Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 9. maf 1987
•5
mmm
:buröina í Póllandi sem leiddu
ni var smyglað út úr Póllandi,
dq kemur út á dönsku í haust.
Handtökur
í þeim svifum kom flokksritar-
inn á vettvang. Hann notfærði sér
óvissuástandið sem ríkti og kom
föngunum umsvifalaust í skjól inn í
húsið. Þeir sem áður voru í nokkr-
um vafa, sannfærðust nú um það
með hverjum flokkurinn stæði í
þessum átökum. Samtímis bárust
upplýsingar um handtökur verka-
manna og um það að þeir hefðu
fengið hraksmánarlega meðferð.
Þótt afstaða stjórnvalda lægi ekki
ljós fyrir í upphafi átakanna, var nú
ekkert lengur um að villast með
hverjum þau stóðu, eftir frelsun
lögreglumanna, sem höfðu sannan-
lega ráðist á kröfugöngufólkið.
Síðdegið komu tveir stríðsvagnar
frá hernum keyrandi inn í port
skipasmíðastöðvarinnar, eftir að
hafa kramið tvo menn til bana á leið
sinni þangað. Þeir voru herteknir á
augabragði, eins og i kvikmynd.
Strákarnir klíndu leir á framrúður
vagnanna, sem urðu að nema stað-
ar þegar ekkert sást út lengur. Öku-
maðurinn neyddist til að opna
topplúguna og þar voru mennirnir
fiskaðir upp.
Það voru fleiri aðferðir til að
stöðva skriðdreka. Ruslatunnur
höfðu verið pressaðar saman í
þykkar járnstengur og væri þeim
skotið undir beltin og lyft, snerust
hjólin í lausu lofti. Þeir sem höfðu
gegnt herþjónustu kunnu á þessi
farartæki og vissu hvernig átti að
meðhöndla þau.
Vopnum útdeilt
Ég hélst ekki lengi við heima hjá
mér, en hélt aftur áleiðis til lög-
reglustöðvarinnar. Lögreglunni
hafði tekist að dreifa mannfjöldan-
um. Margir höfðu snúið frá af
sjálfsdáðum. Byggingin stóð í Ijós-
um logum. Ég sá að búið var að
brjótast inn í veitingahús og versl-
anir og fólkið iét greipar sópa. Ég sá
að þetta var að verða hættulegt
ástand. Ef mennirnir yrðu drukknir
yrði auðvelt að æsa þá til ofbeldis-
verka. Eitthvað varð að gera.
Ég fór til lögreglustöðvarinnar og
gaf mig á tal við einn af yfirmönn-
unum, spurði hvað yfirvöld hefðu
hugsað sér að gera. Mér var vísað
frá einum til annars og sagði ég
þeim hvað ég hefði séð og að
ástandið væri orðið mjög eldfimt.
„Við ráðum fram úr því“, var svarið
sem ég fékk.
Einn af foringjunum benti mér á
byssur og skotfæri sem verið var að
útdeila. „Hvað hafið þið hugsað
ykkur?“ spurði ég. „Pólverjar að
skjóta á Pólverjaí*
„Hvað annað? Hefur þú aðra
lausn?“ sagði hann.
„Já, alveg örugglegaþ sagði ég.
„Hvaða lausn?“
Ég reyndi í örvæntingu að finna
upp á einhverju.
„Það er hægt að komast hjá bar-
daga með því að gera skipulega
áætlun. Það þarf að fara um bæinn
og tala við fólkið. Þeir sem það gera
þurfa að vera vinnufélagar eða aðr-
ir sem fólkið þekkir. Það á að segja
verkamönnunum að fara á vinnu-
staðina og kjósa í nefndir, sem síð-
an yrði hægt að ganga til samninga
við.“
„Ég hætti við þetta allt saman“,
sagði foringinn. Og það gerði hann
reyndar, afturkallaði skipanir sínar
og hætti vopnadreifingunni.
Skiptu þér
ekki af þessu
Ég hélt af stað, áleiðis til skipa-
smíðastöðvarinnar. Á leiðinni
mætti ég vinnufélaga, sem tók til
fótanna þegar hann sá mig. Og ann-
ar sem ég mætti skömmu áður
hafði gert slíkt hið sama. Ég elti
hann uppi og spurði hvað þetta ætti
að þýða. Þá sagði hann mér að það
væri altalað að ég væri dauður,
hefði verið skotinn þegar ég yfirgaf
lögreglustöðina fyrr um daginn.
Ég stakk upp á því að hann gengi
með mér um bæinn til að safna
saman félögum okkar. „Það getur
þú gert sjálfur", svaraði hann fyrt-
inn. „Þú ert ekki með réttu ráði. Ef
þú ávarpar einhvern færðu flösku í
höfuðið. Nei, í alvöru talað, skiptu
þér ekki af þessuý
Ég fór einn til skipasmíðastöðv-
arinnar. Enginn vildi slást í förina.
Engu að síður hafði tillaga mín ver-
ið tekin til greina á lögreglustöð-
inni, því það var tilkynnt í hátölur-
um að það ætti að kjósa í samn-
inganefndir.
Ég var kosinn í samninganefnd
og ásamt samninganefndum ann-
arra vinnuflokka hittumst við á
stjórnarskrifstofunni til að mynda
verkfallsstjórn. Ég var einn þeirra
þriggja sem var kosinn í þá stjórn.
