Alþýðublaðið - 17.10.1987, Page 14

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Page 14
14 Laugardagur 17. október 1987 IÞROTTIR Umsjón: Halldór Halldórsson Ætlum að verða meðal sex efstu liða í Seoul FRAMMISTAÐA íslenska landsliðsins í handknattleik hef- ur um árabil vakið mikla athygli í heimi íþróttanna. Liðið hefur ávallt verið mjög eftirsótt til keppni í hinum ýmsu mót- um sem haldin hafa verið víða eriendis, — Óþarft er að tí- unda náið þann árangur sem strákarnir okkar hafa náð, það er alþjóð kunnugt. Um þessar mundir er undirbúningur í fullum gangi og enn eitt stórverkefnið framundan, þ.e. ðlympíuleikarnir í Seoul í S-Kóreu á nœsta ári. — Að vinna til þátttökuréttar í Ólympíuleikum geta aðeins þeir bestu. AB hafði samband við Jón Hjaltalín Magnússon formann Handknattleikssambands íslands af þessu tilefni og spurði hann um gang mála varðandi Ólympíuleikana og fleira er varðar íslenskan handknattleik. Heildarkostnaöur 20 milljónir — Nú hefur undirbúningur íslenska landsliðsins í hand- knattleik fyrir Ólympíuleikana í Seoul staðið yfir lengi og hlýtur að vera kostnaðarsamt fyrirtæki. Hvernig er staðið að fjáröflun? Ná endar sam- an? „Áætlaður heildarkostnað- urvið undirbúning landsliðs- ins í handknattleik fyrir Ólympíuleikana í Seoul er um 20 milljónir króna á tíma- bilinu júní 1986 til september 1988. Innifalið í þessum kostnaði eru 14 keppnisferðir, æfingabúðir hér á íslandi og erlendis, móttaka erlendra landsliða og greiðsla afreks- styrkjatil landsliðsmanna. Landsliðið mun leika tæp- lega hundrað landsleiki á þessu tímabili. Fjáraflanir HSI vegna landsliðs karla svo og hinna sex landsliða HSÍ verða eink- um með auglýsingasamning- um við fyrirtæki og lands- hapþdrættum, en landsmenn hafa stutt ótrúlega vel við landsliðið með því að kaupa happdrættismiða HSÍ. Þá eru tekjur af landsleikjum, greiðslur fyrir sjónvarpssend- ingar og auglýsingasamninga mikilvægur liður. Þá fékk HSÍ 5 milljón króna stuðning frá Alþingi eftir frammistöðu landsliðs- ins á Heimsmeistarakeppn- inni I Sviss 1986, sem kom sér vel til að greiða þann mikla kostnað sem lagt var í fyrir þá keppni. Ólympíunefnd íslands styður landsliðið á þessu ári með 1.5 milljón króna og von- ast er eftir verulegum stuðn- ingi frá Ólympíunefnd á næsta ári. HSÍ fær verulega upphæð frá Lottóinu á þessu ári, en á síðasta ársþingi HSÍ ákváðu aóildarfélög HSÍ að 50% af tekjunum skyldi renna til þeirra í formi niðurfellingar á þátttökugjöldum og beinna greiðslna til félaganna. Þessi ákvörðun félaganna var gegn vilja meirihluta stjórnar HSI, sem þarf þess vegna að leggja ennþá meira á sig til að afla fjár til öflugrar starf- semi sambandsins. Það er markmið stjórnar HSÍ að leggja allt undir til þess að landsliðið okkar verði sem best undirbúið fyr- ir Ólymþíuleikana og nái sem bestum árangri þar. Við von- um aö sem flestir vilji taka þátt í þessu verkefni með okkur og veita stuðning sinn.“ Höföum rétt fyrir okkur — Þú hefur verið gagn- rýndur af sumum fyrir að láta landsliðið sitja i fyrirrúmi, fé- lagsliðið verði illa úti og að íslandsmótið sé nánast auka- atriði. Hvað vilt þú segja um þetta? „Það er mikill munur á því að vera að kepþa um efstu sæti í deildarkeppni eða um efstu sæti í heimsmeistara- keppni og Ólympíuleikum. Það hefur ávallt verið mark- mið stjórnar HSÍ að eiga landslið sem telst með A þjóðum í handknattleik og vinni sér rétt til þátttöku í A- heimsmeistarakeppni og Ólympluleikum. Þetta hefur tekist undanfariö og um leið hefur áhuginn á handknatt- leik aukist stórlega hérlendis eins og sést best á auknum áhuga á íslandsmótinu núna. Ég hef ekki orðið var við þessa gagnrýni núna og ég vona að þeir sem börðust hvað mest á móti stjórn HSÍ og áherslu landsliðsnefndar á undirbúning landsliðsins séu farnir að átta sig á því, að við höfðum rétt fyrir okk- ur.