Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 6
6
Laugardagur 9. ma( 1987
1AUSAR SXÖÐUR HJÁ
J REYKJAVIKURBORG
Mæðraheimili Reykjavlkurborgar óskar eftir að ráða
starfsfólk í sumarafleysingar og einnig í fullt starf.
Upplýsingar gefurforstööumaðuralla virkadaga frá kl.
8:00 til 16:00 I slma 25881.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð sem fyrst á sér-
stökum eyðublöðum sem þar fást.
Dregið var í rósahappdrættinu á
Reykjanesi.
Vinningsnúmer er 10019.
Upplýsingar í síma 651511.
Frá
Fjölbrautaskólanum
viðÁrmúla
Lausar eru til umsóknar tvær kennarastöður:
Full staða (efnafræði,
full staða I hagfræði.
Upplýsingar veittar I síma 84022 eða 31200 kl.
9.00—13.00.
Skólameistari
Útboð
Hólmavíkurvegur 1987
(um Guðlaugsvík)
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum I of-
angreint verk. Lengd vegarkafla 3,3 km,
bergskering 2.000 m3, fylling 50.000 m3,
burðarlag 16.000 km3.
Verki skal lokið 15. október 1987.
Útboðsgögn verðaafhent hjáVegagerð rlk-
isins á Isafirði og I Reykjavlk (aðalgjald-
kera) frá og meö 11. þ.m.
Skilaskal tilboðum ásömu stöðum fyrirkl.
14:00 þann 25. maí 1987.
Vegamálastjóri
Útboð
Styrking á Skagavegi í Skaga-
firði 1987
Vegagerð rlkisins óskar eftir tilboðum I of-
angreint verk.
Efni I burðarlag 14.000 m3.
Verki skal lokið 4. september 1987.
Útboösgögn verða af hent hjá Vegagerð rlk-
isins á Sauðárkróki og I Reykjavlk (aðal-
gjaldkera) frá og með 11. þ.m.
Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl.
14:00 þann 25. maf 1987.
Vegamálastjóri
Hlutaveltu og
flóamarkað
heldur Kvenfélag Lúðrasveitar
Reykjavíkur laugardaginn 9.
maí kl. 2 í Hljómskálanum.
Engin núll margt góðra muna.
Kvenfélagskonur
Gerbreyttum Sam-
vinnuskóla slitið
Samvinnuskólanum á Bifröst var
að venju slitið 1. maí. Frá liðnu
skólaári er þess helst að minnast að
skólanum var á sl. ári gerbreytt og
hann „hækkaður upp“ í skólakerf-
inu. Mun hann í framtíðinni starfa
á lokaáföngum framhaldsskóla-
stigsins, að loknu svo nefndu versl-
unarprófi úr 2. bekk framhalds-
skóla, og útskrifa stúdenta í stað
þess að starfa á fyrstu áföngum
framhaldsskólans að loknu grunn-
skólaprófi. Um leið var kennslu-
skipan og starfsháttum skólans
mjög breytt á liðnu starfsári.
Þessu sinni útskrifaðist því síð-
asti nemendahópurinn með hefð-
bundið Samvinnuskólapróf, en að
ári mun Samvinnuskólaprófið jafn-
gilda stúdentsprófi. Hæstu eink-
unn á Samvinnuskólaprófi þessu
sinni hlaut Guðný Sigurðardóttir
frá Hvammstanga, 9.19.
Nemendur Samvinnuskólans á
liðnum vetri voru alls 111 og luku 34
Samvinnuskólaprófi úr 2. bekk. í
hópi nemendanna voru 48 í Fram-
haldsdeild skólans í Reykjavík en 17
ljúka væntanlega stúdentsprófi frá
Samvinnuskólanum nú í vor. Auk
þess stunduðu 28 nám á sérstökum
námsbrautum fyrir starfandi versl-
unarstjóra og verkstjóra í frystihús-
um. Framhaldsdeild verður slitið
laugardaginn 9. maí í sal Verslunar-
deildar Sambandsins í Holtagörð-
um.
Á liðnu starfsári urðu nemendur
Starfsfræðsludeildar, að með töld-
um nemendum á sérstökum náms-
brautum, alls 1.108, en haldin voru
alls 60 starfsfræðslunámskeið og
námsbrautir á 22 stöðum í landinu
og um 19 efnisflokka. Frá því að
starfsfræðsla Samvinnuskólans
fyrir samvinnuhreyfinguna hófst í
núverandi mynd 1977 hafa 609
námskeið verið haldin fyrir alls
10.626 þátttakendur.
