Alþýðublaðið - 08.07.1987, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 08.07.1987, Qupperneq 8
Kim Yong-Sam hefur skipulagt andstöðuöflin og aukið mjög á vinsældir Kim Dae-Jung er kallaður Aquino Kóreu, slðan hann var sendur í útlegö til slðustu vikurnar. Bandarikjanna. Kim Dae-Jung og Kim Yong-Sam hafa gert bandalag gegn forseta Suður- Kóreu, Chun Doo- Hwan, en þó keppa þeir um að ná völd- um eftir hann. Tveir leiðandi menn stjórnarand- stöðunnar í Suður-Kóreu, þeir Kim Uae-Jung og Kim Youn-Sam, eru bæði bandamenn og keppinautar í baráttunni gegn fyrirhuguðum breytingum stjórnar Chun Doo- Hwans á stjórnkcrfi landsins og valdahlutföllum sem eiga að koma til framkvæmda á næsta ári. Eftir tveggja vikna óeirðir í land- inu, sem hafa þvingað stjórnina til ýmissa málamiðlana, eru Suður- Kóreumenn farnir að velta því fyrir sér hvaða pólitíska valkosti Kim- arnir tveir geti boðið landsmönnum í staðinn fyrir stjórn Chuns forseta, sem haldið er við lýði með tilstyrk hersins. Óvinsældir Chun-stjórnarinnar eru mestmegnis af tvennum toga spunnar: Suður-Kóreumenn hafa aldrei fyrirgefið hershöfðingjanum fyrrverandi það að hann tók völdin fyrir sjö árum með grimmum og miskunnarlausum aðferðum — fyrst herforingjauppreisn og síðar, í maí 1980, bældi hann niður upp- reisn í útborg Kwangju með harðri hendi og miklu mannfalli. Chung-stjórnin reyndi að gera Kim Dae-Jung ábyrgan fyrir upp- reisninni í Kwangju. Hann var dæmdur til dauða fyrir að æsa til uppreisnar, þrátt fyrir það að hann sat í fangelsi þegar óspektirnar brutust út. En Kim er ættaður úr nágrenni borgarinnar og nýtur mik- illa vinsælda meðal hinna fjöl- mennu stjórnarandstæðinga hér- aðsins. Aquina Kóreu Eftir að Bandaríkjamenn höfðu beitt þrýstingi, var dauðadómi Kims breytt í 20 ára fangelsisdóm árið 1981. Ári síðar fengu þeir því til leiðar komið að Kim fékk fararleyfi til Bandaríkjanna til að gangast undir læknismeðferð. Heilsu hans var þó ekki mjög ábótavant; raun- verulega var um að ræða pólitíska útlegð. Af því tilefni fékk hann við- urnefnið Aquino Kóreu. Skömmu fyrir þingkosningar 1985 sneri Kim Dae-Jung aftur til Seul, en hann hlaut ekki sömu örlög og Aquino þegar hann sneri aftur úr sinni útlegð, heldur var hann um- svifalaust settur í stofufangelsi. Síðan hefur hann verið tekinn úr umferð a.m.k. 50 sinnum. í hvert skipti sem stúdentaóeirðir hafa ver- ið í uppsigiingu, hefur öryggislög- reglan umkringt lúxusvillu hans í Seul og séð til þess að halda honum í einangrun. Chun-stjórnin hefur með öllum ráðum reynt að gera Kim Dae-Jung tortryggilegan sem þjóðhættulegan kommúnistavin, en þær ásakanir eru tilhæfulausar og Bandaríkin, samherjar Suður-Kóreu, hafa t.d. neitað að taka það fyrir góða og gilda vöru. Kim Dae-Jung er lýð- ræðislegur demókrati og fylgjandi frjálsu markaðskerfi. Hann hefur meira að segja viðurkennt að hin velheppnaða herferð Suður-Kóreu á útflutningsmörkuðum, sem hefur fært landinu umtalsverðan hag- vöxt, sé allra góðra gjalda verð. Kim Young-Sam sœkir á í pólitískum óeirðum í Suður- Kóreu á undanförnum mánuðum, hefur það komið í ljós að Kim Dae- Jung hefur tapað nokkru af vin- sældum sínum til nafna síns, Kim Young-Sam. Þegar stjórnarand- staðan klofnaði í apríl s.l. og nýr stjórnarandstöðuflokkur var myndaður, varð Kim Young-Sam formaður hans og á þessum síðustu óróasömu vikum hefur hann notið sívaxandi vinsælda. Kimarnir tveir eru samherjar í baráttunni gegn Chun-stjórninni, en þeir draga enga dul á að þeir séu jafnframt keppinautar. Hvor um sig styðst við flokksbrot og hags- munahópa sem hafa barist um áhrif í Suður-Kóreanskri pólitík