“ Endurskipulagt mótshald yngri flokka — Er ekki uppbyggingar- starf innan félaganna áhuga- vert verkefni? Hvað hefur HSÍ á prjónunum í þeim efnum? „Markmið stjórnar HSÍ er að vinna að eflingu hand- knattleiksíþróttarinnar og íþrótta almennt á ísíandi. Upþbyggingarstarf í félögun- um er lykilatriði í þessu sam- bandi. Stjórn HSÍ telur að lands- lið á heimsmælikvarða hvetji unglinga til íþróttaiðkunar og bæjarfélög til að byggja fleiri íþróttahús fyrir unglingana og starfsemi félaganna. HSÍ vinnur auk þess að því að stórefla fræðslustarfsemi sambandsins og auka mennt- un þjálfara og þá sérstaklega fyrir yngri flokkana. Móta- nefnd HSÍ hefur endurskipu- lagt mótahald fyrir yngri flokkana og gert það áhuga- verðara. Þá vinnur HSÍ að því að efla áhuga stúlkna á hand- bolta, en vandamálið liggur hjá félögunum, sem hafa allt of fáa æfingatíma fyrir stúlk- ur og yngri kynslóðina. Því telurstjórn HSÍ mikilvægt að átak sé gert í byggingu íþróttahúsa um land allt.“ 40 landsleikir framundan — Undirbúningur fyrir Ólympiuleikana i Seoul, að ári. Hvað er framundan? „Landsliðið mun leika um 40 landsleiki fram að Ólympíuleikunum í Seoul 1988. í lok október fer það í kepþnisferð til Sviss. í nóv- emþer verður alþjóðlegt mót á Islandi með Póllandi, ísrael og Portúgal. í byrjun desem- ber er tekið þátt í alþjóðlegu móti í Noregi, síðan koma landslið Júgóslava og Suður- Kóreu til íslands i desember. í lok desember fer landsliðið á mót i Danmörku og um miðjan janúar á World Cup i Svíþjóð. Lokaundirbúningur lands- liðsins hefst hefst svo í júní 1988 og stendur fram til 12. september, þegar liðið fer til Seoul.“ — Hverjir eru að þínu mati raunhæfir möguleikar íslands i Seoul? „Ég tel að landsliðið okkar í handknattleik eigi mesta möguleika að ná góðum árangri í Seoul af þeim þátt- takendum sem verða i Ólympíuliði íslands um leið og ég vona að hann verði sem bestur hjá öllum þátttak- endum. Markmið handknattleiks- landsliðsins er að gera sitt besta eins og alltaf og fara í hvern leik með það fyrir aug- um að sigra. Landsliðsnefnd- in og leikmennirnir hafa sett sér það markmið að ná einu af sex efstu sætunum í Seoul og vinna sér rétt til þátttöku í A-heimsmeistara- keppninni 1990. Þegar ég var beðinn um að taka að mér formennsku HSÍ i maí 1984 fyrir Ólympíuleikana i Los Angeles, þá setti ég mér það markmið að landsliðið skyldi keppa um verðlaunasæti á Ólympíuleikunum í Seoul 1988. Ég hef mikla trú á landsliðinu okkar, þjálfara þess, stjórn HSÍ og öllum þeim sem standa með okkur og vinna að því að þetta geti orðið veruleiki í Seoul. Landsliöiö okkar getur unnið hvaða lið sem er. Karlarnir okkar hafa undanfarið sýnt það og sannað. íslenska handknattleikslandsliðið verður lang leikreyndasta landsliðið á Ólymþíuleikun- um með um 150 landsleiki að meðaltali á hvern leikmann. Þeir verða mjög vel undirbún- ir fyrir keppnina og eru stað- ráðnir í að gera sitt besta.