Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.10.1987, Blaðsíða 16
16 Laugardagur 17. október 1987 UTLOND Umsjón: Ingibjörg Árnadóttir DOIIARAR HANDA GORBATSJOV Bókaútgefendur hvaðanœva að úr heiminum, eru á flugi til Munchen, í þeim erindagerðum að lesa handrit að bók Gorbatsjovs „Perestrojka“. Keppst er um að bjóða dollara í útgáfuréttinn á bók Sovétleiðtogans á Vesturlöndum. Sagt er, aö tilboð allt upp í 20.000 dollara fyrir útgáfu- réttinn hafi verið send inn, en engar staðfestingar eru þó fyrir hendi. Bókin er ekki persónuleg frásögn Sovétleiðtogans, hún er bók sem fjallar um pólitík. Eftir því sem haft er eftir um- boðsmönnum Gorbatsjovs á Vesturlöndum, verður bókin gefin út á Norðurlöndum, flestum vestrænum löndum, I Brasilíu og víðar. Búist er við að höfundur fái allt að einni milljón dollara I sinn hlut. Gífurlegur áhugi Linda Michaels fulltrúi bókaútgáfunnar Harper & Row segist vart muna eftir öðrum eins áhuga fyrir bók. Hún flaug til Munchen og opnaði þar söluskrifstofu vegna útgáfu bókarinnar, en Harper & Row eiga nú út- gáfuréttinn I mörgum vest- rænum löndum og einhverj- um Norðurlandanna. Linda Michaels segir marga útgefendur hafa ferö- ast til Munchen eingöngu til að fá að lesa bókina, áður en þeir ákveða sig. Ennfremur að margir hafi lagt inn tilboð án þess að hafa lesið bókina. Perestrojka Gorbatsjov Sovétleiðtogi nefnir bókina Perestrojka, það þýðir breyting. Ásamt Glasnost hefur Perestrojka verið eitt af slagorðum hans ( sambandi við þær breytingar sem verði að komast á í Sov- étríkjunum, og I samskiptum austurs og vesturs. Eftir þvf sem best er vitað fjallar bókin einmitt um þessi mál, ástandið I Sovétrlkjun- um og samskipti austurs og vesturs. Bókin er400 bls. en nákvæmari fregnir af efni hennar eru ekki fyrir hendi, sem eðlilegt er. Hér á árum áður gekk þetta ekki svona fyrir sig. Sovéskir leiötogar urðu að láta þýða ritsmlöar sínar I Rússlandi og síðan var þeim dreift hingað og þangað í heiminum. Engan bókaútgef- anda á Vesturlöndum hefði látið sig dreyma um, að gefa út ræður Bresjnevs eða hugsanir Tsjernenkos — ef þær hafa þá verið fyrir hendi! Þessvegna þykir það með ólikindum að nú skuli streyma inn tilboð, upp á há- ar upphæðir í dollurum til að gefa út pólitíska bók Sovét- leiðtogans. Harper & Row og bókafor- lagið Collins í Englandi skipta á mill sín réttinum til aö ákveða í hvaða löndum bókin verður gefin út og vinna að því öllum árum, að það verði í sem flestum lönd- um og fyrir stórar upphæöir. Ætlunin er, að bókin komi út samtímis í sem flestum löndum, og að það verði í lok nóvember á þessu ári. Vænt- anlega verða þýðendur önn- um kafnir á næstunni. Handagangurinn í öskjum bókaútgefenda þessa dagana mun trúlega smita lesendur bóka eftir því sem nær dreg- ur útgáfudegi. Hugsast gæti að þeir sem fá bókapakka á jólunum, reki upp stór augu þegar þeir opna hann — hug- renningar Sovétleiðtogans i staðinn fyrir bókina um fþróttahetjuna, sem þeir höfðu reiknað með! (Arbeiderbladet) Heitir metsölubókin fyrir þessi jól Perestrojka og höfundurinn Gorb- atsjov? Margt bendir til þess.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.