Alþýðublaðið - 13.10.1987, Side 4
4
Þriðjudagur 13. október 1987
mrœða
Guðmundur Einarsson
skrifar
Nú verður Þorsteinn að sýna röggsemi
„Nú veröur horft til þess hvort hinn ungi forsætisráðherra gangi kröftuglega til verka við aö
tryggja fjárlagafrumvarpi slysalausa ferö um þingið," skrifar Guðmundur Einarsson m.a. i
grein sinni.
Nú reynir á ríkisstjórnina. Fjárlaga-
frumvarpiö er prófsteinn á það hve lík-
leg stjórnin er til aö geta tekist á við
vandamálin í framtíðinni. Samning
frumvarpsins hefur verið erfið. Á síð-
ustu misserum ríkisstjórnar Stein-
gríms var eytt um efni fram enda verð-
ur mikill halli í ár og allt stefndi í enn
meiri halla á næsta ári. Þess vegna
þurfti að taka rösklega til hendinni í
fjármálaráðuneytinu og fjárlagafrum-
varpið sýnir að svo hefur verið gert.
En þetta tafl er rétt að byrja.
Ábyrgö forsætisráöherra
Á formönnum flokkanna þriggja
hvílir nú sú skylda að fylgja frumvarp-
inu eftir af fullum þunga. Forysta
þeirra verður að birtast i því að þeir
neiti sér um að skara eld að eigin
ráðuneytum eða kjördæmum.
Forsætisráðherrann verður að minn-
ast þess að hann er nú leiðtogi rikis-
stjórnarinnar fremur en flokks og kjör-
dæmis.
Við samningu frumvarpsins hefur
hvílt á honum sú skylda að stýra leit-
inni að málamiðlun og samkomulagi
um frumvarpið. Hagsmunagæslu fyrir
Suðurland hljóta aðrir þingmenn kjör-
dæmisins að hafa orðið að gegna.
Forsætisráðherra getur ekki leikið sér
i sandkassanum með hinum strákun-
um.
Á sama hátt hvílir á honum sú
skylda nú að gæta þess að samstaða
um frumvarpið rofni ekki vegna múr-
brjóta fyrir einstaka málaflokka eða
kjördæmi
Djarfleg tilraun
Sama verkefni bíður utanríkisráð-
herrans, þegar hann lítur næst við hjá
okkur. í frumvarpinu er loksins af al-
vöru mörkuð sú stefna að venja at-
vinnuvegina af fíkniefnanotkun í formi
ríkisstyrkja, ókeypis þjónustu og nið-
urgreiðslna. Það eru illar fréttir ef rétt-
ar reynast að landbúnaðarráðherra
hafi samþykkt meö fyrirvörum þær
nauðsynlegu breytingar, sem frum-
varpið krefst á framlögum til landbún-
aðar. Þá þarf utanríkisráðherra að
sýna húsbóndavald sitt í flokknum,
því annað bæri vott um agaleysi og lít-
ilsvirðingu gagnvart þeim meðráðherr-
um sem án undansláttar ætla sér að
berjast fyrir frumvarpinu irinan þings
og utan.
Framgangur fjárlagafrumvarpsins
verður því metinn með tvennt í huga.
í fyrsta lagi munu menn fylgjast
með afdrifum þeirra fjölmörgu breyt-
inga, sem það leggur til. Munu menn
heykjast á því að breyta verkaskipt-
ingu ríkis og sveitarfélaga til aukins
sjálfstæðis þeirra síðar'nefndu?
Standa menn við áformin um arð-
greiðslur ríkisfyrirtækja og skattlagn-
ingu hermangsgróðans? Láta menn
undan grátkórum hagsmunahópanna,
sem verða sviptir ívilnunum og ríkis-
styrkjum?
Frumvarpið úir og grúir af stefnu-
markandi nýmælum, sem munu breyta
högum einstaklinga, fyrirtækja og
heilla atvinnugreina. Líklega er hér á
ferðinni einhver djarflegasta tilraun til
kerfisbreytinga í mörg ár. Þess vegna
verður fylgst vel með framgangi frum-
varpsins.
í öðru lagi verður lika fylgst með
frumvarpinu til að meta pólitískan
styrk þeirra sem að því standa.
Pólitísk áhætta
Formaður Alþýðuflokksins á mikið
undir því. Flokkur hans á mikið undir
því. Formaðurinn hefurtekið pólitíska
áhættu með því að taka að sér það
ráðuneytið, sem að jafnaði á flest
óvinsælu verkin.
