Alþýðublaðið - 09.05.1987, Blaðsíða 4
4
Laugardagur 9. mal 1987
Þann 8. nóvember 1969 var þessi brúð-
kaupsmynd tekin í pólskum smábœ. Brúðurin
með hvíta slörið heitir Zanuta, brúðguminn
Lech. Hann er rafvirki á skipasmíðastöðinni í
Gdansk. Síðar áttu myndir af þessum manni
eftir að skreyta síður dagblaðanna um allan
heim, því að Lech Walesa dróst inn í deilur og
verkföll sem urðu upphafið að myndun
frjálsra verkalýðssamtaka í Póllandi og bar-
áttu fyrir pólitískum réttindum. Baráttu sem
endaði í ósigri — en einnig með friðarverð-
launum Nóbels til handa Lech Walesa.
Um alla þessa atburði hefur Lech Walesa
skrifað bókina „Vegur vonarí(, ritverk sem
hefur verið smyglað út úr Póllandi til birting-
ar. Hér á eftir fara nokkrir kaflar úr bókinni.
Gripið er niður þar sem sagt er frá atburðun-
um í Gdansk í desember 1970. Starfsmenn
skipasmíðastöðvarinnar eru óánœgðir með
ástandið. Nokkrir þeirra hafa verið á nám-
skeiðum erlendis, m.a. í Kaupmannahöfn og
hafa þar orðið vitni að verkföllum. Nú leggja
þeir sjálfir niður vinnu til að mótmœla verð-
hækkunum, m.a. á matvöru.
Samningar við stjórn stöðvarinnar bera
engan árangur. Verkfallsmenn eru handteknir.
Walesa er áður en varir kominn í fylkingar-
brjóst fyrir fjölmennri mótmælagöngu.
Ég gekk nokkrum metrum á und-
an kröfugöngunni og kom þá allt í
einu auga á herlögregluna sem nálg-
aðist. Þeir voru þrjátíu-fjörutíu
saman og sveifluðu kyflum sínum.
Mín fyrsta hugsun var að ég myndi
fá að kenna á þeim. Sjálfur hafði ég
ekkert til að verja mig með. Ég yrði
barinn, á því var ekki nokkur vafi.
Það var engin Ieið að hörfa til baka,
ómögulegt að sleppa frá þeim,
hvergi skjól að fá.
Ég var sannfærður um að strák-
arnir á bak við mig hefðu tekið eftir
því að á minna en einni sekúndu var
ég orðinn lafhræddur. Ég dró djúpt
andann. Þá fannst mér sem eitt
mikið andvarp stigi upp frá mann-
fjöldanum að baki mér, eins og þeir
önduðu allir frá sér samtímis í einu
gríðarmiklu „o-oh“. Svo ótrúlegt
sem það er, þá fann ég beinlínis lik-
amlega fyrir þessu andvarpi og var
líkt og borinn áfram af því.
Fáeinum mínútum síðar voru all-
ir herlögreglumennirnir yfirbugað-
ir. Aðeins þrír eða fjórir höfðu
rænu á að forða sér og leita skjóls.
Þeir flýðu
Við héldum áfram. Þegar við
komum að hverfismiðstöð flokks-
ins, sáum við fjóra menn hraða sér
út. Þeir stukku upp í sinn bílinn
hver og keyrðu burt á miklum
hraða. Þeir flýðu.
Þegar við komum alveg að bygg-
ingunni kom í ljós að dyrnar voru
læstar. Engin leið að komast inn.
Ég leit inn um gluggann og sá
nokkra hermenn, stífa eins og
myndastyttur, vopnaða vélbyssum,
en þeir beindu þeim ekki að okkur.
Allt var læst, enginn til að tala við
— hér höfðum við ekkert að gera.
Á þessum sama stað kom til
árekstra síðar og í það skipti var
staðurinn varinn með vélbyssu-
kjöftum.
Hraktir á flótta
Nú skiptist mannfjöldinn í tvo
hópa. Annar hélt til lögreglustöðv-
arinnar í Swierczewskiego-götu, en
hinn til torgsins þar sem hálft
hundrað lögreglumanna hafði verið
hrakið á flótta. Ég gerði mér það
ljóst að þótt hermennirnir létu líta
svo út sem þeir berðust, þá voru þeir
lítið eitt hikandi og fúsir að draga
sig í hlé.
Ég gekk fram og sagði við þá:
„Heyrið mig aðeins herrar mínir.
Það hafa orðið átök við skipa-
smíðastöðina og félagar ykkar hafa
verið barðir sundur og saman.
Dragið ykkur til baka, því annars
fáið þið sömu meðferð" Þeir fóru
eftir tilmælum mínum og drógu sig
smám saman í hlé.
Fyrsti hópurinn, sem hafði rutt
brautina var nú kominn að brúnni
yfir járnbrautina. Hermennirnir
voru á hælunum á þeim en ekki
kom til átaka. Ég snéri mér aftur að
hópi hermanna með sömu ráðlegg-
ingar og áður — sagði þeim að við
ætluðum aðeins að frelsa verka-
mennina sem hefðu verið hand-
teknir og engin ástæða væri til að
stofna til bardaga.
