Alþýðublaðið - 11.07.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 11. júlí 1987
3
ðryrkja-
bílar
undan-
þegnir
skattinum
Nýi bílaskatturinn, fjórar
krónur á hvert kíló, verður ekki
lagður á þá bíla í eigu fatlaðra,
sem þeir hafa fengið með sér-
stökum kjörum. Öryrkjabílarn-
ir verða þannig undanþegnir
þessum nýja skatti og í svari
Þorsteins Pálssonar, forsætis-
ráðherra, við skriflegri fyrir-
spurn Svavars Gestssonar, for-
manns Alþýðubandalagsins
kemur ennfremur fram að það
hafi aldrei komið til álita að
leggja þennan skatt í öryrkja-
bílana.
Matthías
samstarfs-
ráðherra
Norðurlanda
Á fyrsta fundi nýju rikis-
stjórnarinnar í fyrradag var
samþykkt að Matthías Á.
Mathiesen, samgönguráðherra,
verði jafnframt samstarfsráð-
herra Norðurlanda í ríkisstjórn-
inni.
Matthías hefur áður gegnt
þessu hlutverki, því hann var
samstarfsráðherra í ríkisstjórn
Steingríms Hermannssonar
fyrstu árin, eða fram að stóla-
skiptum sjálfstæðisráðherranna
haustið 1985.
Síðan þá hefur Halldór
Ásgrímsson gegnt þessu hlut-
verki, þar til nú að Matthías
tekur við því aftur.
ÓHÆFIR TEIKNA HÚS
Fjöldi manna teiknar hus án þess að hafa lært til þess, segja arkitektar. Félags-
málaráðherra veitir leyfi. Af tíu húsum í burðarþolskönnuninni teiknuðu arkitektar
bara tvö.
Meðal arkitekta ríkir óánægja
með það hversu tnörgum aðilum
sem ekki hafa arkitektamenntun,
eru veitt leyfi til að teikna hús.
Byggingafulltrúinn í Reykjavík,
tekur undir sjónarmið þeirra og
segir það sitt álit að þetta þurfi að
þrengja. Sem dæmi um það hversu
margir aðrir en arkitektar geta
fengið leyfi til að skila svökölluðum
bygginganefndarteikningum, má
nefna að af þeim tíu húsum sem
lentu í burðarþolskönnuninni á
dögunum, voru einungis tvö teikn-
uð af arkitektum.
Arkitektafélag íslands sendi ný-
lega frá sér ályktun, þar sem vakin
er athygli á því að á íslandi starfi
mikill fjöldi manna við gerð bygg-
inganefnda- og arkitekta teikninga,
„án þess að hafa nokkru sinni lært
til þess,“ eins og það er orðað í
ályktuninni.
Samkvæmt gildandi byggingar-
reglugerð hafa byggingatæknifræð-
ingar, byggingafræðingar og bygg-
ingaverkfræðingar rétt til að annast
teikningar, „hver á sínu sviði.“
Gunnar Sigurðsson, byggingafull-
trúi í Reykjavík, sagði í samtali við
Alþýðublaðið í gær, að þetta „svið“
sem talað er um í reglugerðinni,
hefði aldrei verið skilgreint. Hann
sagði það ennfremur sína skoðun
að þörf væri á slíkri skilgreiningu
og að í framhaldi af þvi ætti að
leggja þrengri merkingu í það hverj-
ir gætu fengið leyfi til að skila bygg-
inganefndarteikningum, eða svo-
kölluðu landsréttindi, sem nú eru
veitt af félagsmálaráðherra.
Guðlaugur Gauti Jónsson, for-
maður Arkitektafélags íslands, vék
að þessu máli í erindi sínu á ráð-
stefnu félagsmálaráðuneytisins um
burðarþolshönnun, sem haldin var
í Reykjavík á dögunum og upplýsti
þá meðal annars að þótt hönnuðir
aðalteikninga hefðu ávallt verið
nefndir arkitektar í allri burðar-
þolsumræðunni, þá væri stað-
reyndin sú að einungis tvö þeirra tíu
húsa sem könnuð voru, hafi verið
teiknuð af arkitektum.
Guðlaugur Gauti hélt því enn-
fremur fram að meðal þeirra sem
fengjust við húsateikningar á verk-
sviði arkitekta væri í sumum tilvik-
unt um að ræða menn sem hefðu
menntun hliðstæða þeirri sem kraf-
ist væri til inngöngu í arkitekta-
skóla erlendis. Oftar en ekki hafa
þessir menn lítinn metnað til að
fylgja verkum sínum eftir og þeir
sem síðan tækju við í stétt tækni-
eða verkfræðinga fengju í hendur
lélegar teikningar í smáum mæli-
kvarða, sem með réttu ættu að
flokkast sem uppkast, og sættu sig
við það. „Engan þarf að undra,"
sagði Guðlaugur Gauti, „þótt nið-
urstaðan verði í besta falli „ekki til
fyrirmyndar“ og í versta falli „lífs-
hættuleg."