Formaður Sjálfstæðisflokksins þarf
líka á því að halda að frumvarpið fari í
gegn án þess að gliðna á saumum.
Mörgum hefur þótt á það skorta að
hann héldi af nægilegum styrk um
stýrið í Sjálfstæðisflokknum. Þar hafa
fjölmörg dæmi verið nefnd. Síðast eru
deilurnar um forseta sameinaðs
þings, sem tóku tíma, orku og athygli
þegar stærri verkefni voru knýjandi.
A sama hátt má telja að skort hafi á
forystu fyrir rfkisstjórninni í sumar.
Glöggt dæmi er Útvegsbankamálið,
þegar forsætisráðherra hefði átt að
ganga fram fyrir skjöldu umsvifalaust
og kveða niður allt tal um stjórnarslit í
stað þess að magna óvissu og örygg-
isleysi með skoðanakönnun í flokks-
kerfi sínu.
Annað dæmi tengist þeim umræö-
um um gengisfellingu, sem hafa verið
uppi frá 1. okt. Það er tvímælalaus
skylda forsætisráðherra að koma í veg
fyrir magnaðar vangaveltur af því tagi.
Að öðrum kosti æsist spákaup-
mennska og brask af því tagi, sem ýtir
undir þenslu og verðbólgu.
Nú verður horft til þess hvort hinn
ungi forsætisráðherra gangi kröftug-
lega til verka við að tryggja fjárlaga-
frumvarpi slysalausa ferð um þingið.
Slík röggsemi og festa væru líkleg til
að treysta stjórnina og besta lífsvon
Þorsteins Pálssonar í íslenskri pólitík
er trúlega sú að þessi stjórn verði
langlíf og fái bærilegan dóm.
ERLENDAR BÆKUR
HEIÐURINN AÐ VEÐI
Heiðurinn að veöi heitir
nýjasta metsölubók Jeffrey
Archers, sem áóur skrifaöi
metsölubækurnar Kane og
Abel og Fremstur meðal jafn-
ingja, svo aðeins tvær séu
nefndar af heimsfrægum
bókum hans. En frá því í
október 1986 og þar til í
ágúst I sumar var Heiðurinn
að veði meira en nafn á bók
hvað Jeffrey Archer varðar.
Þetta átti við um líf hans. Sl.
haust komst sú saga á kreik
að hann hefði keypt gleði-
konu til ásta við sig. Blöðin
gerðu sér úr þessu glaðan
dag og Archer varð að segja
af sér aðstoðarformennsku í
íhaldsflokknum.
En afsögn var ekki ný
reynsla fyrir hann, þvl einum
áratug áöur hafði hann sagt
af sér þingmennsku í breska
þinginu. Þá lauk þingmanns-
ferli sem virtist ætla að verða
glæstur.
Jeffrey Archer, sem hálf-
fimmtugur hefur náð því að
verða heimsfrægður stjórn-
málamaður, heimsfrægur rit-
höfundur og margmilljónir, er
óvenjulegur náungi. Hann
lærði við Oxford háskóla og
var spretthlaupari á heims-
mælikvarða á námsárum sín-
um. Honum gekk afburðavel I
skóla, var áberandi í félagslífi
og lífið blasti við honum. Ár-
ið 1969 var hann kosinn á
þing aðeins 29 ára gamall og
yngstur þingmanna.
Hann varð fljótlega atorku-
samur í þinginu, tókst að
vekja athygli á sér og skapaði
sér miklar óvinsældir eldri
samþingmanna íhaldsflokks-
ins, sem fyrirlitu þennan ætt-
lausa, auralausa og taktlausa
montrass.
Þeir grétu heldur ekki með
honum þegar kanadískt fyrir-
tæki, sem hanri hafði fjárfest
í, fór á hausinn 1974. í Ijós
kom að fyrirtækið var tóm
svik og prettir og Archer stóð
uppi með um fjörutiu mill-
jóna íslenskra króna skuld á
núvirði.
Hann sagði af sér þing-
mennsku og ákvað að greiða
skuldina. Það gekk illa með
eigin launum og eiginkon-
unnar og því ákvað hann að
fara að skrifa. Á sex vikum
skrifaði hann bókina Ekki
eyri meir, ekki eyri minna.
