Alþýðublaðið - 11.07.1987, Page 6

Alþýðublaðið - 11.07.1987, Page 6
-6 Þær raddir hafa heyrst úr herbúðum nýmyndaðrar stjórn- arandstöðu að Al- þýðuflokkurinn væri þriðja hjól undir vagni fráfarandi ríkis- stjórnar og fyrir þátt- töku sína í nýrri ríkis- stjórn hafi flokkurinn fórnað öllum sínum helstu stefnumálum. Sömu raddir benda á nýjan málefnasamn- ing ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi og segja að þar sannist best hve langt Al- þýðuflokkurinn er kominn frá stefnu- málum sínum í kosn- ingabaráttunni. Ekkert er þó fjarri raunveruleikanum en slíkar staðhœfingar. Vera má að nýmynd- uð ríkisstjórn sé ekki óskasteinn jafnaðar- manna, en engu að síður eru sömu menn sem sömdu stefnumál Alþýðuflokksins fyrir kosningar og skrifuðu stefnulýsingu og starfsáœtlun ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar. Þeir eru nafnar og heita Jón Sigurðsson og Jón Baldvin Hannibals- son. Það er því eðli- legt að málefnasamn- ingurinn beri allt svipmót stefnuskrár Alþýðuflokksins og sé bæði að orðalagi og innihaldi löðrandi í hugmyndum jafnað- arstefnunnar; í þeim mœli að í öllum þing- flokkum gengur mál- efnasamningurinn undir nafninu „krata- plaggið. “ Undirritað- ur kýs heldur að kalla málefnasamninginn Jónsbók. Eitt fyrsta verk Jóns Sigurðsson- ar eftir að hann gekk til liðs við Al- þýðuflokkinn í lok liðins árs, var að hefja endursamningu á stefnumál- um flokksins. Formaður Alþýðu- flokksins tók mikinn þátt í skrifun- um og eins voru settar nefndir og undirnefndir á legg til að vinna ým- is sérmál. Rúmum mánuði fyrir kosningar var haldin mikil ráð- stefna frambjóðenda Alþýðu- flokksins í Borgarnesi þar sem stefnumál voru endanlega slípuð og skrifuð út. Það kom einkum í hlut Jóns Sigurðssonar og Jóns Bald- vins Hannibalssonar að móta hinn endanlega texta. Stefnuskráin byggðist annars vegar á hefðbundn- um stefnuyfirlýsingum flokksins og nýjum áherslum Jóns Baldvins sem landsmönnum urðu kunnar; - JÓNSBÓK Málefnasamningur nýrrar ríkisstjórnar gengur undir nafninu krataplaggiö. Ekki að undra. Svipmótið, orðalagið og hugmyndirnar eru beint úr stefnumálum Alþýðu- flokksins. Enda skrifuðu sömu menn bæði plöggin. undir heitinu HVERJIR EIGA ÍS- LAND ? , og hins vegar á nýjum tónum sem starfsnefndir flokksins og þó einkum Jón Sigurðsson átti frumkvæði að. Stefnumál verða til Eftir gífurlega yfirlegu og vinnu sá stefnumálaskrá Alþýðuflokks- ins loks dagsins ljós nokkrum vik- um fyrir kosningar og bar heitið VIÐREISN VELFERÐARRÍKIS- INS — NÝSKÖPUN EFNA- HAGSLÍFSINS. Stefnuformúlan var í fáum orðum þessi: Með því að koma á réttlátu tekjukerfi ríkis- sjóðs, og þá einkum skattkerfi, ný- sköpun í efnahagslífi með kerfis- breytingum, stöðugleika og festu í efnahagsmálum, ásamt nýrri at- vinnustefnu og nýsköpun í atvinnu- greinum , væri unnt að tryggja þjóðinni þann grundvöll sem reisa mátti velferðarríkið á. Velferðarrík- ið, samkvæmt stefnumálum Al- þýðuflokksins, byggðist einkum á einum sameiginlegum lífeyrissjóði fyrir alla landsmenn, endursko ðun almannatrygginga, daglaunastefnu með styttingu vinnutíma á fullum launum, eflingu húsnæðislánakerf- is — ekki síst með tilkomu kaup- leiguíbúða, jafnrétti kynjanna, nýrri heilbrigðisstefnu.framsæk- inni