“ Svíar einangraðir í norrænni samvinnu — Nú ríkir nánast styrjald- arástand milli Svía og Islend- inga um mótshald heims- meistarakeppninnar 1994. Svíar hafa i tvigang séð um þá keppni, en Islendingar aldrei. Eru þetta gamlar erj- ur? Eru Svíar að launa okkur lambið gráa fyrir eitthvað? Sérðu einhverja lausn á þessu máli? íslenska liðið það leikreyndasta í Seoul Eftirtaldir 21 leikmaður fyll- ir landsliðshópinn þessa stundina. Að sögn Jóns Hjaltalíns Magnússonar for- manns HSÍ mun íslenska lið- ið verða það lang leikreynd- asta á Ólympíuleikunum með um 150 landsleiki að meðal- tali á hvern leikmann. Að sögn Guðjóns Guðmunds- sonar liðsstjóra íslenska landsliðsins munu 20 leik- menn fylla þann hóp sem heldur til Seoul. Einar Þorvaröarson, Valur Brynjar Kvaran, KA Guðmundur Hrafnkelsson, UBK Kristján Sigmundsson, Vikingur Þorgils Óttar Mathiesen, FH Þorbergur Aðalsteinsson, Saab Bjarni Guðmundsson, Wanne-Eigel Karl Þráinsson, Víkingi Sigurður Gunnarsson, Víkingur Alfreð Gíslason, Essen Páll Ólafsson, Dusseldorf Guðmundur Guðmundsson, Víkingur Kristján Arason, Gummersbach Geir Sveinsson, Valur Sigurður Sveinsson, Lemgo Atli Hilmarsson, Fram Júlíus Jónasson, Valur Jakob Sigurðsson, Valur Bjarki Sigurðsson, Víkingur Birgir Sigurösson, Fram Árni Friðleifsson, Víkingur 150 (0 ki 103 le ki 32 le ki 150 le ki 146 le ki 154 le ki 201 le ki 37 le ki 108 le ki 112 le ki 138 le ki 142 le ki 150 le ki 92 le ki 111 le ki 94 le ki 65 le ki 106 ie ki 7 le ki 7 le ki 22 le ki „Það er rétt, að Svíar hafa haldið þessa keppni tvisvar áður og sækja um hana í þriðja sinn án samráðs við handknattleikssamböndin á hinum Norðurlöndunum. Þetta er alveg eins og þeir gerðu í sambandi við vetrar- ólympíuleikana 1992. Síðan koma þeir til hinna Norður- landanna og biðja um stuðn- ing, en spyrja ekki fyrst, hvort eitthvert hinna Norður- landanna vilji halda keppn- ina. Þetta lýsir Svíum nokkuð vel í þessu svo kallaða nor- ræna samstarfi. Þó svo að Handknattleikssamband ís- lands sé lítið, þá höfum við í fullu samráði við ríkisstjórn íslands sótt um þessa kepþni, eftir að hafa fullviss- að okkur um að ekkert hinna Norðurlandanna aö Svium undanskildum ætlaði að sækja um heimsmeistara- keppnina 1994. Við höfum þegar fengið viljayfirlýsingu um stuðning fjölda þjóða við umsókn okk- ar. Við munum vinna að því að fá þessa kepþni hingað á 50 ára afmæli íslenska lýð- veldisins. Það er von mín, að Svíar dragi umsókn sina til baka að þessu sinni og það verður okkur sönn ánægja að styðja svo síðar við umsókn þeirra í samráði við hin Norðurlönd- in.“ — Er það ekki einsdæmi að svona mál rísi upp milli Norðurlandaþjóða? Getur þetta dregið dilk á eftir sér hvað varðar samskipti þjóð- anna á handknattleikssvið- inu? „Eins og ég gat um áðan, þá hafa Svíar víst ákveðnar skoðanir á því, hvernig nor- rænt samstarf eigi að fara fram. Þeir um það. Ég tel að afstaða þeirra til þessara mála verói þá bara til þess, að við munum auka sam- skipti okkarvið hin Norður- löndin. Þess skal einnig getið að HSÍ er núna búið að leggja drög að föstum samskiptum á sviði landsleikja fyrir yngri landsliðin við Hollendinga, Belgíu og Luxemborg. Þá er veriö að vinna að auknum samskiptum við austantjalds- löndin og Spánverja á sviði landsleikja fyrir karlalandslið- ið.“ — Nú er íslandsmótið komið á fullt skrið. Finnst þér byrjunin lofa góðu þar um? „Já, svo sannarlega. Fé- lagsliöin eru i góðri æfingu og aðsókn að leikjunum hef- ur stórlega aukist frá því í fyrra svo og umfjöllun í fjöl- miðlum. Þá er ánægjulegt að nokkr- ir af okkar bestu leikmönnum hafa snúið aftur til íslands og þeir setja svip á mótið." — Fá leikmenn greiðslu fyrir spilaða landsleiki eða einhver önnur fríðindi? „Landsliðsmenn okkar í handknattleik hafa lagt alveg

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.