Reiöhöllin I Reykjavik varvigð I gærkveldi. Þegarljósmyndara Alþýðublaðs-
ins bar þar að I gær var undirbúningur í fullum gangi. Hér er verið aö æfa
menn og hesta fyrir kvöldið. A-mynd: Róbert
Fyrstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum:
Stefnt að 10% verðbólgu á næsta ári
— Aðgerðirnar munu fyrst um sinn leiða til hærri verðbólgu, um 19% á þessu ári
að mati forsætisráðherra. — Auk sérstakra aðgerða til tekjuöflunar eru aðgerðir
til kjarajöfnunar, í formi barnabótaauka og hærri ellilífeyris.
Fyrstu aögerðirí efnaliagsmálum
sem felast í nýjum bráðabirgðalög-
um ríkisstjórnar Þorsteins Pálsson-
ar munu að líkindum hafa í för með
sér töluverða hækkun verðbólgu
umfram það sem áætlað var á þessu
ári. Á blaðamannafundi sem Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra
hélt í gær ásamt Jóni Baldvin
Hannibalssyni fjármálaráðherra,
Halldóri Ásgrímssyni sjávarútvegs-
ráðherra, og Jóni Helgasyni land-
búnaðarráðherra, kom fram að
verðbólga verður um 19% á þessu
ári vegna þeirra álagninga sem að-
gerðirnar fela í sér. Aðgerðirnar
miða fyrst um sinn að viðskipta-
jöfnuði á þessu ári, en að mati ríkis-
stjórnarinnar munu þær síöan,
ásamt öðrum væntanlegum að-
Frá menntamálaráðuneytinu:
Laus staða
Embætti forstöðumanns Unglingaheimilis ríkisins er
laust til umsóknar.
Forstöðumaður skal hafa lokiö háskólaprófi á sviði
uppeldismálaog hafa auk þess reynslu og/eðamenntun
I stjórnunarstörfum.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf
skulu sendastmenntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,
150 Reykjavík, fyrir 15. ágúst næstkomandi.
Innkaupastofnun rtkisins f. h. Ríkisspltala óskar eftir tilboð-
um I vöruflutningafyrirGunnarsholtshæliö á Rangárvöllum á
timabilinu 01.09.87—31.08.88. Um er að ræða 5.200 tonna
flutning og er ársakstur áætlaður um 60.000 km. Lágmarks
stærð bifreiöar er 12 tonn.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu vorri Borgartúni 7, á
kr. 500.- pr. eintak.
Tilboð verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 6. ágúst 1987
kl. 11:00 f.h.
INNKAUPASTOFNUN RIKISINS
Borgartuni 7. simi 25844
gerðum stjórnarinnar, draga úr
verðbólgu, þannig að hún geti orðið
innan við 10% á næsta ári. Auk að-
gerða til tekjuöflunar eru í bráða-
birgðalögunum sérstakar aðgerðir
til kjarajöfnunar.
Bráðabirgðalögin sem tóku gildi í
gær og miða að aðgerðum í fjár-
málum og peningamálum ná til
þriggja ráðuneyta: Lög sem fjár-
málaráðherra gefur út til þess að
auka tekjur ríkissjóðs á þessu ári
auk aðgerða til kjarajöfnunar. Lög
sem sjávarútvegsmálaráðherra gef-
ur út og fela í sér að söluskattur sem
áætlaður var til útborgunar til fisk-
vinnslu og útgerðar verður lagður
til hliðar og sérstakt gjald sem sett
verður á óunninn ísfisk rennur til
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðarins.
Lög landbúnaðar fela m.a. í sér að
sett er sérstakt grunngjald á innflutt
fóður.
Vegna bráðabirgðalaganna
breytist innheimta söluskatts nú á
tvennan hátt. Annars vegar verða
undanþágur afnumdar af nokkrum
vöru- og þjónustuliðum þannig að
af þeim verður greiddur fullur sölu-
skattur eða 25%. Um er að ræða
söluskatt á tölvur og farsíma og tek-
ur skattlagningin gildi 9. júlí á tölv-
um en tók gildi 1. júlí á farsíma.