skólastefnu og endurbættu námslánakerfi og markvissri fjöl- skyldustefnu. Þegar Alþýðuflokkurinn lagði út í kosningabaráttuna, hafði hann í farteskinu vönduðustu og málefna- legustu stefnuskrá allra flokka, enda byggð á gömlum grunni jafn- aðarstefnunnar með ítarlegum og róttækum og nútímalegum breyt- ingum sem kostað höfðu geysilegar fundarsetur, hugsanir og skrif. Málefnasamningur verður til Þegar Jóni Baldvin Hannibals- syni var veitt frumkvæði til stjórn- armyndunar þ. 2. júní s.l., gjör- breyttist allur tónninn í stjórnar- myndunarviðræðunum. Nú tóku öll borð að fyllast af pappírum og skjölum og kvörtuðu margir sáran undan blaðafargani krata. En fljót- lega sáu menn að þarna voru menn á ferð sem bæði kunnu til verka, höfðu meitlaðar hugmyndir og bjuggu við gott vegarnesti frá kosn- ingabaráttunni; vandaðri stefnu- málaskrá. Það voru einkum Jón- arnir tveir sem leiddu stjórnar- myndunarviðræðurnar og Jóhanna Sigurðardóttir, að öllum öðrum ólöstuðum. Þegar líða tók á stjórnarmynd- unartilraun Jóns Baldvins, var ljóst að gömlu flokkarnir þrír, Sjlfstæð- isflokkur, Framsóknarflokkur og Alþýðuflokkur voru að þokast saman; mynstur sem fæstir höfðu búist við fyrir kosningar. Jafnframt varð málefnasamningurinn til og drögin nær fullunnin í lok júnímán- aðar. Eins og kunnugt er , skilaði Jón Baldvin af sér umboðinu þann 2. júlí en þá var málefnasamningur- inn nær fullunninn. Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins rak síðan endahnútinn á myndun ríkisstjórnarinnar. Þótt sérstök nefnd hafi setið við samningu málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar, var það fyrst og fremst Jón Sigurðsson og Jón Bald- vin Hannibalsson sem sömdu plaggið. Þeir sömu og skrifuðu stefnumál Alþýðuflokksins fyrir kosningar. Það er því ekki undar- legt að málfar, innihald og svipmót þessara tveggja skrifa séu lík. Svo lík að eiginlega má það undrum sæta að Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn hafi sætt sig við text- ann og ekki gert fleiri tillögur um breytingar en raun ber vitni. En ber- um þessi tvö plögg saman. Jafnvægisstefna og aðrar hliðstœður Málefnasamningurinn skiptist í þrjá kafla; stefnuyfirlýsingu, starfsáætlun og fyrstu aðgerðir. Ef við lítum fyrst á stefnuyfirlýsing- una, segir þar að markmið stjórnar- samstarfsins sé að auka einstak- lingsfrelsi og jafnrétti, vinna að valddreifingu og félagslegum um- bótum og treysta afkomuöryggi allra landsmanna. Allt er þetta að finna nær orðrétt í stefnumálum Alþýðuflokksins. Þá segir í málefna- samningi að undirstaða hagsældar sé jafnvægi í efnahagsmálum og öflugt atvinnulíf. Einn af horn- steinum Alþýðuflokksins í efna- hagsmálum er einmitt jafnvægis- stefnan. í stefnumálum flokksins segir: „Ríkið á að beita framsæk- inni hagstjórn, þannig að fjárlög- um, lánsfjáráætlun, peninga- og gengismálum sé markvisst beint að því að draga úr sveiflum og treysta jafnvægi.“ í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar eru meginatriði í stefnu nýrr- ar stjórnar talin upp: Þar er talað um að halda gengi krónunnar stöð- ugu, stefnt að hallalausum við- skiptum við útlönd og lækkun er- lendra skulda í hlutfalli við þjóðar- framleiðslu. Síðan segir orðrétt?