Hann sló í gegn og peninga-
málunum var bjargað. Siðan
skrifaði hann Eigum við að
segja forsetanum, sem er
stórgóð spennusaga og fjall-
ar um samsæri um að drepa
Bandarfkjaforsetann Edward
Kennedy. Siðan komu fleiri
bækur og frægastar urðu -
Kane og Abel og Fremstur
meðal jafningja. Sú síðar-
nefnda er stórskemmtilegur
pólitiskur reyfari úr nútíman-
um og fjallar um fjóra jafn-
aldra, sem berjast til áhrifa í
breskri pólitík.
Umboðsmaður og bók-
menntalegur ráðgjafi Archers
hefur verið bandarisk kona,
sem búsett er í London og
heitir Debbie Owen. Hún þyk-
ir afburðasnjöll í að skipu-
leggja frægðarferil skjól-
stæðinga sinna og frægastur
þeirra er trúlega eiginmaður
hennar, Dr. David Owen, sem
þar til i haust var formaður
breska Jafnaðarmannaflokks-
ins;
Árið 1985 var liðinn áratug-
ur frá því að Archer sagði af
sér þingmennsku og þá þótti
Margrét Thatcher tími til
kominn að veita honum póli-
tiska náðun. Hún gerði hann
að aðstoðarformanni íhalds-
flokksins og hugðist nota at-
orku hans og auglýsinga-
kúnst til að búa flokkinn und-
ir kosningar.
En í september 1986 kom
annað reiðarslagið. Bresku
blöðin The Star og News of
the World birtu fréttir um að
Archer hefði keypt þjónustu'
mellu að nafni Monica
Coghlan. Þau birtu úrdrætti
af segulböndum meö símtöl-
um hennar við Archer eftir at-
burðinn og myndir af því er
Archer lét afhenda henni fjár-
fúlgu á Viktoríujárnbrautar-
stöðinni til að þagga niður í
henni.
Þetta varð hið versta mál
fyrir Archer. Hann sagðist
aldrei hafa hitt eða átt mök
við konuna en kvaðst hafa
látið kúga sig til að greiða
þetta fé vegna hótana um að
tilbúinni sögu af kynnum
þeirra yrði lekið i fjölmiðla.
í annað sinn neyddist hann
til að segja af sér pólitískri
áhrifastöðu og sagði það
merki um dómgreindarleysi
að láta pína sig til fjárgreiðsl-
unnar.
Fjölmiðlar bentu á þá kald-
hæðni að i bókinni Fremstur
meðal jafningja lætur Archer
einn fjórmenninganna kauþa
sér hóru til lags við sig. Þeim
náunga auðnaðist hins vegar
að bregðast við af meiri
myndarskap við fjárkúgunar-
tilraunum hennar.
Snúist til varnar
En Jeffrey Archer snerist
til varnar. Hann stefndi blöð-
unum fyrir meiðyrði og sak-
aði blaðamenn þeirra um að
hafa egnt sig í gildru í þeim
tilgangi að geta skrifað æsi-
fréttirog selt blaðasnepla
sína.
Málið var tekið til dóms í
júlí og ágúst í sumar og vakti
feikna athygli . í vitnastúku
stóð gleðikonan Monica
Coghlan og lýsti meintum
ástarleik þeirra, en í réttar-
salnum sat eiginkona
Archers, Mary, laut höfði og
skrifaði hjá sér athugasemd-
ir.
Lögfræðingurinn Robert
Alexander sótti mál Archers
gegn blöðunum af gífurlegri
hörku. Áður en yfir lauk sner-
ist málið ekki eingöngu um
mannorð Archers. Fyrir rétti
voru Ifka aðferðir og siðgæði
æsifréttablaðakóngsins
Ruperts Murdochs.
Urslit málsins urðu þau að
Archer vann. Blöðunum var
gert að greiða háar skaða-
bæturog ummæli þeirra
dæmd ómerk. Þessi niður-
staða var mikill sigur fyrir rit-
höfundinn.
Margrét Thatcher hefur
lent í vissum erifðleikum
með eftirlætisdrengina sína.
Cecil Parkinson gerði einka-
ritara sinn ófrískan og þrætti
fyrir i fyrstu. Járnfrúin náðaði
hann í sumar og tók hann inn
i stjórnina. Það er hins vegar
óljóst hvort hún endurreisir
Archer einu sinni enn.
Hann þarf hins vegar ekki
að hafa áhyggjur af aurum á
meðan, því auk skaðabót-
anna frá blöðunum á hann
von á ávísun frá Steven Spiel-
berg, sem er að spá í að kvik-
mynda Heiðurinn að veði.
Þannig hefur „heiðurinn"
orðið honum að margfaldri
féþúfu.