Hins vegar er um að ræða lægri
söluskatt, 10% á aðrar vörutegund-
ir og þjónustu. í þeim flokki eru
matvörur, aðrar en kjöt, mjólk,
fiskur, nýtt grænmeti og ferskir
ávextir, þjónusta auglýsingastofa,
og þjónusta svo sem endurskoðun,
bókhald, ráðgjafastarfsemi, hönn-
un verkfræðistofa, arkitekta, þjón-
usta lögfræðinga, þjónusta við sölu
á fasteignum og lausafé og sam-
bærileg starfsemi.
Alls er gert ráð fyrir að þessar
breytingar á söluskatti gefi ríkis-
sjóði tekjur að fjárhæð um 2070
milljónir króna á ári og þar af inn-
heimtist um 635 milljónir króna á
árinu 1987.
Auk breytinganna á söluskatti
eru í aðgerðunum fern önnur fjár-
öflunaráform, sem ætlað er að gefa
af sér um 1150 milljónir króna á ári
og þar af um 450 milljónir á þessu
ári. Hér er um að ræða sérstakt bif-
reiðagjald, hækkun kjarnfóður-
gjalds, hækkun áhættugjalds fyrir
ríkisábyrgðir og skatt á erlendar
lántökur.
Skattlagning á matvörur hefst í
ágúst, en vegna ýmissa vankanta,
stutts tíma til undirbúnings, verður
ekki hægt að hefja álagningu fyrr.
Matarskatturinn felur einnig í sér
hækkun á mataraðföngum til veit-
ingahúsa og mötuneyta, sem áður
voru undanþegin. Breytingin á
skattheimtu hjá veitingarekstri
kemur til framkvæmda 1. október,
en þá er tekið tillit til þess að liðinn
er aðalferðamannatíminn og verð-
skuldbindingum hans vegna verður
því ekki raskað. Skattheimta á
þjónustu augiýsingastofa og ýmissa
sérfræðiaðila tekur gildi 1. sept-
ember. Bifreiðagjaldið er áætlað 4
krónur á kíló, en að hámarki 10
þúsund krónur. í ár er Iagt á hálft
gjald, að hámarki 5 þúsund krónur.
A næsta ári er gert ráð fyrir að felld
verði niður á móti gjaldi þessu, þau
bifreiðagjöld, skoðunargjald og ið-
gjald af slysatryggingu ökumanns,
sem nú er innheimt.
Með bráðabirgðalögunum eru
áhættugjöld fyrir ríkisábyrgðir
hækkuð um 0,5% eða úr 1% fyrir
einfaldar ríkisábyrgðir í 1,5% og úr
1,5% i 2% fyrir sjálfskuldaábyrgð.
Auk þess þurfa nú ýmsir aðilar sem
notið hafa ríkisábyrgðar án þess að
greiða fyrir það áhættugjald, að
greiða sérstakt gjald 0,25% af sín-
um skuldbindingum i erlendum
gjaldeyri. Um er að ræða ríkisbank-
ana, Landsvirkjun og ýmsa lána-
sjóði. Gjaldtaka nær ekki til af-
urðalána vegna útflutnings. Auk
ríkisábyrgðargjaldsins er lagður
sérstakur skattur á erlendar lántök-
ur frá 1% til 3% eftir lengd láns-
tíma.
Samfara aðgerðum til tekjuöfl-
unar er gripið til sérstakra aðgerða
til kjarajöfnunar. Barnabótaauki er
hækkaður, óskertur, úr 25 þúsund í
30 þúsund. Auk þess verður ellilíf-
eyrir hækkaður fyrsta september.
Barnabótaaukinn kemur til fram-
kvæmda við álagningu strax á
þessu ári. Þessar aðgerðir munu
fela í sér um 470 milljóna króna út-
gjöld fyrir ríkissjóð á heilu ári.
Breytingarnar á tekjum ríkissjóðs
að frádregnum útgjöldum vegna
aðgerðanna til kjarajöfnunar fela
því í sér álögð gjöld og skatta á ár-
inu um 1205 milljónir króna og inn-
heimt um 840 milljónir. Miðað við
heilt ár er tekjuöflunin 2750 millj-
ónir að frádregnum útgjöldum
vegna kjarajöfnunar.
Áður var búist við því að í fyrstu
aðgerðunum fælist einnig hækkun
vaxta á spariskírteinum ríkissjóðs.
Talað hefur verið um 1,5%. Að sögn
Jóns Baldvins Hannibalssonar,
fjármálaráðherra verða þær að-
gerðir að bíða um sinn meðan nægi-
legar upplýsingar liggja ekki fyrir
um peningamarkaðinn, frá Seðla-
banka og öðrum peningastofn-
unum.
Frá blaðamannafundi fulltrúa stjórnarflokkanna I gær, þar sem bráða-
birgðalögin voru kynnt. A-mynd: Róbert