“ Jafnvægi í ríkisfjármálum verði náð á næstu þremur árum. Tekju- öflun ríkisins verði gerð einfaldari, réttlátari og skilvirkari..." Þetta orðalag er beint úr stefnumálum Alþýðuflokksins; kaflinn um sann- gjarna tekjuskiptingu og afkomu- öryggi ber einfaldlega heitið? „Ein- falt og réttlátt skattakerfi." Þar segir m.a.?“ Sniða verður skatta- reglur á þann veg, að álagning verði réttlát en jafnframt skilvirkari en nú er.“ í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er ennfremur fjallað um bætta framkvæmd skattalaga. Þar segir: „Einföldun við öflun ríkis- tekna mun sjálfkrafa draga úr möguleikum til skattsvika og stuðla að sanngjarnari greiðslum einstak- linga og fyrirtækja til sameigin- legra þarfa.“ í stefnumálum er þetta orðað þannig? „Við endur- skoðun skattakerfisins verði lögð áhersla á að loka skattsvikaleiðum og bæta leiðbeiningar af hálfu skattyfirvalda." Eins og á kosningafundi A Iþýðuflokksins Kaflinn í stefnuyfirlýsingu mál- efnasamningsins um byggðarþróun og byggðarstefnu er nær orðréttur úr stefnumálum Alþýðuflokksins. „Fylgt verði byggðastefnu sem byggist á atvinnuuppbyggingu, átaki í samgöngumálum, eflingu þjónustukjarna og bættri fjár- inagnsþjónustu heima í héraði.“ I stefnumálum flokksins segir: „Stuðlað verði að því að öflugir byggðakjarnar geti orðið aðsetur aukinnar heimasljórnar og fjöl- breyttrar þjónustu. Til þess þarf að gera sérstakt átak í samgöngumál- um sem tengi byggðir landsins betur saman...“ Utanríkisstefnan er lík hjá flokk- unum þremur og þarf ekki að fjöl- yrða um. Um styttingu vinnutíma segir hins vegar?“ í samvinnu við aðila á vinnumarkaði verður unnið að því að auka framleiðni þannig að unnt sé að stytta vinnutíma og bæta kjör hinna tekjulægstu.“ í stefnu- málunum stendur skrifað: „Al- þýðuflokkurinn vill að gert verði átak , í samráði við aðila vinnu- markaðarins, um að draga úr yfir- vinnu uns því marki verði náð að heildarlengd vinnutíma launafólks á íslandi verði svipuð og í ná- grannalöndunum... Með því að fella hluta af yfirvinnulaunum inn i dagvinnulaun samhliða því að úr vinnutíma sé dregið, ætti að vera mögulegt að bæta kjör þorra launa- fólks . . .“ í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkis- stjórnar stendur: „Kjör kvenna og aðstaða barna verði bætt og áhrif kvenna í þjóðlífinu aukin.“ í stefnumálum Alþýðuflokksins stendur: „Laga þarf þjóðfélagið betur að atvinnuþátttöku kvenna og afnema launamisrétti. Unnið verði að endurmati á störfum kvenna...“ í fjölskyldustefnu flokksins er ennfremur talað sér- staklega um aðstöðu barna. í stefnuyfirlýsingu stjórnarinnar stendur: „Komið verði á sam- ræmdu lífeyriskerfi fyrir alla lands- menn.“ Hver kannastekki við þetta helsta • kosningamál kratanna og orðalagið „samræmt lífeyriskerfi?“ Síðan segir: „Undirstöður samfé- lags mannúðar og menningar vcrði treystar, stuðla verður að jafnari' skiptingu lífskjara og bættri að- stöðu aldraðra og fatlaðra.“ Það mætti halda að lesandinn væri staddur á kosningafundi Alþýðu- flokksins. í stefnumálum flokksins stendur: „íslenskt þjóðfélag á fyrst, og síðast að vera samfélag menning- ar og mannúðar. Alþýðuflokkur- inn vill tryggja jafnrétti fatlaðra á

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.