Þeir hlustuðu á það sem ég sagði
og þannig þokuðumst við áfram.
Ég var sem í leiðslu, talaði og talaði
þar til við vorum komin að lög-
reglustöðinni. Þá spurði ég eftir
hæstráðanda og bað um viðtal við
hann. Mér var vísað inn á skrifstofu
hans sem var full af fólki. Þar kom
ég auga á útvarpssendi og tilkynnti
í hann að við værum í þeim erind-
um að sækja vinnufélaga okkar. Ef
þeir yrðu látnir lausir strax, myndi
allt fara fram með ró og spekt, við
værum ekki að sækjast eftir illdeil-
um.
Rúður brotnar
Á meðan þetta gerðist hafði
mannfjöldinn safnast saman fyrir
framan lögreglustöðina. Það var
byrjað að kasta grjóti, rúður voru
brotnar. Einhver rétti mér hljóð-
nema og ég gekk út að glugganum.
Allt hafði gerst með svo skjótum
hætti um morguninn að ég var enn
með hjálminn minn. Nú tók ég
hann af mér og kastaði honum
ásamt vinnukortinu mínu út um
gluggann til að sanna það að ég
væri einn af þeim.
„Hættið“, hrópaði ég. Margir í
hópnum voru vinnufélagar mínir
og ég bjóst við að þeir myndu
þekkja mig. Það heppnaðist að róa
mannfjöldann stundarkorn. Ég
sagði að lögreglan tæki því vel að
láta mennina lausa. Þar eð ég
þekkti þá ekki í sjón bað ég um að
einhver kæmi upp á skrifstofuna
mér til aðstoðar.
,\v * v V i
VEGUR VOI
Kaflar úr bók Lech Walesa um al
til myndunar „Samstöðu“. Bókin
hefur verið gefin út í Frakklandi <
Svikari
Friðurinn stóð ekki lengi.
Nokkrir hermenn komu út að
glugganum til að sjá hvað væri að
gerast úti fyrir. Síðan gerðist allt
með eldingarhraða.
Lögregluforinginn hafði sýnilega
ekki náð að draga til baka skipanir
sínar. Herlögreglan hóf árás frá
tveimur hliðum og umkringdi
mannfjöldann. „Svikari! Óþverri!"
heyrði ég hrópað til mín. Þeir voru
sannfærðir um að ég hefði aðeins
verið að blekkja þá.
Á sekúndubroti hófst grjóthríðin
á húsið aftur. Lögreglumennirnir
sem stóðu við gluggana urðu fyrir
steinkastinu, margir særðust og
blóðið rann. Sjálfur var ég á efstu
hæð hússins og slapp ómeiddur, en
ég gerði mér vel Ijóst að ég var bú-
inn að tapa orrustunni. Ég varð að
hörfa af vígvellinum og það fljótt.
Þvílikur slagur.
Fullkomin ringulreið
Niðri á götunni ríkti fullkomin
ringulreið, pústrur og öllu lauslegu
grýtt. í húsinu var engin rúða heil
lengur. Allt var þakið reyk frá reyk-
sprengjum og táragassprengjum
sem hermennirnir köstuðu að
mannfjöldanum, en gripnar voru á
lofti og sendar til baka inn á lög-
reglustöðina og sprungu þar. Ég var
að kafna.
Loks heppnaðist mér að finna út-
gönguleið um bakdyr hússins og ég
hraðaði mér burt. Á leiðinni varð ég
vitni að sorglegum atburði. Ungur
hermaður sem ekki hafði þolað
taugaálagið, missti stjórn á sér þeg-
ar einn af verkamönnunum hugð-
ust hindra för hans. Hann beindi að
honum byssu sinni og skaut hann.
Jafnskjótt steypti mannfjöldinn sér
yfir hermanninn og gerði út af við
hann á svipstundu.
Ég var að þrotum kominn og
hugsaði um það eitt að komast
heim til að fá örlitla hvíld. Ég stöðv-
aði vörubíl og bað um að fá far.
Maðurinn skalf eins og hrisla í
vindi, spurði hvort ég væri vopnað-
ur, sagði að sér hefði verið ógnað
með byssu oftar en einu sinni þenn-
an dag. Síðan keyrði hann mig alveg
heim að húsdyrum.
Á meðan á þessu stóð héldu átök-
in við lögregluna áfram í Gdansk.
Eftir heimsóknina til hverfisstöðvar
flokksins voru lögreglumenn og
hermenn kallaðir þangað. Herinn
sneri frá, en löreglumennirnir voru
eltir uppi og teknir til fanga á sama
hátt og gert er í stríði. Þeir voru
látnir afhenda valdatákn sín, beltin
og húfurnar. Því næst var þeim rað-
að upp úti fyrir stöðvarbyggingunni
og enginn vissi almennilega hvað
ætti að gera við þá.