
Þegar 1. vinníngur
gekk út, þann 25. april,
urðu Stefán Helgason
og fjölskylda
rúmlega 2,2 mílljónum
króna rikari.
Sjálfsagt víldu margir vera
í þeírra sporum núna.
Laugardagmn 2. mai var engmn
með fímm réttar tölur.
Þess vegna leggjast kr. 2.150.100,-
við fyrsta vinningínn 9. maí,
svo gera má ráð fyrir að hann verðí
samtals 5-6 milljónir.
Við sigruðum ekki i Söngvakeppnínní
í fyrra og síðastí stórvinníngur
í lottóínu gekk ekki út.
Hvað gerist naest?
Vegna beínnar
útsendingar Sjónvarpsíns
frá Söngvakeppninni
í Briissel verður dregíð
í Lottóinu kl. 22:00
og sölustaðimir verða
því opnír tíl ki. 21:45.
Upplýsingasímí: 685111
rÉ
/ ▼
WttÆ