Alþýðublaðið - 17.10.1987, Qupperneq 10
10
Laugardagur 17. október 1987
MmiiBUiim
Sími: 681866
Útgefandi: Blaö hf.
Ritstjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Blaðamenn:
Umsjónarmaöur
helgarblaðs:
Ingólfur Margeirsson.
Jón Daníelsson.
Ingibjörg Árnadóttirog Kristján Þorvaldsson.
Þorlákur Helgason.
Framkvæmdastjóri: Valdimar Jóhannesson.
Skrifstofa: Halldóra Jónsdóttir, Eva Guömundsdóttir,
Þórdis Þórisdóttir, Olöf Heiður Þorsteinsdóttir
og Guölaugur Tryggvi Karlsson.
Setning og umbrot: Filmur og prent, Ármúla 38.
Prentun: Blaðaprent hf., Síöumúla 12.
Áskriftarsíminn er 681866.
Áskriftargjald 600 kr. á mánuði. í lausasölu 50 kr. eintakiö virka daga,
60 kr. um helgar.
Slöpp stjórnarandstaða
Fjárlagafrumvarpið hefur nú legið frammi á Alþingi í
nokkradaga. Stjórnarandstaðan hefur venjum og hefðum
samkvæmt hellt sér yfir fjárfrumvarpið með tilheyrandi
hávaða. Að þessu sinni erstjórnarandstaðan óvenjuslöpp.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru ekki sammála um
einstök atriði og hefur það endurtekið sig að þingmenn
sama stjórnarandstöðuflokks hrósa og gagnrýna sömu
þættina í frumvarpinu til skiptis. Það er oft engu líkara en
að menn ræði ekki málin saman innan flokkanna áður en
þeir rölta upp í ræðustól á Alþingi. Stjórnarandstaðan hef-
ur ennfremur verið óvenju ómálefnaleg að þessu sinni.
Miklu púðri er varið í tilfinningalegar upphrópanir og
kosningaræður en lítið tekið á málunum af þekkingu,
dómgreind og skynsemi. Gagnrýni á alitaf rétt á sér en
hana verður að undirbyggja og rökstyðja. Það er ekki nóg
að standa í pontu í nýuppgerðum sölum Alþingis og ryðja
út úr sér einhverju tilfinningaflæði.
En stjórnarandstaðan á auðvitað ekki sjö dagana sæla.
Fjölmennasti stjórnarandstöðuflokkurinn, Alþýðubanda-
lagið, veltist um í fjörbrotunum, með opnar undir og póli-
tískan sótthita. Innanflokksdeilurnar eru að nálgast há-
mark í grimmri baráttu tveggja helstu hópanna um for-
mannstitilinn. Öll helsta orka flokksins beinist því inn á
við. Þettahefureinkum komið fram í kunnáttuleysi og van-
þekkingu þingmanna Alþýðubandalagsins á einstökum
liðum og þáttum fjárlagafrumvarpsins, bæði í fjölmiðlum
og á þingi. Kvennalistinn hefur enn ekki endurheimt tiltrú
landsmanna eftir brotthlaup sitt úr stjórnarmyndunarvið-
ræðunum sl. vor. Þar sýndu konurnar svart á hvítu ógrund-
aða þrjósku við lögbindingu á lágmarkslaunum, vanhæfni
til ákvörðunartöku, stjórnleysi og skort á hugrekki til
stjórnunar. Þess vegna hefur Kvennalistinn gloprað niður
sterkri stöðu fyrir síöustu þingkosningar og á langa leið
fyrir höndum áður en hann nær tiltrú kjósenda á ný. Ef
Kvennalistinn á að sleppa undan sláturhníf kjósenda við
næstu kosningar verður hann eiginlega að taka sér Sæ-
unni kú til fyrirmyndar sem flýði frá húsbændum sínum
og sýndi það hugrekki og (sjálfstæði að synda .þvert
yfirönundarfjörð. Það sund varð henni til lífs. Á sama hátt
verða forystumenn Kvennalistans að rífa sig lausar úr
múlbandi falskrar samhyggju og hugleysis, og leggjast til
sunds i köldum sjó stjórnmálanna, með kúrsinn kláran og
fyrirheitna landið f sjónmáli handan fjarðarins.