LAUSAR STÖÐUR HJÁ
REYKJAVÍKURBORG
Heilsuverndarstöð Reykjavíkur óskar að
ráða eftirtalið starfsfólk:
Við Heilsugæsluna Álftamýri 5.
Hjúkrunarfræðing og jafnframt til sumarafleysinga.
Hjúkrunarfræðing og sjúkraliða.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri I slma 688550.
Við Heilsuverndarstöð Reykjavlkur.
Hjúkrunarfræðinga. Ljósmæður. Sjúkraliða og starfs-
menn við móttöku og síma.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóra I sfma 22400.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
víkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásérstökum eyöu-
blöðum sem þar fást.
Þingvellir:
Þjónustumiðstöðin
opin um helgar
Þjónustumiðstöðin á Leirum við
Þingvelli verður opin um helgar í
maí. Venjulega hefur ekki verið
opnað fyrr en í júní, en að sögn
Heimis Steinssonar þjóðgarðsvarð-
ar á Þingvöllum er umferð um
þjóðgarðinn þegar orðin mikil í maí
og því brýnt að geta veitt þjónustu.
Heimir sagði að þjónustumið-
stöðin verði opin frá klukkan 11-19
um helgar. Einnig verður möguleiki
á að opna ef stórir hópar óska.
Þeim er þá bent á að hafa samband
við þjóðgarðsvörð, með fyrirvara.
I júní verður þjónustumiðstöðin
á Leirum síðan opin sem endranær ■
fram á haust.
®IAUSAR STÖÐUR HJÁ
J REYKJAVIKURBORG
Staða forstöðumanns við leikskólann Árborg, Hlaðbæ
17. Fóstrumenntun áskilin. Umsóknarfrestur er til 24.
mal 1987.
Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri og umsjónar-
fóstrur á Dagvist barna I slma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykja-
vlkurborgar, Pósthússtræti 9,5. hæð ásérstökum eyðu-
blöðum sem þar fást.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
Starfsmenn óskast til afgreiðslustarfa
á fjarskiptastöðvar stofnunarinnar
Umsækjendur skulu hafa lokið stúdentsprófi eða hafa
sambærilegamenntun.Góð málakunnáttaer nauðsyn-
leg, sérstaklega I ensku.
Almennrar heilbrigði er krafist, aðallega er varðar
heyrn, sjón og handahreyfingar.
Starfið innifelur nám við Póst- og simaskólann I fjar-
skiptareglum, reglugerðum o.fl.
Laun eru greidd meðan á námi stendur.
Umsóknir, ásamt prófskírteini eða staðfestu Ijósriti af
þvl, sakavottorði og heilbrigðisvottorð, berist Póst- og
sfmaskólanum fyrir 20. maí nk.
Umsóknareyöublöð liggja frammi I Póst- og slmaskól-
anum, Sölvhólsgötu 11, Reykjavík, hjá dyravörðum
Landsslmahúss og Múlastöðvar og ennfremur á póst-
og slmastöðvum.
Nánari upplýsingareru veittar I Póst-og símaskólanum
I slma 91-26000.
SKYLDUSPARNAÐUR
ORÐSENDING TIL LAUNÞEGA
Á ALDRINUM 16 TIL 25 ÁRA
Launþegar á skyldusparnaðaraldri
eru hér með hvattir til að fylgjast
gaumgæfilega með því, að
launagreiðendur dragi lögboðinn
skyldusparnað af launum og geri skil til
Veðdeildar Landsbanka íslands.
Hafi það brugðist, er þeim bent á að snúa
sér til lögfræðings, sem fer með málefni
skyldusparnaðar hjá Húsnæðisstofnun
ríkisins, Laugavegi 77, Reykjavík.
Sími: 28500.
^Húsnæðisstofnun ríkisins
Innkaupastofnun Reykjavfkurborgar fyrir hönd
Byggingardeildar óskar eftir tilboðum í fullnaðar
frágang áefstu hæð Álfabakka 12 f Mjódd, þ.e. inn-
réttingar o.fl.
Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri Frí-
kirkjuvegi 3, Reykjavlk, gegn kr. 15.000,- skila-
tryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 19. maí n.k. ki. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 — Simi 25800 — Postholf 878 — 101 Reykjavik