Alþýðublaðið - 29.08.1987, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 29.08.1987, Qupperneq 4
4 Laugardagur 29. ágúst 1987 Fríverslun er kjörorð dagsins Á kynningarfundi um nýjungar í toliamálum flutti Jón Baldvin Hannibalsson fjármálaráðherra eftirfarandi ávarp. Aö fundinum, sem haldinn var i Háskólabíói 20. ágúst s.l., stóöu Samstarfs- ráö verslunarinnar, Verslunarráö íslands og Félag íslenskra iðnrekenda. Tollar hafa löngum þótt tyrfið umræðuefni. Tollheimtumenn hafa sjaldan safnað vinsældum í hlut- falli við tekjur, þótt þeir hafi að vísu hlotið nokkra uppreisn æru með boðskap meistarans frá Nasaret. Annars er skemmtilegt til þess að hugsa að ensku orðið „duty“ þýðir ýmist „tollur“ eða „skylda"; þeir sem tollinn greiða hafa með öðrum orðum gert skyldu sína — greitt skatta sína og skyldur. Það heitir að gjalda keisaranum það sem keisar- ans er. Oft er gaman að velta fyrir sér hvernig orðaval lýsir viðhorfum. Orðið „tollmúr" setur hroll að mönnum — kallar fram í hugann mynd af Berlínarmúrnum, a.m.k. i hugum bissnessmanna. Fríverslun lætur hins vegar ljúflega í eyrum. Frelsi er gott þangað til athafna- frelsi þitt nálgast nefið á náungan- um — eða fjármálaráðherra. Fríverslun er kjörorð dagsins og tolimúrar freista pólitískra múr- brjóta samtíðarinnar. Samt stenst ég ekki þá freistingu að minna á að þessar sýnilegu andstæður rúmast oft í einum og sama manninum: frægasta dæmið um það er sjálfur Adam Smith, fyrsti fríverslunartrú- boðinn og hugmyndafræðingur markaðshyggjunnar. Hann var nefnilega tollvörður að starfi, eins og við, sem numið höfum fræði okkar í skóla hans, Edinborgarhá- skóla, vorum gjarnan rækilega minntir á. Hugmyndir í stefnuyfir- lýsingu og starfsáætlun ríkisstjórnarinnar Hér er rétti staðurinn og stundin til að rifja upp fyrir mönnum, hvers konar hugmyndir um samskipti rík- isvalds og atvinnulífs endurspeglast í stefnuyfirlýsingu og starfsáætlun núverandi ríkisstjórnar. Leyfist mér að nefna ykkur nokkur dæmi: 1. dæmi: „Markmiðum sínum hyggst ríkisstjórnin ná með því að móta meginreglur um efnahagsleg samskipti og umgjörð atvinnu- og efnahagslífs, sem tryggi eðlilega samkeppni og samkeppnishæfni ís- lenskra atvinnuvega. Afskipti ríkis- ins af einstökum atvinnugreinum og fyrirtækjum verði sem minnst." 2. dæmi: „Markmið atvinnu- stefnunnar er að búa atvinnulífinu sem best vaxtaskilyrði. Allar at- vinnugreinar njóti sem jafnastra starfsskilyrða. Hlutverk ríkisins er að tryggja að almenn skilyrði fyrir atvinnulífið séu stöðug að því er varðar gengi, skatta og lánakjör. Ríkisafskipti og rikisrekstur á at- vinnufyrirtækjum verði sem minnst." 3. dæmi: „Opinber afskipti af verðlagningu verði sem minnst. Stuðlað verði að aukinni sam- keppni og verðgæsla efld, þar sem samkeppni er ófullnægjandi. Lög- gjöf gegn hringamyndun, sam- keppnishömlum og óeðlilegum við- skiptaháttum verði endurskoðuð." 4. dæmi: „Fríverslun verður meg- instefnan í viðskiptum." 5. dæmi: „Aðhald að verðmynd- un í innflutningsverslun verði aukið með bættri verðgæsiu og saman- burðarathugun á verði hér á landi og öðrum löndum.“ í kaflanum um heildarendur- skoðun skattakerfis segir m.a.: „Tekinn verði upp ný, samræmd og einfölduð gjaldskrá aðflutnings- og vörugjalda, sem gæti komið til framkvæmda á árinu 1988. Virðis- aukaskattur, eða nýtt og endurbætt söluskattskerfi, verði komið í var- anlegt horf 1989. Undanþágum frá núverandi söluskatti verður fækkað í áföng- um sem aðdraganda að breyttu skattkerfi. Fyrsta skref í þessa átt kemur til framkvæmda um mitt ár 1987 og annað í ársbyrjun 1988. Þetta stendur skrifað. Nú er eftir að sjá hvernig til tekst við að þýða þessi orð á blaði yfir í athafnir í hversdagslegu amstri okkar. Þessi kynningartundur um nýjungar í tollamálum er þáttur í því starfi. Ný tollalög I mars s.l. voru samþykkt á Al- þingi ný tollalög sem taka gildi 1. sept. n.k. Þessi lög leysa af hólmi þrjá lagabálka sem gilt hafa um tollamál: Þ.e. lög um tollheimtu og tolleftirlit, lög um tollvörugeymslur og lög um tollskrá — með veiga- miklum undkntekningum þó. Toll- Um næstu helgi átt þú von á fólki sem mun bjóða þér svona penna Getur þú séð af fimmtíu krónum? Allur ágóðinn mun renna til starfsemi SÁÁ. í 10 ár hefur SÁÁ byggt upp þessa starfsemi til þess að byggja upp fólk. Við erum ennþá að en þurfum á þínum stuðningi að halda.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.