Borgaraflokkurinn, eða stuðningshópur Alberts Guð-
mundssonar er kannski sá flokkur sem er í hröðustu, póli-
tísku þróuninni. Hins vegar ber flokkurinn enn of mikinn
keim af foringjanum og hefur enn á sér yfirbragð póli-
tískra flóttamanna úr Sjálfstæðisflokknum. Þannig er
Borgaraflokkurinn í hugum margra sem félagsmálapakki
sem dottið hefurúrSjálfstæðisflokknum. En Ijóst erað sú
mannúðar- og félagshyggjustefna undir regnhlíf athafna-
frelsis höfðar til margra þjóðfélagsþegna. Hins vegar
stendur Borgaraflokkurinn á hugmyndafræðilegum sandi
og einkennist öðru fremur af lífsfílósóffu og lífshlaupi
Alberts Guðmundssonar. Ræðuhöld Alberts Guðmunds-
sonará Alþingi þarsem hann gagnrýndi fjárlagafrumvarp-
ið, ber ennfremur þess merki, að honum sé tamara að vísa
til tilfinninga fólks en að rökstyðja mál sitt með haldfestu
og skynsemi. Það ætti eiginlega að vera ríkisstjórninni
áhyggjuefni að fá ekki meira aðhald frá hinni máttlausu
stjórnarandstöðu.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ÞAÐ er gaman að lesa
greinar um fagleg efni í dag-
biöðum eftir fólk sem maður
hélt að reri á allt önnur mið
en um er fjallað. Þannig er
t.d. skemmtilegt að lesa af
reynsluakstri gamals maóista
sem eyðir heilli helgi meö
Toyota Corolla. Ásgeir Sigur-
gestsson, sálfræðingur þeys-
ir um í þessum vagni og má
lesa niðurstöðuna í síðasta
hefti Þjóðlífs. Ásgeir kemst
m.a. að því að bílinn vanti
hávaða, líkt og Flosi taldi um
daginn að ófarir Alþýðu-
bandalagsins i síðustu kosn-
ingum hafi kannski stafað af
„skorti á reynsluleysi" Eftir
að hafa kynnst þessum
skorti á hávaða kemst bíla-
dómarinn að þessari niður-
stöðu: „Að þessu leyti er
hrein unun að aka bílnum á
jöfnum hraða á góðum vegi,
hávaðinn angrar a.m.k. eng-
an; hitt er annað mál að mig
syfjaði undir þessum kring-
umstæðum. En það verður
vist ekki á allt kosið i þess-
um heirni!" Og hvernig lýst
ykkur á eiginleika bílsins:
„Það er sama hvort ekið er á
rammíslenskum vegi með öll-
um hugsanlegum þjóðarein-
kennum (þvottabretti, lausa-
möl, hvörfum, stóru eða
smáu grjóti), olíumöl sem
virðist hafa verið lögð beint
ofan á kargaþýfi ellegar á
rennisléttu malbiki- bíllinn
rann Ijúflega yfir þetta allt
saman....“ Líklega hefði Maó
formaður getað tekið undir
það með Asgeiri að fátt sé
Ijúfara en að aka um í Toyota
Corolla Liftback XL.
ÞJÓÐVILJINN erágóðri
leið með að verða málgagn
Svavars Gestssonar eftir að
formaðurinn fráfarandi dust-
aði rykið af gömlum skóla-
bróður sínum, Óttari Proppé
og kom honum gegnum
flokksbakdyrnar í fram-
kvæmdastól og síðan vænt-
anlega ritstjórastól. Enn
skemmir Össur Skarphéðins-
son nokkuð fyrir flokkseig-
endafélaginu, en hann mun
nú vera á förum af blaðinu og
yfir á hinn kapítalíska fisk-
eldismarkað þar sem feitari
laxar synda en á mögaim
síðum málgagnsins. Óttar
Proppé hefur nú lært á skæri
og tekinn að klippa nokkuð
óstyrkum höndum út úr blöð-
um sem hann telur til and-
stæðinga Þjóðviljans og hef-
ur Alþýðublaðið oftast lent
milli eggjanna. Allt er það
gott og vel. Þjóðviljinn hefur
litið Alþýðublaðið mjög horn-
auga eftir það tók að dafna
og meira að segja ásakað
það fyrir að safna auglýsing-
um sem er náttúrlega af þvf
vonda; bæði spillt og kapíta-
llskt. En stundum falla Þjóð-
viljamenn I eigin grafir og
birta auglýsingar og jafnvel
skrumtexta með. Undarlega
fyrirsögn var að finna i föstu-
dagsblaði Þjóðviljans en þar
Maó formaður hefði áreiðanlega
þegið að fara rúnt með Ásgeiri.
stóð: „Jeppi blundar í hverj-
um manni.“ Gefum þessum
sjónarmiðum lausan taum-
inn. Fréttin er um fyrirhugaða
jeppasýningu i Reiðhöllinni
og Þjóðviljinn skrifar:
„Tvö ár eru síðan haldin var
alvöru jeppasýning hér á
landi. Síöan hafa komið fram
margar nýjungar, stærri hjól-
barðar og nýjar jeppategund-
ir teknar og búin til úr þeim
torfærutröll. Vídeó- og
slidesmyndir frá ferðum fé-
lagsmanna gefa gestum kost
á að sjá, hvernig torfærutæk-
in eru notuð og hvert nota-
gildi þeirra er í ám, snjó og
annarri ófærð. Það fer enginn
ósnortinn heim eftir að hafa
séð slíka sýningu. Sérstök
torfærubraut verður með fjar-
stýrðum rafmagnsjeppum þar
sem gestir geta spreytt sig á
torfæruakstri. Tvisvar á dag
munu íslandsmeistarar í tor-
færuakstri reyna með sér á
rafmagnsjeppunum.