Ég man ekki lengur hverjir hinir
voru. Allir þurftum við að gera
grein fyrir sjónarmiðum okkar, áð-
ur en ákveðið yrði hver skyldi vera
formaður. Þegar ég hafði lokið
máli mínu fór kliður um salinn. Ég
hafði sagt það sem félagarnir vildu
sagt hafa og ég var sem sagt kosinn
formaður.
Traust
Ég ákvað að samþykkja kjörið,
en þegar ég ætlaði að standa á fæt-
ur og þakka traustið, hélt foringinn
sem næstur mér sat aftur af mér og
hvíslaði að mér varnaðarorðum.
Hann sagði að ég vasri ungur og
óreyndur og myndi verða á mistök.
Betra væri að deila ábyrgðinni jafnt
milli allra þriggja. Einn myndi ég
ekki valda ábyrgðinni. Hann hékk í
erminni á jakkanum mínum á með-
an hann talaði. Kurr fór um salinn.
„Hann þorir ekki að taka við þess-
ari ábyrgð“, var sagt. „Hann getur
ekki einu sinni staðið upp og þakk-
að fyrir sig“
Loks stóð ég á fætur og þakkaði
fyrir það traust sem mér hafði verið
sýnt. Síðan lýsti ég því yfir, sem rétt
áður hafði verið hvíslað að mér, að
betra væri að við skiptum ábyrgð-
inni jafnt, allir þrir. Ég væri ungur
og óreyndur o.s.frv.
Glappaskot
Þetta var mitt fyrsta glappaskot.
Ég var hræddur við að taka ábyrgð.
Ég þorði ekki. Gamli refurinn hafði
tekið eftir að ég hikaði eitt augna-
blik og notfærði sér það. Fyrir
bragðið var þetta verkfall leitt af
hópi manna sem sifellt nýir einstak-
lingar voru í, með mismunandi
skoðanir og sem reyndust alltof lin-
ir í samningunum. Þessi nefnd lifði
aðeins i nokkra klukkutíma.
Það var á leiðinni til stöðvarinnar
sem ég heyrði fyrstu skotin. Æstur
mannfjöldinn varð sem steinrunn-
inn. Enginn vissi hvað var að gerast.
Ég taldi víst að þetta væru aðeins
púðurskot, en sneri við til stjórn-
stöðvarinnar aftur. í gegnum reyk
og brælu sá ég eitthvað sem líktist
sauðahjörð á flótta, sumir féllu,
aðrir skriðu á fjórum fótum.
Frásagnir þeirra sem urðu vitni
að þessum atburði voru hrollvekj-
andi. Enginn vissi þó nákvæmlega
hvernig það byrjaði. En á meðan
fundurinn var haldinn í stjórnstöð-
inni flykktist fólk að til að fá fregnir
af fundinum. Einhverjir höfðu
gerst nærgöngulir og forvitnin
hafði rekið þá nær og nær bann-
svæðinu umhverfis bygginguna.
Einn verkamaður hafði gefið sig á
tal við hermann á vakt og aðrir
tróðust að til að heyra hvað þeir
sögðu. það leit út fyrir að allur hóp-
urinn væri kominn fast að afgirta
svæðinu. Það var gefin aðvörun, en
mannfjöldinn kom nær og nær. Þá
gaf einn liðsforingi skipun um árás.
Vélbyssuskothríð
Óttaslegnir og ringlaðir þokuðu
menn sér fjær, en í sama bili kvað
við vélbyssuskothríð. Þetta var það
versta sem gat komið fyrir. Pólskir
hermenn og pólskir lögreglumenn
skutu á landa sína. Við vissum ekki
hve margir höfðu verið skotnir til
bana. Ég heyrði að einn af vinnufé-
lögum mínum hefði látist og fleiri
sem ég kannaðist við. Særðir og
látnir lágu hér og hvar. Sjúkrabílar
komu og sóttu þá. Það var blóð út
um allt.
I ljós kom að þrír höfðu verið
drepnir, sá fjórði Iést í sjúkrabíln-
um. Þeir voru i um það bil sex metra
fjarlægð frá hliðinu.
Við drógum svartan sorgarfána
að húni og heiðruðum minningu
hinna látnu með einnar mínútu
þögn. Því næst sungum við þjóð-
sönginn og lögðum sérstaka áherslu
á orðin: „Með sverðinu munum við
vinna aftur það sem fjandmennirn-
ir hafa rænt okkur.“
Hátalarar voru settir á girðing-
arnar, til að þeir hermenn sem yfir-
völdin höfðu látið vinna fyrir sig
gætu heyrt hvað við höfðum að
segja við þá. „Morðingjar! „Morð-
ingjar!“
Eftir átökin milli verkamann-
anna og hersins voru stofnaðar
verkfallsnefndir sem reyndu að
koma kröifum verkamannanna á
framfœri. En nefndirnar voru inn-
byrðis ósammála og að lokum yfir-
gáfu verkamennirnir stöðina, sem
þeir höfðu tekið á sitt vald.
Stuttu síðar var Lech Walesa
handtekinn í fyrsta skipti. Hann
var látinn laus fjórum dögum síðar,
eftir að hafa undirritað nokkurs
konar trúnaðareið. Hann er ekki
hreykinn af því í dag. Hann lítur á
þessa atburði sem mikinn ósigur.
(Þýðing Ása Björnsdóttir)