síðan á 6. áratugnum. Báðir eru með hagfræðimenntun og bakgrunn í viðskiptalífinu. Kim Dae-Jung er kaþólskur og ættaður frá hinu mótþróafulla Cholla-hér- aði, en Kim Young-Sam er mót- mælandi frá milljónaborginni Pus- an í Kyongsang-héraði. Aldagömul togstreita og tortryggni ríkir milli þessara tveggja héraða og hefur það jafnan sett mark sitt á innanríkis- pólitík í Suður-Kóreu. Bæði Chun Doo-Hwan og fyrir- rennari hans eru frá suðurhluta landsins og það er þar sem blómleg- um iðnfyrirtækjum hefur verið komið á fót. Landbúnaðarhéruðin á heimaslóðum Kim Dae-Jungs hafa verið skilin útundan og barátt- an stendur ekki hvað síst þess vegna. Verslunarstéttin og hin menntaða miðstétt veðjar á Kim Young-Sam og telur hann hógværari og líklegri til samninga en Kim Dae-Jung. Ur- slitin ráðast þó fremur af því hvor- um þeirra heppnast betur að veita uppreisnaröflum stúdenta í skyn- samlegan farveg. Hvorugur þeirra er sjálfkjörinn foringi þess hóps. Beinar forsetakosningar Stjórnarandstöðuforingjarnir tveir eru sammála um að í næstu forsetakosningum, sem verða að líkindum í nóvember, eigi að kjósa forseta beinni kosningu. Öðrum kosti verði Suður-Kórea einræðis- ríki langt fram á næsta áratug. Það var þessi krafa sem olli því að stjórnarandstaðan klofnaði í vor og nýr flokkur var myndaður. Nú þegar hefur Chun-stjórnin orðið að láta undan síga á mörgum sviðum og má teljast völt í sessi eins og er. Kim Young-Sam hefur lýst því yfir að engin málamiðlun komi til greina. Líklegast er talið að sá verði endirinn á, einkum m.t.t. þess að Olympíuleikarnir verða haldnir í Seoul á næsta ári, sem beinir aug- um heimsins mjög að Suður-Kóreu. Chon Doo-Hwan forseti er harð- ur í horn að taka eins og vænta má af fyrrverandi herforingja. Hann Laugardaginn 4. júlí voru 5 ár liðin frá upphafi áætlunarflugs Arnarflugs frá íslandi til Evrópu og var þar með enn einu sinni brotið blað í litríkri flugsögu okkar ís- lendinga. Arnarflug var stofnað í Þjóðleik- húskjallaranum 10. apríl 1976 af um það bil 700 einstaklingum og fyrirtækjum, gagngert til þess að rjúfa það einokunar mynstur sem myndast hafði í samgöngumálum íslendinga eftir sameiningu Loft- leiða hf. og Flugfélags íslands hf. Frá stofnun félagsins var talið að áætlunarleyfi til millilandaflugs væri frumskilyrði fyrir flugrekstri til einhverrar framtíðar. An þess yrði ekki hægt að reka flugfélag með því jafnvægi og þeim stöðug- leika sem nauðsynlegur er öllum flugrekstri. I desember 1976 sótti því Arnar- flug um leyfi til áætlunarflugs frá hefur haft unun af að vera í hlut- verki hins stranga skólameistara, en nú hefur hann sjálfur verið settur í skammarkrókinn. Enn hefur hann ekki lært lexíuna sína til fullnustu, en nú vonast menn til að hann geri það áður en meiri skaði skeður. Islandi til fimm borga í Evrópu. Staðirnir sem félagið sótti þá um voru Kaupmannahöfn, Dublin, Amsterdam, Dússeldorf og Zúrich. Svo sem að líkum lætur hefur verið vindasamt um flugrekstur Arnarflugs allt frá upphafi og sáu stjórnvöld þessa tíma sér ekki einu sinni fært að svara þessum leyfis- umsóknum, þrátt fyrir ítrekanir að hálfu Arnarflugs. Það var ekki fyrr en tæplega 6 árum síðar eða í mars 1982 að framsýnir ráðamenn veittu formlega leyfi til Arnarflugs um áætlunarflug til þriggja borga í Evrópu, þ. e. Amsterdam, Zúrich og Dússeldorf, sem síðar fluttist yfir til Hamborgar að ósk Arnarflugs. Fyrsta áætlunarferð Arnarflugs milli landa varð að veruleika 4. júlí 1982 til Zúrich í Sviss og síðan til Amsterdam og Dússeldorf 7. júlí 1982. Arnarflug Fimm ár í áætlunarflugi

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.