Þess vegna verður eitthvað
við allra hæfi hvort sem
menn leita að nýjum óbreytt-
um jeppa, huga að breyting-
um á fjölskyldubílnum eða
vilja bara sjá hvernig búið er
að gefa hugmyndafluginu
lausan tauminn í breytingum.
Allir landsmen eiga erindi
á svona sýningu. Reynslan
hefur sýnt að það blundar
jeppamaður í öllum íslend-
ingum.“
Jahá. Nú fer maður að
skilja. Stefnuskrá Alþýðui-
bandalagsins höfðar fyrst og
fremst til torfærutrölla. En
þaö verður nú að segjast um
forystumennina I Alþýðu-
bandalaginu að það vantar
drifið undir þá. Nokkuð sem
jeppamenn flokksins ættu að
tékka á í næstu skoðun.
Þau sjónarmið ríkja á síðum Þjóðviljans að það blundi jeppamaður í
hverjum Islendingi. Hins vegar virðist Ijóst að drifið vantar undir foryst-
una í Alþýðubandalaginu.
Alpýðnblaðið
Vegagerð.
(Frh.)
I fyrri kaflanum mintist ég á
það, hvernig farið heföi verið að
þvi að gera götutroðninga. Þá
sömu aðferð i vegagerð er nú
ve.rið að taka upp aftur, alveg
eins að öðru leyti en þvi, að
þessir nýju troðningaj hafa næga
breidd fyrir bifreiðar, enda er
þeim ætiað að fara þá, þegar aö-
alvegurinn Iiggur undir snjó. Þaö
er kátbroslegt, að landsverkfræð-
ingurmn skuli opinbera svo at-
hugaleysi sitt um vegagerð, sem
hér er raun á orðin. Sjáiö út-
skotshringbrautina hjá Lögbergi,
og sjájð fyrirmyndar-útslkotshrmg-
brairtina neðanhaft 5 Hveradöium!
Til VMilsstaða
fer bttreið alla vlrka daga kL 3 siðd.
AUa aonnadaga kl. 12 og 3 frk
BiírelðaitBA Stelndóra.
Staðið Vlð h.lm»Alrii»rtim»nii. SitXli 581.
' ------------------------
Doktor i islenzkri hljóOfræSi
er Stefán Binarsson melstari ný-
lega orðinn. Vnrði hann doktors-
ritgerð sina ViD háskólann I Osló.
Stefán ér BUBtan úr Skaftafells-
sýslu.
Bamaskóli Reykjavikor.
Jóhannes Ltndal Jónasson og
Ingibjörg Guðmundsdóttir hafa
veriö skipuð fastir kennarar við
hann og lsak Jónsson settur þetta
skólaár.
Útsalan í KLÖPP
selur kavlmaBnatöt á kr. 23,50
settiO, gMa rykfrakka á karl-
menn frá kr. 88,50. Kven-
kápnr seljast fyrir kr. 25,00,
kveakjólar (cheviot) kr. 9,90,
góOir kvenbolir (ull) kr. 1,35,
||6ðir terðajakkar frá kr.
7,85. SkoðiO góðu og ódýru
naerlfitin,settið innan við kr. 5,00
á karlmenn. Morgunkjólaetni
8 krómir i kjólinn. 8aengnr-
veraetni, 5 krónnr i verið.
Léreft, flúnel og plusstau seljast
ódýrt. Þetta er að eins sýn-
Ishorn. Allar vörnr með
laskknðn verði f
KLÖPP,
Laugavegi 28.
Frlðun gegn ölæði.
Að tilhlutun dómsmálaráðherr-
ans hefir skipstjóranum á „Esju",
sem er eina fólksflutningaskipiö,
sem ríkiö á, verið falið að láta
setja ölvaða rnenn. sem fyrir finn-
þst á skipinu, í land á næstu höfn.
Á öðrum skipum þarf nauðsyn-
lega aö taka upp sömu reglu,
svo aö farþegur geti verið i friði
og óáreittir af fylliröftum.
•
Erlend símskeytí.
Khöfn, FB„ 15. okt
Endurrelsn páfariklslns.
Frá Berlin er simaö: Út af tii-
raunum J>eim, sem gerðar hafa
verið til þess gö kotna á sátt-
um milli italska rikisins og páfa-
stóisins, hefir aðaimálgagn páf-
Bns sagt, aö það sé óhjákvæmi-
legt slnlyrði, til þess að sættir
komist á, að páfastóllinn fái yf-
irráð yfir einhverju landssvæði,
svo að hægt verði að endurreisa
IdrkjuríkiÖ.